Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 18

Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var lágtrisið á Jó-hönnu Sig- urðardóttur þegar hún stautaði sig í gegnum stefnu- ræðuna í samkeppni við fjöldann úti á Austurvelli. Fólkið hafði streymt til fund- ar þúsundum saman án þess að vera fjarstýrt og æst upp af öflum sem höfðu sín eigin markmið og kyntu undir óeirðum, eins og nú hefur ver- ið opinberlega viðurkennt að gert var í því sem svo vinalega hefur verið kallað „búsáhalda- byltingin“. Þess vegna var Jó- hönnu svo illa brugðið og hún bar sig þannig að það sást langar leiðir. Hún hélt sig þó við textann frá Hrannari og svaraði í engu kalli fólksins fyrir utan. Hún átti í rauninni aðeins eitt útspil og það ekki merkilegt. Hún sagðist ætla að efna til fundar með stjórn- arandstöðunni, strax daginn eftir. Gagnrýnisminnstu fjölmiðl- arnir tóku þetta útspil óttans þó furðu alvarlega. „Jóhanna réttir fram sáttahönd“ sögðu þeir og drógu svo þá ályktun að spurningin væri nú einkum sú hvernig stjórnarandstaðan myndi bregðast við. Boltinn væri nú hjá henni, bættu þeir ábúðarfullir við og virtust vera að tala í alvöru. En á daginn kom að Jóhanna var ekki einu sinni að rétta út sáttafingur, hvað þá hönd. Hún var eingöngu að reyna að „redda sér“ í gegnum daginn. Það var allt og sumt. Stjórnarand- staðan fékk um síðir boð um að mæta á fund með þeim Jóhönnu og Steingrími. Það gerði stjórnarandstaðan, svo sem sjálfsagt var og þarna sátu þau Jóhanna og Stein- grímur. Og það var það eina sem þau gerðu. „Sáttahöndin“ gekk út á það að stjórnarand- staðan mætti láta af gagnrýni sinni á aðgerðarleysi rík- isstjórnarinnar og hún mætti einnig greiða tillögum stjórn- arinnar atkvæði sitt, þegar stjórnarmeirihlutinn dygði ekki til þess. Að öðru leyti höfðu talsmenn ríkisstjórn- arinnar ekkert nýtt fram að færa. Uppgjöfin er algjör og úrræðaleysið sárgrætilegt. Stjórnarandstaðan sagði réttilega að hún hefði þegar setið allt of marga fundi af þessu tagi. Þetta hefði verið hreinn sýndarfundur og tíma- eyðsla. Nú er það svo að stjórnarandstaðan hefur á síð- ustu tæpum tveimur árum flutt fjölmargar tillögur um aðgerðir, bæði einstakir flokkar og sameiginlega. Það hafa jafnvel einstaka stjórn- arþingmenn gert, eins og Lilja Mósesdóttir. Rík- isstjórnin hefur lagst gegn því öllu. Nú er svo komið að margar þeirra tillagna eru ekki eins upplagðar og þær voru. Og margir þeirra sem hefðu getað haft af þeim ómælt gagn hafa þegar tapað öllu sínu. Það er von að fólkið sé reitt. „Sáttahöndin“ reyndist einn sýnd- arfundurinn enn} Ekki einu sinni sáttafingur Á Íslandi getamenn farið með fleipur op- inberlega án þess að síðar sé á það minnt, þótt staðreyndir blasi við. Umræðan um Evrópusam- bandið er dæmi um það. Spek- ingar, jafnvel þeir sem geta flaggað prófgráðum og gera það, fullyrtu að það eitt að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu myndi gerbreyta efna- hagsaðstæðum á Íslandi. Sjálf- sagt voru þetta ekki bein ósannindi heldur fremur barna- leg óskhyggja heittrúaðra klædd í fræðilegan búning. Össur Skarphéðinsson varð aðhlátursefni erlendra fjöl- miðla þegar hann fullyrti út í loftið að hefði Ísland búið við evru hefði ekkert bankahrun orðið þar. Fullyrðingasmiðir hafa engan mann beðið afsök- unar á sínu fleipri. Þvert á móti. Ólík- indatalið og vit- leysurnar vefja sífellt upp á sig. Írland býr við evru eins og fleiri þjóðir sem enn engjast löngu eftir að hin alþjóðlega bankakreppa náði hámarki. Fitch er enn að lækka mat á Írlandi sem skuldara og Moo- dy’s hefur í hótunum. Væri ekki gustuk að Össur Skarp- héðinsson héldi blaðamanna- fund. Hann gæti bent þessum matsfyrirtækjum á að Írland væri í Evrópusambandinu. Það eitt ætti að koma í veg fyrir öll vandræði. Og þeir tóku upp evru, sem virðist hafa farið fram hjá matsfyr- irtækjunum. Írar eru frænd- ur okkar og mágar. Allir vita að Össur svíkur ekki slíka. Fara ekki fullyrð- ingamenn að fipast?