Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Góð vinkona mín hún Agnes er fallin frá og ég á erfitt með að átta mig á því eða sætta mig við það. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var í barnaskóla og ég kynntist Böggu dóttur Agnesar og urðu þá strax tengsl okkar á milli. Hún var mér sem önnur móðir og áttum við margar góð- ar stundir saman. Hún hafði sterkan persónuleika og var alltaf hress og kát. Þegar við vinkonurnar vorum að fara út á lífið leituðum við ávallt til hennar um val á klæðnaði og þótti henni það rosalega gaman og var alltaf reiðubú- inn að hjálpa. Þessara stunda á ég eftir að sakna ásamt öllum ferðalögunum með Agnesi. Agnes mín, ég vil þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman, þú varst mér alltaf rosalega góð og þín er sárt saknað. Ég mun halda fast utan um Böggu þína og gæta hennar vel. Ég votta ykkur, Helgi, Helga, Aníta, Bagga, Prins og fjölskyldur, mína inni- legustu samúð og bið Guð og alla engla að vaka yfir ykkur. Þín Fanney. Þegar ég hugsa um Agnesi þá kem- ur upp í huga minn hetja sem barðist við veikindin sín með reisn fram á síð- asta dag. Agnes hafði mikinn og sterk- an persónuleika sem hreif alla þá sem til hennar þekktu. Hún var mikill fag- urkeri og bar heimili hennar og Helga þess merki, einnig var hún sjálf glæsi- leg þannig að eftir var tekið hvert sem hún fór. Það geislaði af henni fegurðin og glæsileikinn. Agnes var yndislegur vinnufélagi og það var alltaf mikið líf og fjör í kringum hana. Hún sinnti starfi sínu sem sjúkraliði af mikilli alúð og virðingu og var það mikill heiður að fá að starfa með henni. Agnes var opin við okkur vinnufélaga sína um veikind- in sín og eftir að hún fór í veikindafrí var hún alltaf kölluð til ef eitthvað skemmtilegt var að gerast hjá okkur vinnufélögum hennar á D-deild. Hún Agnes Ármannsdóttir ✝ Agnes Ármanns-dóttir fæddist í Keflavík 9. nóvember 1962. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 25. sept- ember 2010. Útför Agnesar fór fram frá Keflavíkur- kirkju 1. október 2010. var alltaf mætt með sitt góða skap og góðan húmor. Við á D-deild- inni fórum allar saman til Boston, þar var gam- an að vera með henni og lentum við í skemmti- legum ævintýrum í þeirri ferð. Við höfum átt skemmtilegar stundir saman sem ég mun geyma í hjarta mínu og minnast með gleði. Ég kveð kæra samstarfskonu og vin og er hún geymd en ekki gleymd í hjarta mínu. Elsku Helga, Helgu, Anítu, Böggu og öllum hennar aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og vona að góður Guð styrki ykkur í sorginni. Ása Guðmundsdóttir. Að sitja hér og skrifa minningarorð um Agnesi, vinkonu okkar, er erfitt, því verða orðin ósköp fátækleg. Sökn- uðurinn er mikill og sár, þessi kveðju- stund er erfið. Það er erfitt að sætta sig við það að Agnes hafi þurft að fara en hún hefur örugglega mikilvægu hlutverki að gegna á nýjum stað og það hlutverk mun hún framkvæma vel eins og allt annað sem hún gerði. Fegurð og glæsileiki einkenndi Agnesi og alltaf var líf og fjör í kring- um hana. Minningarnar eru margar og góðar, t.d. fjölskyldupartíin okkar sem voru mörg og af ýmsum tilefnum, allar útilegurnar sem við fórum saman í og utanlandsferðirnar, sérstaklega Spán- arferðin með henni og stórfjölskyld- unni. Við áttum svo margar yndislegar stundir saman, mikið var hlegið og spjallað. Agnes talaði um að lífið væri ekki alltaf leikur og það þýddi ekki neitt að gefast upp þó á móti blési enda gerði hún það ekki. Hún kunni svo sannar- lega að njóta lífsins og hafði sérstak- lega gaman af fallegum hlutum og ekki geymdi hún þá inni í skáp til að nota spari enda sagði hún að það ætti ekki að bíða eftir einhverjum sérstökum