Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Svörtu sauðirnir Stundum bregður einhver fæti fyrir meinta vini sína og þá er viðkomandi svarti sauðurinn í hópnum. Hvort það á við um þessa sauði í Húsdýragarðinum skal þó ósagt látið. Ómar Málflutningur þing- manna Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra er dæmalaus og rekja þau hrunið til einkavæðingar bankanna 2003. Margoft hefur kom- ið fram að betur hefði mátt standa að einkavæð- ingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Þó var það svo að einkabankinn Glitnir – sem aldrei hafði verið í eigu ríkisins – féll fyrstur árið 2008. Það eru staðreyndir sem Samfylkingin og Jóhanna kjósa að muna ekki eftir. Frasinn skal keyrður – dropinn holar jú steininn. Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú setið í ríkisstjórn í rúm þrjú ár eftir síðustu aldamót. Hún var og ráðherra á seinni hluta seinustu aldar. Hún var ráðherra í hrunstjórninni – en það eru staðreyndir sem Samfylkingin og hún sjálf kjósa að muna ekki eftir. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið þingmaður gagnrýninnar og ráðherra hótana. Hún hefur á starfstíma sínum lagt fram nokkur ágæt frumvörp á Al- þingi – þó það nú væri – búin að vera þingmaður í rúm 32 ár. Í árafjöld lagði Jóhanna Sigurð- ardóttir fram frumvörp sem áttu að leiða til þess að verðtrygging yrði af- numin, hún hefur beitt sér í þágu fá- tækra, aldraðra og fatlaðra. Hún hefur og verið talsmaður barnafjölskyldna og jafnréttismála. Í dag er Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra og nú loks í stöðu til að drífa sín hjartans mál til framkvæmda. Hvað varð um þessi réttlætismál Jóhönnu? Ha – hvað er verðtrygging? Hún var í forsvari þegar ráðist var eftirminnilega að öldr- uðum þegar grunnlífeyrir þeirra var skertur, barnabætur lækkaðar og at- vinnuleysi náði nýjum hæðum. Hver hefði trúað þessu á heilaga Jóhönnu? Hún hefur kosið að festa sig í mál- efnum, gjörðum og ákvörðunum stjórnmálanna í upphafi aldarinnar. Hún hefur kosið að taka þann pól að gagnrýna löngu liðna atburði sem ekki er hægt að breyta – til að dreifa at- hyglinni frá eigin getuleysi nútímans. Ekki benda á mig er grunnstef Jóhönnu Sig- urðardóttur. Forsætisráð- herra hvers tíma getur ekki skellt hurðum með hótunum nái hann sínum málum ekki í gegn – því forsætisráðherrann hefur valdið til að framkvæma. Í forsætisráðherratíð Jó- hönnu hafa bankarnir ver- ið einkavæddir á ný – og nú ekki bara tveir! Sú einkavæðing þarfnast rannsóknar. Einkavæðing Vestia, dótturfélags Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu rík- isins, hefur verið harkalega gagnrýnd og jafnframt á það bent að lífeyrissjóð- irnir stundi enn áhættumiklar fjárfest- ingar. Forsætisráðherra hefur ekki enn haft forystu um setningu laga um inni- stæðutryggingar. Óbókuð leyniskjöl og lögfræðiálit flögra með bréfdúfum á milli ráðuneyta og Seðlabanka og bendir hver puttinn á annan. Leyni- skjöl sem jafnvel leiða til himinhárra skaðabóta á hendur íslenska ríkinu. Hefur eitthvað breyst? Árið er 2010 – við búum enn við allt of stórt banka- kerfi, óvirkan innistæðutryggingasjóð, óeðlilega einkavæðingu, ógegnsæi, leyndarhyggju og hálfsannleik. Af þessum sökum beinist gagnrýni Jó- hönnu Sigurðardóttur á framkvæmd einkavæðingar bankanna 2003 beint í hjartastað þeirrar ríkisstjórnar sem hún sjálf fer nú fyrir. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið þingmaður gagnrýninnar og ráðherra hótana. Hún hefur á starfs- tíma sínum lagt fram nokk- ur ágæt frumvörp á Al- þingi – þó það nú væri – búin að vera þingmaður í rúm 32 ár. