Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 34
 Fleiri myndir en nokkru sinni áður verða sýndar á RIFF í ár  Áherslan er lögð fyrst og fremst á unga og upprennandi leikstjóra  Íslenskar myndir hafa aldrei verið fleiri, 28, stuttar sem langar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í gær var blaðamannafundur hald- inn í tilefni af því að Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir viku, 23. september. Í ár verða sýndar 140 kvikmyndir frá 29 löndum og lýkur hátíðinni 3. október. Hátíðin var fyrst haldin í nóvember árið 2004 og voru 18 myndir sýndar á þeirri hátíð. Það má því segja að henni hafi vaxið fiskur um hrygg, eða kannski frek- ar hvalur. Spurð að því hvort há- marksfjölda mynda væri náð með hátíðinni í ár svaraði Hrönn Mar- ínósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, því til að lengi mætti bæta við og benti á að allar myndir, stutt- myndir líka, væru meðtaldar í fyrr- nefndri tölu, 140. Íslenskar myndir hefðu aldrei verið fleiri en í ár, 28 talsins. Hrönn sagði í upphafi blaða- mannafundar að gríðarleg vinna stórs hóps lægi að baki hátíðinni í ár, bæði hér á landi sem erlendis, og nefndi hún sérstaklega starf dagskrárstjórans gríska, Dimitri Eipides. Aldrei hafa jafnmargar myndir verið á RIFF og í ár og sagði Hrönn að þakka mætti stuðn- ingi góðra bakhjarla, m.a. Reykja- víkurborgar, menntamálaráðuneyt- isins og fyrirtækja. Hrönn sagði að mikill uppgangur hefði orðið í heiminum í heimild- armyndagerð á seinustu árum, um pólitísk mál og samfélagsleg, mann- réttinda- og umhverfismál. Því hefði nýjum flokki verið bætt við RIFF, Betri heimi, þar sem mynd- ir sem fjalla um mannréttindi verða sýndar. „Þessi samfélagslega og pólitíska vitund birtist einnig í leiknum myndum síðustu ára,“ sagði Hrönn og þar mætti sjá raunsæisleg tök á umfjöllunarefn- inu, félagslegt raunsæi, og kannski væru það eftirköst árþúsundamót- anna, árásanna 11. september 2001, stríðsátaka í heiminum og umfjöll- mikið prógramm í kringum þetta fyrir krakka í grunnskóla og á leik- skólaaldri líka,“ sagði Hrönn og bætti við að hátíðin væri fyrir al- menning en einnig fyrir íslenska kvikmyndageirann. Fulltrúar frá stórum dreifingafyrirtækjum og kvikmyndahátíðum væru vænt- anlegir til landsins og blaðamenn, m.a., alls um 200 gestir. Tilgang- urinn sá að koma íslenskri kvik- myndagerð á framfæri og mynda tengsl milli landa. „Að vekja áhuga á Íslandi sem kvikmyndalandi og kynna íslenska framleiðslu,“ eins og Hrönn orðaði það. Meðal þeirra fyrirtækja sem senda fulltrúa sína eru Magnolia Pictures, Match Fac- tory og Fortissimo Films. Kvik- myndasmiðjan mun svo standa yfir í fjóra daga og meðal fyrirlesara í ár eru Valdís Óskarsdóttir, Peter Wintonick, Cameron Bailey og Jim Jarmusch. Menningartengd ferðaþjónusta En er RIFF komið á hið al- þjóðlega kvikmyndahátíðakort? Eru útlendingar að koma sér- staklega á hátíðina? „Já, það eru stórir túristahópar að koma, við höfum verið mjög dugleg að kynna prógrammið og þessi menning- artengda ferðaþjónusta hefur verið að færast í vöxt, ekki spurning, og