Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 22
Þórbergur var tals- vert öðruvísi. Þegar hann skrifaði okkur bréfið til Láru vin- konu spurði hann Láru sína hvort hún hefði tekið eftir því hve sjaldan allt væri í lagi – Lára og bréf- ið auðvitað mest eða meira öðruvísi en allt. Greinaflokkur Steingríms fjár- málaráðherra í Fréttablaðinu 19.- 27. ág. sl. er svona bréf; og mættu fleiri fylgja fordæminu og skrifa þjóð sinni bréf, ekki síst for- ystumenn í stjórnmálum, eftir að hafa eins og Steingrímur „gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn“ eins og segir höfðinginn í upphafi bréfs. Metsölubók Alþingis er svona bréf; skýrsla Atlanefndar; Reykja- víkurbréf Mogga, ca. fimmtíu bréf síðan í september í fyrra, og mörg fleiri bréf vinsæl og óvinsæl mætti nefna. Framtíðarsýn og stefnumótun Eftir lestur bréfa og útlendra bréfa í samanburði fer að verða ljóst um framtíðarsýn og stefnu- mótun – hvernig byggja þarf þeim tveim sem saman best geta sagt okkur til með ábyrgum hætti hvers vegna og hvernig leysum brýnust þjóðmál í nútíð svo veki von, trú og traust á framtíð og tækifæri, sbr. bréf Steingríms og Páls. Ómissandi samráði og samstarfi um þá lilju njálusmíð er nægilega góð yfirsýn byggð á traustri speki, orðvísi og tölulegu eins og allir vita og eiga að vita. Til dæmis: Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslend- ingar, skulda nettó ef skildi rétt ca. 20 þúsund milljarða dollara, sbr. í gær Skuldir og hnignun Bandaríkjanna, mbl. 2. sep. ’10, bls. 19, eða ca. 2.400 þúsund millj- arða íslenskra króna og reka mest ríkistryggt húsnæðislánakerfi. Íslendingar skulda til sam- anburðar ca. fimm þúsund millj- arða íslenskra króna nettó og reka mest einkavætt húsnæðislánakerfi. Húsnæðislán heimilanna Ríkisstjórn og þjóðþing Banda- ríkjaþegna gera sem sagt svo vel við húsbónda sinn, þjóðina, að ábyrgjast gegnum ríkissjóð og seðlabanka flestöll húsnæðislán landsmanna. Húsnæðislánin seld heimiliseig- endum (homeowners) mest lán til þrjátíu ára með nafnvexti 4-6% og slær nærri borgarastyrjöld þar í landi ef reynt er að hnika þeim vöxtum upp, t.d. eitt prósent, eins og dæmi sanna. Allt upp í loft? Hvað yrði þá ef Bandaríkjaþegn- ar hokruðu undir okkar opinberu stefnu – okkar þrælsoki lögvarinna fjötra, axlabönd og belti 100% verðtryggingar og nafnvaxta hárra og breytilegra að geðþótta selj- enda almáttugra um verð, skil- mála, arðsemi; og eftir sölu selja sum kröfurnar þriðja aðila, ekki síst lífeyrissjóðum svo þessir vog- unarsjóðir/forráðamenn sjóðanna njóti verðbólgu alls staðar á plánetunni – njóti þess hve eig- endur lífeyrissjóðanna þrælsoki heimilisláns- ins staulast rollur í skít við að draga kerr- ur puntfífla til eigna- stöðu og stjórn- artauma út um allt í hagkerfinu – eins og puntfífill sé alvöru- atvinnurekandi. Þau þurfa hjálp! Fáum dylst hve þolinmæði landsmanna dvín, þrátt fyrir góð og brýn bréf. Stjórnmálastéttin þarf hjálp við stýri og stefnu svo fái staðið á löppunum – t.d. gegn gegndarlausri frekju hagsmuna- samtaka í viðskiptalífi og þeirra skuggaforystu sem enn ekkert sér né lærir, þessir leirhausar með gullaugun hamast t.d. enn glóru- laust við að koma á ættarveldi fiskikvótanna fyrir þær fáeinu fjöl- skyldur sem enn telja sig eiga sjávarútveginn. Ekki síður frek óhemju virka þau samtök landbúnaðar og co. sem enn möndla hagskýrslum og harðlæstu einkahagkerfi rík- isstyrkt upp í