Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 ✝ Bente fæddist íGråsten á Suður- Jótlandi 12. febrúar 1953. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi 26. september 2010. Foreldrar hennar eru Louis Jensen, f. 1926, og Inge Jensen, f. 1929, d. 2006. Systir Bente er Lis Stucke, f. 1957, búsett í Dan- mörku. Hennar mað- ur er Ole Brander, f. 1953, þau eiga tvö börn: Tone, f. 1988, og Malte, f. 1992. Bente var í foreldrahúsum í Hjerting nálægt Esbjerg þar til hún fór í háskólanám í Odense 1972. Hún flutti síðan til Íslands 1975 og bjó hér síðan. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ágúst Hálfdánsson tæknifræðingur, f. 1947, synir þeirra eru: a) Hálfdán Ágústsson veð- urfræðingur, f. 1977, hans kona er Hrafn- hildur Hannesdóttir jarðfræðingur, f. 1977, sonur þeirra er Ýmir, f. 2009. b) Jak- ob Ágústsson verk- fræðingur, f. 1978. Fjölskyldan bjó lengst af í Heið- arhvammi í Mos- fellsbæ. Bente vann á Bókasafni Mosfellsbæjar, þar til hún varð að hætta störfum árið 2001 vegna veikinda. Útför Bente fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 7. október 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku mamma. Nú í dag er kom- ið að hinstu kveðjunni. Þú barðist í nær 14 ár af miklu æðruleysi og jafnaðargeði við veikindin en undir lokin var ljóst að þú gætir ekki meir. Þrátt fyrir að endirinn væri okkur þegar ljós gat ekkert und- irbúið okkur undir missinn og síð- ustu stundirnar með þér. Þessa síðustu 10 daga hef ég lát- ið hugann reika til baka og hugsað um hvað ég vil setja á blað hér. Það eru margar góðar minningar sem leita á mig. Eins og þegar við bjuggum á fjórðu hæð í Kjarrhólmanum og við bræðurnir lékum okkur úti og lærðum að hringja dyrasímanum og biðja þig um kex. Ekki alltaf af því að okkur svengdi, heldur af því að það var svo gaman þegar þú slakaðir kexinu niður í fötu með bandi ofan af fjórðu hæð. Eða eins og fyrsta daginn minn í skólanum sem er að stórum hluta gleymdur. Ég man þó enn vel þeg- ar þú fylgdir mér í gegnum garð- inn okkar, niður allar brekkurnar og í strætóskýlið þar sem ég tók skólabílinn. Þar beiðstu svo eftir mér þegar ég kom aftur heim. Einhvern veginn varð sjálft ferða- lagið í skólann að meira ævintýri heldur en fyrsti skóladagurinn. Það voru líka margar ævintýra- ferðir fjölskyldunnar innanlands. Minnisstæðust eru ferðalögin í stóra jeppanum okkar um íslensku fjöllin. Og allar góðu ferðirnar til Dan- merkur að hitta mormor og morf- ar, ömmu og afa. Það voru margar ferðir þegar við bræðurnir vorum litlir. Og svo aftur nokkrar ferðir eftir að þú veiktist og þú varst enn nógu hress til að ferðast. Ekki var það minna ævintýri þegar þið pabbi komuð til mín á Ítalíu, stuttu áður en þú fórst í fyrstu geislameðferðina. Við flækt- umst um Róm og suður eftir, líkt og unglingar á bakpokaferðalagi. Ég bar farangurinn og sá um að túlka, þið pabbi komuð á eftir og aldrei vissum við fyrr en að kvöldi hvar við myndum gista. Mig grun- ar að þetta hafi verið langir dagar fyrir þig en ég veit líka hve ánægð þú varst með ferðina, þrátt fyrir að veikindin gerðu þér erfitt fyrir. Ég man líka vel þegar við sögð- um þér frá því að þú