Morgunblaðið - 07.10.2010, Side 26

Morgunblaðið - 07.10.2010, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 ✝ Una Þorgilsdóttirfæddist á Þorgils- stöðum, Fróð- árhreppi á Snæfells- nesi, 18. apríl 1920. Hún lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 15. sept- ember 2010. Foreldrar hennar voru Áslaug K. Jóns- dóttir, f. 1. desember 1892 í Nýlendu, d. 25. febrúar 1973, og Þor- gils Þorgilsson, f. 5. september á Höfða í Eyrarsveit, d. 18. júní 1971. Systk- ini Unu voru Þorgils, f. 5. desember 1918, d. 28. ágúst 2000, ókvæntur. Hermann, f. 27. febrúar 1926, d. 19. júlí 2006, ókvæntur. Anna, f. 14. mars 1928, d. 25. júlí 2008, gift Sveini B. Ólafssyni, og tvö meybörn sem dóu í frumbernsku. Eiginmaður Unu var Guðmundur Sigmarsson, f. 3. maí 1913, d. 13. júlí 1993. Una ólst upp í for- eldrahúsum fram undir tvítugt og vann að heimilis- og bú- störfum. Á þessum tíma ákvað hún að fá sér vinnu vetrarlangt og fór til Hafn- arfjarðar. Þetta gekk eftir og hitti hún þar Guðmund Sigmars- son, sem átti eftir að verða eiginmaður hennar. Eftir að hafa gengið í hjónaband leigðu þau hús- næði fyrst, en festu síðar kaup á Brunnstíg 5 þar í bæ. Að nokkrum árum liðnum fluttu þau til Ólafs- víkur, sem varð heimabyggð þeirra til æviloka. Útför Unu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 7. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar til að minnast elsku- legrar mágkonu minnar Unu Þor- gilsdóttur og þakka fyrir þau sextíu ár, sem leiðir okkar hafa legið sam- an. Ég veit varla hvar ég á að byrja, þetta er orðinn svo langur tími, en hefur samt verið ótrúlega fljótur að líða. Frá unga aldri hafði Una gaman af hestum og fór vel með sína fjár- muni. Ung eignaðist hún góðan reið- hest sem hún kallaði Gyrði og var í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún hafði gaman af að fara á hestbak og voru ófáar ferðir farnar til Ólafsvík- ur og inn í Grundarfjörð og var þá fyrir Búlandshöfða að fara, sem var illfær bæði hestum og mönnum. Þótti henni gaman að því að hleypa honum á sprett og horfa síðan um öxl á meðreiðarfólk sitt í jóreyknum. Það var á fyrstu árunum, sem við áttum margar ferðir á Snæfellsnes- ið, þrátt fyrir slæma vegi, og bílar voru ekki af nýjustu gerð. Mér er sérstaklega minnisstæð ein þeirra. Systurnar Una og Anna sáu um mat- arpakkann því ferðin gat tekið 6-8 tíma með stoppum frá Hafnarfirði til Ólafsvíkur. Vegurinn var mjög hol- óttur og var ein holan svo kröpp að upphengja brotnaði undir bílnum við Hafnarfjall. Við förum ekki lengra í kvöld sagði einhver í aftursætinu. Ég náði mér í töng og vírspotta úr næsta staur og við Guðmundur náð- um að binda saman brotin. Áfram var haldið á lágmarks hraða. Komin í Borgarnes á miðnætti um kvöldið. Þar sá ég opinn bílskúr og talaði þar við mann og bað um hjálp. Eftir stutta stund var búið að sjóða saman og haldið áfram. Á góðum stað var stoppað og drukkið kaffi í rólegheit- um í næturblíðunni. Þegar Una flutti til Hafnarfjarðar réði hún sig sem ráðskonu við dag- róðrarbáta. Það var mikið starf að matbúa fyrir fjölda sjómanna. Þegar færi gafst til sótti hún námskeið í fatasaum, en þeirri iðn hafði hún kynnst hjá móður sinni. Við hjónin komum oft til Unu og Guðmundar eftir að þau fluttu búferlum til Ólafs- víkur. Þar byggðu þau sér hús við Ólafsbrautina og var það þeirra heimili allt til hinstu stundar. Unu og Guðmundi varð ekki barna auðið. Eftir lát Guðmundar bjó Una ein í húsi sínu og virtist sátt við lífið. Ávallt kát, glöð og yfirveguð þegar gesti bar að garði. Hún hafði mikið yndi af því að gera öðrum gott. Gest- risni hennar var umtöluð, hlaðborð af