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og er þingmað- ur Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hefur eitthvað breyst? Eins og flestum er kunnugt liggur fyrir Alþingi frum- varp til breytinga á búvörulögum. Til- gangur breyting- anna er að gera mögulegt að fylgja eftir ákvæði í gild- andi lögum um út- flutning mjólkur sem framleidd er umfram greiðslumark. Á grunni þessara laga hefur verið gerður samningur milli kúabænda og rík- isins um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslunnar. Sá samningur gildir til 31. desember 2014. Kvótakerfi mjólkurframleiðsl- unnar verður því a.m.k. svo lengi í gildi. Þar sem framleiðsluferill nautgriparæktarinnar er mjög langur og allar breytingar taka tíma, hefur Landssamband kúa- bænda sett af stað stefnumót- unarvinnu sem er ætlað að móta hugmyndir um starfsumhverfi greinarinnar á komandi árum. Markmiðið er að auka samkeppn- ishæfni hennar og lækka fram- leiðslukostnað. Þar er allt undir, líka kvótakerfið. Ekkert einsdæmi Af umræðu undanfarinna vikna mætti halda að framangreint ákvæði væri einstakt á heimsvísu. Svo er alls ekki. Algjörlega sam- bærilegt fyrirkomulag og lagt er til í frumvarpinu er við lýði í öllum þeim löndum þar sem mjólk- urframleiðslan býr við kvótakerfi. Nærtækustu dæmin eru aðild- arríki Evrópusambandsins og Noregur. Kvótakerfi leigubifreiða Hliðstæður við kvótakerfi mjólkurframleiðslunnar er einnig að finna í öðrum atvinnugreinum. Dæmi um slíkt er akstur leigubifreiða. Alþingi Íslendinga hefur skilgreint markað fyrir leigu- bílaakstur sem tak- mörkuð gæði, sbr. lög nr. 134/2001 um leigubifreiðar. Á grundvelli þessara laga hefur sam- gönguráðherra gefið út reglugerð sem segir til um há- marksfjölda leyfa til leigubifreiðaaksturs í nokkrum sveitarfélögum lands- ins; Reykjavík og nágrannasveit- arfélög (560 leyfi), Akureyri (21), Árborg (8) og Reykjanesbær og nágrannasveitarfélög (41). Fjöldi leyfa sem ráðherra ákveður fer eftir tillögum Vegagerðarinnar, að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórna, héraðsnefnda og félaga leigubifreiðastjóra. Ef brotið er gegn framangreindum lögum og reglum varðar það leyf- issviptingu og/eða sekt. Tryggir stöðugt framboð Rök samgöngunefndar Alþing- is varðandi takmörkun á fjölda leigubifreiða á sínum tíma, voru m.a. að með því mætti tryggja góða og örugga þjónustu. Slíkt bæri að tryggja þar sem leigu- bifreiðar væru mikilvægur hluti af almenningssamgöngum hér á landi. Um leið var lögunum ætlað að tryggja eðlileg starfskjör leigubifreiðastjóra. Framantalið er því það almannaheill sem er krafist, þegar takmörkuðum gæð- um er útdeilt af hinu opinbera. Sama gildir um mjólkurfram- leiðsluna. Kvótakerfi í mjólk- urframleiðslunni tryggir jafnt og stöðugt framboð mjólkurafurða og rekstrarumhverfi grein- arinnar. Rétt er þó að taka fram að sá munur er á verðlagningu mjólkur og leigubifreiðaaksturs, að neytendur hafa bein afskipti af verðlagningu mjólkurafurða í gegnum verðlagsnefnd búvöru. Því er ekki til að dreifa með leigu- bifreiðaksturinn, gjaldskrá fyrir þá þjónustu er ákveðin af gjald- skrárnefnd sem til staðar er á hverri leigubifreiðastöð. Í þeirri nefnd eru starfandi bílstjórar, sem þó mega ekki vera í stjórn stöðvarinnar eða stjórn starfs- mannafélags hennar. Innan og utan kerfis? Til að stunda akstur leigu- bifreiðar þarf leyfi, auk ýmissa starfsréttinda. Til að markaðs- setja mjólk á innanlandsmarkaði þarf greiðslumark. Hvort tveggja er skilmerkilega tekið fram í lög- um. Hvorugt hefur verið hrakið með úrskurði dómstóla. Akstur leigubifreiðar án leyfis og mark- aðssetning mjólkur utan greiðslu- marks á innanlandsmarkað eru sambærilegir hlutir. Ekki kemur til greina að leigubifreiðastjórar standi annað hvort „innan eða ut- an kerfis“. „Kerfið“ er ekkert annað en þau lög og reglur sem gilda um starfsemina. Breytingar á búvörulögum snúa að því að setja í þau hliðstætt ákvæði og verið hefur í lögum um leigu- bifreiðar frá upphafi. Er ekki eðli- legt að ríkisvaldið, sem sett hefur lagaumgjörðina um þessar at- vinnugreinar, geri mögulegt að fylgja gildandi lögum eftir í báð- um tilfellum? Eftir Baldur Helga Benjamínsson » Breytingar á bú- vörulögum snúa að því að setja í þau hlið- stætt ákvæði og verið hefur í lögum um leigubifreiðar frá upp- hafi. Baldur Helgi Benjamínsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Af mjólkurframleiðslu og leigubifreiðaakstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.