Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á
gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar
eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í
eindaga til og með 15. september 2010, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga
til og með 6. september 2010 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir
er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2010, á staðgreiðslu tekjuskatts,
útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum
launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda
aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum,
fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á
eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum,
sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar,
sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert
fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk
útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til
að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds,
vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af
ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem
lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði
þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki
í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2010
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í
Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í
Bolungarvík
Sýslumaðurinn á
Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á
Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4x4 munu
í dag eiga fund með Svandísi Svav-
arsdóttur umhverfisráðherra
vegna tillögu að stjórnar- og vernd-
aráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í tillögunni, sem stjórn þjóð-
garðsins lagði fram, er m.a. lagt til
að umferð ökutækja og hrossa
verði bönnuð um Vonarskarð og að
akstur um ýmsa slóða á Tungnaár-
öræfum verði bannaður.
Óskar Erlingsson, formaður
ferðafrelsisnefndar 4x4, sagði að
klúbburinn gerði einnig at-
hugasemdir við að samráð við
klúbbinn og fleiri útivistarhópa
hefði verið meira í orði en á borði.
Á fundinum fær ráðherra afhent
mótmæli um 5.000 manns við til-
lögum stjórnarinnar. runarp@mbl.is
Jeppamenn mót-
mæla við ráðherra
Þorbjörg Elín Friðriksdóttir af-
henti í júlí sl. Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja ytri öndunarvél, vökva-
dælu, og tvo hjólastóla. Þá voru
stólarnir og vökvadælan ekki kom-
in í hús. Nú hefur þetta allt skilað
sér og er komið í fulla notkun.
Þorbjörg hefur aldeilis ekki lagt
árar í bát heldur ætlar hún að halda
áfram söfnun sinni fyrir tækjabún-
aði á HSS. Hún hefur sett sér það
markmið að safna fyrir sjónvarps-
tækjum á allar stofur á legu-
deild,alls 15 stofur. Tækin sem
sjúklingar hafa til afnota á HSS eru
flest orðin gömul og í mismunandi
ásigkomulagi. Þau eru yfirleitt
höfð á náttborðum sjúklinga þar
sem þau taka pláss og geta skapað
hættu þar sem snúrurnar eru oft að
flækjast fyrir fótum fólks.
Þorbjörg hefur frá í sumar feng-
ið margar áskoranir frá fólki um að
halda ótrauð áfram söfnun sinni og
hefur af sínum dugnaði og krafti nú
tekið þeim áskorunum og setur sér
því þetta markmið núna.
Reikningsnúmer söfnunarinnar
er; 542-14-401515, kennitalan er;
061051-4579.
Ánægja Það ríkti mikil gleði þegar Þorbjörg afhenti gjafirnar til HSS.
Þorbjörg ætlar að halda áfram að safna
fyrir tækjum á Heilbrigðisstofnunina
Dagana 18. og 19. september verð-
ur mikið fjör í Austur-Húnavatns-
sýslu. Stóðsmölun verður á Lax-
árdal og réttir í Skrapatungurétt.
Er þetta í tuttugasta skipti sem
gestum er boðið að taka þátt í æv-
intýrinu. Gestir eiga þess kost að
slást í för með gangnamönnum á
eyðidalnum Laxárdal og upplifa al-
vöru þjóðlegt ævintýri. Þátttak-
endur leigja hesta hjá heimamönn-
um eða mæta með sína eigin hesta.
Stóðhrossin verða rekin til byggða
laugardaginn 18. september. Lagt
er af stað frá Strjúgsstöðum í
Langadal kl. 10.
Á laugardagskvöldinu leika Pap-
arnir fyrir dansi í Félagsheimilinu
Blönduósi. Húsið opnar kl. 23:00. Á
sunnudagsmorgun hefjast réttir í
Skrapatungurétt um kl. 11. Bænd-
ur ganga í sundur hross sín og reka
þau svo í lok dags til síns heima.
„Stóðréttarhelgi Skrapatungu-
réttar er hátíð heimamanna og
ferðafólks þar sem er spilað, sungið
og skemmt sér að sið Íslendinga,“
segir í tilkynningu.