kökum og tertum og málsverðir ótaldir. Heiðarleiki og hjartahlýja voru hennar aðalsmerki þar til yfir lauk. Bestu þakkir til lækna og hjúkr- unarfólks á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi fyrir góða umönnun, sem létti Unu ævikvöldið. Ég kveð nú Unu með þökk fyrir allt sem hún gerði fyr- ir okkur hjónin. Ég veit að systir hennar og öll fjölskyldan tekur á móti henni. Eitt er víst að Una þarf ekki að bíða við Gullna hliðið. Guð varðveiti þig. Sveinn B. Ólafsson. Elskuleg móðursystir mín, Una Þorgilsdóttir, er nú horfin af sjón- arsviðinu. Hún átti við veikindi að stríða síðustu mánuðina, en hélt þó ávallt yfirvegun og léttri lund. Hún fór ung suður til Hafnarfjarðar og vann þar ýmis störf, t.d. í sælgæt- isframleiðslu, við fatasaum og sem matráðskona fyrir skipaáhafnir. Þar kynntist hún Guðmundi Sigmarssyni, eiginmanni sínum, og bjuggu þau þar í nokkur ár. Á sjötta áratug síðustu aldar fluttu þau til Ólafsvíkur. Þar var uppgangur og þörf fyrir vinnu- fúsar hendur. Fljótlega hófust þau handa við að byggja sér einbýlishús þar á staðnum. Þar bjuggu þau upp frá því og skópu sér fallegt heimili á Ólafsbraut 62. Þau nutu þess alla tíð að taka vel á móti gestum og voru hlaðborðin hennar Unu annáluð, sem hún töfraði fram án fyrirvara. Húsaskjól fyrir ferðalanga var einnig ávallt í boði enda var oft mjög gestkvæmt á heim- ili þeirra Guðmundar og glatt á hjalla enda mun ég minnast Unu sem ein- stakrar frænku. Hún hafði létta lund, var einstaklega gestrisin, glettin, með dillandi hlátur og smitandi kát- ínu. Hjá okkur krökkunum var það ávallt tilhlökkunarefni þegar Una var væntanleg suður. Nærvera hennar var t.d. ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna hjá okkur í fjölskyldunni á Reykjavíkursvæð- inu og bakaði hún t.d. ávallt laufa- brauðið með okkur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem unglingur, að dvelja hjá Unu og Guðmundi á Ólafsbrautinni tvö sumur þegar ég stundaði vinnu í Ólafsvík og á góðar minningar frá þeirri samveru. Una bar ætíð sterkar taugar til Hafnarfjarðar enda margir ætt- ingjar og vinir þeirra hjóna sem þar hafa búið og reyndi hún yfirleitt að skreppa suður í Fjörð þegar hún var á ferðinni. Með þessum orðum kveð ég Unu, sem var heiðarleg, ósérhlífinn og hjálpsamur dugnað- arforkur og góður vinur. Ólafur Sveinsson. Elsku Una mín, núna ertu komin til þinna allra nánustu, ömmu og afa, mömmu, Gilla, Hermanns og ekki síst Guðmundar sem þér þótti svo vænt um. Eftir sitjum við hér með ljúfar og ógleymanlegar minn- ingar um þig. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, þú varst svo góð, tókst svo vel á móti öllum og maður fann svo innilega hvað þér þótti vænt um að fá okkur í heim- sókn. Húsið ykkar Guðmundar stóð alltaf opið fyrir þá sem þið þekktuð. Alltaf varstu ánægð að gestir kæmu til þín og naust þess að gefa frá þér. Borðin svignuðu ætíð undan kræs- ingunum og það var gaman að fylgj- ast með því hvað þér fannst gaman að fá gesti. Með þeim fyrstu minn- ingum sem ég hef með þér eru sam- verustundirnar í sveitinni þar sem ég var í tíu sumur, fyrst hjá ömmu og afa en síðan hjá Hermanni og Gilla. Það var alltaf gaman þegar þú komst, varst svo létt og náðir vel til okkar krakkanna. Þessi 10 sum- ur kynntumst við vel og var oft hlegið. Oft varstu einnig fyrir sunn- an hjá okkur fjölskyldunni og var m.a. fastur liður hjá þér að koma á aðventunni til okkar í laufa- brauðsgerð. Ekki var langt í glettn- ina hjá þér. Margar sögur heyrðum við af prakkarastrikum þínum, fyrst þegar þú varst ung og enn heima í sveitinni og varst að glett- ast með Unni vinkonu þinni sem fluttist