Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Meginástæðan fyrir því að færri hafa nýtt sér það úrræði að óska eftir sérstakri skuldaaðlögun en vænst var er sú að þessi leið hentar aðeins einstaklingum sem eru með tiltölu- lega háar tekjur. Þetta segir í skýrslu eftirlits- nefndar með skuldaaðlögun bank- anna. Nefndin bendir á ýmsa van- kanta á þessu úrræði og beinir því til stjórnvalda að sníða þá af. Nefndin gagnrýnir ekki bankana fyrir hvern- ig þeir hafa staðið að framkvæmd greiðsluaðlögunar, en Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra gagn- rýndi bankanna harðlega í stefnu- ræðu sinni á mánudaginn um leið og hún greindi frá því að aðeins 128 hefðu nýtt sér sérstaka greiðsluað- lögun. Sértæk skuldaaðlögun er ætluð einstaklingum og felur í sér samning milli kröfuhafa og lántaka um leið til að laga skulda- og eignastöðu lántak- ans að greiðslugetu hans. Lántakinn greiðir af skuldum sínum eins og greiðslugeta hans leyfir á samnings- tímanum en kröfuhafar geta fallist á eftirgjöf krafna, hlutfallslega lækk- un þeirra eða gjaldfrest á þeim kröf- um sem eru umfram greiðslugetu. Gert er ráð fyrir sölu eigna umfram það sem nauðsynlegt er til venjulegs heimilishalds en miðað við að í lok skuldaaðlögunartímabilsins haldi lántakinn hóflegu íbúðarhúsnæði og einum bíl með viðráðanlegri greiðslubyrði. 128 einstaklingar hafa nýtt sér þetta úrræði og 230 mál eru enn í vinnslu. Ekki falla allar skuldir undir samkomulagið Upphaflega stóðu greiðslukorta- fyrirtækin ekki að samkomulagi um greiðsluaðlögun en úr því hefur verið bætt. Lánasjóður íslenskra náms- manna tók heldur ekki þátt í þessu og það leiddi til þess að nokkur mál strönduðu á LÍN. Nú hefur hins veg- ar lánþegum verið boðið að frysta greiðslur í 3 ár. Ríki og sveitarfélög veita ekki afslátt af skattaskuldum, en stundum er fólk líka með slíkar skuldir á bakinu. Þá er fólk stundum með aðrar skuldir, eins og skuldir í byggingavöruverslunum sem gera málin þung og tímafrek. Eftirlitsnefndin segir að þessi at- riði skipti máli þegar árangur úr- ræðisins sé metinn, en megin- ástæðan fyrir því að fleiri hafi ekki nýtt sér þetta sé að þessi leið henti „aðeins einstaklingum/ heimilum með tiltölulega háar tekjur“. Nefndin bendir einnig á að fólk hafi verið hikandi að nýta sér þau úrræði sem bankarnir hafa boðið upp á vegna þess að stjórnvöld hefi gefið til kynna að fleiri úrræði kynnu að vera á leiðinni, t.d. vegna bílalána. Eftir dóm Hæstaréttar í júní hafi þau mál öll farið í biðstöðu og svo sé enn. Hentar bara fólki með háar tekjur  Vankantar á skuldaaðlögun verði sniðnir af hjá bönkunum Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Margir hafa lagt leið sína niður á Austurvöll til að mótmæla hvernig komið er fyrir heimilunum. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, seg- ir sértæka skuldaaðlögun vera úrræði sem ekki hafi virkað eins og til var ætlast. „Það er þannig að þegar ein- staklingur fer í sértæka skulda- aðlögun þá koma margir kröfu- hafar að henni. Það geta verið margir bankar, þrotabú spari- sjóðs, sveitarfélög, skattur, rík- ið með öðrum hætti, fyrirtæki, byggingarfyrirtæki o.fl. Allir þessir aðilar þurfa að ná sam- komulagi. Sumir þeirra skrifuðu aldrei undir samkomulagið í upphafi um sértæka skuldaað- lögun. Það var fyrsti þröskuldurinn. Flækju- stigið í þessu er allt of hátt. Þetta er of flókið og þetta virkar ekki nógu vel fyrir fólk sem er í bráðavanda. En það er engum einum að kenna.