Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Það þykir tíðindum sæta þegar nýtt einkarekið apótek er opnað á Íslandi stóru keðjanna. Eitt slíkt hefur fljótlega starfsemi í Kaupangi, þar sem knattspyrnubarinn Mongó var áður til húsa.    „Ég vona að Akureyringar verði stoltir af því að fá lítið olíufyrirtæki í bæinn,“ sagði Ágúst Torfi Hauks- son, stjórnarformaður Orkeyjar, þegar fyrsta lífdísilverksmiðja landsins, sem sagt er frá hér til hlið- ar, var formlega kynnt í gær.    Ágúst Torfi er einn stofnenda fyrirtækisins. „Við viljum heldur byrja rólega frekar en sigra heim- inn,“ sagði hann í gær. Ef allir hugs- uðu nú svona, varð einum viðstaddra þá að orði ...    Tækjabúnaður í verksmiðju Orkeyjar er smíðaður á Akureyri. Einn tankurinn sem notast er við var merktur Smjörlíkisgerð KEA. Mörgum fannst það vel við hæfi.    Söguleg stund rennur upp í sögu Leikfélags Akureyrar í næstu viku, miðvikudaginn 13. október. Þá verð- ur frumsýnd 300. sýningin í sögu LA, sem stofnað var árið 1917.    Það er klassískur gamanleikur, Þögli þjónninn eftir Nóbelsskáldið Harold Pinter, sem frumsýnt verður í næstu. Pinter hlaut Nóbels- verðlaun í bókmenntum árið 2005 og er fyrsta leikskáldið sem hlýtur þessi merkilegu verðlaun.    Dömulegir dekurdagar verða haldnir í þriðja sinn á Akureyri um komandi helgi. „Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman – gleðja bæði líkama og sál,“ segir Margrét Blöndal verkefnisstjóri. Sérstök tilboð verða fyrir kvenpen- inginn í ríflega 60 fyrirtækjum af ýmsum toga um allan bæ.    Jón Jónsson, ein efnilegasta hljómsveit landsins, er með tónleika á Græna hattinum í kvöld. Á morgun stíga svo Helgi Björnsson og Reið- menn vindanna þar á svið. Á laug- ardagskvöldið verða 100. tónleikar ársins á Græna hattinum. Geri aðrir betur! Þá kemur fram hljómsveitin Bloodgroup ásamt strengjakvartett. Morgunblaðið/Skapti 300 Atli Þór Albertsson eftir frum- sýningu Rocky. Þeir Guðmundur Ólafsson leika í Þögla þjóninum. LA frum- sýnir 300. verkið 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Framleiðsla á vistvænu eldsneyti, lífdísil, er að hefjast á Akureyri. Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Það er nýsköpunarfyrirtækið Ork- ey sem ríður á vaðið og ráðgerir framkvæmdastjóri þess að framleidd verði um 300 tonn eldsneytis á fyrsta starfsári. Til samanburðar sagði hann í gær að það væri margfalt það magn sem dísilknúnir bílar á Akur- eyri nota á einu ári og auðveldlega mætti auka framleiðsluna til muna. Tilraunir hafa verið gerðar með framleiðslu lífdísils á Akureyri og hefur einn strætisvagna bæjarins verið knúinn með blöndu af því og dísilolíu frá því á síðasta ári og það þótti takast mjög vel. Verksmiðja Orkeyjar var form- lega vígð í gær þegar bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvins- son, klippti á borða. Eldsneytið verður að mestu unnið úr úrgangs-steikingarolíu frá veit- ingastöðum og dýrafitu, en einnig úr öðrum úrgangi, að sögn Kristins Sig- urharðarsonar, framkvæmdastjóra Orkeyjar. Kristinn sagði Morgunblaðinu í gær að Orkey væri þegar byrjuð á samstarfsverkefni með bændum í Eyjafirði við að rækta repju. Eftir að fóður hækkaði jafn mikið í verði og raun ber vitni borgi það sig fyrir bændur að rækta jurtina, Orkey vinni olíu úr fræinu og bændur nýti síðan hratið sem fóður. Kristinn nefndi að 300 tonn yrðu framleidd í verksmiðjunni fyrsta árið og er þá miðað við tæplega átta stunda vinnudag. „Við getum síðan aukið afköstin verulega og margfald- að framleiðsluna. Með því að vinna allan sólarhringinn gætum við þre- faldað framleiðsluna og síðan þre- faldað hana aftur með aukinni sjálf- virkni,“ sagði Kristinn í gær. Spurður segir Kristinn mjög lík- legt að verksmiðjan stækki, því markaðurinn sé nægur. Margir vilji kaupa lífdísil og eina spursmálið sé að fá hráefni. Fyrirtækið var stofnað í febrúar árið 2007 og hefur síðan þá kannað ýmsa möguleika á framleiðslu lífdís- ils, jafnt úr erlendu sem innlendu hráefni. Tilgangur Orkeyjar er að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa og mun fyrirtækið leitast við að taka þátt í framförum á því sviði að sögn framkvæmdastjórans. Orkey mun ekki selja eldsneyti beint á bíla. N1 vill kaupa alla fram- leiðslu fyrirtækisins; það selur lífdí- sil á einum stað í Reykjavík en vill minnka innflutning og kaupa af Ork- ey í staðinn. Áhugasamir kaupendur eru þó mun fleiri, segir Kristinn. Fyrsta lífdísilverksmiðja landsins í gagnið á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Af stað Ágúst Torfi Hauksson, Kristinn Sigurharðarson og Eiríkur Björn Björgvinsson, sem klippir á borðann.  „Getum margfaldað framleiðsluna“  Samstarf við bændur um ræktun repju Hluthafar í Orkey eru þrettán. Sá stærsti er finnska fyrirtækið Aura Mare, sem kom að rekstrinum við hlutafjáraukningu á síðastliðnu ári, en aðrir eru N1, Stofnverk, Tækifæri, Arngrímur Jóhannsson, Hafnar- samlag Norðurlands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ. Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum en áður hafði reyndar verið stofnað félag sem hugðist setja á fót stóra verksmiðju og vinna olíu úr repju í sam- starfi við Kanadamenn. Til stóð að reisa hana í Krossanesi þegar fiskimjölsverksmiðjan yrði lögð niður og vinna þar olíu úr kanadískri repju. Úr því varð ekki og í Krossanesi er nú afl- þynnuverksmiðja. Finnar eiga stærstan hlut ÞRETTÁN HLUTHAFAR Í ORKEY Repja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.