ættir von á fyrsta barnabarninu. Og svo þegar þið hittust loks í fyrsta skiptið. Þið áttuð margar góðar stundir sam- an, bæði í rólegheitum í hjólastóln- um og þegar Ýmir var að taka fyrstu skrefin og ýtti ömmu sinni í hjólastólnum um öll gólf. Eitt það síðasta sem við ræddum var þegar ég lofaði þér að segja Ými frá ömmu sinni, svo hann muni ekki gleyma henni og eignist líka góðar minningar um hana. Mamma. Þú varst mér fyrir- mynd í því sem ég gerði. Æðru- leysi þitt, jafnaðargeðið, hlýjan og umhyggjan er aðeins fátt af öllu því góða sem ég hef reynt að til- einka mér. Bara að mér takist það jafnvel og þér. Nú, þegar þessu er lokið, er mér ofarlega í huga þakklæti til alls þess góða starfsfólks þar sem þú dvaldir síðustu árin, á líknardeild- inni í Kópavogi og á Hrafnistu. Og til allra þeirra góðu vina sem þú eignaðist og komu iðulega að heimsækja þig. Þinn Hálfdán. Elsku mamma mín. Það er afskaplega óraunverulegt að þú skulir vera farin. Það verður skrítið að heimsækja þig ekki lengur og spjalla. Síðustu mánuðir voru þér mjög erfiðir og það er erfitt að sætta sig við að þú fékkst ekki að vera með okkur aðeins lengur. Þótt minningarnar séu margar um erfið tímabil og margar sam- ofnar veikindunum á ég líka marg- ar góðar minningar, t.d. um okkur fjölskylduna heima í Mosó þegar við bræðurnir vorum yngri. Þú varst alltaf heima og alltaf til stað- ar fyrir okkur fyrstu skólaárin, ótrúlega myndarleg húsmóðir og góð mamma. Ég minnist líka heim- sóknanna til mormor og morfar í Danmörku sem voru hápunktarnir á sumrinu fyrir okkur bræðurna, og skemmtilegur og góður tími fyrir okkur fjölskylduna. Þú byrjaðir að vinna á bókasafn- inu í Mosó þegar við urðum eldri og ég veit að það gaf þér mikið að fá að vinna þar og að þú áttir margar góðar stundir þar með góðum vinkonum og samstarfs- félögum. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna þegar þú greindist með heilaæxli 1997, þótt maður ætti erfitt með að skilja hvað það þýddi þegar maður var upptekinn við að verða fullorðinn með öllum þeim vaxtarverkjum sem því fylgdi. Þegar ég kom heim í sumarfrí frá námi í Danmörku vorið 2000 varstu byrjuð í fyrri geislameð- ferðinni en þér hafði hrakað mikið frá því ég flutti út hálfu ári áður. Þótt meðferðin hafi verið þér mjög erfið hindraði það þig ekki í því að fara með okkur fjölskyldunni í sumarfrí til Englands nokkrum dögum eftir að meðferðinni lauk, sú ferð var okkur öllum mjög dýr- mæt. Þig munaði heldur ekki um að koma til mín til Álaborgar þeg- ar ég útskrifaðist og þú varst svo stolt af mér. Síðustu árin gastu ekki lengur búið heima vegna veikindanna en þú tókst því af miklu æðruleysi og trúðir því alltaf að þú kæmist heim aftur. Enda heillaðir þú alla sem hjúkruðu þér með framkomu þinni og persónuleika og eignaðist góðar vinkonur meðal starfsfólksins sem ég veit að voru þér mjög dýr- mætur stuðningur. Mér þykir svo vænt um hvað við áttum mörg góð samtöl síðustu ár- in um hvernig okkur leið og þú gafst mér svo mikið með umhyggj- unni þinni og æðruleysinu enda oftast með mun meiri áhyggjur af mér en sjálfri þér. Elsku mamma, þú ert mér svo mikil fyrirmynd og átt alltaf eftir að hjálpa mér að minna mig á hvaða hlutir skipta máli í þessu lífi og hvað er hjómið eitt. Að lokum vil ég koma á fram- færi innilegum þökkum til alls þess indæla og góða starfsfólks sem hjúkraði þér og hjálpaði í veikindunum. