Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Sudoku Frumstig 8 2 7 6 9 9 2 4 7 2 9 5 3 8 4 9 3 7 4 5 7 8 3 6 5 1 2 9 6 3 4 9 5 6 9 7 3 4 2 2 1 6 3 7 3 2 3 5 9 6 5 1 7 6 2 8 5 9 7 8 2 1 3 1 4 6 8 4 4 6 7 7 1 4 3 5 2 8 2 5 7 6 4 3 1 9 3 6 4 5 1 9 7 2 8 1 9 7 8 3 2 5 4 6 7 4 2 1 9 6 8 5 3 9 3 1 2 5 8 6 7 4 5 8 6 4 7 3 2 9 1 2 1 9 3 8 5 4 6 7 6 5 8 9 4 7 1 3 2 4 7 3 6 2 1 9 8 5 6 9 8 7 5 2 1 4 3 1 5 7 6 4 3 2 9 8 2 3 4 8 9 1 7 5 6 5 2 6 3 7 9 4 8 1 7 4 9 2 1 8 3 6 5 3 8 1 4 6 5 9 2 7 4 7 5 9 3 6 8 1 2 9 1 2 5 8 7 6 3 4 8 6 3 1 2 4 5 7 9 8 6 4 3 7 2 5 1 9 9 2 5 8 1 4 6 3 7 1 7 3 5 6 9 2 8 4 3 4 2 7 5 1 8 9 6 6 5 9 2 3 8 4 7 1 7 1 8 4 9 6 3 5 2 4 8 7 1 2 5 9 6 3 2 3 6 9 8 7 1 4 5 5 9 1 6 4 3 7 2 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 16. september, 259. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.) Víkverji er ánægður með þáspennu, sem hlaupin er í úr- valsdeild karla í knattspyrnu. Lið KR er farið að minna á David Wottle, sem varð ólympíumeistari í 800 m hlaupi árið 1972. Wottle var aftastur í upphafi hlaups og nokkuð langt á eftir aftasta manni, en smátt og smátt seiglaðist hann fram úr hinum hlaupurunum og eftir ólík- indalegan endasprett tókst honum á síðustu metrunum að stinga sér fram fyrir þá alla og hrifsa gullið. x x x Tímabilið hófst ekki gæfulega hjáKR-ingum. Eftir fimm umferð- ir var liðið í þriðja neðsta sæti með þrjú stig, hafði tapað tveimur leikj- um og gert þrjú jafntefli. Nú hefur dæmið snúist við hjá liðinu. Það er í fjórða sæti með 34 stig og aðeins þremur stigum á eftir Breiðabliki, sem er í fyrsta sæti. KR leikur í dag við Breiðablik og ef Blikarnir blikna komast KR-ingar upp að hlið þeirra. Á sama tíma taka Selfyssingar á móti ÍBV, sem er í öðru sæti, og Stjarnan á móti FH-ingum, sem eru í þriðja sæti. Sigri KR og ÍBV og FH sömuleiðis gætu Eyjamenn endur- heimt efsta sætið í deildinni. Margir eru þeirrar hyggju að ÍBV sé lík- legra en FH til að tapa stigum á lokasprettinum. FH-ingar máttu þakka sínum sæla að fara með þrjú stig úr Vesturbænum í næstsíðustu umferð og sömuleiðis að hirða öll stigin í viðureigninni við Selfoss í síðustu umferð. Meistaraheppni? spyrja sumir. KR-ingar geta vissulega orðið meistarar, en þeir gætu líka þegar upp er staðið verið að greiða götu annarra. ÍBV datt úr efsta sætinu eftir tap gegn KR í Eyjum. Í dag gæti KR kostað Breiðablik efsta sætið. Í leikslok gæti staðan jafnvel verið sú að KR greiddi götu FH að titlinum og myndi mörgum stuðn- ingsmönnum KR þykja súrt í broti eftir afhroðið í bikarleiknum gegn Hafnarfjarðarliðinu. Víkverja finnst hins vegar KR-ingar komnir á svo hálan ís í umræðu um dómarann í þeim leik að hann skammast sín fyr- ir að vera KR-ingur. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 blettur, 4 á hesti, 7 smáöldum, 8 tröllum, 9 töng- um, 11 blóma, 13 drepa, 14 brúkar, 15 kjaft, 17 sjófugl, 20 snjó, 22 nytjalöndin, 23 málgefin, 24 rjóða, 25 af- komandi. Lóðrétt | 1 atgervi, 2 hluta, 3 sárt, 4 sorg, 5 vatnsfalla, 6 deila, 10 kærleikurinn, 12 elska, 13 augnalok, 15 fæði, 16 konu, 18 um garð gengið, 19 mannsnafn, 20 venda, 21 kindin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lystisemd, 8 lagin, 9 engil, 10 inn, 11 sorps, 13 dorma, 15 skraf, 18 ómerk, 21 jól, 22 lynda, 23 grunn, 14 ruglingur. Lóðrétt: 2 ylgur, 3 Túnis, 4 stend, 5 