við fáum fullt af fyrirspurnum. Ég veit til þess að það eru hópar að koma, bæði frá Bandaríkjunum og Kanada, sérstaklega á hátíðina og ferðast þá um landið líka,“ svarar Hrönn og bætir við í lokin að fólk vilji sjá annað en það sem sé vana- lega í bíó. Og RIFF verði við þeirri ósk. Úr 18 kvikmyndum í 140 Dagskráin Hrönn sýnir þykkan dagskrárbækling hátíðarinnar, nýkominn úr prentsmiðjunni. unar um umhverfisvanda heimsins og efnahagshrunið á Vesturlöndum. Að stíga ölduna „Ef ég ætti að segja hvort mynd- ir ársins ættu eitthvað sameiginlegt þá held ég að það sé einmitt til- hneiging til að staðsetja okkur í þessum heimi, að fóta okkur í þess- um óróa sem nú ríkir og stíga öld- una. Til þess að taka þátt í því sem er að gerast í heiminum í dag erum við t.d. að bjóða upp á fyrirlestur eins áhugaverðasta samfélags- gagnrýnanda Bandaríkjanna, Noams Chomskys, en hann mun tala í beinni útsendingu frá skól- anum sínum, MIT, um áhrif hruns- ins, umhverfismál og margt fleira. Við fáum líka til okkar bandaríska leikstjórann Jim Jarmusch sem er tvímælalaust einn af áhrifamestu og athyglisverðustu mönnum í sjálfstæðri kvikmyndagerð í heima- landi sínu, Bandaríkjunum. En að vanda verður áherslan fyrst og fremst á unga og upprennandi kvikmyndaleikstjóra, fólkið sem mun móta kvikmyndasýn komandi ára. Í keppnisflokknum Vitrunum verða sýndar tólf glænýjar frum- raunir eftir jafnmarga leikstjóra en þar er glíman við óreiðu tímans mjög augljós,“ sagði Hrönn. Þá yrðu einnig sýndar myndir sem vakið hefðu mikla athygli á erlend- um kvikmyndahátíðum undanfarna mánuði, í tveimur flokkum, Kast- ljósinu og Fyrir opnu hafi. Kvikmyndasmiðja, málþing, barnamyndir og kynning „Eins og undanfarin ár, og kannski meira nú í ár en und- anfarið, þá leggjum við mjög mikla áherslu á masterklassa og málþing, erum með mikla áherslu á barna- myndir í ár og skipuleggjum heil- Miðasala á RIFF fer fram í verslun Eymundsson, Austurstræti, og á þeim stöðum sem myndirnar verða sýndar á, þ.e. Háskólabíói, Norræna húsinu, Hafnarhúsi, Iðnó, Tjarnarbíói og Bíó Paradís. Morgunblaðið/Árni Sæberg 34 MENNINGFólk MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 ER LÍFIÐ ÆTTARMÓT? Ljóð af ættarmóti er ný bók eftir Anton Helga Jónsson. Í henni heyrast kunnuglegar raddir fólks sem fagnar og gleðst, harmar og skammast, áfellist og engist um af sam- viskubiti. Á RIFF 2010 er myndum skipt í 14 flokka og ber þar keppn- isflokkinn Vitranir hæst, 12 myndir sýndar og mun ein þeirra hljóta aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllta lundann. Hinir flokkarnir eru Betri heimur, Kastljósið, Fyr- ir opnu hafi, Heimildarmyndir, Nýr heimur, Palestína og Afgan- istan í brennidepli, Sjónarrönd: Pólland, Sjónarrönd: Svíþjóð, Tónlistarmyndir, Myndir og mat- ur, Barna- og unglingamyndir, Miðnæturbíó og Ísland í brenni- depli. Á vef RIFF, riff.is, má finna upplýsingar um flokkana og myndir hátíðarinnar. 14 flokkar FJÖLBREYTT FRAMBOÐ Á RIFF Heiður Jim Jarmusch kvikmyndaleikstjóri, heiðursgestur hátíðarinnar í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.