Morgunblaðið - 16.09.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 16.09.2010, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Formaður Geysisnefndar telur eðli- legast að ríkið eignist allt hvera- svæðið á Geysi í Haukadal þannig að það verði á ábyrgð eins eiganda. Samningar um kaup ríkisins voru langt komnir í byrjun árs 2008 og vonast hann til að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næstu árum. Hverasvæðið á Geysi er í eigu rík- isins og fjölmargra einstaklinga, eig- enda og erfingja jarðanna í kring. Ríkið á hverina Geysi, Strokk og Blesa. Geysisnefnd, sem skipuð var fyrir um tíu árum undir forystu Þórðar H. Ólafssonar, þáverandi skrifstofu- stjóra í umhverfisráðuneytinu, taldi að til þess að viðhalda vernd svæð- isins, þar með gosvirkni, þyrfti að stöðva vatnstöku á hverasvæðinu, innan jafnt sem utan girðingar. Vegna dreifðs eignarhalds og ólíkra sjónarmiða hefur verið erfitt að byggja þar upp aðstöðu fyrir ferða- fólk, viðhalda henni og reka og hefur hverasvæðið goldið fyrir það. Þórður segir að það myndi einfalda málin ef eignarhaldið kæmist á hendur eins aðila sem myndi taka að sér upp- byggingu aðstöðu og umsjón. Þórður segir að Geysisnefnd hafi verið langt komin með að ná samn- ingum um kaup ríkisins á öllu hvera- svæðinu innan girðingar í byrjun árs 2008. Tilboði ríkisins hafi ekki verið tekið, þegar á reyndi. Síðan hafi mál- efnið fallið um sjálft sig þegar efna- hagskreppan reið yfir. Þórður segir að samningar hafi verið það langt komnir að auðveldara ætti að vera að halda áfram þegar betur árar hjá ríkinu. Unnið að brýnustu úrbótum Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir að Geysissvæðið hafi ver- ið undir miklu álagi í mörg ár vegna þess fjölda ferðafólks sem þangað leggur leið sína. Því miður hafi ekki náðst samstaða um nauðsynlegar úr- bætur. Hún bindur vonir við fram- kvæmdaáætlun um brýnustu úrbæt- ur í öryggismálum sem Ferðamála- stofa og Umhverfisstofnun hafa gert í samvinnu við sveitarfélagið og heimamenn. Ólöf segir að landeig- endur hafi samþykkt áætlunina og er sannfærð um að þess sé ekki langt að bíða að hægt verði að hefjast handa. Ferðamálastjóri segir mikilvægt að ríkið eignist allt hverasvæðið þannig að hægt verði að skipuleggja það frá grunni og byggja upp til framtíðar. helgi@mbl.is Vilja að ríkið eignist allt hverasvæðið Morgunblaðið/ÞÖK Gos Geysir er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins.  Samningar um kaup ríkisins voru langt komnir fyrir hrun  Landeigendur hafa samþykkt áætlun Ferðamálastofu um úrbætur í öryggismálum og verður henni hrint í framkvæmd færð frá og sömu sögu er að segja um lömbin. Þetta er svipað og á haustin, þegar lömbin eru tekin frá ánum,“ segir Sveinn. Fyrsta skrefið var að athuga hvort hægt væri að afla hráefnisins með góðu móti og framleiða góða vöru úr því. Reynslan sýnir bræðr- unum að það er hægt. Næsta skrefið er að rækta féð með tilliti til mjólkurframleiðslu, afla meiri mjólkur og auka framleiðsl- una. Þeir ætla að gefa sér nokkur ár í það. Sauðamjólkin er fryst eftir mjaltir og osturinn framleiddur yfir vetrartímann. Helgi er ostagerðarmaðurinn í fjölskyldunni. Hann fékk aðstoð í matarsmiðju Matís á Egilsstöðum