Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Á fyrsta menningarkvöldi októ- bermánaðar af fimm í sveitarfé- laginu Árborg, verður Páls Lýðssonar frá Litlu-Sandvík minnst. Páll var oddviti, bóndi og virtur fræðimaður. Sérstakur gestur verður Halldór Blöndal, fyrrverandi al- þingismaður, og mun hann segja sögur af kynnum þeirra Páls. Flutt verður tónlistar- atriði frá Tónlistarskóla Árnes- inga í umsjón Guðmundar Pálssonar, einnig syngur Ragnheiður Blöndal. Umsjónarmaður dag- skráinnar er Kjartan Björnsson. Menningarkvöldið er í kvöld, fimmtudag, í Leik- húsinu við Sigtún, og hefst dagskráin klukkan 21. Menningarkvöld Páls Lýðssonar fræðimanns minnst Páll Lýðsson Imagine Reykjavík er yf- irskrift ólíkra viðburða sem endurspegla friðarboðskap John Lennon og Yoko Ono. Einn viðburðanna er málþingið Myndlist og andóf, sem verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og hefst klukkan 20 í kvöld. Jón Proppé listheimspek- ingur stýrir málþinginu en auk hans hafa framsögu myndlist- arkonurnar Hildur Hákonardóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir. Allar hafa þær beitt myndlist til samfélagsgagnrýni og leitað leiða til að opna umræðu og koma pólitísk- um skilaboðum áleiðis gegnum verk sín. Málþing Rætt um myndlist og andóf Hildur Hákonardóttir Stella Sigurgeirsdóttir mynd- listarkona opnar klukkan 16 á morgun sýningu í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns Reykja- víkur, Grófarhúsi, Tryggva- götu 15. Stella útskrifaðist úr Listaháskóla íslands árið 2000 og er þetta hennar 15. einka- sýning. Á sýningunni í Artóteki verða gömul og ný verk, til að mynda bókverk, vatnslitaverk og textaverk. Þá sýnir Stella ljósmyndaseríu sem nefnist Rauða leiðin, u.þ.b. 5 km – Ferðalangar. Sýningin stendur til 21. nóvember og er opin til kl. 19 virka daga og kl. 13-17 um helgar. Myndlist Stella Sigurgeirs- dóttir í Artóteki Ferðalangar, verk eftir Stellu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Kristof Magnússon, rithöfundur, leik-skáld og þýðandi, hefur fengið mikiðlof í Þýskalandi fyrir nýja bók sína„Das War Ich Nicht“. Hann var meðal höfunda sem tilnefndir voru til þýsku bókmennta- verðlaunanna í ár og ræddi við blaðamann á bók- menntahátíðinni í Frankfurt í gær. „Tilnefningin kom mér á óvart,“ segir hann hreinskilnislega. „Bókin kom út í janúar og ég bjóst ekki við að nokkur myndi eftir henni. En hún hefur gengið vel, var þýdd á frönsku, ítölsku og hollensku og lenti á metsölulista Spiegel, nokk- uð sem kom mér gjörsamlega í opna skjöldu.“ Bókinni lýsir Kristof sem ástarsögu úr banka- heiminum. „Hún fjallar um þrjár persónur, bankastrák, rithöfund og bókmenntaþýðanda. Það var heppilegt að ég rataði á þetta viðfangs- efni. Ég byrjaði að skrifa bókina fyrir banka- kreppuna og var næstum búinn þegar allt hrundi. Það var ágæt kynning, sem kostaði að vísu nokkra milljarða evra, en hjálpaði bókinni mikið.“ Hann brosir strákslega. „Söguþráðurinn er þannig að bankastrákurinn verður ástfanginn af þýðandanum. Hann er bara óbreyttur starfsmaður, en byrjar að taka meiri og meiri áhættu til að líta vel út og gerir það bara af því að hann er ástfanginn. Það má segja að það fari fyrir honum eins og Jerome Kerviel í Frakk- landi, sem tapaði fimm milljörðum evra og setti Societe Generale næstum því á hausinn – nema það tekst hjá söguhetjunni minni.