Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sjálfskaði er athöfn semmanneskja fremur á sjálfrisér í þeim tilgangi að hjálpasér. Þetta er ekki leið til sjálfsvígs heldur er þetta tilraun til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Þetta er meðvituð athöfn í þeim tilgangi að valda skaða, á eftir kemur tímabil yfirvegunnar. Sjálfskaði er ólíkur því sem per- sóna gerir sér án þess að vera með- vituð um að hún sé að skaða sjálfa sig til langs tíma litið eins og ofát, reykingar og ofdrykkja. Algengustu leiðirnar til sjálfskaða eru að skera sig, brenna sig, beinbrjóta sig, stinga sig með nálum, naga negl- urnar og þetta er allt gert til að tak- ast á við annarskonar sársauka,“ segir DeChello beðinn um að út- skýra sjálfskaða í stuttu máli. DeChello er virtur á sínu sviði og er höfundur 28 bóka og fjöl- margra greina á sviði geðheilbrigð- ismála. Það eru Félag íslenskra for- varna og vímuefnaráðgjafa, Félag íslenskra uppeldis- og meðferða- úrræða og Lausnin sem standa fyrir námskeiði og fyrirlestri DeChello hér á landi. Losar um endorfín Sjálfskaði er fíkn og hefur svip- uð áhrif á heilann á sekúndum og tekur vikur eða mánuði með lyfjum og telur DeChello það meðal annars vera ástæðuna fyrir þessum vaxandi vanda. „Það virðist sem sérstaklega unglingar hafi fundið út hvernig sjálfskaði virkar á heilann. En sjálf- skaði gerir það á sex sekúndum sem tekur heróín sex mínútur að gera og þunglyndislyf sextíu daga að gera. Þetta er að verða stórt vandamál því þetta virkar. Sjálfskaði virkar þann- ig á heilann að hann losar endorfín eins og fíkniefni og því getur skaðinn auðveldlega orðið ávanabindandi eins og fíkniefni. Skaðinn verður líka aðalleið þessara einstaklinga til að takast á við lífið. Sumir borða, aðrir drekka, þetta fólk sker sig. Sjálf- skaði er fíkn, á sama hátt og alkóhól- isti hugsar um næsta drykk hugsar sjálfskaðasjúklingur hvernig hann getur skorið sig næst,“ segir DeC- hello. Jafnalgengt og lystarstol DeChello segir sjálfskaða al- gengastan meðal ungmenna í iðn- ríkjunum. „Hæsta tíðni sjálfskaða er í Sjálfskaði er þögul farsótt og fíkn Sjálfskaði er oft kallaður anorexía nútímans, hin þögla farsótt. Sjálfskaði er fíkn og alls ekki síður ávanabindandi en lyf sem eru misnotuð. Á morgun heldur dokt- or Patric DeChello námskeið hér á landi um sjálfskaða þar sem fjallað verður um eðli, tilgang og orsök sjálfskaða og meðferð við honum. Hann mun einnig halda fyrirlestur á laugardaginn um fíkn og aðstandendur. Doktor DeChello hefur þrjátíu ára starfsreynslu á geðheilbrigðissviðinu. Á haustin gera margir sér ferð út í náttúruna til þess að tína sveppi til að eiga í matargerð. Margir íslenskir sveppir sem vaxa villtir úti í nátt- úrunni eru hið mesta hnossgæti og þá má ýmist nota ferska eða þurrk- aða, jafnvel sjóða til frystingar. En ekki eru allir sveppir ætir, sumir eru jafnvel eitraðir. Til að þekkja þá góðu frá þeim slæmu, þá er tilvalið að fara inn á vefsíðu Flóru Íslands og- fræðast heilmikið um ótal tegundir sveppa sem vaxa hér á landi en þekktar eru um 2000 tegundir ís- lenskra sveppa. Á síðu þessari eru nöfn sveppa í stafrófsröð og þegar hakað er við hvern þeirra kemur upp mynd af við- komandi svepp, upplýsingar um í hverskonar landslagi hann er helst að finna og hvort hann er ætur eður ei. Drífa sig svo út í sveppaleit! Vefsíðan www.floraislands.is/sveppaval.htm Morgunblaðið/Sverrir