Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ásdís
Sjálfskaði Ein af hverjum átta unglingsstúlkum hefur valdið sér skaða.
Bandaríkjunum og Bretlandi. Ein-
angrun er stór hluti í sjálfskaða,
hann er ekki eins og að drekka eða
borða sem er oftar gert með öðru
fólki. Sjálfskaði er ekki nýr af nál-
inni, hann hefur verið hluti af trú-
ariðkun og skottulækningum í
mörg ár. Í dag er sjálfskaði vanda-
mál sem ein af hverjum átta ung-
lingsstelpum á við að glíma. Þetta
er vandamál sem vex svo hratt að
ég vísa til þess sem hinnar nýju an-
orexíu, það er að verða jafnalgengt
og lystarstol,“ segir DeChello.
Spurður hvers vegna sjálf-
skaði sé stærra vandamál hjá
stelpum en strákum svarar hann:
„Stelpur leita sér oftar hjálpar
og því uppgötvast þetta hjá lækn-
um. Strákar segjast hafa slasast í
fótbolta eða einhverju öðru. Sjálf-
skaði er oft tengdur áfalli sem ein-
staklingurinn hefur upplifað í barn-
æsku eins og kynferðislegri
misnotkun eða líkamlegu eða and-
legu ofbeldi. Stelpur eru mikið lík-
legri til að hafa orðið fyrir misnotk-
un. Annars eru þeir sem greinast
með sjálfskaða oftast á aldrinum 13
til 22 ára, vel menntaðir ein-
staklingar með fullkomnunar-
áráttu.“
Ný leið til að komast af
DeChello finnst mikilvægt að
opna umræðuna um sjálfskaða.
„Til að vinna bug á sjálfskaða
þarf að kenna þeim sem valda sér
sjálfskaða nýja leið til að komast af.
Það má samt ekki taka sjálfskaðann
í burtu fyrr en þau eru komin með
nýja leið til að komast af. Við verð-
um að kenna þeim að takast á við
vandamál sín á betri hátt,“ segir
DeChello sem heldur til Lettlands
eftir Íslandsheimsóknina þar sem
hann talar á ráðstefnu um með-
höndlun áfalla hjá börnum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
Þessi norður-indverska lambaupp-
skrift er frá Kasmír-héraði og heitir á
frummálinu Kashmiri Gosht. Það er
mikið af kryddum í henni og útkoman
verður bragðmildur og mjúkur réttur.
1 kg beinlaust lambakjöt, t.d.
innanlæri
1 laukur, saxaður
4-5 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
3 sm engiferrót, rifin niður á rifjárni
5 kartöflur, flysjaðar og skornar í
fernt
2 tómatar, flysjaðir, kjarnhreinsaðir
og grófsaxaðir
1 dl cashew-hnetur
1 dós grísk jógúrt
1 dl matreiðslurjómi eða rjómi
1 dl frosnar grænar baunir
5 negulnaglar
1 kanilstöng, brotin í þrennt
5 kardimommur
1 tsk cumin-fræ
1 tsk kóríanderkrydd
1/2 tsk turmeric
1/2 tsk cayennepipar
1 tsk paprikukrydd
1 tsk salt
Skerið kjötið í um 2 sm teninga.
Þar sem kryddunum er bætt við í
tveimur skömmtum er gott að hafa
þau tilbúin og setja saman í bolla eða
glas. Annars vegar kanil, kardi-
mommur, cumin og negul og hins
vegar kóríander, papriku, cayenne,
salt og túrmerik.
Setjið cashewhneturnar í mat-
vinnsluvél ásamt um 1/2 dl af vatni.
Maukið saman.
Hitið olíu á pönnu og bætið við
kanil, kardimommum, cumin og neg-
ul. Látið kryddin malla í olíunni í eina
til tvær mínútur og bætið þá lauk,
hvítlauk og engifer saman við. Steik-
ið í þrjár til fjórar mínútur eða þar til
laukurinn er orðinn mjúkur. Þá er
kóríander, túrmerik, cayenne, papr-
iku og salti bætt út. Hrærið saman og
bætið við lambinu. Steikið þar til allir
bitarnir hafa tekið á sig lit. Bætið þá
tómötum og kartöflum út á og steik-
ið áfram í fimm mínútur.
Blandið cashewhnetumaukinu og
jógúrti saman og setjið út í pottinn
Hrærið saman, setjið lok á pottinn og
lækkið hitann. Leyfið að malla í allt
að þrjú korter.
Bætið þá baununum og rjómanum
saman við og leyfið að malla í nokkr-
ar mínútur í viðbót eða þar til að sós-
an er orðin þykk og fín.
Berið fram með Naan-brauði, bas-
mati-grjónum og raita.
Steingrímur Sigurgeirsson
Uppskriftin
Lambapottur frá Kasmír
Fleiri uppskriftir má finna á Matur
og vín-vef Morgunblaðsins:
mbl.is/matur og á vinotek.is.
Námskeið um sjálfskaða með
DeChello verður haldið í hús-
næði Samhjálpar, Stangarhyl
3a, á morgun, 17. september.
Námskeiðið er sérsniðið að heil-
brigðisstarfsfólki og öðrum
meðferðaraðilum sem starfa við
að hjálpa fólki sem stríðir við
sjálfskaða og aðra sjálfskaðandi
hegðun. Skráning er á vefsíð-
unni www.lausnin.is.
DeChello heldur einnig fyr-
irlestur um fíkn og aðstand-
endur laugardaginn 18. sept-
ember milli kl. 10-12 í húsnæði
Samhjálpar Stangarhyl 3a. Verð
er 1000 kr. Hann mun fjalla um
áhrif fíknisjúkdóma á fíkilinn og
aðstandendur. Fyrirlesturinn
kemur vel inn á það hvað fíkn
eða ofneysla er, hvað sá sem
neytir fer í gegnum og hvað að-
standendur hans upplifa.
Námskeið og
fyrirlestur
DAGSKRÁIN
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
VEISLUMAT
URÓDÝR
Í MATSELDI
NA
900 G
GUNNARS SPÖNSK
HVÍTLAUKSSÓSA
299 KR./STK.
BLÅ BAND SÓSUR
MARGAR TEGUNDIR
149KR./STK.
OREO KEX
229KR./PK.
CAVENDISH
FRANSKAR, 3 TEG.
549KR./PK.
Við gerum
meira
fyrir þig
33%
afsláttur
KORNGRÍS
GRÍSAKÓTILETTUR
KR./KG
KORNGRÍS
GRÍSABÓGUR
KR./KG
498
598
998
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
4 PAKKAR
Í EINUM KAS
SA