Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
HEKLA
Opið söluferli
Hekla starfar á sviði sölu og þjónustu nýrra og notaðra bifreiða. Helstu bílaumboð Heklu eru
Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi ásamt umboði fyrir vélhjól frá Piaggio. Starfstöðvar félagsins
eru við Laugaveg 172-174 í Reykjavík en jafnframt er félagið með sölu- og þjónustuumboðsmenn
víðs vegar um landið. Saga Heklu nær aftur til ársins 1933 og hefur hún haft umboð fyrir rótgróna
bílaframleiðendur ásamt ýmsum véla- og raftækjaframleiðendum. Hekla er nú að fullu í eigu Arion
banka.
Söluferlið
Boðið er til sölu allt hlutafé Heklu og er gert ráð fyrir að það verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið
öllum áhugasömum fjárfestum sem geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um
verðbréfaviðskipti, svo og einstaklingum og lögaðilum sem að mati seljanda geta sýnt fram á að
hafa viðeigandi þekkingu og viðhlítandi fjárhagslegan styrk. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að
takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að fjárfestir
eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna.
Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu skulu leggja fram trúnaðaryfirlýsingu sem skal
skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á þar til gerðu formi. Sölugögn verða afhent þátttakendum
á tímabilinu 21.–28. september næstkomandi.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun taka við óskuldbindandi tilboðum til kl. 16.00 miðvikudaginn 29.
september næstkomandi. Tilboðum skal skila á þar til gerðu formi og skulu tilskildar upplýsingar um
fjárfesta fylgja tilboðum.
Í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu.
Munu þeir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og fjárhag Heklu áður en óskað
verður eftir lokatilboðum og gengið til endanlegra samninga um sölu.
Frekari upplýsingar
Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444-6000 eða með
því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.hekla2010@arionbanki.is.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur verið falið að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem
lýtur að fyrirhugaðri sölu á öllu hlutafé Heklu.
Þegar dómari er
staðinn að bókun
ósanninda í gerð-
arbók dóms er
það sagt óheppi-
lega orðuð bókun
en ekki fölsun á
staðreyndum.
Þegar embætti
dómstóls á land-
inu kemst upp
með að láta skjöl
hverfa, sem eru óheppileg fyrir emb-
ættið, og dómsformaður gefur skrif-
lega yfirlýsingu um að skjalið finnist
ekki í fórum embættisins.
Þegar dómari kemst upp með að
vísa ákærða í dómsmáli frá af-
skiptum af málarekstri á grundvelli
falsaðs skjals þar sem dómarinn
boðaði ekki málsaðila í dómþing.
Sannanir eru fyrirliggjandi í öllum
þessum þremur atriðum.
Málið snerist um ólöglegt athæfi
varðandi stjórnun lífeyrissjóðs og
valdníðslu í meðferð fjármuna í eigu
sjóðsins.
Dómarinn hunsaði framlögð gögn
og lýsti yfir að skjal frá embætti
Ríkisskattstjóra væri ekki sam-
kvæmt sannleikanum.
Þeir sem dómarinn hyglaði með
mannorðsmorði sínu rændu völdum
yfir lífeyrissjóði og önnuðust hvarf á
um 600.000.000- kr. af vörslufé sjóðs-
ins – um sex hundruð milljónum
króna eða um 40% af fjármunum er
voru í vörslu sjóðsins. Það að láta féð
hverfa var ekki þjófnaður heldur af-
ar óheppilegar aðgerðir stjórnend-
anna. Var þar komin endurtekning á
þessu óheppilega eins og óheppilegri
bókun dómarans á ósannindum.
Öllum vinum dómarans var vikið
frá störfum fyrir valdníðslu í með-
ferð fjármuna en 40% rán á eft-
irlaunum sjóðfélaga umrædds lífeyr-
issjóðs þvælist ekki fyrir réttvísinni.
Það að landslög og stjórnarskrá
skulu vera brotin þvers og kruss af
þjónum réttvísinnar sýnir að réttar-
farið er ekki meira virði en sagt er að
sé við lýði í hinum svokölluðu ban-
analýðveldum eða réttlausum ríkj-
um þar sem einræði ríkir.
Einræði fjármagnsins er ekki
betra en valdagráðugur einræð-
isherra.
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
fv. skipstjóri.