magur, 6 glás, 7 elda, 12 púa, 14 orm, 15 sýll, 16 runnu, 17 fjall, 18 ólgan, 19 efuðu, 20 kunn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 b6 5. Bg5 Bb7 6. Rd2 Rc6 7. e3 Re7 8. Bxf6 gxf6 9. Db3 Bxc3 10. Dxc3 Rg6 11. e4 De7 12. O-O-O e5 13. d5 c6 14. Kb1 O-O-O 15. g3 Kb8 16. h4 Hc8 17. Df3 Hhd8 18. Bh3 Rf8 19. Hc1 cxd5 20. cxd5 Db4 21. De3 Ba6 22. a3 Db5 23. Ka2 Da4 24. b3 Da5 25. Kb2 Hxc1 26. Hxc1 Hc8 27. Hxc8+ Kxc8 28. b4 Da4 29. Df3 Rg6 30. Dxf6 Bd3 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Belfort. Etienne Bacrot (2720) hafði hvítt gegn Andrey Sokolov (2596). 31. Dc6+! Dxc6 32. dxc6 Kc7 33. Bxd7 Re7 34. Kc3 Bb5 35. Rf3 f6 36. Rh2 Bxc6 37. Bxc6 Kxc6 38. Rg4 Rg8 39. a4 a6 40. Re3 og hvítur innbyrti vinn- inginn skömmu síðar. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hvít lygi. Norður ♠Á96 ♥1096 ♦1094 ♣ÁKG2 Vestur Austur ♠2 ♠D10873 ♥KG3 ♥872 ♦D8765 ♦KG2 ♣7654 ♣93 Suður ♠KG54 ♥ÁD64 ♦Á3 ♣D108 Suður spilar 3G. Góð vörn byggist á heiðarlegu sam- tali, en annað slagið koma upp stöður þar sem hvít lygi er lífsnauðsyn. Í und- anúrslitum bikarkeppninnar voru 3G spiluð á öllum borðum. Útspilið var tíg- ull upp á kóng og dúkkað. Nú sýndu Austmenn, allir með tölu, þá framsýni að spila ♦2 um hæl, frekar en gos- anum. Sú sannleiksfölsun er nauðsyn- leg, því annars getur sagnhafi enda- spilað vestur í tígli og fengið sendingu upp í hjartagaffalinn. En það tekur á að skrökva. Eftir ósannsöglina í tíglinum gátu Austmenn ekki lengur hamið sig og sögðu satt og rétt frá hálitunum: hentu kallspili í spaða í þriðja laufið, svo frávísandi hjarta í það fjórða. Tveir sagnhafar trúðu því augljósa og svínuðu í spaða frekar en hjarta. 16. september 1944 Bandarísk flugvél af gerðinni B-17, sem nefndar voru fljúg- andi virki, brotlenti á Eyja- fjallajökli. Tíu manna áhöfn komst til byggða við illan leik. Meira en hálfri öld síðar fund- ust hlutar úr flugvélinni. 16. september 1963 Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Íslands og var vel fagnað. Í ávarpi sagði hann: „Íslend- ingar standa með þeim sem vilja frelsi og frið.“ Rúmum tveimur mánuðum síðar tók hann við forsetaembættinu þegar John F. Kennedy var myrtur. 16. september 2004 Mikið tjón varð í óveðri sunn- anlands og austan og ferða- menn lentu í hrakningum. Skriður lokuðu Hvalnes- skriðum, þak fauk af hóteli í Skaftafelli, tré klofnuðu og kornakrar skemmdust. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Fjörið sem alltaf var á þessum böllum er eftir- minnilegast. Það var mikið dansað,“ segir Rúnar Guðjónsson, húsvörður og rokksöngvari, þegar hann rifjar upp gamla tíma. Rúnar verður sjötugur í dag. Hann hefur reynt að verjast ásókn barna sinna um að halda upp á afmælið en sýnist að niður- staðan verði sú „að fjölskyldan sameinist um að hylla kallinn á einhverju heimilinu“. Rúnar byrjaði að syngja með hljómsveitum átján ára gamall og kom víða við á ferlinum. Hann hætti um 1980. „Ég var að syngja á Röðli og Klúbbnum þegar ég gekk út frá 100 laga prógrammi, sagði bless strákar, ég kem aldrei aftur. Þeir trúðu því ekki en ég stóð við orðin,“ segir Rúnar. Hann hefur þó ekki staðist áskorunina þegar haldnar hafa verið rokkhátíðir og syngur enn í brúðkaupum og við ýmsar athafnir enda röddin óbiluð. Rúnar vann alltaf aðra vinnu, var prentari og stöðvarstjóri á bensín- stöðvum