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þinn Jakob. Fyrir rúmum þrjátíu árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bente Jensen sem þá var nýflutt til landsins frá Danmörku. Bente og Ágúst kynntust þegar þau stunduðu framhaldsnám við skóla í Óðinsvéum í Danmörku og svo fór að þau hófu búskap á Ís- landi. Fyrst bjuggu þau í Reykja- vík og Kópavogi en fluttu síðan í Mosfellsbæ þar sem þau byggðu sitt framtíðarheimili. Bente og Ágúst eignuðust tvo myndarlega stráka og kaus Bente að vinna heima við uppeldi þeirra fyrstu ár- in. Þegar þeir voru orðnir stálp- aðir og orðnir vel sjálfstæðir fór hún á út á vinnumarkaðinn og vann á Bókasafni Mosfellsbæjar. Nokkrum árum eftir að hún byrj- aði að vinna utan heimilis greindist hún með ólæknandi sjúkdóm sem að lokum hafði undirtökin í þeirri baráttu sem tók rúman áratug. Óréttlæti heimsins er ekki mæl- anlegt. Ég á margar góðar minn- ingar eftir heimsóknir mínar á heimili Bente og fjölskyldu. Þar var alltaf gaman að koma, stoppa smástund og njóta ómældrar gest- risni. Í heimsóknunum var um- ræðuefnið oft ýmis eða væntanleg ferðalög eða það sem helst var til umræðu í þjóðfélaginu hverju sinni. Þá lagði Bente jafnan sitt til málanna af sínum góða danska húmor og sá oft spaugilegu hlið- arnar á málunum. Það var erfitt að fylgjast með þeirri baráttu sem Bente háði við veikindi sín. En hún sýndi ótrúlega þolinmæði og hafði beittan vilja og gat fyrir vikið haldið starfsþreki sínu lengur en ætla mætti. En það sýndi manni einnig hversu ógnarsmár maður getur verið og að geta ekki komið við neinum vörnum. Af slíku lærir maður mikið og metur ýmislegt upp á nýtt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Bente og átt hana að vini í áratugi. Ég votta Ágústi, sonum, tengdadóttur, ömmustrák og öðru venslafólki innilega samúð mína. Blessuð sé minning Bente Jensen. Jón Sigurðsson. Okkar kæra vinkona Bente er látin. Þó að andlát hennar hafi ekki átt að koma á óvart var samt sárt að fá fréttina. Bente og fjöl- skyldu kynntumst við fyrir rúmum 30 árum þegar við bjuggum í sama stigagangi fjölbýlishúss í Kópa- vogi. Vinskapur hefur haldist alla tíð þótt fjölskyldurnar hafi innan þriggja ára flutt hvor í sína áttina. Bente, Ágúst og synir þeirra, Hálfdán og Jakob, fluttu í útjaðar Mosfellsbæjar í lok ársins 1982. Heimsóknir okkar með börnin til þeirra í sveitina, eins og það var kallað, vakti alltaf tilhlökkun því þar fengu börnin að upplifa ým- islegt annað en þau áttu að venj- ast, til dæmis að sitja með Ágústi á fjórhjólinu og vélsleðanum eða grafa stærri snjóhús en þekktust í Kópavoginum. Inni í íbúðarhúsi beið heitt kakó og heimabakað bakkelsi að hætti Bente. Bente var sterkur persónuleiki sem krafðist lítils fyrir sig en kunni vel að gleðjast með öðrum. Hún kunni að meta fallega og vel hannaða muni en venjulegt mann- anna glys og prjál var henni þó fjarlægt. Fegurð og fjölbreytileiki náttúrunnar var henni hins vegar