við fyrstu lögunina. Þangað komu reyndir ostameistarar, þeir Þórarinn E. Sveinsson og Oddgeir Sig- urjónsson, og miðluðu af reynslu sinni. „Þekking á sauðamjöltum og ostagerð úr sauðamjólk hefur að mestu farið forgörðum hér á landi. Við höfum því verið að afla okkur þekkingar með bóklestri og leit á netinu,“ segir hann. Þeir eru smám saman að koma sér upp lítilli mjólkurstöð í gömlu minkahúsunum. Helgi hefur smíðað flesta hluti og þannig hafa þeir kom- ist frá þessu á auðveldari hátt en ella. Fjölskyldan hefur hug á því að bæta aðstöðuna í vetur. Fyrsta framleiðslan var gráð- ostur með Roquefort-myglu frá Suð- ur-Frakklandi. Hornfirska útgáfan er seld undir heitinu Breði með vísan til jöklanna sem blasa við af hlaðinu í Akurnesi. Bræðurnir hafa áhuga á að framleiða fleiri tegundir af osti, þegar þeir hafa náð góðum tökum á framleiðslunni. Gráðosturinn þarf að minnsta kosti tvo mánuði til að ná réttum styrk og margir vilja hafa hann enn bragðsterkari. Helgi vill geta boðið ost fyrir jólin og er því farinn að huga að næstu framleiðslu. Osturinn frá síðasta vetri var til sölu í heima- markaðsversluninni á Höfn og í Búrinu í Reykjavík, á meðan birgðir entust. „Sauðaostinum var vel tekið og við teljum að þessi framleiðsla geti orðið ágætis búbót,“ segir Helgi. Sveinn tekur í sama streng. „Þetta verkefni sýnir að það er hægt að gera sér mat úr ýmsu sem maður hefur daglega fyrir augum sér. Ís- lenskur landbúnaður býr yfir ýms- um tækifærum sem bændur hafa ekki gefið sér tíma til að nýta,“ segir Sveinn. Verkefnið skapar tekjur og vinnu fyrir fjölskylduna. „Það munar um það þótt nú séu atvinnutækifæri yfirleitt talin í hundruðum,“ bætir Sveinn við. Ekki útilokað að bæta við Enginn kvóti er á sauðamjólk og mjólkin er ekki niðurgreidd. Sveinn hefur ekki orðið mikið var við áhuga annarra sauðfjárbænda á að fara út í framleiðslu af þessu tagi. „Menn telja sig kannski ekki hafa tíma til að standa í þessu,“ segir hann. Mörg ár eru síðan mjólkurstöð var lögð niður á Höfn og er því öll mjólk úr Hornafirði flutt til vinnslu á Selfoss. Spurðir að því hvort þeir sjái ekki tækifæri til að framleiða eða kaupa kúamjólk til að nýta betur að- stöðuna og framleiða fleiri tegundir af osti segja bræðurnir að það sé alls ekki útilokað í framtíðinni. Fyrst um sinn vilji þeir þó halda sig við sauða- mjólkina enda sé það ærið verkefni. Verðmætt hráefni sem þarf að nýta vel  Fráfærur hafa verið teknar upp í Akurnesi og ærnar eru mjólkaðar eins og í gamla daga  Bænd- ur hafa komið sér upp lítilli mjólkurstöð og framleiða gráðost  Ýmis tækifæri leynast í landbúnaði Mjaltir Ærnar eru mjólkaðar í mjaltabás sem Helgi Ragnarsson smíðaði inn í gamalt loðdýrahús. Þar sem stuttan tíma tekur að mjólka hverja kind er eitt mjaltatæki um hverjar tvær. Ærnar ganga á básinn eins og kýr. Breði Vandi er að gera góðan gráðost. Fjölskyldan í Akurnesi fékk ágæt viðbrögð á fyrstu framleiðslu á Breða og hún seldist upp. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Maður þarf að vera vakinn og sof- inn yfir ostagerðinni. Þetta er verð- mætt hráefni sem við höfum ekki mikið af og þurfum því að nýta vel,“ segir Helgi Ragnarsson, bóndi í Ak- urnesi í Nesjum í Hornafirði. Fjöl- skyldan í Akurnesi notar tæknina til að endurnýja forna búskaparhætti við fráfærur, maltir og framleiðslu osta úr sauðamjólk á búi sínu. „Við höfðum áhuga á að nýta betur það hráefni sem við höfum á búinu til atvinnusköpunar. Hér er gott sauðfjárbú og gömul minkahús sem vantaði hlutverk,“ segir Sveinn Rúnar, bróðir Helga, um kveikjuna að því að þeir bræður fóru út í fram- leiðslu á sauðaosti. Fráfærur og framleiðsla á sauðaosti er þekkt atvinna, meðal annars í Frakklandi. Hér á landi lögðust fráfærur af í byrjun tutt- ugustu aldar. Sveinn telur að það hafi verið vegna þess hvað þetta var mannaflafrek starfsemi auk þess sem breytingar hafi orðið á kjöt- markaðnum, bændur hafi lagt áherslu á dilkakjötssölu þegar eft- irspurn eftir sauðum minnkaði. Í ljósi sögunnar lögðu þeir bræður áherslu á að undirbúa þetta þróunarverkefni vel. Helgi er vél- fræðingur og smíðaði mjaltabás fyrir átta ær þar sem mjaltatæki eru not- að við maltirnar. Byrjaði með 50 ær í vor Sveinn Rúnar og Ragnheiður Másdóttir, unnusta hans, eru með BS-próf í búvísindum og skipuleggja ræktun fjárins. Á síðasta sumri var fært frá um þrjátíu ám og í vor var heldur bætt í, fært frá fimmtíu ám. Eitthvað fellur úr þannig að nú eru þau að mjólka um þrjátíu ær. Fært er frá þegar lömbin eru orðin sex til átta vikna gömul og lömbin sett á ræktað land. Ærnar eru mjólkaðar tvisvar á dag fram eftir hausti. Þegar Sveinn fer út á tún til að sækja ærnar haga þær sér svipað og kýr sem reknar eru til mjalta. „Ærnar og lömbin eru fljót að jafna sig á þessu. Kindur eru fé- lagsverur og ærnar finna félagsskap hver hjá annarri þegar lömbin eru Hverjir eru eiginleikar sauða- mjólkur? Hún er þurrefnisríkari en kúa- mjólk, aðallega vegna þess að hún er mun feitari og próteinrík- ari. Hvað er gráðostur? Gráðostur er mygluostur sem þarf að lagera við réttar að- stæður í nokkra mánuði. Myglu- ostar skiptast í tvo meginflokka, blámygluosta (Roquefort) og hvítmygluosta. Hvernig varð gráðostur fyrst til? Ýmsar útgáfur eru til af sögunni um upphaf gráðostsins. Þær byggjast þó allar á því að smali hafi gleymt mal sínum með mjólk og brauði í helli. Þegar hann kom í hellinn aftur nokkr- um mánuðum seinna hafði mjólkin umbreyst í ost. Gerillinn er kenndur við héraðið, Roque- fort í Suður-Frakklandi. S & S Jón Gnarr, borg- arstjóri Reykja- víkur, krefst þess að kínverski and- ófsmaðurinn Liu Xiaobo verði „skilyrðislaust látinn laus og að öllum þeim sem haldið er föngn- um í Kínverska alþýðulýðveldinu fyrir að tjá skoð- anir sínar með friðsömum hætti verði sleppt“. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Gnarr afhenti Liu Qi, framkvæmda- stjóra kommúnistaflokksins í Peking og fyrrverandi borgarstjóra höfuð- borgarinnar í þann mun sem heim- sókn þess fyrrnefnda í ráðhús Reykjavíkur lauk í fyrradag. Í bréfinu segist Jón styðja baráttu PEN, alþjóðasamtaka ljóðskálda og rithöfunda, fyrir tjáningarfrelsi og lausn Liu Xiaobo. Liu er einn þeirra sem skrifaði undir Charter 08 yfirlýsinguna þar sem krafist er pólitísks frelsis í Kína. Bréf Jóns er ekki ritað á bréfsefni borgarinnar og titill borgarstjóra er ekki undir nafni Jóns. Mótmælti við Kínverja Jón Gnarr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.