háls; eins og sé hjartans mál öllu í landbúnaði, svona framlenging drómans bóta- vinnu fátækt eins og fyrir daga sjálfstæðis og lýðveldis. Uppbygging lífskjaranna Ef spurt hvort megi byggja lífs- kjör hér sambærileg við lífskjör okkar nágrannaþjóða er vonandi öllu ljóst nú hve ekki verða var- anlega byggð eftir stíl 2007; né heldur ef stoppar ekki framleiðslan á hagrænum og pólitískum hryll- ingi; ekki heldur ef engin áhersla né þróun því sem skapar þjóð- artekjur og hagvöxt úr ólíkum úr- vinnslu- og fullvinnslugreinum sem færar eru að skapa þann virð- isauka sem einn dugar til að forða okkur frá fátækt samanburði. Lærdómsríkt er að horfa til Dana sem samhliða fullri ESB- aðild um áratugaskeið selja nýjar afurðir öllum heimshornum nýjum og nýjum mörkuðum um leið og passa vandlega og bæta viðskipta- kjör, lánshæfi, samkeppnishæfni, þekkingu og aðferðafræði, ný tæki- færi og áhrif, t.d. á setningu laga og reglugerða ESB, þátttöku í nýrri þróun, nýjum greinum, efla tækifæri til náms og starfs, bú- setu, framhaldsnáms með öðrum þjóðum og áfram veginn. Höfum við efni á því? Spurt er: Höfum við þá ekki efni á því að vera öðruvísi en allt? Svar: Kyrrstöðusinnar í Evrópu- málum – ekki síst þau sem vilja aftur til fortíðar og/eða draga Ís- land mest alveg burt úr eðlilegu samstarfi við útlönd – verða að benda á skárri framtíðarsýn ef þau hafna auknu samráði og samstarfi við Evrópu. Að öðrum kosti er allt þeirra orðaskak mest hjal og bull sem í framkvæmd fær tæpast endað í öðru en fátækt samanburði – fá- tækt inneftir og úrleiðis í veröld- inni alveg eins og í sögu Sum- arhúsa-Bjarts. Eru Íslendingar öðruvísi en allt? Eftir Jónas Gunnar Einarsson Jónas Gunnar Einarsson »Ríkisstjórn og þjóð- þing Bandaríkja- þegna gera svo vel við húsbónda sinn, þjóðina, að ábyrgjast gegnum ríkissjóð og seðlabanka flestöll húsnæðislán landsmanna. Höfundur er rithöfundur. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Bréf til blaðsins Mönnum hefur orðið tíðrætt um breytingar á ríkisstjórninni að und- anförnu og einkum hafa stjórnarand- stæðingar verið iðnir við að benda á hve margir af ráðherrum rík- isstjórnarinnar hafi verið félagar í Alþýðu- bandalaginu áður en þeir gerðust félagar í Samfylk- ingunni eða Vinstri grænum. Íslendingar hafa lengi verið mjög „partískir“ í pólitíkinni. Þannig hafa sjálfstæðismenn verið kallaðir skammaryrðinu íhald af vinstri- mönnum, en vinstrimenn, bæði fyrr- verandi félagar í sósíalistaflokknum og Kvennalistanum, að maður tali nú ekki um Alþýðubandalagið, verið kallaðir skammaryrðinu komm- únistar af hægrimönnum og jafnvel alþýðuflokksmönnum, sem í staðinn fengu að heyra skammaryrðið hækja íhaldsins. Í mínum augum skipta svona skammaryrði engu máli og reyndar á það ekki að skipta neinu máli úr hvaða flokki menn koma eða hafa verið félagar í. Það eina sem skiptir máli er hvern mann þeir hafa að geyma. Í gegnum tíðina hef ég kynnst mönnum úr öllum flokkum og tengst sumum þeirra nánum bönd- um og ekki getað séð nokkurn mun á þeim eftir því hvaða flokk eða flokka þeir hafa aðhyllst. Allt hefur þetta fólk lagt á það höfuðáherslu að vinna landi og þjóð sem mest gagn og af sem mestum heilindum. Sjálfur hef ég sem sjálfstæðismaður ekkert á móti því að vera kallaður íhald. Það þarf ekki annað en að fletta upp í orðabókum eða alfræðiritum eins og Encyclopedia Britannica til þess að sjá að þetta er ekki viðurnefni sem þarf