til- efnum. Agnes var alltaf að „gera og græja“, eins og hún orðaði það og fallegra heimili er varla hægt að finna. Hvar sem hún kom bar hún af, laus við alla tilgerð og var alltaf hún sjálf. Það lýsir því sérstaklega vel hversu stórkostleg manneskja Agnes var þegar hún kom á heimili okkar fyrir aðeins rúmum tveimur vikum með glæsilegt listaverk sem hún hafði málað handa okkur. Þarna kom hún geislandi af fegurð og heillaði alla með útgeislun sinni. Nokkur orð á blaði geta ekki lýst jafn stórkostlegri konu og Agnesi eða þeim mikla söknuði sem í okkur býr. Helgi, fallegu dætur hennar og barnabörn voru líf hennar og yndi. Hún var stolt af þeim eins og við erum öll. Þau hafa staðið sig eins og hetjur og ekki eiga dæturnar langt að sækja dugnaðinn og glæsileikann. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt lát- inn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Við vottum Helga, Helgu, Anítu, Böggu og Böggu móður Agnesar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Minningin um góða vinkonu lifir. Arnar, Guðfinna, Arnar Freyr og Sindri Freyr. Í dag kveðjum við Agnesi, sam- starfsmann okkar og félaga. Agnes hóf störf á sjúkrahúsinu sumarið 2001 og reyndist dýrmæt viðbót við þann góða hóp sem þar var fyrir. Agnes var ein- staklega skemmtilegur og góður vinnufélagi, samviskusöm dugleg og ósérhlífin. Hreinskilni og lífsgleði var það sem einkenndi hana. Hún smitaði okkur hin af gleði sinni og fjöri, hún var fyrirferðarmikil persóna á jákvæð- an hátt, hrókur alls fagnaðar. Agnes fór ekki í manngreinarálit og átti auð- velt með að umgangast alla og gera gott úr hlutunum. Þessi síðustu ár hefur hún ekki verið að störfum vegna veikinda sinna en komið reglulega á deildina til okkar. Alltaf geislandi kát, jákvæð og glæsi- leg. Það lýsir vel þroska og styrkleika Agnesar sem persónuleika að þegar hún veiktist fyrir fjórum árum var hún sú sterka í hópnum. Hún talaði opin- skátt við okkur um veikindi sín, sagðist ekki verða gömul kona og var ákveðin í að nota tímann vel. Það gerði hún svo sannarlega eins og hún gat, naut hverrar stundar og kenndi okkur mikla lexíu í þeim efnum. Okkur vinnu- félögunum er ógleymanleg ferðin til Boston sem við fórum saman í nóv- ember 2007. Góðærið í algleymingi og dollarinn „nánast ekki neitt“. Agnes gaf okkur hinum ekkert eftir, manna hressust og gerði óspart grín að okkur hinum ef við fengum nískukast út af nokkrum dollurum. Það var mikið hlegið í þessari ferð og „kaupmáttur- inn“ í hávegum hafður. Þetta fannst Agnesi ekki leiðinlegt hvað þá okkur hinum. Við vorum að skemmta okkur saman. Agnes ferðaðist mikið síðustu árin og naut þess að vera með fólkinu sínu, gaf ekkert eftir. Hún var stolt af stelp- unum sínum og litlu barnabörnunum. Þau Helgi fluttu í nýtt hús í byrjun september til að auðvelda Agnesi til- veruna. Hún ætlaði svo sannarlega að bjóða okkur vinnufélögunum heim og við hlökkuðum til að eiga góða stund saman með henni. Kveðjustundin kom alltof fljótt. Agnes vissi að hverju stefndi, hún gekk síðustu skrefin með æðruleysi og reisn. Hennar er sárt saknað af vinum og vinnufélögum á HSS. Um leið og við kveðjum yndislega konu vottum við Helga, Helgu, Anítu, Sigurbjörgu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við lítum á það sem forréttindi að hafa kynnst Agnesi og starfað með henni. Hennar er minnst með þakklæti og virðingu. Fyrir hönd starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ástríður og Bryndís. Í dag kveð ég góða vinkonu og móð- ur þriggja yndislegra stelpna. Helga sem er elst, er mín besta vinkona. