Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Börn beitt ofbeldi í Reykjahlíð
2. Sakbitin yfir dauða kvalara síns
3. Neituðu að hafa keypt vændi
4. Sýknað í meiðyrðamáli Viggós
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, hefst 23. september nk. og
verða 140 myndir sýndar, þar af 28
íslenskar. Áhersla verður lögð á unga
og upprennandi leikstjóra og boðið
upp á fjölda viðburða. »34
Morgunblaðið/Eyþór
Aldrei fleiri myndir
en í ár á RIFF
Tvær upp-
færslur Útvarps-
leikhússins hafa
verið tilnefndar til
evrópsku verð-
launanna Prix-
Europa, Einfarar
og Blessuð sé
minning nætur-
innar. Prix-Europa
er stærsta verðlaunahátíð útvarps-
og sjónvarpsefnis í Evrópu, að sögn
stjórnanda Útvarpsleikhússins, Við-
ars Eggertssonar.
Uppfærslur Útvarps-
leikhússins tilnefndar
Ólöf okkar Arnalds var mærð mjög
í þættinum The Strand sem var send-
ur út af BBC World Service í gær.
Ólöf er þar sögð mjög hæfileikarík
og er hún tekin í
stutt spjall og
veitt lím-
onaði af
þáttar-
stjórnand-
anum. Lög af
plötu hennar, Innundir
skinni, voru einnig leik-
in undir spjallinu.
Ólöf Arnalds mærð á
BBC World Service
Á föstudag, laugardag og sunnudag Norðan- og norðaustanátt, 8-10 m/s og skúrir á
annesjum austanlands og allra syðst á landinu, en annars hægari vindur og víða bjart
veður. Hiti 4 til 14 stig, svalast norðaustanlands.
Á mánudag og þriðjudag Hæg norðaustlæg átt. Stöku skúrir norðan til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir, úrkomulítið og áfram bjart sunnan- og vestantil. Hiti 5 til 15
stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
Knattspyrnudómarinn
Kristinn Jakobsson hefur
heldur betur fengið nýstár-
legt verkefni. Hann er einn
þriggja evrópskra dómara
sem hafa verið tilnefndir til
að dæma í Flóabikarnum,
Gulf Cup, í Jemen á Arab-
íuskaga í nóvember
og desember.
„Þetta verður
mikið ævintýri,“
sagði Kristinn við
Morgunblaðið. »1
Kristinn dæmir á
Arabíuskaganum
KR og Breiðablik mætast í sannköll-
uðum stórleik á Íslandsmótinu í fót-
bolta í dag kl. 17.15. „Við höfum allt
að vinna,“ segir KR-ingurinn Guðjón
Baldvinsson. „Þetta er stærsta prófið
okkar hingað til,“ segir Blik-
inn Kári Ársælsson.
ÍBV mætir Selfossi
og FH Stjörnunni á
sama tíma. »4
Stórleikur KR og Blika í
Vesturbænum í dag
Ensku liðin Arsenal og Chelsea hófu
keppni í Meistaradeild Evrópu með
miklum látum í gærkvöld og skoruðu
samtals tíu mörk gegn andstæð-
ingum sínum frá Portúgal og Slóvak-
íu. Cesc Fabregas og Nicolas Anelka
áttu stórleiki. José Mourinho fór
strax á sigurbraut með Real Madrid
og Zlatan Ibrahimovic var maðurinn á
bakvið sigur AC Milan. »2
Arsenal og Chelsea
skoruðu tíu mörk
ÍÞRÓTTIR
Kristján Jónsson
kjon@mb.is
Nemendur í Hlíðaskóla hafa undan-
farna daga fengið óvænta innsýn í
líf jafnaldra sinna í Nýju Delhí á
Indlandi. Fjórir nemendur í einka-
reknum skóla með um 3.000 nem-
endur, tvær stelpur og tveir strák-
ar, hafa dvalist hjá fjölskyldum
unglinganna í Hlíðunum, kynnst Ís-
landi og kynnt eigið land. Ekki síst
hafa þau kynnt gestgjöfunum hefð-
bundna, indverska dansa.
Auk stærðarmunarins er margt
með öðrum blæ í indverska skól-
anum en í skólum hérlendis, þar
eru m.a. borguð skólagjöld og not-
aðir skólabúningar. Shasrek Amb-
ardar, sem er 14 ára, segir að í sín-
um bekk séu bæði strákar og
stelpur, alls 44 nemendur, mun
fleiri en tíðkast hér. Skólabúningar
séu notaðir til þess að koma í veg
fyrir að ríkir nemendur geti mætt í
miklu dýrari fötum en þeir fátæku.
Mikill munur sé annars á lífi ríkra
og fátækra.
„Heimsókn okkar er þáttur í
áætlun um menningarsamskipti og
búum við hjá íslenskum fjölskyld-
um, sjáum hvernig líf þeirra er,
hvað fólk borðar og þess háttar,“
segir Shasrek. En hvernig líkar
honum maturinn? „Mjög vel! Ég er
grænmetisæta og það veldur smá-
vanda en þau eru mjög tillitssöm.
Það sem kom mér mest á óvart
var hvað landslagið er ótrúlega fal-
legt. Við fengum að sjá fossa og
gamla þingstaðinn [Þingvelli] þar
sem jarðflekarnir liggja saman.
Og við fórum líka á staðinn þar
sem kindurnar eru reknar saman,
það var gaman í réttunum. Nýja
Delhí er risastór borg, 20 milljónir
manna á öllu svæðinu og við sjáum
ekki mikið af fjöllum. Þess vegna
var svo gaman að sjá hestana og öll
hin dýrin.“
Önnur stúlkan bjó hjá fjölskyldu
Daníels Gauta Georgssonar, 13 ára
nemanda í Hlíðaskóla. „Og allir í 8.
bekk gerðu saman glærusýningu í
Powerpoint um Ísland og sýndu
indversku krökkunum hana í skól-
anum. Þetta var sumt um Reykja-
vík en líka önnur svæði, engir tveir
voru með sama svæðið. Við gerðum
þetta í samfélagsfræði og það var
skrifað á ensku.“ Hann sagði
gestina vel heima í tölvum og
tala góða ensku, „þau eru
rosalega góð. Allt náms-
efnið þeirra er á ensku“.
Daníel segir aðspurður
að íslensku krakkarnir
hafi fram til þessa vitað
mjög lítið um Indland.
En nú viti þau að ind-
verskir krakkar hafi
oft svipuð áhugamál og
íslenskir.
„Það var gaman í réttunum“
Unglingar frá höfuðborg Indlands
kynnast lífi jafnaldranna á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Indverskir dansarar Fjórir indverskir krakkar hafa dvalist hjá fjölskyldum í Hlíðunum og kynnt nemendum í Hlíðaskóla indverska dansa.
Ólafur Guðmundsson,
leiklistarkennari í
Hlíðaskóla, kynntist
kennara fjór-
menninganna,
Utkarsh Marwah,
en Ólafur kenndi
um hríð á Indlandi.
Marwah hafði frum-
kvæði að heim-
sókninni sem auðgaði
mjög skólastarfið. Héð-
an fara unglingarnir á
morgun til London þar
sem þeir taka þátt í stórri,
alþjóðlegri danssýningu í Al-
bert Hall.
Frumkvæði
kennarans
AUÐGAÐI SKÓLASTARFIÐ