Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 32
32 MENNINGMenning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Nætskomandi sunnudag verður hátíðamessa á kirkju- degi Langholtssafnaðar helg- uð aldarminningu séra Árel- íusar Níelssonar. Árelíus var fyrsti sóknarprestur Lang- holtssafnaðar og þjónaði söfnuðinum frá 1952 til 1980. Brugðið verður upp mynd- um af Árelíusi, sungnir sálm- ar og veraldleg ljóð eftir hann og sýndir munir og myndir sem tengjast honum og þá sérstaklega þjónustu hans í Langholtsprestakalli. Kristján Valur Ing- ólfsson predikar og þjónar ásamt sóknarpresti. Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar, organista. Prestsminning Aldarminning Ár- elíusar Níelssonar Árelíus Níelsson Næstkomandi laugardag kl. 14:00 opnar Hulda Vilhjálms- dóttir sýningu í Listasal Mos- fellsbæjar. Á sýningunni, sem Hulda nefnir Sjálfsmynd/ identity/hidden identity eru mál- verk, teikningar og skúlptúrar. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Hulda lauk námi frá myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands árið 2000. Hulda hefur sýnt mikið hér á landi og erlendis. Hún var með Grasrótarsýn- inguna Grasrótin er villt í Nýló árið 2006 undir stjórn Andreu Maack, Hugins Þórs Arasonar og Jó- hannesar Atla Hinrikssonar. Árið 2009 komst Hulda í undanúrslit fyrir Carnegie-verðlaunin. Myndlist Hulda sýnir í Lista- sal Mosfellsbæjar Hulda Vilhjálmsdóttir Næstkomandi laugardag verð- ur einleikur Kára Viðarssonar, Hetja, endurfrumsýndur í Landnámssetrinu. Verkið var sýnt í Rifi á Snæfellsnesi fyrr í sumar, en verður nú fært um set og sett á svið í Borgarnesi. Hetja er gamanleikur byggður á Bárðarsögu Snæ- fellsáss og fjallar um þá feðga Bárð Snæfellsás, landnáms- mann á Snæfellsnesi, og Gest son hans. Rétt eins og sagan er verkið ýkt og ótrú- legt og reynir á ímyndunarafl áhorfandans. Hetja er þroskasaga um feðga, fyrir feðga og alla þá sem þekkja feðga eða tengjast feðgum á einhvern hátt. Sýningin er klukkutíma löng. Leiklist Hetja flytur sig í Landnámssetrið Kári Viðarsson Í breska þjóðarsafninu, British Mu- seum, er grúi merkra gripa. Meðal þeirra helstu er sívalningur úr leir sem kenndur er við Kýrus mikla, Persakonung og konung Medíu, sem lagði Babýlon undir sig árið 539 f.Kr. Sá sívalningur fannst á nítjándu öld og er honum lýst svo að enginn stakur munur segi eins ríkulega sögu Mið-Austurlanda. Eins hefur hann verið talinn fyrsti vitnisburður þess að menn hafi látið sig varða mannréttindi, enda er Kýrus talinn hafa verið sá sem leyfði gyðingum að snúa aftur út útlegðinni í Babýlon og eins að hann hafi komið á trúfrelsi í ríki sínu, eða það er að minnsta kosti gefið í skyn á sívalningnum. Fyrir vikið er eftirmynd sívalningsins til sýnis á áberandi stað hjá mannrétt- indaskrifstofu SÞ. Íranar og Bretar hafa deilt um eignarrétt á gripnum og þegar hann var lánaður til Írans 1971 börðust fjölmiðlar í Íran fyrir því að honum yrði ekki skilað. Fyrir vikið hafa Bretar verið tregir til að lána hann þangað aftur, en nú stendur til að hann verði sendur til Írans aftur á næstu dögum eftir fjögurra ára þref. Sívalningurinn verður síðan til sýnis í þjóðminja- safni Írans í Teheran fram yfir ára- mót. Gersemi Sívalningur Kýrusar. Sívalningur Kýrusar til sýnis í Íran Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sópransöngkonan Emma Bell verð- ur í aðalhlutverki á sinfóníutón- leikum í kvöld, syngur Fjóra síðustu söngva Richards Strauss sem hann samdi ári fyrir dauða sinn. Emma Bell hefur getið sér gott orð ytra, meðal annars sungið við Metropolit- an-, Covent Garden- og Glyndebo- urne-óperuhúsin, en hún er Íslend- ingum líka að góðu kunn, syngur nú hér í þriðja sinn. Í þeim heimsóknum hefur hún einu sinni sungið með sin- fóníunni, í júní á síðasta ári og söng þá Knoxville, Summer of 1915 eftir Samuel Barber við smásögu James Agee. Þá lét gagnrýnandi Morgun- blaðsins svo um mælt að hann hefði aldrei heyrt hana í eins góðu formi: „Galdurinn öðlaðist líf í hástemmdri túlkun söngkonunnar. Fegurðin var slík að mann langaði strax til að heyra tónsmíðina aftur.