hugleikin og naut hún sín vel í því fallega umhverfi sem fjölskyldan hafði valið sér til búsetu. Berja- ferðir voru henni þannig t.d. annað og meira en einungis að fylla ílát, þær voru efni í góðar sögur og minningar sem hún hafði gaman af að deila með öðrum. Skopskynið var skemmtilegt og hláturinn inni- legur. Þótt Bente nyti sín vel í fé- lagsskap fjölskyldu og vina virtist hún kunna einstaklega vel að njóta tímans sem hún átti með sjálfri sér. Hún hafði mikið dálæti á blómum, alltaf voru þau falleg hjá henni og virtust lifa endalaust. Handavinnu hafði hún gaman af, prjónaði, saumaði út, knipplaði blúndur og dúka. Þá las hún mikið alla tíð. Hún starfaði á bókasafni Mosfellsbæjar í nokkur ár eða meðan kraftar hennar leyfðu, en Bente greindist með mein í höfði árið 1997. Þá hófst nýr kafli í lífi hennar, sannarlega erfiður, en sem sýndi vel þann mikla andlega styrk sem hún bjó yfir þótt hinn lík- amlegi máttur minnkaði smám saman. Lestur, ráðning krossgátna og Sudoku var dægrastytting sem virtist gefa henni ótrúlega mikið á þeim tíma þegar hreyfigetan var orðin lítil. Þegar við komum í heimsóknir var henni meira í mun að segja af sínu fólki hér og í Dan- mörku og fá fréttir af okkar fjöl- skyldu en tala um sjálfa sig og sína stöðu. Í síðustu heimsókn okkar til Bente sögðum við henni að við værum á leið til Danmerkur. Þótt hún gæti ekki kvatt okkur með orðum vissum við að það fylgdi okkur góð ferðakveðja til þess staðar þar sem þau Ágúst höfðu dvalið á námsárum sínum. Við skynjuðum líka að kveðja okk- ar hafði dýpri merkingu en áður. Það var gefandi að kynnast og eiga Bente Jensen að vinkonu. Fyrir það erum við þakklát og vonum að minningar um hana verði öllum þeim sem hana syrgja styrkur. Inga Lára og Ólafur Haukur. Bente Stucke Jensen kynntumst við persónulega haustið 1989 þeg- ar hún réð sig til starfa í Bókasafn Mosfellsbæjar. Hún hafði þá verið tryggur kúnni safnsins um skeið ásamt gullmolunum sínum, sonun- um Hálfdáni og Jakobi. Bente var Jóti, sem er danskara en allt danskt, en hafði þó öðlast mjög gott vald á íslensku. Við átt- um það til í bókasafninu að bregða fyrir okkur fleygum frösum úr Matadorseríunni eða tala prent- smiðjudönsku og vissum ekki hvernig hún tæki slíkri meðferð á móðurmáli sínu. Henni fannst þetta mjög skondið og sagðist ætla að taka okkur upp á band og spila fyrir landa sína svo þeir gætu heyrt hvernig Íslendingar töluðu dönsku. Bente reyndist hörkugóður starfsmaður, áhugasöm, traust, vandvirk, nákvæm og hamhleypa til verka. Þannig þarf fólk að vera sem starfar í almenningsbókasafni því verkefnin eru ótrúlega fjöl- breytt. Þegar safnið var opnað í nýju húsnæði 1995 voru útlán tölvuvædd í fyrsta sinn og hafði Bente m.a. yfirumsjón með þeim. Hún small inn í samstarfshópinn og aldrei hefur borið skugga á vin- áttuna. Margt var brallað, bæði til fróðleiks og skemmtunar, innan- lands og utan. Við sóttum vina- bæjamót á Jótlandi 1996 og lengd- um ferðina. Heimsóttum æskuheimili Bente í Esbjerg þar sem okkur var tekið með kostum og kynjum og við gistum eina nótt. Svo fengum við lánaðan fjölskyldu- bílinn og ókum norður til Skagen. Ógleymanleg ferð með Bente sem