Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 6

Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 6
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hátt í 6% niðurskurður í framhaldsskólum er boðaður í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Það þýðir lækkun fjárveitingar um tæpar 1.200 milljónir. Félag framhaldsskólakenn- ara segir frumvarpið atlögu að kjarasamn- ingum þeirra. Skólameistarar segjast vera farnir að ganga á grunnþjónustu. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að framhaldsskólarnir hafi verið fjársveltir svo árum skipti og að slaka verði á niðurskurð- arkröfunni. En hvað telur hún vera raun- hæfan niðurskurð? „Þrjú prósent er há- mark. Það er ekki hægt að skera meira niður, nema taka færri nemendur inn í skólana.“ Í frumvarpinu segir að reynt verði að hlífa rekstrinum eftir fremsta megni til að geta tryggt nemendum á fræðsluskyldualdri, til 18 ára, og nemendum á starfsbrautum inn- göngu í framhaldsskóla. Aðalheiður bendir á í þessu sambandi að í haust hafi hundruðum nemenda, eldri en 18 ára, verið synjað um skólavist. Um sé að ræða ungt fólk, sem í sumum tilvikum tók sér hlé frá námi til að fara út á vinnumarkaðinn, það hafi síðan misst vinnuna en komist ekki inn í skólana. Atlaga að kjarasamningum Samkvæmt fjárlögunum á að taka út fjár- magn sem ætlað var til lögbundins sjálfs- mats framhaldsskólakennara, en þetta er hluti af kjarasamningi framhaldsskólakenn- ara. Í stöðugleikasáttmálanum frá 2009 seg- ir að forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga séu að ekki verði gripið til lagasetninga eða ann- arra stjórnvaldsaðgerða, sem hafi bein áhrif á innihald kjarasamninga. „Verði frumvarpið að veruleika er verið að fara inn í kjara- samninga kennara. Það kom okkur verulega á óvart að menntamálaráðuneytið skyldi velja þessa leið. Kjarasamningarnir okkar eru lausir í lok nóvember. Við gerum enga nýja samninga meðan þetta hangir yfir okk- ur. Við munum leita allra leiða til að fá þessu hnekkt og getum ekki unað því að í fjármálafrumvarpi sé lagt til að kjarasamn- ingunum okkar sé breytt.“ Fullri gildistöku laga um framhaldsskóla, sem voru samþykkt árið 2008, hefur verið frestað til ársins 2015. Aðalheiður segir að með fjárlagafrumvarpinu sé verið að gera skólunum afar erfitt um vik að framfylgja þessum lögum. „Það eru einfaldlega ekki til peningar til að koma lögunum í gagnið. Ein- staklingsbundið nám og fjölbreyttari náms- brautir þurfa því að bíða.“ Færri nemendur og uppsagnir En hvað sér Aðalheiður fyrir sér, verði frumvarpið að lögum? „Þá er ljóst að við er- um ekki að tala um framhaldsskólann eins og við höfum þekkt hann hingað til, heldur eitthvað allt annað og verra. Með síðasta niðurskurði var skólunum ýtt fram á bjarg- brúnina. Verði frumvarpið að veruleika eru þeir í frjálsu falli.“ Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA, segir að nemendahópar hafi verið stækkaðir mikið á undanförnum árum, en húsnæði skólans leyfi það ekki áfram. Hún segir að ein af þeim hugmyndum sem hafi komið frá ráðuneytinu sé að fækka einingum á nemendur. „Ég sé ekki sparnaðinn í því. Einhvern tímann þurfa þeir að taka þessar einingar, þetta þýðir bara að þeir verða lengur að útskrifast.“ Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskólans, segir að kominn sé tími til að yfirvöld segi hvar skuli skorið niður. „Við höfum reynt að verja störf þeirra sem aðstoða nemendur sem standa höllum fæti, en ég er ekki viss um að það verði hægt miklu lengur,“ segir Einar. Hann segir það vera tilfinningu starfsfólks skólans að per- sónulegir erfiðleikar nemenda hafi aukist. „Það er ekkert óeðlilegt að eitthvað fari undan að láta á þriðja ári kreppu. En við getum illa brugðist við þessari þörf.“ Þetta eru daprir dagar „Kennslumagnið hefur dregist saman um 10%, sé miðað við nemendafjölda, námsúrval er minna, stoðþjónusta hefur verið skert og tæki og búnaður úreldist og bilar. Ég geri allt sem ég get til að leita að lögmætum leið- um. En þær eru allar vondar,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Már segir að skólinn hafi nú þegar gengið á grunnþjónustu og eina leiðin til sparnaðar sé að halda því áfram. „Þetta eru daprir dagar.