Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Í Þingeyjarsýslum er verið að fremja hryðjuverk. Hryðju- verk segi ég, því hryðjuverk eru þess eðlis að skaðinn er ekki einungis á þeim stað sem sprengjan fellur, heldur verður allt umhverfið fyrir al- varlegum skaða. Áhrif- in eru líka langvarandi á alla þá sem eru áhorfendur eða fórnarlömb í hryðjuverkunum. Hinn 1. október voru birtar til- lögur ríkisstjórnarinnar að fjár- mögnun í ríkisrekstri. Niðurskurð- urinn til heilbrigðismála er gífurlegur. Nú á að ráðast gegn minni heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni. Þar skal skera niður en standa vörð um stóru sjúkrahúsin og heilsugæsluna. En hafa menn hugsað þetta til enda? Flest þessara minni sjúkrahúsa úti á landsbyggð- inni eru máttarstólpar atvinnulífsins á svæðinu. Með þessu er verið að murka lífið úr landsbyggðinni. Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga er einn stærsti vinnustaðurinn í Þingeyjarsýslum. Þar starfa 150 manns. Þar á að skera niður um 40% í heildina, en 85% á sjúkrasviði. Það þýðir í raun að verið er að leggja niður sjúkra- hússtarfsemi stofn- unarinnar. Hvað gerist ef 70 manns missa vinnuna? Hver verða áhrifin ef allir þessir fara á atvinnuleys- isbætur? Hvað gerist ef allir þessir flytja burt ásamt fjöl- skyldum. Með þeim fer fagmennska og þekk- ing. Þetta er reiðarslag fyrir allt byggðarlagið. Hvað verður um sjúklingana? Ef ekki er hægt að vera með sjúkra- svið, fellur ákveðin öryggisþjónusta niður. Íbúar geta ekki lengur treyst því að þeir fái þá bráðaþjónustu sem þeir þurfa, þeir geta ekki treyst því að fá sjúkrahúsinnlögn þegar þeir þurfa þess. Hver vill búa á stað þar sem ekki er örugg bráða- og sjúkra- húsþjónusta? Er Sjúkrahúsið á Ak- ureyri í stakk búið til að taka á móti öllum þeim sem ekki geta fengið þjónustu á HÞ? Fyrir óbreytt fjár- magn? Sjúkrahúsið á Húsavík getur þá tekið við sjúklingum fá SA til eft- irmeðferðar og endurhæfingar þeg- ar allt er fullt á Akureyri. Hvernig verður þá fyrir sjúklinga að leggjast inn á Akureyri? Það verður ekki pláss. Við sem hér búum munum ekki sætta okkur við þessi vinnubrögð. Ekkert samráð hefur verið haft við stjórnendur stofnunarinnar. Í fyrra var okkur sagt að spara um 10%. Þá tókst okkur með samstilltu átaki frábærra starfsmanna sem lögðu bara meira á sig, að ná þessu mark- miði. Þessi niðurskurður nú er van- virðing við allt þetta starf okkar og þá þjónustu sem við höfum veitt. Íbúar svæðisins eru ánægðir með þjónustuna á HÞ skv. nýlegri könn- un. Hér er faglegt starfsfólk sem leggur áherslu á umhyggju og virð- ingu fyrir skjólstæðingnum. Á heilsugæslustöðvar okkar leitar fólk með hin ýmsu heilsufarsvandamál og ef þörf er á hefur það möguleika á sjúkrahúsvist. Það leggst enginn að gamni sínum á sjúkrahús. Fólk er lagt inn á sjúkrahús þegar það getur ekki verið heima lengur veikinda sinna vegna. Á sjúkrahúsi HÞ liggur fólk til að fá lækningu og hjúkrun og jafna sig á veikindum sínum. Veik- indin geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum er um banaleguna að ræða. Sjúkrahúsið hefur einnig sinnt endurhæfingu sjúklinga eftir aðgerðir á SA, ásamt því að sinna hvíldarinnlögnum aldraðra ein- staklinga sem eiga orðið erfitt með að vera heima eða aðstandendur eru orðnir langþreyttir vegna erfiðrar umönnunar ættingja sinna. Fólk þarf þá seinna á varanlegri vist að halda. Þess vegna er legutími á sjúkrahúsinu hér lengri en hann er á stóru bráðasjúkrahúsunum. Önnur ástæða þess að sjúklingarnir dvelja oft lengur hjá