}Fullyrðingar og fleipur Orðasambandið „friðsamleg mót-mæli“ hefur á síðustu dögumfengið algjörlega nýja merkingu.Á einu kvöldi eru þrjátíu rúðurbrotnar í Alþingishúsinu og í það kastað eggjum, bál er kveikt á Austurvelli, bekkir rifnir upp og þeim kastað á eldinn, bílar ráðherra eru skemmdir með grjótkasti og þrír lögreglumenn þurfa að leita sér aðstoðar á slysadeild. En samkvæmt fjölmiðlum var þetta hin ágætasta kvöldstund. Nokkurn veginn eins og fjörugur 17. júní. Örfáum dögum síðar eru fjölmiðlamenn enn að dást að því hversu vel allt hafi farið fram. Fæstir þora að taka sér í munn orðið „skríls- læti“ af ótta við að kalla yfir sig reiði þjóð- arinnar. En auðvitað voru skrílslæti á Aust- urvelli þetta kvöld. Vissulega stóð fremur fámennur hópur að þeim, meirihlutinn kunni að hegða sér, en niðurstaðan getur ekki verið sú að mótmælin hafi verið friðsamleg. Við lifum á tímum þar sem stór hluti þjóðarinnar er í ójafnvægi. Fólk er að missa eigur sínar og er mjög reitt. Stjórnmálamennirnir, hvar í flokki sem þeir standa, hafa svo hegðað sér eins og erkiklaufar. Þeim er fyrirmunað að standa saman og virðast engar lausnir eiga. Landið er í raun stjórnlaust og því fylgir óumflýjanlega upplausn í þjóðfélaginu. Um leið verða öll siðferðismörk afar óljós. Það sem fólki þótti áður vera röng hegðun verður skyndi- lega réttlætanleg í hugum þess, af því aðstæður eru svo óvenjulegar. Fólk segir blákalt að það sé í góðu lagi að kasta eggjum og bjórdósum í þingmenn vegna þess að þessir fulltrúar þjóðarinnar séu ómerkilegir eiginhagsmunaseggir sem eigi ekkert gott skilið. Skemmdarverk á húsum og bílum eru afgreidd með sömu afsökun: Fólkið er bara svo reitt. Og fjölmiðlar, sem eru yf- irleitt mjög gefnir fyrir hentistefnu, breyta sínum viðmiðunum í takt við almenningsálitið. Það sem fjölmiðlamenn hefðu venjulega kallað óspektir og skemmdarverk breytist mjög skyndilega í „friðsamleg mótmæli“. Og fæstir gera athugasemdir við þennan fréttaflutning, einfaldlega vegna þess að þeir eru farnir að samsama sig ástandinu og hinu ríkjandi hug- arfari. Manneskjan hefur einstaka hæfileika til að- lögunar og getur breytt hugsunarhætti sínum og hegðun án mikillar fyrirhafnar. Það er einmitt það sem við erum nú að verða vitni að. Engin ástæða er til að fagna þessum umbreytingum. Það er aldrei í lagi að ráðast að manneskju, skaða hana og eyðileggja eigur hennar. Það er ekki í lagi að subba út opinberar byggingar og brjóta þar rúður. Þetta eru ekki friðsamlegar aðgerðir. Ofbeldisverk er alltaf ofbeldisverk, sama hvort einn maður stendur að því eða fleiri. Og það hættir ekki að vera ofbeldisverk vegna þess að allur þorri manna tók ekki þátt í því. Þetta er afar mikilvægt að muna því annars verðum við þegnar í þjóðfélagi þar sem siðferðileg viðmið skipta engu máli lengur. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Friðsamleg skemmdarstarfsemi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Faðir ert þetta þú eða hver ertu?“ FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hann er 56 ára gamall,fæddist í leirkofa oger af bláfátækumkominn en lauk námi íframhaldsskóla, var hermaður í 17 ár, varð undirofursti. Hugo Rafael Chavez Frias, forseti Venesúela, er með þekktari leiðtog- um og afar umdeildur. Aðdáendur hans á heimaslóðum eru einkum úr röðum smábænda og íbúa og fá- tækrahverfum. Þeir segja hann hafa endurbætt heilbrigðiskerfið og stór- bætt kjör þeirra sem forrík yfirstétt- in hafi ávallt hunsað og kúgað. Og ekki sé verra að hann hafi steytt hnefann framan í Bandaríkja- menn, kallað þá gráðuga heimsvalda- sinna og vingast við Kúbverja og Ír- ana. Blaðamaðurinn Christopher Hitchens segir að Chavez hafi eitt sinn í ræðustól á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna sagt að hann fyndi brennisteinslykt, hún væri af George W. Bush. Þá var mikið hlegið; Chavez kann að fá fólk til að hlusta. Og hann hefur keypt vopn af Rússum til að ögra grannþjóðinni Kólumbíumönnum. Chavez er talinn hafa stutt og veitt hæli í landi sínu liðsmönnum FARC, kólumbískrar uppreisnarhreyfingar sem áratugum saman hefur kennt sig við marxisma en er aðallega þekkt fyrir mannrán og eiturlyfjaviðskipti. Andstæðingar Chavez benda á að Venesúela fljóti á olíu og það sé með ólíkindum að efnahagur landsins sé samt að hrynja auk þess sem glæpatíðni hafi í 12 ára valdatíð for- setans amk. þrefaldast. Morðtíðni í höfuðborginni Caracas er sú næst- hæsta í heimi. Venesúela nýtur þess vafasama heiðurs að vera með hæsta skuldatryggingaálag í heimi, svo litla trú hafa alþjóðlegar fjármálastofn- anir á Chavez. Og hann hefur ekki hikað við að reyna að þagga niður í frjálsum fjölmiðlum. En ekki gengið jafnlangt og fyrirmyndin Fidel Castro sem ber niður andóf með muni meiri hrottaskap. En hver er þessi maður og hvernig er stefna sósíalistans sem segist sækja innblástur í Castro, Noam Chomsky og Jesúm Krist, er með eigin sjónvarpsþátt og öðru hverju reynir að slá ræðumet Cast- ros, sex klukkustundir? En kennir byltingu sína við frelsishetju Róm- önsku-Ameríku fyrir réttum 200 ár- um, Simon Bolivar? Kristur komi til aðstoðar Ef til vill segir það sína sögu að Chavez lét í sumar grafa upp jarð- neskar leifar Bolivars, markmiðið var að sannreyna kenningar um að Kólumbíumenn hefðu drepið hann með eitri en reyndar hafa verið uppi efasemdir um að beinin séu úr Boliv- ar. Hershöfðinginn og völundarhús hans, skáldsaga Gabriel Garcia Mar- ques, fjallar um hinn litríka Bolivar. Thor Halvorssen, blaðamaður The Washington Post, var viðstaddur uppgröftinn og sagði að Chavez hefði sjálfur lýst því sem var að gerast, hvernig beinagrindin var hlutuð í sundur og tennur og beinabrot tekin til að gera á þeim rannsókn. Chavez notaði síðar tækifærið í ræðu til að hvetja Krist til að meðhöndla Bolivar eins og Lazarus, reisa hann frá dauð- um. Og síðan sagði forsetinn: „Ég var ekki alveg viss en eftir að hafa séð jarðneskar leifar hans heyrði ég í hjarta mínu: „Já þetta er ég.“ Faðir, ert þetta þú eða hver ertu? Svar: „Þetta er ég en ég vakna á hundrað ára fresti þegar fólkið rís upp.“ Ríkissjónvarpið var látið sýna myndir af Bolivar og síðan af Cha- vez, eins og til að efla enn tengslin í huga fólks og gefa í skyn að Chavez væri Bolivar endurborinn. Reuters Leiðtoginn Hugo Chavez, forseti Venesúela, veifar kátur til ánægðra stuðningsmanna sinna á góðum degi í höfuðborginni Caracas. Þótt andstæðingar Chavez hafi sameinast í síðustu þing- kosningum, sem voru í lok september, tókst þeim ekki að hindra flokk forsetans í að ná öflugum meirihluta. Að vísu kom vægast sagt um- deild kjördæmaskipun stjórn- arliðum til hjálpar. En and- stöðubandalagið fékk um 47%, Chavez-menn 48%. En forsetinn hefur ekki lengur þá tvo þriðju þingsæta sem veittu honum frelsi til að breyta stjórnarskrá að vild og stýra með tilskipunum. Öflug stjórn- arandstaða VÖLDIN HEFT Á ÞINGI Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.