Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 til allra hennar ástvina. Ég dáði þessa konu fyrir svo margt. Æðruleysið sem hún sýndi í 23 ára veikindum. Óbilandi trúar- fullvissu, góða skapið. Hugsunar- semina, – jafnvel fárveik mundi hún afmælisdaga og viðburði í fjölskyld- um vina sinna. Auðmýktin, – að mæta örlögum sínum í trú og kær- leika. Við eigum í raun ekkert nema ævisöguna þegar við kveðjum hér á jörðu og það eru fjölmargir sem eiga falleg og ógleymanleg minn- ingarbrot úr sögunni hennar Unn- ar. Elskulegu fjölskyldunni hennar sem stóð eins og klettur með henni í blíðu og stríðu sendum við Jón og okkar fjölskylda innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Við erum rík að hafa átt Unni Ingunni að vini. Unnur og Jón. Nú hefur elsku Unnur mín fengið hvíldina. Hún háði langa og erfiða baráttu við veikindi sín. Hún sýndi það og sannaði að ekki er allt sem sýnist. Hún stóð upp aftur og aftur þegar við hin héldum að nú væru kraftar hennar að þrotum komnir. Unnur var stórkostleg kona. Ég get alveg sagt að ég hef ekki kynnst neinni eins og henni – alveg var hún einstök. Hún hafði það að markmiði að hjálpa öðrum. Hún var sann- arlega ekki sjálfselsk og hugsaði alltaf um aðra fyrst. Hver og ein einasta manneskja sem kynntist henni á örugglega eitthvað í fórum sínum sem var gjöf frá Unni. T.d. sængurverin, handklæðin – útsaum- uð með nafni viðkomandi, og ófáar ljósmyndirnar. Hún var dugleg að taka myndir og tókst einhvern veg- inn alltaf að fá fólk til að setja upp sparibrosið. Þetta var líka hennar leið að koma á framfæri trú sinni á Guði. Hún skrifaði gjarnan kort með hverri gjöf og lét falleg bibl- íuvers fylgja með. Ég dáðist alltaf að skriftinni hennar, svo ótrúlega falleg og stílhrein. Ég hef þekkt Unni frá því ég var unglingur og kynntist þremur af fjórum börnum hennar og Jóns Williams á Hlíðardalsskóla. Það var upphafið að sterkri og góðri vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Yndislegar samverustundir í öll þessi ár eru svo ótal ótal margar. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja Unni tveimur dögum fyrir andlát hennar. Það var fallegt að sjá hvað fjölskyldan hennar er búin að standa þétt saman, með sama æðruleysi og hún sjálf í öllum henn- ar veikindum. Elsku Jón William, Maggi, Ella, Steini, Hildur Davíð, Eva, Gutti og Gulla mín. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar . Bið góðan Guð að vera með ykkur og börnum ykkar sem syrgja ömmu sína sárt. Það er yndislegt að eiga þá dýr- mætu vissu að við munum hitta aft- ur ástvini okkar þegar Jesú kemur og sækir okkur heim. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Ollý Smáradóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þetta ljóð á vel við, þegar við minnumst skólasystur okkar og vin- konu Unnar Ingunnar Steinþórs- dóttur. Það var mikil eftirvænting ríkjandi þegar við mættum, um 30 ungar stúlkur víða af landinu haust- ið 1959-1960 á Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Allar ætluðum við að læra eitthvað gagnlegt fyrir fram- tíðina. Þar var eldað og bakað, saumað og prjónað, þvegið og ofið. Sumar höfðu þá þegar fest sér mannsefni og Unnur Ingunn var ein af þeim. Unnusti hennar var Jón William Magnússon frá Ólafsfirði og voru þau mjög hamingjusöm hvort með annað. Allt sem hún lærði, ætlaði hún að nota til að búa sér og honum Nonna sínum gott heimili, og það tókst svo sannar- lega, þau eignuðust stóra fjölskyldu sem þau veittu alla sína ást og um- hyggju. Vinátta okkar skólasystranna hefur haldist ætíð síðan. Við hitt- umst í saumaklúbbum á veturna og þá var nú mikið spjallað. Ef Unnur mætti þá kom hún oftast með gjafir fyrir okkur, og svo voru teknar myndir sem hún sendi okkur öllum, eru þetta allt dýrmætar minningar. Þegar haldið var upp á 40 ára skólaafmælið þá buðu þau Unnur og Jón William okkur að koma og halda upp á það á Hótel Keflavík, sem þau og fjölskyldan eiga. Allt var gert til að láta okkur líða vel og hafa gaman þessa daga og var helgin okkur öllum ógleymanleg. Við þökkum gæða konu gjafir henni frá og góða helgi í Keflavík afmælinu á. Ljúfa skóladaga sem liðu alltof fljótt. Þér líði vel í eilífðinni, sofðu vært og rótt. (Jóna Sigurðardóttir) Unnur Ingunn var einstök mann- eskja, gjafmildi og góðvild var henni í blóð borin og hennar mesta gleði var að geta glatt aðra. Í mörg ár hefur hún átt við veik- indi að stríða, hún tókst á við þau með æðruleysi og trú sinni á Guð. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Kæri Jón William og fjölskylda ykkar, Lára og fjölskylda, sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, Guð styrki ykkur öll. Fyrir hönd skólasystra frá Hús- mæðraskólanum Ósk Ísafirði vet- urinn 1959-1960, Gunnþórunn Gunnarsdóttir. Sem „lykilhugtak“ eða „samheiti“ þessarar minningar hef ég valið orðið „gefandi“. Innan ramma þess hugsa ég og sé fyrir mér önnur já- kvæð og fögur orð, (svo sem góð, trygg, áreiðanleg, réttlát, sönn, kærleiksrík, hugulsöm örlát, greind, o.s. frv.) sem öll hæfa henni einnig vel. Þetta val er engin tilviljun. Alla áratugina, sem við höfum þekkzt og umgengizt, hefur hún jafnan verið með „fangið fullt“ af gjöfum handa öðrum. Gjafir hennar voru gjör- hugsaðar, vandaðar, fjölbreyttar og miðaðar við þarfir þeirra sem þiggja skyldu, – og þeir voru marg- ir. Systir Unnur var sanntrúuð og traustur þegn kirkju sinnar. Hún var drottning heim að sækja, mann- vinur mikill og mátti ekkert aumt sjá utan úr að bæta sem bezt hún gat, og það gerði hún meðal annars með mikilli gjafmildi sinni. Nú er hún farin og við þökkum allar góðu gjafirnar hennar. Kæri vinur, Jón William, og allir aðrir ástvinir. Guð blessi ykkur og styrki. Blessuð veri minning Unnar. Við kveðjum hana með djúpri virð- ingu og þakklæti. Sólveig og Jón Hjörleif- ur Jónsson. Við andlát kærrar vinkonu okkar, Unnar Ingunnar Steinþórsdóttur, leitar hugur okkar fyrst til Jóns, eiginmanns hennar og fjölskyldu, sem drúpir höfði í sorg. Í áratugi höfum við notið traustrar vináttu þeirra, vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Saman höfum við átt margar gleðistundir á heimilum okkar, í kirkjunni og á ferðalögum innanlands og utan. Ógleymanleg er ferð okkar sam- an um Danmörku og Noreg á sínum tíma að ógleymdum heimsóknum til Ólafsfjarðar, sem alltaf kölluðu fram sérstakt blik í augum þeirra beggja. Í öllum þessum ferðum mundaði Unnur myndavélina af miklu listfengi og gaf okkur ferða- söguna í myndum. Fyrir það allt og minningar tengdar þeirri samveru þökkum við á kveðjustund. Um- hyggja, gjafmildi og kærleikur ein- kenndu samskipti Unnar við alla þá sem hún umgekkst. Óbifanlegt trúartraust var það akkeri sem hún byggði líf sitt á. Ófá voru þéttskrif- uð kortin, sem hún sendi ættingjum og vinum með uppörvandi ritninga- versum, sem jafnframt voru vitn- isburður um trú hennar. Nú er hún sofnuð og sefur í friðsæld til upp- risudagsins, þess dags sem hún þráði svo heitt. Jóni, börnum hans og öllum ást- vinum Unnar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning yndislegrar vinkonu. Helga og Reynir. Það er með aðdáun og þakklæti sem við kveðjum Unni Ingunni en hún hefur nú hlotið hvíld eftir ára- tuga baráttu við illkynja sjúkdóm sem lagði hana að velli að lokum. Í þeirri baráttu var ótrúlegt að fylgj- ast með æðruleysi og staðfestu Unnar Ingunnar sem þrátt fyrir vanlíðan og kvalir gerði sitt ýtrasta til að halda sínu striki og gera það sem gæti glatt og bætt vini og vandamenn. Það var líka aðdáun- arvert að sjá umhyggju og þolin- mæði ástvina hennar sem sinntu henni svo vel til síðustu stundar. Unnur Ingunn tók trú sína alvar- lega og vildi láta allt vera gert í samhljóman við það. Hún lifði sína trú og gerði svo margt til að gleðja og líkna, bæði persónulega og með starfi sínu að líknarmálum á vegum kirkjunnar sinnar. Líf Unnar Ingunnar einkenndist af staðfastri trúmennsku og ótrú- legri elju, sama hvort um var að ræða fjölskylduna, líknarstörf