Nánari upplýsingar má fá á net-
fanginu vallih@centrum.is
Morgunblaðið/RAX
Stóðréttir Það er ætíð mikið fjör þegar
stóðið er dregið í réttum á haustin.
Réttir og fjör hjá
Húnvetningum
Þjóðræknisfélag Íslendinga heldur þjóðræknisþing í
Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 17. september n.k.
kl. 15:00. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
ávarpar þingið og nokkrir gestir frá Bandaríkjunum og
Kanada munu flytja erindi. Þar má nefna m.a. Eric Stef-
anson frv. ráðherra í Manitoba sem hefur átt sæti í
stjórn Þjóðræknisfélagsins undanfarin ár og Gail Ein-
arson McCleery forseta Þjóð́ræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi. David Gislason frá Arborg Manitoba og
heiðursfélagi ÞFÍ mun kynna nýja bók sína „The Fifth
Dimension“. Fleiri atriði verða á dagskránni. T.d. verð-
ur sagt frá áformum um afmælishald árið 2011, í tilefni
þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta.
Drengjakór Reykjavíkur mun syngja undir stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar og Þjóðbúningastofan mun annast sýningu á íslenska þjóðbún-
ingnum. Þjóðræknisþingið er öllum opið.
Þjóðræknisþing haldið á morgun
Þjóðmenningar-
húsið
Samgönguvika hefst í Reykjavík í
dag, 16. september, og er nú
haldin í áttunda sinn. Hún er
hluti af Evrópsku samgöngu-
vikunni sem ætlað er að hafa
áhrif á ferðaval borgarbúa og
stefnu sveitafélaga í samgöngu-
málum. Vikan verður sett í Fella-
skóla því Breiðholt verður sam-
gönguhverfi borgarinnar næsta
árið.
Margt er á dagskrá Samgöngu-
viku, m.a. verður hjólarein opnuð
á Suðurgötu, nýtt göngu- og
hjólastígakort gefið út og hjóla-
vefsjá kynnt til sögunnar. Einnig
er á dagskrá málþing um hvernig
ferðamáti hefur áhrif á mótun
borgarinnar. Borgarstjóri og ráð-
herrar verða meðal ræðumanna.
Samgönguvika
hefst í dag
STUTT
Iðgjöld lífeyrissjóðanna lækkuðu um
9% á milli áranna 2008 og 2009 eða
úr 114 milljörðum króna á árinu 2008
í rúmlega 107 milljarða króna árið
2009.
Meginástæða þessarar lækkunar
er talin vera aukið atvinnuleysi og al-
menn lækkun launa í landinu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyr-
issjóðanna.
Þar kemur einnig fram, að gjald-
færður lífeyrir ásamt útgreiðslu sér-
eignarsparnaðar var tæplega 76
milljarðar árið 2009 en var 54 millj-
arðar árið 2008.
Séreignarsparnaður í vörslu líf-
eyrissjóða og annarra vörsluaðila á
árinu 2009 jókst um 12,8% og nam
288 milljörðum króna samanborið
við 256 milljarða í árslok 2008. Sér-
eignarsparnaður í heild nam um 15%
af heildareignum lífeyriskerfisins í
árslok 2009. Iðgjöld til séreignarlíf-
eyrissparnaðar lækkuðu milli ára og
fóru úr 33,4 milljörðum króna í 26,3
milljarða króna á árinu 2009.
Í skýrslunni segir, að samkvæmt
lögum um lífeyrissjóði skuli vera
jafnvægi á milli eigna og skuldbind-
inga lífeyrissjóða. 25 deildir lífeyr-
issjóða án ábyrgðar voru með nei-
kvæða tryggingafræðilega stöðu í
árslok 2009, þar af þrjár deildir með
meiri halla en 15% og verða því að
skerða réttindi.
Þeir lífeyrissjóðir sem njóta baká-
byrgðar ríkis eða sveitarfélags eru
undanþegnir ákvæðum laganna sem
fjalla um jafnvægi milli eigna og
skuldbindinga lífeyrissjóða. Lítil
breyting er á stöðu þessara sjóða á
milli ára en verulegur halli er á nán-
ast öllum deildum.
Iðgjöld lífeyrissjóðanna
lækkuðu um 9% í fyrra
Aukið atvinnuleysi og lækkun launa er helsta ástæðan