okkur er að oft er um miklar vegalengdir að fara. Þú send- ir ekki sjúklinginn heim til Þórs- hafnar og segir honum bara að koma ef honum versnar, það tekur 2-3 tíma að keyra frá Þórshöfn. Nýt- ingin á sjúkrasviðinu hefur verið góð á undanförnum árum með 20 sjúkrarúm og nóg að gera á öllu sviðinu. Þetta er klárlega mikil skerðing á þjónustu við sjúklinga og íbúa í Þingeyjarsýslum. Sættum við okkur við þetta? Nei, segi ég. Ég óska eftir viðtali við ráðherra, ráðgjafa hans og þá starfsmenn í heilbrigðisráðu- neytinu sem hafa komið fram með þessar hugmyndir án þess að ráð- færa sig við nokkurn starfsmann á stofnuninni. Og ef við þurfum að spara í rík- isrekstri, hvernig væri þá að spara frekar í einhverju öðru en velferð- armálum. Til dæmis mætti spara meira í utanríkismálum, rekstri sendiráða og veislum á þeirra veg- um. Eða þá í menningarmálum, s.s. listamannalaunum eða byggingu menningarhalla. Eru menn ekki að- eins að ruglast í forgangsröðuninni? Hvort skiptir það meira máli að sinna Íslendingum erlendis, að við fáum að njóta rándýrra listaverka eða að sinna ömmu gömlu sem er orðin of lasburða til að geta verið heima, tveggja barna móður sem er með langt genginn sjúkdóm og þarf á sjúkrahúsvist að halda, bóndanum sem býr einn og er að jafna sig eftir erfiða aðgerð, ungu konunni sem er með slæmt brjósklos, fjölskylduföð- urnum sem er að deyja úr krabba- meini, unga manninum sem reyndi sjálfsvíg vegna álags. Hvað finnst þér? Þú veist hvað þú myndir velja ef þetta væri spurning um einhvern þér nákominn. Stöndum vörð um sjúkrahúsþjón- ustu á landsbyggðinni. Þessi sjúkra- hús eru jafn nauðsynleg og hátækni- sjúkrahúsin. Stöndum vörð um sjúkrahúsið á Húsavík! Hryðjuverk framin í Þingeyjarsýslum Eftir Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur »Nú á að ráðast gegn minni heilbrigð- isstofnunum á lands- byggðinni. Þar skal skera niður en standa vörð um stóru sjúkra- húsin og heilsugæsluna. En hafa menn hugsað þetta til enda? Guðrún Árný Guðmundsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og íbúi í Þingeyjarsýslu. Ég er vonsvikin og reið, reið yfir að sitja hér í átthagafjötrum og þurfa að borga fyrir eitthvað sem ég tók ekki þátt í. Ég hef þag- að þunnu hljóði, borgað húsnæðis- og námsláns- skuldirnar mínar (skulda sem betur fer ekki annað, var ekki á neyslufylliríi) og greitt fyrir hækkandi matvörur, hækkandi þjónustu og heilbrigðiskerfi. En nú get ég ekki lengur beðið eftir því að ástandið lagist, nú þegar tvö ár eru liðin frá hruninu og ástandið hefur bara versnað, alveg sama hvað ráð- herrar reyna að halda öðru fram. Ég er háskólamenntuð kona, ógift með barn, hef unnið með skóla frá því að ég var 12 ára gömul og alltaf staðið við skuldbindingar mínar og borgað þau lán sem ég hef tekið en það var manni ungum kennt, að standa við skuldbindingar sínar. Ég hef unnið hörðum höndum við að koma mér þaki yfir höfuðið en nú er svo komið að ég á ekkert nema skuldir og þó svo að ég gæti selt íbúðina mína, sitja samt skuldir eftir sem og námslán. Ég er því í átthagafjötrum og kemst ekki einu sinni úr landi, það er engu líkara en að það sé búið að end- urvekja vistarbandið sem var end- anlega aflagt 1894. Fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði grunnþjónustu og það býður bara upp á eitt; uppbygging heilbrigð- iskerfisins undanfarin ár er rústuð sem og skólakerfið. Það er kannski markmið ríkisstjórnarinnar að losna við allt menntað fólk og rústa um leið innviði samfélagsins, eins og Rauðu kmerarnir gerðu í