Eru mannorðsmorð og mannréttinda-
þjófnaður aðalsmerki íslensks réttarfars
Frá Kristjáni Guðmundssyni
Kristján
Guðmundsson
Ég vil vekja athygli á afleiðingum
breyttra samgangna milli lands og
Eyja fyrir fólk sem er ekki með fulla
heilsu, möguleikar þess til að ferðast
eru gróflega skertir. Ég tek sem
dæmi eldri hjón. Hann er heilsugóð-
ur en hún fer ekki langt án þess að
geta hallað sér. Þau eiga börnin sín á
höfuðborgarsvæðinu og voru vön að
skreppa með Herjólfi með haustinu
og gefa sér góðan tíma til heim-
sókna. Tóku klefa og lágu í koju alla
leið og nutu þess að slappa af og
lesa. Svo tóku þau rútu og voru sótt
á BSÍ. Þetta var ódýr og ágætur
ferðamáti og það mátti vera ansi
slæmt veður til þess að þau frestuðu
ferð.
Sigling í Landeyjahöfn er auðvit-
að frábært úrræði en aksturinn til
Reykjavíkur reynir mikið á hana en
kostnaðurinn ekki óyfirstíganlegur.
Núna siglir Herjólfur til Þorláks-
hafnar án þess að bjóða upp á gist-
ingu í klefum sem gerir það að verk-
um að fjöldi fólks, ekki bara
heilsulitlir eldri borgarar, getur ekki
ferðast til Eyja með ferjunni. Sá
kostur sem væri bestur fyrir þau á
meðan þetta ástand varir er flugið.
En fyrir flugferðina verða þau að
borga kr. 42.000, segi og skrifa
fjörutíu og tvö þúsund krónur.
Ég leyfi mér að bera fram þá
kröfu um að komið verði til móts við
fólk sem ekki treystir sér til að sigla
leiðina milli Vestmannaeyja og Þor-
lákshafnar án þess að liggja út af. Til
dæmis með afslætti af fluginu eða
það sem væri 100% eðlilegt að mínu
mati: Opna aftur á klefana – hvað
sem það kostar! Það er ekki hægt að
bjóða upp á þriggja tíma siglingu án
möguleika á gistingu í kojum. Ég vil
fá mömmu og pabba í heimsókn.
HREFNA HILMISDÓTTIR,
fyrrverandi upplýsingafulltrúi
ferðamála í Eyjum.
Opna á aftur klefana í Herjólfi
Frá Hrefnu Hilmisdóttur
Það hlaut að koma eitthvað yfirnátt-
úrulegt út úr slitastjórn Arionbanka
varðandi Haga (Bónus). Slita-
stjórnin er nefnilega búin að klóna
Jóhannes I. (fyrsta) í Bónus. Allt er
þetta gert til að gera störf stjórn-
arinnar einfaldari og það má að vissu
leyti taka undir það. Það er nefni-
lega ekki sama hvort um er að ræða
Jóhannes í Bónus eða Jóhannes í
Högum. Jóhannes eða Jóhannes II.
(annar) í Högum er nefnilega vondur
karl sem skuldar bankanum í það
minnsta heila 50 milljarða króna og
tekur ekki einu sinni upp veskið. Þar
fyrir utan er hann allt of ráðríkur
innan veggja fyrirtækisins, búinn að
vera þar allt of lengi og gerir bara
öllum lífið leitt. Slitastjórnin ákvað
því á leynifundi að best væri að losa
sig við þennan svikahrapp og það
sem allra fyrst.
En Jóhannes í Bónus er nefnilega
allt annar Jóhannes. Jóhannes I. er
alveg hreinasta fyrirtak, hinn besti
maður. Þekkir fyrirtækið út og inn,
enda stofnandinn og er ekkert nema
elskulegheitin. Slitastjórninni fannst
því alveg sjálfsagt að Jóhannes I.,
blessaður engillinn, færi bara á eft-
irlaun og samtímis mundi Ar-
ionbanki fella nið-
ur einhverra
milljarða skuld
sem á manninum
hvíldi ásamt því
að leysa hann út
með gjöfum, svo
sem úrvals bif-
reið, glæsilegu
einbýlishúsi
ásamt íbúðarhæð
í Reykjavík. Þó það væri nú, og litlar
100 millj. í vasapening ásamt 2 millj.
á mánuði í eitt ár.
En bíðum nú aðeins, nýr Jóhann-
es, nefnilega Jóhannes III. (þriðji)
er að detta út úr egginu í klón-
unarmaskínu Arionbanka. Þennan
nýja Jóhannes þekkir enginn ennþá
nema klónunarmeistarar Arion-
banka. Hver skyldi nú tilgangurinn
vera með því nema það sem mann
grunar, að hinum nýi Jóhannesi sé
ætlað að kaupa og þar með eignast
aftur Bónus og Haga á ný fyrir eitt-
hvert lítilræði. Einhvern veginn
finnst manni á þessu stigi málsins að
slitastjórn Arion banka hljóti að hafa
ekið út í mýri og þurfi hið bráðasta
að leita sér hjálpar.
