Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  234. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g fr í ei DÚETTINN HURTS KEMUR FRAM Á AIRWAVES GJALDEYRIR LANDSINS ENDIST ÚT 2015 SIGGI HALL SÉR UM VEISLUMAT Í MUSTERI MATARGERÐARLISTAR VIÐSKIPTABLAÐIÐ Í BOÐI JAMES BEARD Í NY 10EIN BJARTASTA BRESKA VONIN 35 Egill Ólafsson egol@mbl.is Dæmi eru um að eldra fólk taki út sparnað sinn úr bönkum og geymi hann í bankahólfum. Ástæðan er nei- kvæðir vextir, hækkandi fjármagns- tekjuskattur og einnig að fjármagns- tekjur skerða bætur frá TR. Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segist kannast vel við þetta. Fólk hafi gert þetta og eins hafi hann orðið var við að fólk sé að tala um að hætta að geyma peninga á bankareikningum. „Fólk sem hefur nurlað einhverjum peningum saman er í vaxandi mæli að tala um að taka þá bara út og leigja sér bankahólf vegna þess að vextir af þessum peningum eru neikvæðir þeg- ar þú ert búinn að borga skattinn og svo ertu skertur af Tryggingastofnun líka. Þetta er í vaxandi mæli og ekkert óeðlilegt að þetta sé gert. Þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni.“ Tók allt út úr bankanum Einn viðmælandi blaðsins tók alla peninga sína út úr bankanum sínum í sumar og setti þá í bankahólf. Hann gerði þetta eftir að hafa fengið endur- greiðslukröfu frá Tryggingastofnun upp á meira en 200 þúsund vegna fjármagnstekna. „Það er alveg eins gott að geyma þá þar eins og láta ríkið stela þeim,“ sagði hann. Ekki er ólöglegt að geyma peninga í bankahólfi þó það sé gert í þeim til- gangi að komast hjá skerðingu Trygg- ingastofnunar. Þetta leiðir hins vegar til þess að ríkið greiðir hærri bætur og verður af tekjum af fjármagnstekju- skatti. Auðlegðarskattur getur einnig skipt máli þegar málið er skoðað í heild. „Það að fólk telur betra að taka peningana sína út úr bankanum og setja þá undir koddann eða í banka- hólf lýsir því kannski best hversu mik- il vitleysa þetta kerfi er,“ segir Helgi. Með peninga í bankahólfi  Dæmi eru um að eldra fólk geymi peninga í bankahólfi til að forðast að fjár- magnstekjur skerði bætur almannatrygginga  Innlánsvextir eru neikvæðir MTaka út peningana sína »4 Góðir leikarar geta brugðið sér í allra kvikinda líki en að leikurum Þjóðleikhússins ólöstuðum gæti sennilega enginn farið betur með titilhlut- verk leikritsins Finnski hesturinn en hann Punktur sem hér sést ganga á sviðið. Punktur þótti sýna einskæra fagmennsku á æfingu í gær þrátt fyrir talsverðan hamagang. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem lifandi hestur stígur á svið Þjóðleikhússins, en frumsýnt verður 15. október. Ferfættur leikari á fjalir Þjóðleikhússins Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einar Birgir Steinþórsson, skóla- meistari Flensborgarskólans, segir starfsfólk skólans telja að persónu- legir erfiðleikar nemenda hafi auk- ist. Dregið hefur úr stuðningsþjón- ustu skólans og því er ekki hægt að bregðast við þessu sem skyldi. „Það er ekkert óeðlilegt að eitthvað fari undan að láta á þriðja ári kreppu,“ segir Einar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, telur 3% vera hámarks- niðurskurð í framhaldsskólunum. Félagið telur að gerð sé atlaga að kjarasamningum kennara með fjár- lagafrumvarpinu, en kjarasamn- ingar eru lausir í lok nóvember. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir að skólinn hafi nú þegar gengið á grunnþjónustu. Eina leiðin til að mæta kröfu um sparnað sé að halda því áfram. „Þetta eru daprir dagar.“ Nemendahópar hafa víða verið stækkaðir mikið. Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA, segir að húsnæði skólans leyfi það ekki áfram. »6 „Þetta eru daprir dagar“  Skólameistarar uggandi um framtíð framhaldsskóla Framhaldsskólar Busavígsla MR. Morgunblaðið/G.Rúnar  Eftir því hefur verið tekið í þingsölum síðan á mánudags- kvöld að líf- vörður hefur fylgt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var það sérsveit Ríkislögreglustjóra sem lagði til óeinkennisklæddan lögreglumann, en það er verkefni embættisins að gæta öryggis ráða- manna ef tilefni þykir til. Í bús- áhaldabyltingunni gættu lífverðir einnig öryggis Geirs H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra, um tíma. Lífvörður fylgir for- sætisráðherra eftir Jóhanna Sigurðardóttir 25% skerðing bóta almannatrygginga vegna fjármagnstekna 18% er fjármagnstekjuskatturinn ‹ BÆTUR SKERÐAST › »  Velflestir bankar og fjármálafyr- irtæki á Íslandi bjóða fagfjárfestum upp á að eiga viðskipti með skulda- bréf með lágu eiginfjárframlagi, eða allt niður í 5%. Fagfjárfestar eru þeir sem geta sýnt fram á yf- irráð yfir 100 milljónum eða meira af seljanlegum eignum, hafa starf- að á fjármálamarkaði og hafa átt í talsverðum viðskiptum á markaði á næstliðnu ári. Telja má líklegt að mikil skuld- setning á skuldabréfamarkaði hafi ýkt verðsveiflur síðastliðinna vikna, en einhver hluti þeirra sem voru með skuldsettar stöður lenti í veðköllum, sem geta sett söluþrýst- ing á markaðinn. »Viðskipti Mikil skuldsetning á skuldabréfamarkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.