Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRÍPIÐ TÆKI- FÆRIÐ! ÉG LÆT EKKI SEGJA MÉR ÞAÐ TVISVAR ÞAÐ VAR MIKLU AUÐVELDARA AÐ HRÆÐA FÓLK HÉR ÁÐUR FYRR FYRST ÞÚ ERT STAÐIN UPP... ERTU TIL Í AÐ NÁ Í BJÓR HANDA MÉR OG DREKKA HANN FYRIR MIG HANNHLÝTUR AÐ VERA LATASTI MAÐUR Í HEIMI ÆI NEI! GRÍMUR ER AÐ FELA SIG Í GOLFTÖSKUNNI HANS TIGER WOODS!?! EF HANN PASSAR SIG AÐ VERA ALVEG KYRR ÞÁ TAKA ÞEIR KANNSKI EKKI EFTIR HONUM HVAÐA HOLA ER NÆST? ÞESSI ER ERFIÐ. EF ÞÚ SLÆRÐ EKKI ÞRÁÐBEINT ÞÁ FER ÞETTA ALLT Í HUNDANA HVERNIG VAR Í SKÓLANUM, ELSKAN MÍN? VIÐ FENGUM VERKEFNIÐ OKKAR TIL BAKA Í DAG ÞÚ FÉKKST AUÐVITAÐ TÍU ER ÞAÐ EKKI? HAFÐI HÚN ORÐ Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ VÆRIR SKAPANDI? NEI, SVO GAF HÚN MÉR EKKI NEMA SEX GERÐI HÚN HVAÐ!?!? HÚN ÆTLAÐI AÐ GEFA MÉR LÆGRA EN ÉG VAR DREGINN UPP FYRIR AÐ HAFA FALLEGA RITHÖND ÉG SÆKI ÞIG Á MORGUN MAY FRÆNKA FARÐU VARLEGA Í MYRKRINU PETER ÞAÐ ER ALLT RAFMAGNSLAUST JÁ...ÉG VEIT ÞAÐ ER ÓTELJANDI FÓLK Í VANDRÆÐUM Í ÞESSU RAFMAGNSLEYSI ÞETTA ER OF MIKIÐ FYRIR EINN MANN MEIRA AÐ SEGJA MIG Hringekjan Ég er áskrifandi að RÚV eins og allir landsmenn, hvort sem þeir vilja eða ekki. Á laugardögum hefur Spaugstofan haft að- dráttarafl en nú er hún ekki lengur þar. Það voru ekki til peningar til að hafa þá áfram, í staðinn kemur Hring- ekjan. Það hljóta að vera sjálfboðaliðar sem halda þættinum uppi. Fagmennskan er slík að það var sem farið væri 20 til 30 ár aftur í tímann. Þegar þátturinn var hálfn- aður langaði mig að hætta að horfa en hélt það út til enda til að vita um hvað ég væri að tala. Þetta er ekki skemmtiþáttur, í mesta lagi lélegur viðtals- og fréttaþáttur. Hvílík hörmung. Erla. Lokið Alþingi Við værum betur sett með einn alls- herjar ráðamann með hirð manna í kringum sig til að stjórna. Ég ætla ekki að ræða núna um stjórn þessa þings. Sumir stjórnarmenn eru með mjög góða hugsun um það hvernig sé best að bjarga okkur úr þessari neyð en aðrir sem við stjórnvöl standa væru betur komnir í rusla- hreinsun í fjörunni í kringum landið okkar. Ég ætla aðeins að ræða um mótmælaaðgerðir undanfarið. Mér hefði fundist réttara hjá þessu launalitla og svanga fólki að borða frekar eggin, tóm- atana, sveppina og skyrið sem það ónýtti með sinni aðgerð á þessum tímamótum. Kostnaður vegna bekkjanna, sem það brenndi á báli og biður svo borgarstjórn um nýja þegar það fer að vora, lendir svo á borg- arbúum. Áskorun til borgarbúa: Hættið eyðileggingu verð- mæta ykkar. Meðal þessa fólks eru ein- staklingar sem eru færir um að syngja kröftuga baráttusöngva með tilheyrandi hávaða. Hættið að brjóta glugga, brenna bekki og borðið held- ur matinn sem þið kastið. Kristjana Vagnsdóttir. Hleri tapaðist Hleri af kerru tapaðist á milli Blönduóss og Borgarness fyrir nokkru. Finnandi hafi samband við Gunnar í s. 862-9787. Sími tapaðist Stúlka tapaði hvítum LG-síma sl. laugardag einhvers staðar á leiðinni Álfaskeið – Fjörður – Kringlan. Finnandi hringi í síma 8629787. Ást er… … að blaðra ekki stanslaust um vinnuna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur II kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist/prjónakaffi kl. 13, bókmenntaklúbbur kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður kl. 9, botsía kl. 9.30, helgistund. kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók- band kl.13, almenn handavinna. Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15, vídeóstund kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 9. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í kennarahúsi kl. 14. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handavinna kl. 10, botsía kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefn.kl. 9.05, málm-/silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, myndlistarhóp. kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna/brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, handavinna, karla- leikfimi og námskeið í leðursaumi kl. 13, botsía kl. 14, Garðakórinn, æfing kl. 16.15. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Vinnustofur opnar frá hádegi, m.a. myndlist, umsj. Nanna S. Bald- ursd. búta-/perlusaumur. Miðvikud. 13. okt. ferð í matarveisluna Sauðkindin, skráning á staðnum og s. 575-7720. Hraunsel | Rabb kl.9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, pílukast/félagsvist kl. 13.30. Leik- húsferð 17. okt. Helgi Seljan næst 21. okt. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Boð- anum kl. 13. Pútt við Kópavogslæk kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er listasmiðja Korpúlfa með gleriðnað og tréútskurð kl. 13. Sundleikfimi á morgun kl. 9.30 í Graf- arvogssundlaug. Norðurbrún 1 | Handavinna/leirlist kl. 9-16. Vinnustofa í útskurði op.allan daginn. Norðurbrún 1 | Nánari upplýsingar í síma 411-2760. Vesturgata 7 | Handav./glerskurður og ganga kl. 9.15, hádegismatur kl. 11.30, kertaskreyting og kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, postulínsmálun kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar, framhaldssaga kl. 12.30, handa- vinnustofan kl. 13, spilað og stóladans kl. 13, myndasýning kl. 13.30. Sigrún Haraldsdóttir hitti kerl-inguna frá Skólavörðuholtinu á Kaffi Loka og spurði hana hvort hún ætti ekki vísu fyrir karlinn á Laugavegi. Hún var afundin og svaraði: Ég krefst þess að skýrt þú skrifir svo skilja það karlinn megi að hátt er ég hafin yfir hyskið á Laugavegi. Og Sigrún skrifar: „Mér fannst hún óþarflega hrokafull og eftir að hafa gengið svolítið á hana þá er mig farið að gruna að hún sé með einhverja kvíðaröskun því hún sagði: Ég kvíði því að karl í leyni kyssi á mér varirnar og þarnæst til mér þröngva reyni að þvo af honum spjarirnar.“ Ingólfur Ómar Ármannsson slær á létta strengi: Forðum gjarn á glens og svall gleði þráði að njóta, þá var iðkað ástarbrall oft á milli fóta. Tíðum þá mig fýsti í fjör, fyrrum lítt ég pældi, þá var ég til ásta ör og ungar meyjar tældi. Logi Óttarsson sendi hlýja kveðju til Vísnahornsins og henni fylgdi haustvísa: Fjöllin grá og berin blá. Börnin smá í menntun ná. Bændur slá og hirða há. Haustið má víst greina þá. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingu og karli í leyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.