leiðsögumann hópsins. Parísarferð okkar starfsmanna 1998 var einnig ógleymanleg. Bente var flink í höndunum; prjónaði munstraðar peysur og saumaði út. Hún las mikið og var vel liðtæk í bókmenntaumræðunni. Tímaritið Söndag fékk hún sent frá Danmörku og færði okkur samviskusamlega að loknum lestri, líka eftir að hún hætti störfum. Þá var hún líkt og fleiri starfsmenn bókasafnsins áhugamanneskja um matargerð og spunnust oft um- ræður um lostæti, prjónles eða dönsk málefni. Það er ævintýralegt að koma að Heiðarhvammi, í þá skógar- og fuglaparadís sem heimili Bente og Ágústs er. Gömul tré gróðursett af fyrstu eigendum setja svip á lóðina og Ágúst og Bente héldu þeirri vinnu áfram. Alltaf höfðinglegar móttökur, hvort sem komið var á vélsleða eða í lok gönguferðar að sumri. Bente þurfti að hætta að vinna af heilsufarsástæðum í byrjun árs 2002. Vinnufélagi var kvaddur en vinurinn ekki. Hún heimsótti okk- ur reglulega í safnið, sótti uppá- komur og fylgdist með. Í maí sl. heimsóttum við hana í Boðaþing, þar sem hún tók á móti okkur með dekkað borð í rúmgóðu herbergi og útsýni að Esjunni og Mosfells- sveitinni. Bente talaði ekki af sér um sínar tilfinningar og einkamál, en nær- vera hennar var alltaf mjög nota- leg og hugulsemin var henni eig- inleg. Það hefur tekið okkur sárar en orð fá lýst að fylgjast með veik- indabaráttu hennar. Jafnframt höfum við dáðst að æðruleysinu og þeim andlega styrk sem hún sýndi allan tímann. Starfsmenn Bókasafns Mosfells- bæjar kveðja kæra samstarfskonu og vinkonu með söknuði og þakk- læti og votta Ágústi og fjölskyldu innilega samúð. Helga Jónsdóttir og Marta Hildur. Bente Stucke Jensen Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns Halldórs Ing- ólfssonar, eða Dóra kokks eins og hann er þekktur í minni fjölskyldu. Ég kynntist Dóra í fyrsta túrnum mínum á Verði ÞH árið 1984. Þar myndaðist vinskapur sem entist til Halldór Margeir Ingólfsson ✝ Halldór MargeirIngólfsson sjó- maður fæddist í Hrís- ey 20. apríl 1940. Hann lést á Landspít- alanum 29. september 2010. Eiginkona Halldórs er Elísabeth Esther Lunt, f. 13. maí 1945. Börn Halldórs eru Álfhildur, f. 1959, Sigríður, f. 1961, Halldór M., f. 1964, Guðjón K., f. 1966 og Hafsteinn S., f. 1970, d. 1992. Halldór stundaði sjómennsku alla sína starfsævi. Útför Halldórs verður gerð frá Fosvogskapellu í dag, 7. október 2010, og hefst athöfnin kl. 11. síðasta dags. Við fyrstu kynni kom í ljós að Dóri var mikill bíla- og tækjakall. Það fyrsta sem við brösuðum saman fyr- ir utan vinnu var að rífa gamlan Volvo sem hann notaði í varahluti. Við nánari kynni kom í ljós að á ferð var mikill sóma- maður sem gaman var að umgangast og vinna með. Það voru ekki fáir kaffibollarn- ir sem runnu eða fílterslausu Camel sem brunnu þegar við vorum í bíla- og tækjaumræðum um borð. Eftir að sjómannsferli mínum lauk vor- um við Dóri í góðu sambandi. Ég framkvæmdi eitt og eitt viðvik fyrir hann varðandi húsbílaframkvæmd- ir og fékk í soðið í staðinn. Ég þakka fyrir að hafa eignast Dóra sem vin og samferðarmann þessi ár. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúðar. Þór Pálsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.