Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Bæjarar undirbúa nú 200 ára afmæli Oktoberfest sem haldin er árlega í München og hefst á laugar- daginn kemur. Hátíðin stendur í sextán daga og henni lýkur á fyrsta sunnudeginum í október, eða á sameiningardeginum 3. október ef fyrsti sunnu- dagurinn er fyrsti eða annar dagur mánaðarins. Oktoberfest er stærsta bjórhátíð í heimi. Að jafn- aði taka rúmar sex milljónir manna þátt í henni og drekka milljónir lítra af öli. 5 km 3 4 1 2 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 1 2 4 5 6 10 11 12 13 14 9 7 3 8 * Heildarfjöldi sæta úti og inni ** Síðustu tölur sem liggja fyrir Pálskirkja Deutsches Museum Vísinda- og tæknisafn Skyndi- hjálp Þjónustu- miðstöð Skyndi- hjálp Farangur Minjagripir Minjagripir Minjagripir Hátíðarsvæði Hér fara fram tón- leikar, skemmtanir og kappreiðar Bavaríu-styttan MÜNCHEN Oktoberfest ÞÝSKALAND München Berlín Heimildir: Oktoberfest.de, upplýsingamiðstöð München Teikning: Simon Scarr Bjórdrykkja Milljónir lítra 0 2 4 6 6,9** 1950 ‘60 ‘70 ‘80 ‘90 ‘00 ‘07 Lúðvík krónprins af Bæjaralandi, sem seinna varð Lúðvík I konungur, kvæntist Teresu, prinsessu af Saxlandi, árið1810. Oktoberfest á rætur að rekja til brúðkaupshátíðarinnar Hátíðarsvæði Oktoberfest Nefnt eftir Teresu, prinsessu af Saxlandi Heiti staðarins er oft stytt í „Wiesn” Theresienwiese Söguágrip Bjórtjöld Schutzen-Festzelt Löwenbräu 5.400 Kafer'sWies’n-Schanke Paulaner 2.900 Víntjald Ýmis vín 1.900 Löwenbräu Löwenbräu 8.500 Bräurosl Hacker-Pschorr 8.420 Augustiner Augustiner 8.500 Spatenbräu Spaten 7.400 Fischer Vroni Augustiner 3.395 Hippodrom Spaten 4.200 Armbrustschutzen Paulaner 7.430 Hofbräu Hofbräu 9.918 Hacker Hacker-Pschorr 9.300 Schottenhamel Spaten 10.000 Winzerer Fahndl Paulaner 10.900 Ölgerð Sæti* 12. október 1810 Lúðvík krónprins kvænist Teresu prinsessu 1818 Fyrstu hringekjurnar og rólurnar settar upp 1850 27 metra há stytta af Bavaríu vígð 1896 Veitingamenn setja upp fyrstu bjórtjöldin með aðstoð bjórframleiðenda í stað bjórbása 1980 Þrettán manns bíða bana og margir særast í sprengjutilræði 2010 Oktoberfest 200 ára og hátíðin haldin í 177. skipti Napóleonstríðið Kóleru- faraldur Kólerufaraldur Heims- styrjöldin fyrri og endurreisnarár Heimsstyrjöldin síðari og endurreisnarárin Ár þegar hátíðin var ekki haldin Óðaverð- bólga Stríð Austurríkis og Prússlands 1900s 2000s 200 ára afmæli Lúðvík I, konungur Bæjaralands, og Teresa af Saxlandi Oktoberfest 200 ára Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Teboðið svonefnda, hreyfing bandarískra íhaldsmanna, kom enn á óvart með sigri í for- kosningum repúblikana í Delaware vegna kosninganna 2. nóvember. Pólitískur nýgræð- ingur, Christine O’Donnell, sigraði þá þaul- reyndan þingmann sem naut stuðnings for- ystumanna repúblikanaflokksins. Úrslitin komu mjög á óvart þar sem O’Donnell var fyrir nokkrum vikum álitin of íhaldssöm til að eiga möguleika á að ná kjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings. Úrslitin eru einnig talin mikið áfall fyrir forystumenn repú- blikana sem höfðu gert lítið úr O’Donnell og af- skrifað hana. Forysta flokksins studdi fulltrúadeildar- þingmanninn Mike Castle, sem hafði verið ríkisstjóri í tvö kjörtímabil og þingmaður í níu kjörtímabil. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að Castle myndi sigra frambjóðanda demókrata örugglega og fá þar með sætið sem Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, skipaði í öldungadeildinni. Kannanirnar bentu hins vegar til þess að O’Donnell myndi bíða ósigur fyrir þingmannsefni demókrata. Sæti Delaware er á meðal nokkurra þing- sæta sem talið er að repúblikanar þurfi að ná af demókrötum til að fá meirihluta í öldunga- deildinni. Margir stjórnmálaskýrendur vestra telja sigurgöngu Teboðsins í Delaware og fleiri sambandsríkjum minnka líkurnar á því að flokkurinn nái því markmiði sínu að fá meiri- hluta í báðum deildum þingsins. Stuðningsmenn Teboðsins vísa þessum hrakspám á bug og nokkrir fréttaskýrendur hafa varað demókrata við því að vanmeta hreyfinguna sem hefur notið góðs af óánægju almennings með efnhagsástandið í landinu og atvinnuleysið sem mælist nú um 10%. Nafn íhaldshreyfingarinnar, Teboðið, er skírskotun til þess þegar andstæðingar breskrar skatt- heimtu hentu nokkrum teförmum í höfnina í Boston árið 1773. Teboðið kom aftur á óvart  Sigurganga hreyfingar íhaldsmanna talin minnka líkurnar á því að repúblikanar fái meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningunum í nóvember  Demókratar varaðir við því að vanmeta hreyfinguna Reuters Veisla Christine O’Donnell fagnar sigri. Teboðið í sókn » Carl Paladino, sem nýtur stuðnings Teboðsins, verður ríkisstjóraefni repú- blikana í New York. Hann sigraði Rick Lazio sem forysta flokksins veðjaði á. » Áður hafði Teboðið sigrað í forkosn- ingum repúblikana í Nevada, Colorado, Flórída, Kentucky og Alaska vegna kosn- inganna til öldungadeildarinnar. Danska lögreglan telur sig hafa borið kennsl á mann sem handtek- inn var vegna gruns um að hann hefði sprengt sprengju í baðher- bergi á hóteli í Kaupmannahöfn í vikunni sem leið. Lögreglan telur að maðurinn sé Tétseni og heiti Lors Dukayev, hafi fæðst árið 1986 í Tétsníu en flust búferlum til Belgíu. Dukayev hefur búið í belgísku borginni Liege síð- ustu fimm árin og meðal annars stundað hnefaleika þar, að sögn lögregluforingjans Svends Foldages sem stjórnar rannsókn lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Danskir fjölmiðlar hafa eftir fyrrverandi mági Dakayevs að hann hafi ekki verið mjög trúaður og ekki litið á sig sem Tétsena. Dakayev hafi flust til Belgíu fjórtán ára að aldri, forðast samskipti við aðra Tétsena og stutt Rússa í stríð- inu í Tétsníu. Fanginn Mynd frá dönsku lögreglunni af sprengjumanninum. Sprengjumaðurinn kom frá Belgíu og fæddist í Tétsníu Um 55% íbúa evrulandanna telja að evran hafi haft slæm áhrif á efna- hag þeirra en um 63% telja að aðild að Evrópusambandinu hafi haft góð áhrif á efnahaginn, ef marka má nýja skoðanakönnun. Um 60% Frakka, 53% Þjóðverja og Spánverja og 52% Portúgala telja að evran hafi haft slæm áhrif. Á Ítalíu telja 48% landsmanna að evran hafi verið af hinu góða en 47% eru á öndverðum meiði. Í Hol- landi og Slóvakíu hefur meirihluti landsmanna jákvæða afstöðu til evrunnar. Stuðningurinn við ESB-aðild er mestur í Hollandi og Póllandi, eða 75%. Um 69% Þjóðverja og Portú- gala, 68% Slóvaka, 67% Spánverja, 62% Ítala og 61% Frakka telja að aðild að ESB hafi haft góð áhrif á efnahag landanna. Andstaðan við ESB er mest í Bretlandi þar sem að- eins 45% töldu aðildina af hinu góða fyrir efnahaginn. Flestir telja evruna hafa slæm áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.