JÓHANN L. HELGASON,
Garðabæ.
Jóhannes I., II. og III.
Frá Jóhanni L. Helgasyni
Jóhann L Helgason
Kristján X konungur Danmerkur og
Íslands ásamt Alexandrínu drottn-
ingu komu til Íslands árið 1936. Þá
heimsóttu þau Íþróttaskólann að
Álafossi sem Sigurjón Pétursson
stofnaði og rak af miklum mynd-
arleik. Haldin voru sumarnámskeið
sem stóðu yfir í 3 vikur og voru um
40 íþróttaunglingar á hverju nám-
skeiði. Greinarhöfundur átti því láni
að fagna að sækja slíkt námskeið.
Markmið Íþróttaskólans var að
þjálfa og styrkja sál og líkama með
sundæfingum, leikfimi og löngum
gönguferðum dag hvern sem og
veita fræðslu um land og náttúru.
Sigríður, dóttir Sigurjóns, var sund-
kennarinn okkar og á kvöldin, eftir
að við vorum komnir í rúmin, las
hún gjarnan fyrir okkar frægar sög-
ur. Einnig var lögð áhersla á með-
ferð íslenska fánans og virðingu
gagnvart honum.
Margt er minnisstætt frá þessum
tíma. Góðir kunningjar, ýmis æv-
intýri og eftirminnileg atvik. Nám-
skeiðslokin eru mér minnisstæð
þegar Sigurjón hélt hinn ógleym-
anlega fánadag með tugi fána um
allt Álafossþorpið. Jafnframt voru
ýmis skemmtiatriði á dagskránni á
borð við sundleikfimi og sundatriði
námskeiðsdrengjanna sem haldin
voru í útilauginni. Þar var mjög hátt
stökkbretti og lokaatriði fánadags-
ins var að Sigríður, dóttir Sigurjóns,
sýndi svanastökk mjög glæsilega.
Sigurjón hrópaði þá hina frægu
setningu: „Horfið á, horfið á. Sjáið
hana Siggu mína stinga sér. Já,
horfið á hana allir, á hana. Allir á
hana.“
Þá er mér sérstaklega minn-
isstæður sá dagur sem Sigurjón
kallaði okkur alla íþróttastrákana
saman og skipaði okkur í einfalda
röð upp Álafossvegarbrekkuna að
sunnanverðu rétt upp frá Álafoss-
brúnni sem var fánum skreytt. Geir
Hallgrímsson, síðar ráðherra, var
fyrstur í röðinni og Sigurjón lét
hann halda á Álafossteppi í íslensku
fánalitunum og sagði við Geir að
hann ætti að afhenda dönsku
drottningunni teppið er hún kæmi
út úr bifreiðinni. Sá, sem þetta ritar,
var næstur Geir í röðinni og Sig-
urjón sjálfur stóð við norðanverða
götuna með Álafossteppi á öxlinni.
Kom nú bifreið konungshjónanna og
stansaði á móts við okkur Geir.
Konungurinn kom út úr bílnum Sig-
urjóns megin en Sigurjón flutti stutt
ávarp á dönsku og gaf konungi Ála-
fossteppið. Konungurinn virtist
undrandi í fyrstu en varð síðan
þakklátur á svipinn. Drottningin
steig út úr bifreiðinni okkar megin
og gekk til okkar en Geir rétti henni
Álafossteppið sem hún tók við og
þakkaði fyrir sig með handabandi.
Þegar drottningin leit til mín, þá
rétti ég henni höndina en hún bara
hló við og renndi fingrunum í gegn-
um hvíta hárlubbann minn. Það var
eins og háspennustraumur hefði far-
ið um líkama minn, svo mikil var
eftirvæntingin og spennan yfir því
að fá að hitta hin konunglegu hjón.
Fyrir lítinn gutta eins og mig var
það mikill heiður að fá að hitta þau,
hvað þá að komast í návígi við slíkt
eðalfólk. Það kom mér helst á óvart
hversu vingjarnleg og alþýðleg þau
voru. Eftir að hafa klappað mér á
kollinn horfði hún upp eftir röðinni
og veifaði til allra drengjanna. Því
næst hvarf hún á ný inn í bílinn sem
að vörmu spori ók af stað með hin
konunglegu hjón á leið til Þingvalla.
MATTHÍAS MATTHÍASSON,
f.v. yfirverkstjóri
Rafmv. Rvíkur.
Konungskoman
að Álafossi 1936
Frá Matthíasi Matthíassyni
Kristján X konungur Danmerkur og Íslands ásamt Alexandrínu drottningu.