Góðir Sveppir sem vaxa í íslenskri náttúru eru sumir hverjir herramannsmatur. Allt um sveppina á Íslandi Um næstu helgi verður tilvalið að skreppa austur fyrir fjall, að Flúðum í Hrunamannahreppi og njóta helj- arinnar uppskeruhátíðar sem blásið hefur verið til. Á föstudagskvöldið verða blústónleikar á Útlaganum með Vinum Dóra og Stone Stones en á laugardagsmorgun fer hátíðin form- lega af stað með þakkargjörðar- messu í Hrunakirkju. Klukkan 13-17 verður markaðurinn Matarkistan í fé- lagsheimilinu á Flúðum og þar kennir margra grasa, matvæli úr sveitinni, grænmeti, kjöt, fiskur, konfekt og hunang svo fátt eitt sé nefnt. Fjöl- breytt handverk frá heimafólki verð- ur þar líka sem og ljósmyndasýning. Opið hús verður heima á nokkurm bæjum þar sem fólk býr til handverk og sumstaðar léttar veitingar í boði. Leikir verða fyrir ungu kynslóðina í félagsmiðstöðinni Zero, götuleikhús og teymt undir börnum sem langar á hestbak. Golfmót verður á Efra -Seli og listakokkarnir Beggi og Pacas ætla að töfra fram grænmetisrétti á Kaffi Grund af sinni alkunnu glað- væru snilld. Á Hótel Flúðum verður gestum boðið í garðinn milli kl. 14-16 og þar verður hægt að smakka fría grænmetissúpu undir ljúfum tónum. Hótelið verður með uppskerutilboð á gistingu og þriggja rétta kvöldverð sem og morgunverðarhlaðborð. Tónleikar á Útlaganum og Félags- heimilinu um kvöldið. Endilega... ...farið á uppskeruhátíð Morgunblaðið/Eggert Börn sem tóku þátt í heilsupró- grammi í skólanum sínum þegar þau voru í sjötta bekk voru léttari í áttunda bekk en hópur af börn- um sem tóku ekki þátt í heilsuprógramminu. Þetta kemur í ljós í bandarískri rannsókn sem var kynnt nýlega. Eitt af því sem kom ljós í rann- sókninni, og þótti mjög ánægju- legt, var að í báðum hópunum minnkuðu tilvik offitu og of- þyngdar og eru líkur leiddar að því að offita bandarískra barna fari loksins minnkandi. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar tölur lækka í rannsóknum sem ná yfir sama stóra hópinn af börnum í nokkurn tíma. Rannsóknin náði yfir 4500 nemendur, helming- urinn tók þátt í heilsuprógrammi í skólanum. 30% prósent af börn- unum, í báðum hópunum, voru of feit þegar rannsóknin hófst. Í átt- unda bekk hafði sú prósenta lækkað í 24,6% hjá heilsuhópn- um og í 26,6% hjá hinum. Heilsa Offituprósentan lækkar hjá bandarískum börnum Reuters Hlaupið Forsetafrúin Michelle Obama setti af stað átak þar sem hún berst gegn offitu bandarískra barna og hvetur þau til að hreyfa sig meira. Bónus Gildir 16. - 19. sept. verð nú áður mælie. verð SS slátur ósoðin lifrapylsa .............. 461 692 461 kr. kg SS slátur ósoðinn blóðmör............. 419 639 419 kr. kg KF nýtt kjötfars, 620 g ................... 239 259 385 kr. kg Ali ferskar grísakótilettur ................ 898 998 898 kr. kg Fe ferskt grísagúllas ...................... 898 998 898 kr. kg Fe ferskt grísasnitsel ...................... 898 998 898 kr. kg My heimilisbrauð, 385 g................ 119 145 309 kr. kg Euroshopper ostapizzur, 3x300 g.... 698 898 775 kr. kg Bki gullkaffi, 250 g........................ 178 198 712 kr. kg SS grísalundir koníakslegnar .......... 1.798 2.598 1.798 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 16. - 18. sept. verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ............ 998 1.398 998 kr. kg Nautabuff úr kjötborði................... 1.698 2.098 1.698 kr. kg Hamborg.r m/brauði, 2x115 g ....... 