Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 16

Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 16
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á heimasíðu Óss í Vestmannaeyjum er talið niður þangað til ný Þórunn Sveinsdóttir VE verður afhent eig- endum. 45 dagar stóð þar í gær, en nú er reiknað með að Sigurjón Ósk- arsson útgerðarmaður og hans fólk fái þetta glæsilega togskip 20. nóv- ember næstkomandi. Á ýmsu hefur gengið frá því að samningar um skip- ið voru undirritaðir á miðju ári 2007 og ekki víst að útgerðin hefði ráðist í nýsmíðina hefðu ráðamenn þar vitað hvað var framundan. Ekki aðeins beið útgerðarinnar glíma eftir hrun banka og íslensku krónunnar. Erfiðleikar steðjuðu líka að í Póllandi þar sem skrokkur skips- ins var smíðaður, en nú sér fyrir end- ann á þessari byggingasögu. „Já þetta nálgast, hún kemur örugglega fyrir jól. Ætli þetta verði ekki stærsti jólapakkinn að þessu sinni,“ segir Sigurjón Óskarsson. Skipið átti upp- haflega að afhendast 20. september í fyrra og seinkar afhendingunni því um 14 mánuði. Ný Þórunn Sveinsdóttir er 39,5 metra löng og 11,2 metrar á breidd, hið fullkomnasta skip á allan hátt og meðal annars búið þremur öflugum spilum. Gamla Þórunn var seld Ís- félaginu í Vestmannaeyjum í apríl 2007 og heitir nú Suðurey. Nokkrum sinnum staðið tæpt „Þetta hefur nokkrum sinnum staðið tæpt,“ segir Sigurjón. „Við gerðum samning við Karstensen Shipyard A/S í Skagen í Danmörku árið 2007 um smíði skipsins. Danirnir hafa þann háttinn á að þeir smíða yf- irleitt ekki skrokkana og var skrokk- ur Þórunnar smíðaður í Póllandi og síðan dreginn til Skagen. Í Póllandi fóru tvær skipasmíðastöðvar svo gott sem á hausinn og í um fimm mánuði sást ekki kjaftur við vinnu um borð í skipinu. Á endanum tókst að koma samningnum yfir á móðurfélag stöðvarinnar sem kláraði verkið. Þegar íslensku bankarnir hrundu varð ákveðið uppnám í fjármögnun þessa verkefnis og ég stoppaði vinnu við smíðina í tvo mánuði meðan geng- ið var frá nýjum samningum við Ís- landsbanka. Frá því að skipið kom til Danmerkur hafa tímasetningar staðist og samskiptin verið góð. Núna er Kastersen með sex ný- smíðar í farvatninu, flest upp- sjávarskip fyrir Íra, Skota og Norðmenn.“ Sigurjón vill ekki greina frá verði nýja skipsins, en gera má ráð fyrir að það sé á annan milljarð króna. „Þetta er hjá mér eins og öðrum, allar upp- hæðir hafa tvöfaldast á síðustu þrem- ur árum,“ segir Sigurjón. „Útgerðin hefur keypt skip á um 20 ára fresti, en ætli það verði ekki 30 ár í næstu endurnýjun, ef það verður þá ekki búið að taka þetta allt af manni, en þeir hljóta þá að taka skuldirnar líka.“ Hörmung hvað kvótar hafa skroppið saman Ós á um 2.500 þorskígildistonn, sem bíða nýja skipsins. Sigurjón seg- ir hörmung hversu mikið kvótar hafi skroppið saman og nefnir sem dæmi að útgerðin hafi mest átt um 1600 tonn af ýsu, en ýsukvótinn sé núna 770 tonn. Ufsakvótinn hafi verið 11- 1200 tonn í hittifyrra, en sé núna 840 tonn. Þorskkvótinn hafi verið yfir þúsund tonn, en sé núna 830 tonn. „Við hefðum sennilega ekki farið út í þessa endurnýjun hefðum við séð þróun mála fyrir,“ segir Sigurjón. „Gengið og kvótinn hafa ruglað alla útreikninga og svo er þessi ótrúlega umræða um fyrningu í gangi. Hverj- um dettur í hug að hægt sé að koma eftir á og hirða hluti af venjulegu fólki sem það hefur keypt fyrir tugi eða hundruð milljóna? Ég held það myndi heyrast hærra í því heldur en útgerð- armönnum, sem hafa keypt sér nýt- ingarrétt á auðlindinni. Hvernig á að vera hægt að gera áætlanir við þessar aðstæður og standa í fjárfestingum?“ spyr Sigurjón að lokum. Allar áætlanir erfiðar Lagt á ráðin Það er margt spjallað á kaffistofunni og fiskveiðar og fótbolti eru örugglega ofarlega á baugi. Frá vinstri: Sölvi Harðarson, Matthías Sveins- son, vélstjóri og frændi Sigurjóns sem hefur verið hjá útgerðinni í tugi ára, Sigurjón Óskarsson og Guðmundur Guðlaugsson. 45 dagar Eftir fjórtán mánaða töf nálgast afhendingardagur þessa nýja og öfluga togskips óðfluga. Áður en að honum kemur fær Þórunn Sveinsdóttir VE liti útgerðarinnar og verður máluð frá botni í brú. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 ÁTVR hefur ákveðið að loka vín- búðinni við Garðatorg í Garðabæ frá og með 1. janúar 2011. ÁTVR segir að staðsetning og stærð hús- næðisins henti illa fyrir verslun af þessu tagi og á síðustu misserum hafi mikið af verslun flust af svæð- inu. Sala í vínbúðinni í Garðabæ hafi dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun sölu og magnsala vínbúðarinnar í Garðabæ sé um 40- 50% minni en meðalsala vínbúða með svipað umfang og afgreiðslu- tíma. „Í framhaldi af lokun Vínbúð- arinnar í Garðabæ verður hugað að framtíðarskipulagi vínbúða á þessu svæði með það að markmiði að staðsetning og aðkoma verði sem best fyrir viðskiptavini,“ segir í frétt á heimasíðu ÁTVR. Viðskiptavinum er bent á vínbúð- ir á Dalvegi og í Smáralind í Kópa- vogi og Firði í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Heiddi Vínbúð ÁTVR í Garðabæ lokað Í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, verður flutningasýningin „Flutningar 2010“ haldin á Grand hóteli Reykjavík. Sýningin verður opin kl. 12-16 báða dagana. Á sýn- ingunni kynna fyrirtæki á flutningasviði allt það nýjasta á sviði sjó-, land- og loftflutninga og auk þess m.a. vörustjórnun og lag- erhald. Á sýningunni verður líka fyr- irlestradagskrá þar sem rætt verð- ur um þróun flutninga til og frá Ís- landi, hvaða áhrif magnbreytingar hafa á flutningamarkaðinn, kynn- ing á tolla- og flutningakerfi og gagnaöryggi og skoðuð flotastýr- ing og eftirlit, rekjanleiki og gagnsæi svo eitthvað sé nefnt. Frítt er inn á sýninguna og fyr- irlestrana. Flutningasýning á Grand hóteli Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! gengst fyrir styrktartón- leikum í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.00. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, verður heiðursgestur tónleikanna og er verndari þeirra. Allt tónlistarfólkið gefur vinnuframlag sitt á tónleik- unum, sem Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, verkefnisstjóri sjóðs- ins, skipuleggur. Miðar á tón- leikana eru til sölu í verslunum Lyfju og í Vídalínskirkju. Styrktartónleikar Á laugardag nk. kl. 11-14.30 ætlar körfuknattleiks- deild ÍR að halda stórhátíð í íþróttahúsi Selja- skóla, þar sem öllum Breiðhylt- ingum, börnum og fullorðnum er boðið að koma og kynna sér starfsemi deildarinnar. Boðið verður upp á körfubolta- þrautir, troðslukeppni og skot- keppni. Gestir geta fylgst með æf- ingu meistaraflokks félagsins, Ingó veðurguð kemur fram og margt fleira. Hægt verður að kaupa mat og drykki á vægu verði. Þá er öllum börnum boðið á æfingar hjá körfu- boltadeildinni til 24. október nk. Stórhátíð körfu- knattleiksdeildar ÍR Ingó veðurguð. STUTT Sigurjón byrjaði ungur til sjós með föður sínum, Óskari Matthíassyni, á Leó VE 400 sem háseti, vélstjóri og stýrimaður og varð skipstjóri á Leó sumarið 1967. Árið 1971 lét Óskar smíða Þórunni Sveinsdóttir VE 401 í Stálvík í Garðabæ og var með hana fyrstu vertíðina, en eftir það tók Sigurjón við. Nafnið sótti Óskar til móður sinnar, Þórunnar Sveins- dóttur, og nú er þriðja Þórunnin að koma, föðuramma Sigurjóns. Sigurjón varð aflakóngur Eyjanna sem skipstjóri ellefu sinnum á 19 árum. Sem skipstjóri bjargaði Sigurjón áhöfn þriggja skipa úr sjáv- arháska. Hann var 2-3 ár með Þórunni númer tvö sem kom árið 1991, en síðan hefur hann stjórnað útgerðinni. Guðmundur Guðlaugsson verður með nýja skipið, en hon- um til trausts og halds verða Gylfi og Viðar synir Sig- urjóns og konu hans Sigurlaugar Alfreðsdóttur. Þriðja barn þeirra er Þóra Hrönn og starfar hún á skrif- stofunni hjá þessu fjölskyldufyrirtæki í Eyjum. „Við höfum alltaf haft mjög gott fólk með okkur, það er gæfa þessa fyrirtækis,“ segir Sigurjón. Einn þessara samherja Sigurjóns er Matthías Sveinsson, sem byrjaði á sjó með Sigurjóni á Leó VE árið 1966. Hann heldur úti heimasíðu Óss, sem reyndar hefur allt yfirbragð þess ágæta fótboltafélags Manchester United. Daglega eru færðar fréttir inn á síðuna um framvindu smíðanna. „Þetta er víst samskiptamátinn,“ segir Sigurjón. „Þegar pabbi var að láta smíða skip árið 1959 kom bréf heim á þriggja mánaða fresti, en nú vilja menn fréttir daglega.“ Nafn ömmu á nýja skipinu AFLAKÓNGUR Í FJÖLDA ÁRA Ungur maður á uppleið Sigurjón Óskarsson var í fjölda ára aflakóngur.  Ný Þórunn Sveinsdóttir til Vestmannaeyja fyrir jól, 14 mánuðum á eftir áætlun  „Sennilega ekki farið út í þessa endurnýjun hefðum við séð þróun mála fyrir“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.