Kambódíu. Því með þessu áframhaldi elst hér upp heil kynslóð sem fær skerta heil- brigðisþjónustu og menntun. Á sama tíma og allt hækkar stöðugt, mat- arverð, allar vörur, bensín, lánin o.fl. hækka launin ekki neitt. Hvernig er hægt að ætl- ast til að fólk lifi enda- laust við slíkt en rík- isstjórnin ætlast greinilega til þess og markmið hennar virðist vera að lengja mat- arbiðraðirnar við hjálp- arstofnanir. Eftir því sem þú skuldar meira því auðveldara virðist vera fyrir þig að fá afskrifað, það sést best á „útrásarvíkingunum“ sem lifa í vellystingum eftir að hafa tæmt bankana og skilið stærstan hluta þjóðarinnar eftir í djúpum skít. Þeir geta nú hlegið að þessum „fullkomna“ glæp sínum og horft á aumingjana sem sitja í súpunni og borga fyrir glæpinn. Ágæti þingmaður/ráðherra: Þú berð ábyrgð á að skapa þetta um- hverfi og viðhalda því. Þú hefur brugðist í því verkefni að laga ástand- ið. Þar sem það er nú orðið ljóst að velferð okkar landsmanna skiptir þig engu vil ég tilkynna þér að það er gagnkvæmt. Ég segi þér hér með upp starfinu og þú þarft ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Uppsagnarbréf skattborgara til ríkisstjórnarinnar og þingmanna Eftir Bylgju Björnsdóttur »Eftir því sem þú skuldar meira því auðveldara virðist vera fyrir þig að fá afskrifað, það sést best á „útrás- arvíkingunum“ sem lifa í vellystingum … Bylgja Björnsdóttir Höfundur er sagnfræðingur, kennari og móðir sem ekur um á gömlum bíl, á ekki flatskjá og hefur alltaf greitt skuldir sínar. Já, á Íslandi ríkir ófremdarástand, ónýt ríkisstjórn, duglaus og dáðlaus. Hennar ein- kennismerki er ákvarðanatökufælni og úrræðaleysi. Þetta er þó ekki alveg rétt því þessi hreinræktaða vinstristjórn hefur haft nægan kjark til þess að leggja stór- felldar skattahækkanir á fólkið og fyrirtækin í landinu. Þess sjást strax merki að þessar skattahækk- anir skila sér ekki í auknum tekjum heldur öfugt en það lögmál munu vinstrimenn aldrei geta skilið að hægt er að ganga af skattstofnum dauðum. Eftir hrunið var ljóst að skera þyrfti niður í ríkisrekstri, hugs- anlega auka skatta hóflega en að- allega þó að auka framtíðartekjur ríkissjóðs með því að koma atvinnu- lífinu í gang á nýjan leik. Það væri gert með því að nýta auðlindir þjóð- arinnar, framleiða meira og flytja meira út og þar með auka tekjur fyrirtækja og einstaklinga og minnka þar með atvinnuleysi, sem aftur skilar auknum tekjum í rík- issjóð. Stöðnun og úrræðaleysi Þessi gæfulausa ríkisstjórn hefur enga marktæka framtíðarsýn. Vinstri grænir eru á móti öllum framkvæmdum í orkugeiranum og hryðjuverkakonan í umhverfisráðu- neytinu notar öll tækifæri til að stöðva allar hugmyndir í þá veru. Síðasta afrek hennar var að banna alla gangandi, hjólandi og hestaum- ferð í Vatnajökulsþjóðgarði! Þótt það tengist ekki orkumálum beint varpar það ljósi á hugarheim henn- ar, að Ísland sé best sem ósnortin öræfi. Nú liggur það í loftinu að hætt verði við framkvæmdir við álver í Helguvík þó svo að búið væri að tryggja orku frá HS Orku, Orku- veitu Reykjavíkur og Landsvirkjun. Samt sem áður er í nýju fjárlaga- frumvarpi vinstristjórnarinnar gert ráð fyrir yfir þriggja prósenta hag- vexti á næsta ári sem byggist á því að áðurnefndar framkvæmdir verði komnar á fulla ferð, bæði við orku- öflun og byggingu ál- versins. Frumvarpið er því andvana fætt og til viðbótar vísvitandi falsað plagg hvað þetta varðar. Landsvirkjun er að fara í að ljúka bygg- ingu Búðarhálsvirkj- unar. En orkan þaðan er eyrnamerkt í stækkun á álverinu í