“ Ætli þetta sé dauðinn? Að þessu sinni syngur Emma Bell Fjóra síðustu söngva Richards Strauss, Vier letzte Lieder, sem hann samdi við ljóð eftir Joseph von Eichendorff og Hermann Hesse. Söngvarnir voru það síðasta sem Strauss samdi og fjalla um dauðann, sem hefur verið honum hugleikinn, enda var hann þá 84 ára. Í söngv- unum má greina að Strauss er sadd- ur lífdaga og sáttur, eins og segir í einu ljóðanna: Ó, hve við erum veg- móðir / ætli þetta sé dauðinn? Þegar ég ber það undir Emmu hvort það sé ekki meiri dramatík og þungi í söngvum Strauss en í æskuminn- ingum Barber / Agee verður hún hugsi og svarar svo: „Ekki endilega meiri dramatík,“ segir hún og bætir við að það sé talsverður tilfinn- ingaþungi í verki Barbers. „Það er þó gríðarlegur þungi í síðustu setn- ingu síðasta söngsins, þar sem skáldið spyr hvort þessi wander- müde, vegþreyta, sé dauðinn,“ segir hún og verður svo hugsi að nýju: „Kannski vantar mig dramatík í túlkunina, kannski verður þetta allt ómögulegt hjá mér,“ segir hún al- varleg í bragði en skellihlær svo og greinilegt að hún er að hrekkja mig. Emma segir að Strauss-söngvarn- ir hafi fylgt henni að segja alla ævi, því hún hafi byrjað að hlusta á þá í kjölfar þess að hún ákvað að verða söngkona. „Mér hefur ekki þótt ég vera tilbúin til að syngja þá fyrr en nú. Þetta er erfitt verk að flytja, erf- itt að syngja á móti hljómsveitinni, enda þannig skrifað að hætt er við því að söngvarinn sökkvi í tónlistina. Það gekk þó mjög vel á æfingunni og við sjáum til hvernig gengur.“ Morgunblaðið/Golli Tilfinningaþungi Sópransöngkonan Emma Bell syngur Fjóra síðustu söngva Richards Strauss með sinfóníunni á tónleikum í kvöld. Hugleiðingar um dauðann Strauss og Mahler » Tónleikar sinfóníunnar með Emmu Bell verða kl. 20 í kvöld » Auk síðustu söngva Strauss verður flutt Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler » Lionel Bringuier stýrir hljómsveitinni í kvöld  Sinfónían spilar Strauss og Mahler Fyrstu tónleikar starfsársins í Tónleikasyrp- unni 15:15 í Norræna húsinu verða næstkom- andi sunnudag klukkan 15:15. Kammerhóp- urinn Camerarctica ríður á vaðið og leikur tónlist fyrir klarínett, strengi og píanó eftir tónskáld frá Austur-Evrópu; klarínettkvartett eftir Ungverjann Kókai Rezsö, sem er m.a. byggður á ungverskum dönsum, og Pólverjann Krzysztof Penderecki. Á efnisskránni eru einn- ig stutt einleiksverk fyrir selló og klarínett eftir Rússana Alfred Schnittke og Igor Stavinskíj og að síðustu trió fyrir klarínett, fiðlu og píanó eft- ir armenska tónskáldið Aram Khatsjaturían þar sem þjóðlagastef og villtir dansar eru ríkjandi. Gestur á þessum tónleikum sem bera yf- irskrifina Tónaljóð og dansar úr austri er Ing- unn Hildur Hauksdóttir píanóleikari en Ca- merarctica skipa að þessu sinni Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari. Efnisskráin sem spannar síðustu öld tekur um klukkutíma í flutningi og verða tónverkin kynnt stuttlega á tónleikunum. Tónaljóð og dansar úr austri klukkan 15:15 Tónaljóð Camerarctica hópurinn leikur austur-evrópska tónlist í Norræna húsinu kl. 15:15 næstkomandi sunnudag.  Tónleikasyrpan 15:15 hefst að nýju í Norræna húsinu Tvær uppfærslur Útvarpsleikhúss- ins eru tilnefndar til evrópsku verð- launanna Prix-Europa 2010. Prix- Europa er stærsta verðlaunahátíð útvarps- og sjónvarpsefnis í Evrópu. Í ár voru send í keppnina 108 út- varpsverk og 40 þeirra, frá 35 lönd- um, fengu tilnefningu. Einfarar eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn hennar sjálfrar og hljóð- vinnslu Einars Sigurðssonar, er til- nefnt til verðlauna í flokki leikrit- araða/framhaldsleikrita. Einfarar er sex þátta röð sem flutt var í tengslum við sjónvarpsþáttaröðina Persónur & leikendur. Blessuð sé minning næturinnar eftir Ragnar Ísleif Bragason, með tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur, í leikstjórn Símons Birgissonar og hljóðvinnslu Georgs Magnússonar, er tilnefnt í flokki stakra leikrita. Blessuð sé minning næturinnar var frumflutt um síðustu páska. Prix-Europa verður haldin vikuna 16. – 23. október næstkomandi. og eru fjölskipaðar dómnefndir að störfum alla vikunu. Verðlaunahafar eru síðan kynntir í lok hátíðarinnar laugardaginn 23. október. Leikrit tilnefnd til verðlauna  Uppfærslur tilnefndar til Prix-Europa Morgunblaðið/RAX Röð Herdís Þorvaldsdóttir og Bryn- dís Pétursdóttir voru meðal Einfara. Björn vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann veit ekki af hverju hann er með horn á höfðinu 33 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.