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið þann heiður að kynnast Agnesi og fengið að kynnast þeim einstaka persónuleika sem hún bar. Agnes var ein af þeim konum sem tekið var eftir, hún var falleg að utan sem innan og geislaði af jákvæðni og sá alltaf björtu hliðarnar á öllu, sama hvernig á stóð. Í þau skipti sem hún kom hingað til Danmerkur að heimsækja litlu fjöl- skylduna sína hlakkaði ég alltaf mikið til að sjá hana. Hún gaf svo mikið af sér og fékk mann til að vera þakklátur fyr- ir það sem maður hefur. Agnesi var margt til lista lagt og þegar ég heimsótti hana sl. vetur keypti ég af henni fallegt málverk sem nú prýðir stofuna mína. Þetta málverk mun daglega minna mig á konu sem barðist hetjulegri baráttu við krabba- mein þar til yfir lauk. Ég talaði við Agnesi síðast í sumar og kvaddi hana með þeim orðum að við myndum hittast um jólin. Mig óraði ekki fyrir því þá að hún mundi kveðja þennan heim fyrir þann tíma og var farin að hlakka mikil til að hitta hana. Elsku Agnes, þín verður sárt sakn- að og minning um einstaka konu, móð- ur, dóttur og vinkonu lifir í hjörtum okkar allra. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Helga, Aníta, Bagga, Helgi og aðrir ástvinir, megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Við Michael sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gígja Ólafsdóttir. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um Agnesi frænku mína, en samt svo auðvelt, því ég á svo margar góðar minningar um hana. Við höfum verið í lífi hvor ann- arrar frá upphafi, systradætur, fædd- ar með eins og hálfs árs millibili. Nokkur minningarbrot koma upp í hugann, við systur í sumardvöl hjá ömmu í Garði, vildum fá Agnesi með okkur út í Garð. Amma var ekki alveg á því, svo við földum Agnesi í bílnum hjá afa og smygluðum henni þannig með okkur. Þessu var ekki vel tekið og Agnes send heim aftur. Agnes á fullu í íþróttum og með stóran vinkonuhóp. Agnes í sveit hjá Báru frænku í Garða- bæ, Agnes í Hollý með kærasta sem heitir Auðunn, Agnes ófrísk að Helgu og seinna Anítu. Agnes að spara fyrir flísum á húsið sitt að Birkiteig, Bagga fæðist. Hittumst í Kringlunni, Auðunn var að greinast með illkynja mein, nokkrum mánuðum seinna er hann dá- inn og hún ekkja með 3 ung börn, að- eins 31 árs. Agnes fer í nám, ætlar að verða sjúkraliði, gerir grín að sjálfri sér, er með Helgu í tímum. Agnes kynnir okkur fyrir Helga, yndislegum manni sem reynist henni og ekki síst stelpunum svo vel. Agnes greinist með illkynja mein en hún heldur áfram í skólanum þrátt fyrir meðferðir. Agnes og Helgi gifta sig með pompi og pragt, dansað langt fram á nótt og hún gerir grín að mér að hafa tekið hótelher- bergi þar sem ég hafi nú ekki sofið mikið. Portúgal sumarið 2001, Agnes og Helgi með stelpurnar, ömmu Böggu, bróðir Helga, tveir bræður Agnesar, Hrafn bróðir minn og ég, all- ir saman komnir, partí á hverju kvöldi, ógleymanleg ferð. Agnes útskrifast sem sjúkraliði, stolt með húfuna sína, langþráðu takmarki náð. Grillpartí og farið á Bergásball, Agnes þekkti alla og var hrókur alls fagnaðar. Jólahlað- borð, matarklúbbur, Ljósanætur, úti- legur, sumarbústaðaferð og toppurinn, ferð í Karíbahafið. Við frænkurnar vorum búnar að láta okkur dreyma um að sigla í Karíbahafinu og létum verða af því þegar Agnes varð 45 ára. Á hverju kvöldi dressuðum við okkur upp í síða kjóla og vorum eins og drottningar. Agnesi leiddist þetta ekki, því hún var alltaf svo glæsileg að eftir var tekið. Í janúar 2007 hrundi svo heimurinn, Agnes hringir í mig og segist hafa greinst með beinkrabba á lokastigi. En hún var ákveðin í að fá sem mest út úr þeim tíma sem hún átti eftir. Og það má með sanni segja að henni hafi tek- ist það. Með meðfæddu glaðlyndi og krafti tókst hún á við lífið og þegar maður