“ Már segir frumvarpið hafa komið sér á óvart. „Niðurskurðurinn í MS var ekki í samræmi við það sem við höfðum fengið upplýsingar um. Framhaldsskólakerfið get- ur sinnt fleiri nemendum með minni til- kostnaði. Tölur sýna að skólar geta sinnt nemendum fyrir einn þriðja af því sem þeir kosta aðra skóla. Það hafa verið stofnaðir fjórir framhaldsskólar á tiltölulega skömm- um tíma, þetta eru dýrar og litlar einingar sem sinna örfáum nemendum. Það hefði ver- ið nær að styrkja þá skóla sem veita ódýra menntun. Ef einhvern tímann er tilefni til að stokka upp í kerfinu, þá er það núna.“ Framhaldsskólar í frjálsu falli  Segja fjárlagafrumvarp atlögu að kjarasamningum framhaldsskólakenn- ara og stöðugleikasáttmálanum  Telja ekki hægt að ganga lengra í sparnaði Niðurskurður á fjárframlögum til framhaldsskóla Grunnkort: Landmælingar Íslands *Allar upphæðir í milljónum króna Verkmenntaskólinn á Akureyri Fjárlög 2010: 1.031,3 Frumvarp 2011: 980 Breyting milli ára: -5% Menntaskólinn á Ísafirði Fjárlög 2010: 288,1 Frumvarp 2011: 261,1 Breyting milli ára: -9,4% Menntaskólinn á Egilsstöðum Fjárlög 2010: 273,2 Frumvarp 2011: 262,1 Breyting milli ára: -4,1% Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjárlög 2010: 4 81,1 Frumvarp 2011: 440,9 Breyting milli ára: -8,4% Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Fjárlög 2010: 176,7 Frumvarp 2011: 184,7 Breyting milli ára: + 4,5% Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Fjárlög 2010: 319,2 Frumvarp 2011: 332,7 Breyting milli ára: +4,2 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjárlög 2010: 651,5 Frumvarp 2011: 638,4 Breyting milli ára: -2% Menntaskólinn á Tröllaskaga Fjárlög 2010: 62,6 Frumvarp 2011: 77,1 Breyting milli ára: +23,2% Menntaskólinn í Reykjavík Fjárlög 2010: 482,8 Frumvarp 2011: 458,2 Breyting milli ára: -5,1% Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Fjárlög 2010: 73,7 Frumvarp 2011: 101,2 Breyting milli ára: +37,3% Flensborgarskólinn . Fjárlög 2010: 509,7 Frumvarp 2011: 531 Breyting milli ára: +4,2% Menntaskólinn við Sund Fjárlög 2010: 428,7 Frumvarp 2011: 409,5 Breyting milli ára: -4,5% Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjárlög 2010: 700,4 Frumvarp 2011: 664,1 Breyting milli ára: -5,2% Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Fjárlög 2010: 112,1 Frumvarp 2011: 125,6 Breyting milli ára: +12% Morgunblaðið/Eyþór Brautskráning stúdenta Farið er að ganga á grunnþjónustu við framhaldsskólanemendur. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 „Ég er með verri skóla í hönd- unum í dag en í fyrra og í fyrra var skólinn verri en í hittifyrra,“ segir Már Vil- hjálmsson, rektor Mennta- skólans við Sund. Hann segir að skólinn sé með þriðja lægsta kostnað á hvern nem- anda á landinu. „Nú þegar höfum við leitað allra leiða til sparnaðar. Eftir eitt niður- skurðarár í viðbót verðum við farin að ganga verulega á grunnþjónustu og ég er sann- færður um að þetta eigi eftir að koma veru- lega í bakið á okkur.“ „Verri skóli en í fyrra“ Már Vilhjálmsson Flensborgarskólinn í Hafn- arfirði er einn þeirra skóla sem ekki þurfa að skera nið- ur samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Einar Birgir Steinþórsson skólameistari segir að ekki sé þó allt sem sýnist, því ver- ið sé að leiðrétta greiðslur frá því í fyrra. „Hér í skól- anum hefur allt verið tálgað sem unnt er og nú er komið að því að skerða þjónustuna. Við höfum fá önnur úr- ræði.“ „Við höfum fá úrræði“ Einar Birgir Steinþórsson Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA, segir að skólinn hafi nú þegar gripið til ýmissa sparnaðarráða. Lengra verði ekki gengið. „Okkur er gert að spara án þess að skerða þjónustu við nem- endur og án fækkunar nemenda. Ég sé ekki hvernig það á að vera hægt. Við getum ekki gengið lengra í sparnaði án þess að taka inn færri nem- endur, skerða þjónustuna og segja upp starfsfólki.“ „Ekki gengið lengra“ Sigríður Huld Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.