“ jonasmargeir @mbl.is Of flókið fyrirkomulag SÉRTÆK SKULDAAÐLÖGUN Kristján Kristjánsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er langvarandi óvissuástand, streita og álag,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, spurð um viðhorf félagsmanna. Kjarasamningar aðildarfélaga BHM hafa nú verið lausir í eitt og hálft ár. Í yfirlýsingu frá stjórn BHM segir að fyrir- liggjandi frum- varp til fjárlaga beri með sér vanvirðingu fyrir menntun á vinnumarkaði „og er alvarleg árás á millitekjuhópa og sér í lagi ungt langskólagengið fólk“. Er þess krafist að markvisst verði unnið að því að háskóla- menntun sé metin til launa og að tafarlaust verði bundinn endi á verðfellingu menntunar á vinnu- markaði. „Það er aftur að komast í gang vinna við kröfugerð í okkar ranni,“ segir Guðlaug. Hún segir að ekki verði gengið lengra í fækkun starfsfólks nema með því að leggja niður þá þjónustu sem það veitir. BHM hefur ítrekað að bandalag- ið ætli ekki að taka þátt í að fram- lengja stöðugleikasáttmálann. Þær aðgerðir með auknum álögum og skerðingum sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpi næsta árs koma illa við félagsmenn BHM. Ekki hægt að fara neðar „Launamál háskólamanna eru komin niður fyrir velsæmismörk. Það er ekki hægt að fara neðar. Það er að verða til vansa að sækja sér menntun,“ segir hún. BHM krefst þess að markvisst verði unnið að því að háskóla- menntun sé metin til launa og að tafarlaust verði bundinn endi á verðfellingu menntunar á vinnu- markaði. „Taka þarf tillit til náms- lána við umfjöllun um skuldabyrði heimila í landinu,“ segir í yfirlýs- ingu BHM. Guðlaug minnir á að háskóla- menntaðir koma seinna inn á vinnumarkaðinn en aðrir, eru með námslán á bakinu og þeir hafa skemmri tíma til að afla ævitekn- anna. „Í kjölfar náms er fólk með ung börn og er að fjárfesta t.d í húsnæði. Við höfum áhyggjur af hvernig tekið er á móti þessum hópum á vinnumarkaði,“ segir hún. Félagsmenn í BHM hafa ekki fengið samningsbundnar launa- hækkanir frá júní árið 2008. „Laun félagsmanna BHM jafnt á opinber- um sem almennum markaði lágu óbætt hjá garði síðastliðið sumar, þegar launamenn á vinnumarkaði fengu almennt 2,5% hækkun.“ Fjárlagafrum- varpið er árás á millitekjuhópa  Engar hækkanir í BHM frá júní 2008 Guðlaug Kristjánsdóttir Ekki með í stöðugleikasátt » Aðildarfélög BHM eru 25 talsins. » Bandalagið ætlar ekki að taka þátt í framlengingu stöð- ugleikasáttmála „á grundvelli boðaðrar láglaunastefnu eins og hún birtist í fjárlaga- frumvarpi ársins 2011“. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt karlmann fyrir vændiskaup. Manninum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í sekt. Annar maður, sem var einnig ákærður fyrir vænd- iskaup, var sýknaður. Sá sakfelldi var ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi í húsi í Reykjavík þann 11. nóvember og 1. desember 2009. Hann neitaði að hafa verið í húsinu þann 11. nóv- ember en viðurkenndi þó að hafa verið við húsið 1. desember. Hann hefði hins vegar ekki farið inn í það, því sig hefði ekki langað til þess. Stúlka sem vann sem vændiskona í húsinu mundi eftir manninum. Hann hefði haft samfarir við hana gegn greiðslu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að hinn maðurinn sé einn til frásagn- ar um þá þjónustu sem hann fékk, en hann sagðist aðeins hafa fengið nudd. Gegn eindreginni neitun hans þótti ekki annað hægt en að sýkna manninn. Héraðsdómur sekt- ar fyrir vændiskaup  Annar sýknaður af sömu sökum Skipulagsfræð- ingafélag Íslands efnir til málþings um stöðu og þró- un skipulags- mála á Íslandi fimmtudaginn 7. október kl. 10 í sal Þjóðarbókhlöð- unnar, 2. hæð. Málþingið er opið og er allt áhugafólk um gott skipulag hvatt til að koma og taka þátt í um- ræðum. Erindi flytja Bjarki Jó- hannesson, form. SFFÍ, Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur, Stefán Thors skipulagsstjóri, Sig- ríður Kristjánsdóttir, lektor LbhÍ, og Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi. Hægt er að fá hádeg- isverð á sanngjörnu verði að mál- þingi loknu. Málþing um þróun skipulags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.