eða vini. Hún hefur kennt mörgum svo margt og verið afkomendum sínum sönn fyrirmynd. Er hægt að lífa ár- angursríkara lífi? Við sendum Jóni, börnunum, barnabörnunum og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau öll og hugga í harmi sínum. Einar Valgeir og Karen Elizabeth. Frá því við fréttum að elsku Unn- ur hefði kvatt þetta jarðneska líf, höfum við hugsað mikið til sam- verustunda okkar með henni og hennar fjölskyldu og margvíslegar minningar hafa skotið upp kollinum í hugum okkar. Minningar sem lifa um ókomin ár. Unnur var alltaf boðin og búin að hjálpa öllum sem þurftu hjálp. Var einstaklega góð í því að gleðja alla, kom alltaf færandi hendi með hina ýmsu hluti fyrir þá sem þurftu á því að halda. Hún var frá- bær ljósmyndari, tók alltaf fallegar myndir af öllum og hafði mikið fyrir því að stilla öllum upp og gátu það verið mjög svo broslegar stundir þegar það þurfti að færa hina og þessa hluti til og frá. Og eigum við margar dýrmætar myndir sem hún tók af okkur fjölskyldunni. Hún hélt áfram að hugsa um aðra þrátt fyrir sín eigin veikindi. Hún sýndi þvílíkan dugnað og baráttu- þrek í veikindum sínum. Hún var algjör hetja. Þetta eru góðar og ljúfar minngar sem milda sorgina og minna okkur jafnframt á að njóta litlu stundanna í lífinu í stað þess að vera alltaf að bíða eftir ein- hverju stærra og meira. Við kveðjum þessa fallegu og glæsilegu góðu konu en minningin um hana lifir. Við biðjum góðan guð að styrkja og vaka yfir Jóni William og fjölskyldu hans og öðrum að- standendum sem eiga um sárt að binda. Óla, Ingvi og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru, KRISTÍNAR BJARGAR PÉTURSDÓTTUR, Laufvangi 14, Hafnarfirði. Pétur Laxdal Egilsson, Pétur L. Sigurðsson, Helga Guðlaugsdóttir, Ólafur Sólimann Ásgeirsson, Ívar Pétursson, Telma Hlín Helgadóttir, Linda Pétursdóttir, Kristín Björg Pétursdóttir, Lilja Sigríður Jensdóttir, Jón S. Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, HELENU SVAVARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks taugalækninga- deildar B2 við Landspítalann í Fossvogi, fyrir einstaka umhyggju og aðhlynningu. Reynir A. Eiríksson, Linda Sólveig Birgisdóttir, Svan Hector Trampe, Brynja Björk Birgisdóttir, Birgir Fannar Birgisson, Dagmar Valgerður Kristinsdóttir, barnabörn, systkini hinnar látnu og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ALEXANDERSDÓTTIR, Ási, Hveragerði, áður Íragerði, Stokkseyri, lést miðvikudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Jón Hallgrímsson, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Birkir Pétursson, Guðný Hallgrímsdóttir, Alexander Hallgrímsson, Guðbjörg Birgisdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Jóhann Þórarinsson, Benedikt Hallgrímsson, Hulda Hjaltadóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Brynjar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Enginn veit og enginn sér hver leiðin er né hvert mann ber því lífsins braut er þyrnum stráð þótt stundum sé hún spott og háð. Enginn veit og enginn sér hvar endinn er né hvenær ber og enginn vill víst vita það hvenær tími er að leggja af stað. (S. Pétursson) Erla Valdimarsdóttir ✝ Erla Valdimars-dóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1926. Hún andaðist á heimili sínu 6. sept- ember 2010. Útför Erlu fór fram frá Áskirkju 14. sept- ember 2010. Ekkert er sjálfsagt í lífinu. Kærleikur, um- burðarlyndi og virðing fyrir öllu því sem lifir er það sem gefur lífinu gildi. Þessi orð finnst mér lýsandi fyrir Erlu systur tengdamóður minnar. Mér þótti afar vænt um hana því hún var mér alla tíð ein- staklega góð og hjálp- söm. Erla hafði þægi- lega nærveru, var allt í senn ljúf, létt og kát. Hún var raunsæ og hafði heillandi framkomu. Hennar verður sárt saknað. Aðstandendum vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góða konu lifir í hjörtum okkar allra. Guð blessi minningu hennar. Erla Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.