síðar út til USA en hennar saknaðir þú mikið. Sögurnar úr vistinni í Hafnarfirði voru með meiri rómantík en þar kynntist þú Guðmundi. Minningarnar úr Hafn- arfirði áttu alltaf stóran sess í hjarta þínu. Síðan eru allar sögurn- ar úr frystihúsinu í Ólafsvík en þar var greinilega oft glatt á hjalla. Ein minning hefur lifað mjög sterkt með mér, en þá var ég á leið- inni vestur í sveitina með þér. Ferð- in tók 17 tíma í heild en þó að 38 ár væri á milli okkar skemmtum við okkur vel í rútunni, töluðum mikið saman og hlógum. Það var eins og aldurinn hefði ekkert að segja þeg- ar þú varst annars vegar. Það er svo margt sem ég hef lært af þér og geymi með mér. Jákvæðni, ekki öf- unda aðra og vera ánægð með það sem maður hefur. Aldrei heyrði ég þig tala illa um aðra og alltaf varstu ánægð með það sem þú hafðir, nokkuð sem mín börn hafa oft talað um og dáðst að. Þú áttir oft lítið, en áttir alltaf nóg til að gefa frá þér og sagðir „ég á meira en nóg fyrir mig“, ósérhlífin og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Veikindi byrjuðu að herja á þig um mitt ár í fyrra og héldum við upp á 90 ára afmælið þitt á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi nú í apríl sl. En á sjúkrahúsinu leið þér vel og fékkst frábæra umönnun frá starfs- fólkinu og hlýju. En þú varst allt of langt frá okkur þannig að við kom- umst ekki eins oft og við hefðum viljað. Föstudaginn áður en þú sofnaðir og varst enn með smámeð- vitund var ljúfur að upplifa með þér en þú varst svo ánægð að sjá okkur pabba. Mér þótti vænt um að hafa getað dvalið hjá þér síðustu helgina þína í þessu lífi og náð að kveðja þig en það var erfiður en góður tími. Megi Guð fylgja þér áfram og takk fyrir allt sem við áttum saman. Þín frænka, Kristlaug Sigríður (Sirrý.) Una Þorgilsdóttir                          ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RUT GUÐMUNDSDÓTTIR, Flúðaseli, Flúðum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélagið. Bjarni H. Ansnes, Þórunn Ansnes, Sigurður I. Björnsson, Íris B. Ansnes, Viggó Sigursteinsson, Bjarni H. Ansnes, Gunnar Sigurðsson, Mímir Sigurðsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, SIGRÚNAR PÁLÍNU VIKTORSDÓTTUR verslunarmanns, Sóltúni 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns á deild 2 D fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Viktoria Bryndís Viktorsdóttir, Haukur A. Viktorsson, Gyða Jóhannsdóttir, Jóhann Árni Helgason, Þóra Einarsdóttir og fjölskylda, Jón Ari Helgason, Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU SIGURGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir góða umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Friðjón Skúlason, Petrún Ingibjörg Jörgensen, Ragnhildur Skúladóttir, Skúli Hjaltason, Sigurgeir Skúlason, Kristín Sylvía Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,, MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Skólabraut 7, Innri Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umhyggju og aðhlynningu. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Gunnur Magnúsdóttir, Friðrik Ingi Ólafsson, Sigurður B. Magnússon, Björg Jónsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Ragnar Sævarsson, Mille Toft Sørensen og barnabörn. ✝ Hjartkær sambýlismaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, HAFSTEINN HÓLM ÞORLEIFSSON, Eyrargötu 29, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardag- inn 9. október kl. 14.00. Helga Jónsdóttir, Kristín Hólm, Jón Hólm, Hanna Björg Hólm, Kristinn Jón Hólm, Margrét Guðmundsdóttir, aðrir ættingjar og vinir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.