Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 8
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Mansal er annað stærsta vandamálið
í Evrópu, á eftir fíkniefnavandanum.
Þetta kemur fram í samantektar-
skýrslu Evrópsku löggæslustofnun-
arinnar, EUROPOL, fyrir síðasta ár
og vitnað var í á vel sóttu málþingi
Orators, félags laganema við Há-
skóla Íslands, sem haldið var í gær.
Staða mansals er ekki síst merkileg
fyrir þær sakir að málaflokkurinn
komst ekki á blað í sömu skýrslu árið
2006 og fyrst ári síðar.
Af öðrum ólöstuðum var fyrirlest-
ur Öldu Hrannar Jóhannsdóttur,
staðgengils lögreglustjórans á Suð-
urnesjum, áhugaverðastur, en hún
var yfirmaður rannsóknar mansals-
málsins sem lyktaði með því að fimm
Litháar voru dæmdir í fangelsi, einn í
fimm ára fangelsi og hinir til fjögurra
ára. Hinir fyrirlestrarnir tveir höfð-
uðu þó eflaust vel til laganema, ann-
ars vegar um huglæg og hlutlæg skil-
yrði 1. tölul. 1. mgr. 227. gr. a. hgl. um
mansal og svo samanburður á þeim
dómum sem fallið hafa og lúta að
mansali.
Bæklingar skiptu sköpum
Áður en hún tók að sér rannsókn
mansalsmálsins fór Alda á ráðstefnu
hjá Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) þar sem hún fékk inn-
sýn inn í málaflokkinn. Hún nefndi í
fyrirlestri sínum að mansal sé eitt af
brýnustu og flóknustu málefnum hjá
ÖSE í dag og gríðarlega mikil
áhersla sé lögð á að vinna gegn þeirri
vá.
Alda segir gríðarlega mikilvægt að
fræðsla sé hafin hér á landi, s.s. lög-
reglumanna, landamæravarða, sak-
sóknara og ekki síst dómara. Hún gat
þess að þegar mansalsmálið var fyrir
dómi voru lagðir fram sem
hliðsjónarskjöl bæklingar frá Sam-
einuðu þjóðunum um einkenni sem
fórnarlömb mansals bera. „Ég held
að það hafi skipt sköpum þegar dóm-
arar voru að meta trúverðugleika
framburðar brotaþolans, að þeir hafi
fengið aðeins innsýn í það hvað er
eðlilegt og hvað er hægt að ætlast til
af fórnarlambinu,“ sagði Alda
Nauðsynlegt sé að lögreglumenn
þekki þessi einkenni – og jafnvel al-
menningur allur. Alda sagði lög-
reglumenn verða að læra að bera
kennsl á ætlað fórnarlamb mansals,
þekkja einkennin og hvernig eigi að
nálgast fórnarlömb á réttan hátt.
Hún sagði fórnarlömb mansals oftast
hrædd við lögregluna, oft hafi þau
brotið af sér og séu kannski
ekki „svokallaðir góðborgar-
ar“. Þá komi þau oft frá ríkj-
um þar sem spilling ríkir,
einnig meðal lögreglunnar og
því forðist þau afskipti
hennar.
Þyngja þarf
refsirammann
Þegar kom að rann-
sókn mansalsmálsins
rakst lögreglan á
nokkrar hindranir.
Fyrir það fyrsta sagði
Alda að henni hefði
komið á óvart hversu
refsiramminn er lág-
ur eða átta ár og að hennar mati ætti
hann að vera lágmark tíu ár.
Refsiramminn gerði lögreglu erfitt
fyrir þegar kæmi að gæsluvarðhalds-
úrræðum. Ekki er hægt að fara fram
á gæsluvarðhald yfir sakborningi á
grundvelli almannahagsmuna ef við-
urlög við meintu broti hans er minna
en tíu ár. Og af sömu ástæðu er ekki
hægt að fara fram á meira en fjórar
vikur í einangrun.
Sakborningum var hins vegar
haldið í gæsluvarðhaldi á grundvelli
þess ákvæðis að ætla mætti að þeir
myndu reyna að flýja réttvísina, en
áður einnig á grundvelli rannsóknar-
hagsmuna. Alda benti á, að ákvæðið
nái í raun aðeins yfir erlenda ríkis-
borgara – sem var raunin – þannig að
ef íslenskur ríkisborgari er grunaður
í mansalsmáli gæti verið örðugt að
halda honum í gæsluvarðhaldi nema
aðeins vegna rannsóknarhagsmuna.