“ Tækifæri fyrir Íslendinga – Fylgdistu með hruninu heima á Íslandi? „Já, ég fékk algjört áfall, hringdi í ættingja og vini til að athuga hvað væri í gangi og fór til Ís- lands í nóvember 2008. Eftir það fór ég oft til Ís- lands, fannst mikilvægt að fylgjast með og skrif- aði nokkrar blaðagreinar, meðal annars fyrir þýska Financial Times. Nú er ég að skrifa ferða- bók um Ísland og þar verður kafli um hrunið, því mér finnst það áhugavert og svo hef ég áhyggjur af þjóðinni. Ég held samt að í þessu felist tækifæri fyrir Íslendinga og staðan er ekki eins slæm og ég bjóst við í byrjun.“ Faðir Kristofs er Magnús Magnússon, sonur Magnúsar Þorsteinssonar, stofnanda Freyju, en hann flutti til Hamborgar á sjötta áratugnum er hann giftist þýskri konu. Kristof fæddist árið 1976 og er uppalinn í Þýskalandi. „En ég er mikið á Ís- landi og mér þykir vænt um fólkið og menn- inguna. Það ýtir undir það, að ég er þýðandi og því mikið í íslenskum hugarheimum.“ Fyrri skáldsaga Kristofs nefnist Zuhause og gerist á Íslandi. „Það hljómar eins og ævisaga, en bókin fjallar um ungan mann sem búsettur er í Þýskalandi en á íslenska ættingja og ferðast þangað í fyrsta skipti í langan tíma. Þá gerist ým- islegt sem verður til þess að hann verður margs vísari um fortíð sína. Upphafið má rekja til þess að hann uppgötvar á myndbandaleigu að hann sé skráður dauður í þjóðskránni. Og það hefur gerst held ég, að minnsta kosti hef ég heyrt þá sögu, um mann sem fór á myndbandaleigu og strákurinn í afgreiðslunni sagði: „Þú ert dauður!“ Þrekraun að þýða Þórberg – Svo ert þú mikilvirkur þýðandi! „Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson kem- ur út á næsta ári, svo hef ég fengist við þýðingar á Stormi eftir Einar Kárason, Tíu ráðum Hallgríms Helgasonar, Ofsa Einars Kárasonar, Vetrarsól Auðar Jónsdóttur, Konum Steinars Braga, Blys- förum Sigurbjargar Þrastardóttur og ýmsu öðru. Það koma því fjölmargar bækur út á næsta ári.“ – Það hlýtur að vera erfitt að þýða Þórberg? „Já,“ segir Kristof með áherslu. „Það er ótrú- lega gaman, en samt það erfiðasta sem ég hef fengist við, þetta var þrekraun! Nú er gaman að lesa þýðinguna, en þegar ég byrjaði staldraði ég við annað hvert orð: Hvað í andskotanum er þetta!? Og þegar ég áttaði mig á orðinu, þá vissi ég ekki hvort það var írónískt eða fyrir alvöru. En þetta var mjög gefandi reynsla.“ – Og Blysfarir Sigurbjargar eru sensúelar! „Já, ég var mikið að velta fyrir mér hvernig ætti að þýða orð eins og örtotta,“ segir hann brosandi. „Þú mátt alls ekki skrifa það,“ bætir hann við og hlær innilega. En skaðinn er skeður, orðið komið á blað. „Ég er mikill aðdáandi ljóða Sigurbjargar, þýddi nokkur fyrir bókmenntatímarit og hlakka til að ljúka verkinu.“ Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Kristof Magnússon tók þátt í pallborðsumræðum og veitti viðtöl á hátíðinni í Frankfurt í gær. Ástarsaga úr bankaheimi  Kristof Magnússon tilnefndur til þýsku bókmenntaverðlaunanna  Skrifar bók um Ísland  Margar þýðingar á verkum íslenskra höfunda í farvatninu Í hádeginu í dag verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bók- menntum í ár. Að vanda hafa nöfn margra höfunda borið á góma, sem líklegra verðlaunahafa, og hafa sum- ir þeirra ítrekað verið orðaðir við verðlaunin, eins og bandarísku höf- undarnir Cormac McCarthy og Phil- ip Roth. Síðustu daga hefur nafn minna þekkts höfundar hinsvegar komist efst á lista evrópskra veðbanka, eins og hins breska Ladbroke’s, sem sá líklegasti til að hreppa verðlaunin. Er það keníski rithöfundurinn Ngugi wa Thiong’o. McCarthy var annar á listanum í gær, japanski rit- höfundurinn Haruki Marukami þriðji og sá fjórði líklegasti, sam- kvæmt Ladbroke’s, var sænska ljóð- skáldið Thomas Tranströmer. Ngugi wa Thiong’o er skáldsagna- höfundur, fræðimaður og aðgerða- sinni og er prófessor í bókmenntum við Kaliforníuháskóla. Hann byrjaði að skrifa á ensku en eftir að hafa verið haldið í fangelsi í heimalandinu án ákæru eftir að hafa skrifað um- deilt leikrit árið 1977, ákvað hann að skrifa framvegis á móðurmáli sínu, gikuyu. Samkvæmt Svenska Dagbladet hallast margir sænskir bókmennta- menn að því að Roth eða Alice Munro hljóti verðlaunin. Nið- urstaðan verður ljós í dag. efi@mbl.is Hver fær Nóbels- verðlaun? Veðbankar hallast að Ngugi wa Thiong’o Líklegur verðlaunahafi? Keníski rithöfundurinn Ngugi wa Thiong’o. Arkitektinn Zaha Hadid, sem starf- ar í London, hlýt- ur Riba Sterling- arkitekt- úrverðlaunin í ár, fyrir hönnun Maxxi Sterling- samtíma- listasafnsins í Rómarborg. Verðlaunin, sem nema um 32.000 dölum, eru veitt arkitekt fyrir bygg- ingu sem er byggð eða hönnuð í Bretlandi og er talin vera merkasta framlagið til breskrar bygging- arlistar hvert ár. Næsta stóra verkefni Hadid er miðstöð fyrir vatnaíþróttir sem verður vígð á Ólympíuleikunum í London eftir tvö ár. Zaha Hadid verðlaunuð fyr- ir Maxxi-safnið Zaha Hadid Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins verkið Transaquania – Into Thin Air. Höfundar verksins eru listamenn sem allir hafa getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi, dansararnir Erna Ómarsdóttir og Da- mien Jalet ásamt myndlistarkonunni Gabríelu Friðriksdóttur og hönnuðinum Hrafnhildi Hólm- geirsdóttur. Tónlistin er í höndum Valdimars Jó- hannssonar og Ben Frost, Kjartan Þórisson hann- ar lýsingu. Transaquania – Into Thin Air er sjálfstætt framhald hins óvenjulega verks Transaquania – Out of the Blue, sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa lóninu í apríl í fyrra. Var það valin sýning ársins af gagnrýnendum Morgunblaðsins. Verkið er nú fært inn á Stóra sviðið og þar held- ur áfram saga og þróun kynjaveranna sem voru kynntar í Bláa lóninu. Nú er allt vatn horfið af yf- irborði jarðar og skilur eftir sig þurrt minni horf- inna tíma. Lífið er ljóðræn barátta þar sem lík- aminn er í stöðugri ummyndun, aðlögunarhæfni og stöðug stökkbreyting verður kjarni lífsins, eins og hjá kamelljóninu. Verkið Transaquania – Into Thin Air verður síðan aftur sýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld, föstudagskvöld, sem opnunarverk sviðslistahátíð- arinnar Keðja Reykjavík 2010 en alls verða 14 sviðslistaverk sýnd undir hatti hennar. Ljóðræn barátta Frá uppfærslu Transaquania – Out of the Blue í Bláa lóninu í fyrra. Dansflokkurinn frumsýnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.