hitti hana var hún alltaf jafn fal- leg og vel til höfð. Það var erfitt að gera sér grein fyrir að hún væri svona mikið veik, hún kvartaði aldrei. Elsku frænka, ég kveð þig með sorg í hjarta, það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þín. Elsku Helgi, Helga, Aníta, Bagga og Bagga frænka, ég votta ykkur sam- úð mína og bið góðan guð að vera með ykkur. Hulda Hauksdóttir. Lífið getur oft á tíðum verið svo ósanngjarnt, af hverju er kona í blóma lífsins hrifsuð í burtu frá ungum dætr- um, eiginmanni og barnabörnum? Þetta er eitthvað sem maður á aldrei eftir að skilja eða fá svör við. Falleg, glæsileg og hlý er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um Agnesi. Ég kynntist Agnesi þegar ég flutti til Keflavíkur þegar ég var 12 ára göm- ul, ég og Helga dóttir hennar urðum strax perluvinkonur. Það var alltaf svo gott að koma heim til mæðgnanna. Manni leið alltaf vel hjá þeim og stór ástæða þess var hversu hlý og yndisleg hún Agnes var. Agnes hafði yndi af því að gera allt fallegt í kringum sig og tókst henni það vel. Heimilin hennar báru alltaf merki um glæsileika hennar og smekk. Allt svo tipp topp og flott, allt var á sínum stað. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir fjöl- skylduna en aldrei sá maður það á Agnesi að hún væri með banvænan sjúkdóm á lokastigi. Alltaf svo bros- mild, jákvæð og falleg, sá alltaf björtu hliðarnar á öllu. Mikið er ég ánægð að ég kom að heimsækja þig á Guðnýjarbrautina 9 dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Þú geislaðir af gleði yfir að vera flutt í höllina þína. Labbaðir með mér um húsið og sagðir mér stolt frá hvern- ig þú ætlaðir að hanna húsið. Þú áttir eftir að fá eldhúsinnréttinguna og varst svo ánægð með stóra eldhúsháf- inn sem þú varst búin að finna. Allt var svo fallegt og smekklegt. Það yljar mér um hjartarætur að ég hafi náð að knúsa þig og kyssa þegar við kvödd- umst þetta kvöld. Nú kveðjum við yndislega hetju sem var tekin frá ástkærum dætrum sín- um, eiginmanni, barnabörnum, systk- inum og mömmu alltof ung. Ég veit að þú hefur fengið hvíld og ró núna og að þér líður vel. Ég lofa að hugsa vel um bestu vinkonu mína og yndislegu syst- ur hennar, veita þeim allan þann styrk sem þær þurfa á að halda til þess að takast á við þessa miklu sorg. Það verður mitt verkefni það sem eftir er. Hvíldu í friði, elsku Agnes mín Þórunn Katla. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGNIR AÐALSTEINSSON, Ugluhólum 8, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 11. október kl. 13.00. Erla Sveinbjörnsdóttir, Elínborg M. Vignisdóttir, Axel K. Vignisson, Svala Vignisdóttir, Svavar S. Wüum, Sigurbjörg Vignisdóttir, Sigurdór Sigurðsson, Erla Vignisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR VALDEMARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Byggðavegi 89, Akureyri, lést þriðjudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. október kl. 13.30. Valdemar Ragnarsson, Liisa Kajo, Ásgerður Ragnarsdóttir, Gunnar Eydal, Óli Þór Ragnarsson, Ingibjörg Marinósdóttir, Árni Ragnarsson, Ásrún Guðmundsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Valdimar Einisson, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SR. MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Bjarnhólastíg 17a, Kópavogi, lést laugardaginn 2. október á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hann verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Bílferð verður frá Digraneskirkju kl. 12.40. Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Niclas Stefánsson, Sigurkarl Magnússon, Agnes Eydal, Guðjón Magnússon, Gillian Haworth, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.