að skammast sín fyrir. Orðið afturhald er aftur á móti hið mesta skammaryrði og fólk sem haldið er slíku hugarfari er að að finna í öllum flokkum. Stefnur í stjórnmálum eru ekki endilega slæmar þótt þær hafi á sér ljótt orð. Orðið kommúnismi þýðir einfald- lega sameignarstefna og það var hin upphaflega hugsjón Karls Marx. En Sovétrússar klúðruðu þessu með því að setja á laggirnar verri ógn- arstjórn en keisarastjórnina sem þeir steyptu af stóli. Íhaldið á Íslandi sagði skilið við hið gamla góða bláa íhald eins og það gerðist best á Norðurlöndum og í Bretlandi og lagðist í stjórnlausa frjálshyggju sem endaði með ósköpum í hruninu svonefnda. Þetta eru tvö góð dæmi um stjórnmálastefnur sem geta látið gott af sér leiða en er klúðrað af óhæfum „stjórnmála“-mönnum. All- ar stjórnmála-stefnur þurfa gott að- hald og skýrar reglur sem geta tryggt að þær séu ekki misnotaðar af óheiðarlegum mönnum. Ég á ekki von á því að „allaballastjórnin“ muni reynast verr en fyrrverandi vinstri- stjórnir eða íhaldsstjórnir sem farið hafa á undan þeim. Ég vona bara að hún geri eitthvað af viti og henni tak- ist að leiðrétta þótt ekki væri nema brot af vitleysunum sem framdar hafa verið á undanförnum árum og áratugum. HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. „Allaballastjórnin“ Frá Hermanni Þórðarsyni Hermann Þórðarson Eigum við Eyjamenn að sætta okkur við gjaldskrárhækkun Herjólfs aftur og aftur? Ég segi nei. Máli mínu til stuðnings bendi ég á verðskrá Herjólfs, 40 miða kort kostaði 23. janúar 2007 14.400 kr. Þremur árum síðar, 26. janúar 2010, 21.360 kr. eða hækkun um 48%. Samkvæmt fyrstu áætlun fyr- ir siglingar Herj- ólfs í Landeyjahöfn áttu fullorðnir að borga 500 kr. fyrir farið og 1.000 kr. fyrir bíl. Fargjöldin enduðu hins veg- ar þannig að fullorðnir greiða 1.000 kr. fyrir farið og 1.500 fyrir bílinn. Það er líka rétt að benda á mikinn sparnað í olíukostnaði og mannahaldi á skipinu eftir að það fór að sigla upp í Landeyjahöfn. Á sínum tíma sam- þykkti Alþingi Íslendinga að leggja 5,6 milljarða í framkvæmdina við Landeyjahöfn ef mig minnir rétt en nú er sagt að kostnaðurinn sé ca 4,5 milljarðar. Og í hvað fór mismun- urinn? Væri ekki hægt að nota hann til að ljúka hafnargerðinni í stað þess að hækka fargjöld og auka álögur á íbúa Vestmannaeyja? Mér finnst við Eyjamenn ekki vera ölmusufólk enda leggjum við þjóðarbúinu til miklar tekjur í gegn- um sjávarútveginn. Auk þess má t.d. benda á að kostnaðurinn við Bolung- arvíkurgöng var áætlaður 5 millj- arðar en endaði í 6,5 milljörðum. Enginn borgar fyrir að aka í gegnum göngin, ekki heldur Siglfirðingar og nágrannar sem nú aka í gegnum Héðinsfjarðargöng. Þau kostuðu 12 milljarða. Ég óska þessum sveit- arfélögum og íbúum þar, og lands- mönnum öllum auðvitað, til hamingju með þessar vegabætur. Í öllum landshlutum má nú finna jarðgöng þar sem engin vegagjöld eru inn- heimt. En á meðan er gjaldtaka á vegleiðinni til og frá Eyjum. Auk þess var flug til Eyja niðurgreitt en ekki lengur. Fargjaldið í flugið er þannig að venjulegt fólk getur ekki nýtt sér þann möguleika. Vandi okkar er sá að við höfum ekki aðra valkosti ef Herjólfs nýtur ekki við. 4.200 íbúar í Vest- mannaeyjum treysta á örugga veg- tengingu og við erum tilbúnir að greiða sanngjarnt verð fyrir slíkt. En er það réttlætanlegt að Eyjamenn einir og gestir þeirra þurfi að greiða fyrir samgönguframkvæmdir? Eyja- menn greiða