og er nú húsvörður í Skúlagötu 20. „Ég stekk um allt eins og tvítugur maður,“ segir hann og nefnir vin sinn og jafnaldra, Ómar Ragnarsson, í því sambandi, segir ekki leiðum að líkjast. Kona Rúnars er Birna Magnúsdóttir. Hann á fjögur börn og fjölskyldan er orðin stór. Rúnar Guðjónsson rokksöngvari sjötugur Alltaf fjör á böllunum Nýirborgarar Reykjavík Halen Alexand- er fæddist 7. mars kl. 18.35. Hann vó 3.820 g og var 55,9 cm langur. Foreldrar hans eru Tami A. Horvath- Símonarson og Gissur Sím- onarson. Flóðogfjara 16. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.02 2,9 6.09 1,5 12.51 3,0 19.22 1,6 6.54 19.52 Ísafjörður 2.08 1,5 8.20 0,9 15.12 1,7 21.54 0,8 6.57 19.59 Siglufjörður 4.54 1,1 10.31 0,7 16.55 1,2 23.39 0,6 6.39 19.43 Djúpivogur 2.53 0,8 9.50 1,7 16.15 1,0 22.01 1,5 6.23 19.22 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu engan segja þér fyrir verkum en hlustaðu samt á þær raddir sem tala til þín af vinarhug. Rannsakaðu sjálfan þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt á móti blási um stund. Slepptu takinu og láttu aðra um sig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nú er komið að því að þú reynir eitthvað sem þú hefur aldrei upplifað áður. Vertu óhræddur við að segja þína meiningu því annað leiðir bara til vandræða. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n þig eða aðra í forgang í dag. Láttu ekkert komast upp á milli þín og vinar þíns. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að kafa til botns í hverju máli í stað þess að skoða bara yfirborðið og reyna að leysa málin með þeim hætti. Notaðu tæki- færið til að vinna að hugarefnum þínum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú er rétti tíminn runninn upp til að inna af hendi eitt og annað sem þú hefur látið reka á reiðanum. Geymdu stórinnkaup sem tengjast vinnunni þar til á morgun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér verður óvenju vel úr verki þessa dag- ana og afköstin eru eftir því. Athugaðu hvort ekki má einfalda málin. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Samræður ættu að verða ánægjulegar í dag, en munu samt sem áður koma á óvart á einhvern hátt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur mjög oft verið í betra sambandi við sjálfan þig. Ekki til að verða betri manneskja, heldur skilur þú að með því að kenna lífinu um allt, rætast engir draumar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú munt hugsanlega játa ein- hverjum ást þína í dag. Reyndu að vera viðbúinn eins og kostur er svo að þú getir dregið úr afleiðingunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Heilinn í þér þarfnast þjálfunar, rétt eins og líkaminn. Taktu því aðfinnslum vinar þíns vel, en mundu hverjir eru viðhlæj- endur og bíða þess eins að þér mistakist. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er eðlilegt að þér líði illa þegar til- finningar þínar eru dregnar í efa. Af hverju ekki að gerast ferðamaður í dag? Stjörnuspá Gunnar Páls- son, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára 18. september næst- komandi. Ætt- ingjum og vinum er boðið að sam- gleðjast honum og fjölskyldu hans á afmælisdaginn frá kl. 14 til 17, í veislusal Hrafnistu í Hafnarfirði á 5. hæð. Gjafir vin- samlegast afþakkaðar. 85 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.