358 438 358 kr. pk. Móa kjúklingaleggir kryddaðir ........ 667 889 667 kr. kg Ali kjötbollur lausfrystar ................ 1.198 1.498 1.198 kr. kg Ali kjúklingasnitsel lausfrystar........ 1.198 1.498 1.198 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri ............ 1.398 1.568 1.398 kr. kg FK Bayonneskinka ........................ 1.098 1.373 1.098 kr. kg Hagkaup Gildir 16. - 19. sept. verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut ungnauta ribeye ......... 2.771 3.695 2.771 kr. kg Íslandsnaut ungnauta T-bone ........ 2.771 3.965 2.771 kr. kg New Orleans BBQ svínarif.............. 1.039 1.598 1.039 kr. kg Boston skinka .............................. 998 1.798 998 kr. kg Baby pork grísalæri ...................... 699 998 699 kr. kg Baby pork grísabógur.................... 599 798 599 kr. kg Amerískir kleinuhringir, skreyttir ..... 109 179 109 kr. stk. Amerískir kleinuhr./kókos, 2 í pk.... 215 349 215 kr. pk. Krónan Gildir 16. - 19. sept. verð nú áður mælie. verð Ungnauta mínútusteik .................. 1.749 3.498 1.749 kr. kg Ungnauta piparsteik ..................... 1.749 3.498 1.749 kr. kg Lambalærissneiðar í raspi ............. 1.265 1.698 1.265 kr. kg Lambakótilettur í raspi .................. 1.265 1.698 1.265 kr. kg Núðlur með kjúkling...................... 699 898 699 kr. kg Núðlur chinese wok & grísakjöt...... 699 898 699 kr. kg Goða blóðmör ósoðinn, 4 stk. ....... 489 798 489 kr. kg Goða lifrarpylsa ósoðin, 4 stk. ....... 589 848 589 kr. kg Kornbrauð ................................... 249 349 249 kr. stk. Gillette mach 3 rakblöð, 8 stk........ 1.998 2498 1.998 kr. pk. Nóatún Gildir 16. - 19. sept. verð nú áður mælie. verð Korngrís grísalundir....................... 1.698 2.298 1.698 kr. kg Korngrís grísahnakki úrb................ 998 1.698 998 kr. kg Korngrís grísabógur ...................... 498 598 498 kr. kg Korngrís grísakótilettur .................. 998 1.498 998 kr. kg Korngrís grísasnitsel ..................... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Korngrís grísagúllas ...................... 1.189 1.398 1.189 kr. kg Korngrís grísasíður........................ 559 798 559 kr. kg Ungnauta Rib Eye......................... 3.499 3.898 3.499 kr. kg Plokkfiskur................................... 989 1.359 989 kr. kg Steinbakað kornbrauð .................. 339 489 339 kr. stk. Þín Verslun Gildir 16. - 19. sept. verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill ................... 682 975 682 kr. kg Egils kristall/ blóðappelsínu .......... 189 265 189 kr. ltr Hatting smábrauð gróf, 12 stk. ...... 359 445 30 kr. stk. Kjörís tilboðsís, súkkul./vinilla. ...... 249 365 249 kr. ltr Herrljunga Cider Original ............... 295 349 295 kr. ltr Pågen bruður heilhveiti, 400 g....... 385 489 963 kr. kg Pågen kanilsnúðar, 260 g ............. 349 475 1.343 kr. kg Lambi salernisrúllur, 6 stk. hvítur ... 498 619 83 kr. stk. Létt smurostur m/skinku, 250 g .... 325 359 1.300 kr. kg Palmol. sturtusápa, 200 ml........... 465 585 2.325 kr. ltr Helgartilboðin Morgunblaðið/Eyþór Í viðtalið við Sigrúnu Sverrisdóttur sultugerðarkonu í Mývatnssveit í blaðinu í gær sagði að hún væri prestur í Reykjahlíðarkirkju. Sigrún er ekki prestur og er beðist velvirðingar á þessum misskilningi. Leiðrétting Ekki prestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.