Straumsvík og þeirra næsti valkostur eru virkjanir í neðri Þjórsá. En fyrrnefndur umhverf- isráðherra hefur náð að tefja þau áform með því að úrskurða deili- skipulag í Flóahreppi ógilt á þeim forsendum að Landsvirkjun greiddi fyrir skipulagið á eigin mann- virkjum. Þessi ákvörðun ráðherrans var síðan dæmd ógild í Héraðsdómi á dögunum. Og í stað þess að hlíta dómnum er hún enn að hugleiða viðbrögð sín og gerir því ekki neitt. Ekkert hefur verið unnið í til- raunaborunum á Þeistareykjum fyrir norðan en þar er talið að svæðið geti gefið af sér yfir 500 megavött. Á meðan er engin aukn- ing í atvinnuuppbyggingu á norð- austurhorninu, þrátt fyrir að marg- ir aðilar séu áhugasamir að koma þangað með atvinnustarfsemi sem byggist á raforku. Það er alveg ljóst að með þessari stefnu mun at- vinnuleysi ekki minnka þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um hið gagnstæða. En þeir hafa gleymt að telja þann fjölda einstaklinga sem flust hafa til útlanda í atvinnuleit og hafa áhrif á tölur um atvinnuleysi. Og því miður er það kannski okkar öflugasta fólk, sem við erum þannig að missa, sem nemur einni fjöl- skyldu á hverjum degi. Þetta er þyngra en tárum taki fyrir sjálft Ís- land. Inngrip lífeyrissjóðanna Steingrímur J. og vinstra liðið hefur náð að véla lífeyrissjóði lands- manna, sem vinna á hinum almenna markaði til að kaupa fyrirtækja- beinagrindur af Landsbankanum. Það er mikil áhætta og óvissa þessu tengd og ekki víst að ávöxtun líf- eyrissjóðanna verði beysin með þessum ótrúlega gjörningi. Nokkrir áhugamenn innan lífeyr- issjóðanna hafa látið hafa það eftir sér að þeir telji það ekki vænlegt að fjárfesta eða lána til bygginga raf- orkuvera í landinu. Að mínu mati er það svo að höfum við ekki sjálf trú á því að fjárfesta í eigin auðlindum sé illa komið í þessu landi. Fólkinu sjálfu er enda vorkunn eftir að hafa orðið að horfa upp á það að hver stórfjárfestingin af annarri hefur mistekist í útrás og fleiru og hundr- uð milljarða afskriftir lífeyrissjóð- anna eru varla fréttnæmar lengur. Fólk er orðið svo dofið í þessu dæmaleysi öllu að fréttir sem skekja framtíðargrundvöll þess til viðbótar framkomnum skerðingum á lífeyri ná varla að komast í alvar- lega umræðu. Bera fjölmiðlar landsins hér þunga sök þar sem pólitísk matreiðsla frétta er löngu farin að ganga fram af hverjum sem hugsa vill. Ótrúlegum tíma er skipulega eytt í alls kyns blaður um hluti sem engu máli skipta en öðru vikið til hliðar sem er óþægilegt. Hvað er til ráða? Að mínu mati er fyrsta ráðið, að skipta um áhöfn á stjórnarskútunni og það strax. Hið næsta er að hefja sókn í atvinnumálum með fólki sem hefur vit og þor til að takast á við verkefnin. Ég er sammála Bjarna Benediktssyni í því að það verður að ljúka uppgjörum bankanna við fólk og fyrirtæki. Tíminn er búinn sem til þess var ætlaður. Við verð- um að hætta fortíðarstýringunni og horfa heldur fram. Það verður þó ekki án atbeina Sjálfstæðisflokksins því aðrir flokkar eru búnir að sanna vanmátt sinn svo um munar. Ef sama lagið verður upp á ten- ingnum áfram blæðir Íslandi ekki aðeins áfram heldur vex hættan á því að blæðingin leiði til ólífis þjóð- arinnar til lengri tíma. Íslandi blæðir Eftir Gunnar I. Birgisson » Vinstri grænir eru á móti öllum fram- kvæmdum í orkugeir- anum og hryðjuverka- konan í umhverfis- ráðuneytinu notar öll tækifæri til að stöðva allar hugmyndir í þá veru. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver- andi bæjarstjóri í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.