Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Káfaði á brjósti kvendómara 2. Verða 73 þúsund heimili eignalaus? 3. Hrafn réðst á barn 4. Sviptingar á fasteignamarkaði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin goðsagnakennda sveit S.H. draumur snýr aftur á Airwaves með forláta endurútgáfu á Goð í fartesk- inu. Rætt er við Dr. Gunna, söngvara og bassaleikara sveitarinnar, auk þess sem rýnt er í plötuna góðu. »34 Hljómsveitin S.H. draumur snýr aftur  Fimmtudags- forleikur Hins hússins er að verða með langlíf- ari tónleikaröðum hér á landi. Í kvöld spila sveitirnar Trust The Lies, We Made God og Vul- gate. Forleikurinn verður svo með „Off venue“ á Airwaves. Hydrophobic Starfish, The Assassins of a Beauti- ful Brunette, Tonik og Mukkaló spila þá. Fimmtudagsforleikur í fullum gangi  Hljómsveitin Sigur Rós hefur frá fyrstu tíð haldið tónlist sinni frá auglýsendum. Það stoppar hins veg- ar ekki óprúttna aðila í því að „elta lagið“ eins og það heitir á bransa- máli, þ.e. nota lag sem hljómar nánast eins og frumgerðin. Skemmtileg dæmi þar um má finna á opinberri heimasíðu sveit- arinnar. Sigur Rós elt af aug- lýsendum Á föstudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og súld SA-lands, en annars stöku skúrir. Létt- ir til um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig. Á laugardag og sunnudag Hægir vindar og víða bjartviðri, en austan 5-10 m/s og skýj- að og lítilsháttar væta með S-ströndinni. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á S-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt og skúraleiðingar, en birtir til á N- og A-landi. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast S-til. VEÐUR Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta er í dauðafæri til að tryggja sér sæti í úr- slitakeppni EM sem haldin verður í Danmörku á næsta ári. Skotar eru mótherjar Ís- lands í tveggja leikja um- spili um laust sæti og er sjálfstraustið mikið hjá ís- lenska liðinu. „Við erum með betra lið,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson sem leik- ur með Hearts í Skotlandi. »1 Ísland í dauðafæri að komast á EM Dagur Sigurðsson er ánægður með byrjunina hjá liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Valsmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við félagið fram á mitt ár 2013. „Ég hef ekkert planað lengra fram í tímann. Ég er svo sem alveg kominn á kort- ið og finn að ég get gert þetta.“ »3 „Rosaleg samkeppni um pláss í blöðunum“ „Þetta er ögrandi og spennandi verk- efni sem ég hef tekið að mér. Mér stóð ýmislegt annað til boða en þeg- ar allt var skoðað fannst mér þetta áberandi besti kosturinn,“ sagði Guð- jón Þórðarson við Morgunblaðið í gær en öllum að óvörum skrifaði hann undir þjálfarasamning við BÍ/ Bolungarvík sem vann sér sæti í 1. deild í haust. »1 og 3 Guðjón taldi BÍ/Bolung- arvík vera besta kostinn ÍÞRÓTTIR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stofan á heimili hins þriggja ára gamla Ragnars Emils Hallgríms- sonar í Vallahverfinu í Hafnarfirði líkist helst sjúkrastofu þar sem er öndunarvél auk annarra tækja og tóla sem Ragnar Emil þarf lífs- nauðsynlega á að halda. Hann þjáist af alvarlegustu tegund af tauga- og hrörnunarsjúkdóminum SMA, svo- kölluðum SMA-1-sjúkdómi. Hann er fyrsta barnið í mörg ár sem fæðist með sjúkdóminn á Íslandi og sá fyrsti sem lifir svo lengi. Sjúkdóm- urinn einkennist af mjög skertum