Einnig benti hún á að takmarkanir
fanga utan einangrunar á Litla-
Hrauni héldu ekki. Þannig gætu þeir
sem væru í síma- og samskiptabanni
komist í síma og haft samskipti við
aðra fanga. Er það af þeim sökum að
aðeins er eitt einangrunarrými og
eitt opið rými í fangelsinu.
Annað stærsta vandamálið
Mansal er eitt af brýnustu málefnum hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu
Nokkrar hindranir eru í vegi lögreglu við rannsókn og saksókn slíkra mála
Morgunblaðið/G.Rúnar
Uppkvaðning Sakborningar í mansalsmálinu höfðu ekki fyrir því að hylja
sig eftir að dómur var kveðinn upp yfir þeim í Héraðsdómi Reykjaness.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
Aum framganga ríkisstjórnarÍslands í Icesave-málinu varð
enn meira sláandi eftir að Ólafur
Ragnar Grímsson ræddi málið við
Bloomberg og CNN. Hann talaði
tæpitungulaust um ósanngirni
breskra og hollenskra stjórnvalda
og minnti um leið á framgöngu
Evrópusambands-
ins í málinu sem
hefði stutt hinar
ósanngjörnu kröf-
ur.
Hann spurðihvers konar
klúbbur það væri
sem styddi slíkar kröfur og vafa-
laust geta margir tekið undir þá
spurningu.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslandshafa ekki enn fengist til þess
að verja málstað Íslands í Icesave-
málinu. Þeir hafa þvert á móti tal-
að fyrir hagsmunum hinna er-
lendu rukkara og ítrekað gert til-
raunir til að troða afarkostum
þeirra upp á þjóðina.
Ríkisstjórnin hefur ekki aðeinssamið af sér og þvingað
þingmenn sína til að samþykkja
hina vondu samninga. Hún hefur
að auki haldið áfram að reyna að
láta Íslendinga greiða þessa ann-
arra manna skuld eftir að þeir
hafa hafnað því með þjóð-
aratkvæði.
Allt hefur þetta verið með mikl-um ólíkindum og ráðherrar
gengið fram með þeim hætti að
stórkostleg hætta hefur verið á
ferðum fyrir efnahag landsins. Sú
hætta vofir enn yfir á meðan þessi
ríkisstjórn situr og bíður færis að
hengja skuldina á þjóðina.
Málið er allt mjög umhugs-unarvert, ekki síst nú þegar
sitjandi ráðherrar eru orðnir sér-
stakir áhugamenn um landsdóm.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Dómstólaleiðin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.9., kl. 18.00
Reykjavík 8 léttskýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 6 skýjað
Egilsstaðir 6 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 11 skúrir
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 skúrir
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 16 léttskýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 16 léttskýjað
París 17 léttskýjað
Amsterdam 15 skúrir
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 17 léttskýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 12 léttskýjað
Montreal 13 skýjað
New York 19 léttskýjað
Chicago 20 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:54 19:52
ÍSAFJÖRÐUR 6:57 19:59
SIGLUFJÖRÐUR 6:39 19:43
DJÚPIVOGUR 6:23 19:22
Farið var yfir ýmsar tegundir
mansals og benti Alda Hrönn á
að við rannsókn á mansalsmál-
inu hefðu komið upp nokkur til-
vik ánauðar Litháa hér á landi.
Viðkomandi hafði hitt sam-
landa sinn á götu í Litháen og
sá boðið vinnu á Íslandi. Bauðst
hann til að borga farmiðann og
hann gæti unnið fyrir honum
þegar hingað til lands væri
komið. Þeir komu hingað
og fóru að vinna, endur-
greiddu miðann og þjón-
ustuna. En þegar skuldin
var greidd skulduðu þeir
samt meira og svo aftur
meira. Í einu tilvikinu var
bifreið tekin af manni sem
hann hafði safnað sér fyrir.
Alda spurði að lokum hvort
þetta væri ekki mansal.
Er þetta ekki
mansal?
KARLMENN Í ÁNAUÐ
Málþing um mansal
» Um var að ræða fyrsta mál-
þing Orators á þessu skólaári
en þau eru jafnan vel sótt.
» Fyrirlesarar voru auk Öldu
Flosi Hrafn Sigurðsson, lög-
fræðingur hjá Opus og Bragi
Björnsson, hdl. hjá Lögvörn.
» Fram kom að virkustu man-
salshóparnir í Evrópu komi frá
Búlgaríu, Rúmeníu og Nígeríu.
Einnig Rússlandi, Úkraínu, Ví-
etnam og Tyrklandi.
» EUROPOL telur stófelld
glæpa- og hryðjuverkanet ógna
innra öryggi ESB-landa.