eins og aðrir landsmenn sína skatta sem eiga að renna til vegamála en gjaldtaka í Herjólf er ekkert annað en sérskattur á Eyja- menn. Væri ekki réttast að hækka bíla- skattana þannig að allir borguðu það sama til vegamála og ferju? Nýir tímar, réttlæti og jöfnuður í samgöngumálum. ÓSKAR ELÍAS ÓSKARSSON, Faxastíg 5, Vestmannaeyjum. Mótmæli fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun Herjólfs Frá Óskari Elíasi Óskarssyni Óskar Elías Óskarsson Það gladdi mig að vita nágranna minn Björgvin G. Sigurðs- son aftur sestan á Al- þingi. Ekki vegna þess að ég eigi þar von stórra afreka en Björgvin þekki ég samt af smekkvísi um- fram það sem gætir í fari varamanns hans, Önnu Margrétar Guð- jónsdóttur. Síðasta dag sinn í þingsetu nýtti þingkonan til að útlista í Spegli Rík- isútvarpsins hvernig fá mætti heilt gróðurhús fyrir fullveldi þjóðarinnar. Öllu ósmekklegra verður ásetnings- brot þingmanns varla. Þingmenn þjóðarinnar eru eiðsvarnir Stjórn- arskrá lýðveldisins en sá eiðstafur er framsettur til að verja lýðræði okkar, mannréttindi borgaranna og síðast en ekki síst fullveldi Íslands. Í stuttu máli gerði Anna Margrét, í viðtali við Gunnar Gunnarsson fréttamann, grein fyrir þeim fyr- irætlunum að afla svokallaðra aðlög- unarstyrkja til byggingar á ylrækt- arveri á Suðurnesjum sem sæi Evrópu allri fyrir tómötum. Verk- efnið væri hluti af því að fela Evrópu- sambandinu lausn á at- vinnuleysi, byggðaþróun og upp- byggingu á Suð- urnesjum og yrði þá notast við öllu vís- indalegri og vandaðri vinnubrögð en Íslend- ingar hafa áður fengið að kynnast. Nú má hver trúa því sem vill að hjá Evrópu- sambandinu séu til full- komnar uppskriftir að því hvernig kveða eigi niður atvinnuleysi og koma á hinni allra bestu byggðaþróun. Það vekur engu að síður furðu að innan ESB- ríkjanna fer lítið fyrir því að aðferð- um sem þessum sé beitt enda eru þar víða fólksfáar sveitir og atvinnuleysi er talið í tugum prósenta þar sem verst er í byggðum, t.d. í Oulu í Norð- ur-Finnlandi. Þar er talið að atvinnu- leysi meðal ungs fólks fólks fari langt yfir 50%. Af orðum þingmannsins mátti þó merkja að aðstoð sú sem hún hefur nú milligöngu um fyrir Suð- urnesjamenn sé sérstaklega sniðin fyrir lönd sem ekki eru í Evrópusam- bandinu en Evrópusambandið hefur sérstakan hug á að verði þar. Aðlög- unarstyrkirnir eru vitaskuld styrkir fyrir þá sem laða þarf inn í ESB en eftir það megum við líkt og indjánar á verndarsvæðum búast við að áhug- inn á okkur fari dvínandi. Víst eru allar hugmyndir til auk- innar atvinnusköpunar á Suð- urnesjum vel þegnar og verðlauna- vert að menn beini sjónum sínum þar að. Sem uppalningur í gróðurhúsum hefi ég nokkrum sinnum á und- anförnum áratugum fylgst með um- ræðu um það að risastór ylræktarver rísi á Íslandi. Vonandi er að sá draumur rætist en tómatarækt er af mörgum ástæðum síst þeirra hug- mynda sem fram hafa komið þar sem vigt þeirra er há miðað við verðmæti, en flutningur langur. Mér segir raun- ar svo hugur að það muni síst flýta fyrir þeim áætlunum að fá til þessa hina vísindalegu byggðastjórnun Önnu Margrétar og Evrópusam- bandsins. Fullveldi fyrir gróðurhús Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson »Nú má hver trúa því sem vill að hjá Evr- ópusambandinu séu til fullkomnar uppskriftir að því hvernig kveða eigi niður atvinnu- leysi … Höfundur er bóksali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.