vöðvastyrk. „Hann er í raun alveg lamaður. Hann getur ekki setið, rúll- að sér eða haldið höfðinu uppi,“ segir Aldís Sigurðardóttir, móðir hans. Önnur afleiðing skerts vöðvastyrks Ragnars Emils er mjög skert lungnastarfsemi sem gerir það að verkum að hann þarf vél til að hjálpa sér að hósta og losa slím. Hann get- ur ekki kyngt, fær mat í gegnum magasondu og jafnvel munnvatn truflar hann. Aldís segir son sinn þurfa á gjör- gæslu allan sólarhringinn að halda því súrefnismettun í blóði hans geti minnkað mjög hratt. Þau hjónin hafi oft þurft að stökkva til og bjarga honum. Eins og gefur að skilja er það mikið álag á foreldra að barn þeirra sé stöðugt í lífshættu. „Það er erfitt að vera á vaktinni allan sólar- hringinn. Ég er aldrei róleg, maður nær aldrei að slaka á.“ Átti ekki að lifa meira en tvö ár Ragnar Emil var greindur með sjúkdóminn þriggja mánaða gamall og segir Aldís að þeim hafi verið sagt að hann næði aldrei tveggja ára aldri. „Það var allt mjög neikvætt. Það var ekki gefin nein von og þagg- að niður ef ég talaði um einhverja von,“ segir Aldís. Þau hjónin gáfust þó ekki upp og öfluðu sér upplýsinga um sjúkdóminn af eigin rammleik. Í Bandaríkjunum fundu þau bæði fjöl- skyldur barna með sjúkdóminn og lækna sem þau settu sig í samband við og segir Aldís ótrúlegt hve greið- an aðgang þau hafi fengið að fólki þar og hversu mjög allir voru vilj- ugir til að hjálpa. Í kjölfarið hafi læknir þeirra á Íslandi hjálpað þeim að útvega tækin sem þau þurftu fyrir Ragnar Emil. Um helgina standa ættingjar og aðrir velunnarar fyrir söfnun til styrktar fjölskyldunni. Hyggjast þeir selja barmmerki í helstu versl- unarkjörnum í Hafnarfirði á föstu- dag og laugardag og rennur ágóðinn til að bæta aðbúnað Ragnars Emils. Þeir sem vilja aðstoða við söfnunina geta haft samband við Gunnar Þór í síma 866-5744. Einnig er hægt að leggja inn á styrktarreikning númer 140-05-015497, kt: 250607-2880. Í gjörgæslu í stofunni heima  Söfnun um helgina til styrkt- ar Ragnari Emil Morgunblaðið/Golli Tæki Ragnar Emil ásamt Aldísi móður sinni. Hann þarf á öndunarvél að halda auk véla til að hósta og losa slím. Al- dís berst nú fyrir því að fá varatæki ef þessi skyldu bila enda eru þau drengnum lífsnauðsynleg. Hvað er SMA-sjúkdómurinn? SMA (spinal muscular atrophy) er alvarlegur taugahrörnunar- sjúkdómur sem orsakast af gena- galla og lýsir sér í skertum vöðva- styrk. Hverjar eru horfur fólks með sjúkdóminn? Alvarleiki sjúkdómsins er mjög ein- staklingsbundinn og spannar allt frá því að viðkomandi lætur lífið skömmu eftir fæðingu til þess að sjúkdómurinn hefur tiltölulega lítil áhrif á líf viðkomandi. Almennt hef- ur sjúkdómurinn þó veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða þeirra sem honum eru haldnir. Flestir þeirra sem fæðast með sjúkdóminn látast fyrir tveggja ára aldur og mun eng- inn annar erfðasjúkdómur leggja jafnmörg börn að velli fyrir þann aldur. Ragnar Emil er með alvarleg- asta stig sjúkdómsins, SMA-1. Hversu margir SMA-sjúklingar eru á Íslandi? Fjögur börn eru með SMA-1 á Ís- landi. Auk Ragnars Emils eru eitt nýfætt barn, eitt eins árs og annað tveggja ára. Ragnar Emil var sá fyrsti í mörg ár sem fæddist með sjúkdóminn hér á landi. Árið 2002 var félagið FSMA stofnað fyrir aðstandendur og einstaklinga með SMA. Alls eru þrettán ein- staklingar með SMA skráðir í félag- ið. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.