Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 34
eigi að syngja um. „En vissulega er þetta verk ungra manna en þá er fólk best til þess fallið að semja rokklög“. Dr. Gunni leggur síðan fram þá kenn- ingu að rokkið sé aðeins fyrir fólk undir þrítugu. „Það er bara lygi að fólk geti samið eitthvað virkilega gott stöff eftir þrítugt“, segir hann. „Öll samantekt um bestu plötur sögunnar staðfestir þetta. Ég gerði einu sinni úttekt á listum yfir bestu plötur allra tíma og komst að því að kjöraldur höfunda meistaraverka var 26 ár. Í kringum þann aldur skapa meist- ararnir bestu verk rokksins.“ Ekki einu sinni glæsilegur ferill Bjarkar fær Dr. Gunna til að hvika með kenningu sína. „Hún Björk er bara búin að vera að gera leiðinlega tónlist síðustu árin. Hún hefur verið um 26 ára þegar Debut kom út hjá henni.“ Í 198. sæti Hljómsveitin hefur verið að æfa undanfarið á Egilsstöðum þar sem Birgir Baldursson er skólastjóri Tón- listarskólans. „Við sáum það strax eftir fyrstu æfinguna að við erum mjög góðir. Þetta verða frábærir tón- leikar,“ segir Dr. Gunni. Aðspurður hvað kom til að þeir gera þetta núna eftir svona langt hlé segir hann að það hafi verið áfall fyrir hljómsveitina þegar gerður var listi yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar að þeir skyldu ekki vera á honum. „Þessi út- gáfa er viðbragð við þessu áfalli, við lentum í 198. sæti sem er bara rugl. Fólk er með svo lélegt minni að það var mest af einhverjum nýjum plöt- um á þessum lista. Maður verður að minna á sig reglulega.“ S.H. draumur í árdaga Birgir Baldursson, Steingrímur Birgisson og Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson. Vorum svo óvinsælir  22 árum eftir að hljómsveitin dó heldur SH draumur aftur tónleika  Hún var utangarðs þá en er á stalli í dag, bæði virt og umtöluð TÓNLIST Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hljómsveitin Svarthvítur draumur (S.H. draumur) spilaði á sínum fyrstu tónleikum árið 1982 á fyrstu Músíktil- raunum Íslandssögunnar og vakti mikla athygli. Meðlimir hljómsveit- arinnar voru þrír; Dr. Gunni, Birgir Baldursson trommari og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Hún gaf út plöt- urnar Bensín skrímslið skríður (sem var tíu tomma stuttskífa), Drap mann með skóflu (sjö tomma) og Goð (eina breiðskífan). Að sögn Dr. Gunna kom hljóm- sveitin fram þegar ákveðin lægð lagð- ist yfir tónlistarheiminn á Íslandi sem ekki var komist upp úr fyrr en með komu Sykurmolanna. En S.H. draum- ur lagði upp laupana árið 1988 þegar Steingrímur var kominn með konu og barn og vildi hverfa á brott til að læra klassískan gítarleik. Síðan þá hefur hljómsveitin aðeins einu sinni komið saman en það var árið 1993 í tilefni af endurútgáfu á verkum hennar á plöt- unni Allt heila klabbið. Sú plata er með öllu ófáanleg í dag. Þess vegna kemur tvöföld geislaplata með heildarverki hljómsveitarinnar út núna í dag á raf- rænu formi en rauneintök verða fáan- leg viku síðar. Á fyrri plötunni verður nefnd Goð en að sögn Dr. Gunna er það meist- araverkið. Á seinni plötunni verða hin- ar plöturnar ásamt fylgiefni einsog æf- ingar, bílskúrs- og tónleikaupptökur. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikum á Airwaves-hátíðinni um miðjan október en mun síðan halda tvenna aðra tónleika, eina í Reykjavík og eina á Akureyri. Sofið hjá konu forstjórans Þessi þekkta pönkrokkhljómsveit var utangarðs á sínum tíma en er inn- angarðs í dag. „Já, þetta er samið frá utangarðshlið, við vorum óvinsælir. Þegar maður les viðtölin við okkur á þessum tíma þá er mikill barlómur í okkur. Okkur finnst flestallt ömurlegt, útvarpið er glatað, dagblöðin hallær- isleg, það er unglingavæl í þessu eins- og í textunum.“ Það er óhætt að segja það því textarnir fjalla um einmana sjómann með gin og klámblöð í káet- unni, Kana af vellinum sem hefur að- eins tilfinningar til bílsins síns, verka- mann sem verður að sofa hjá konu forstjórans þrátt fyrir klígjutilfinn- ingu, tíu hippa sem selja sig Mammon eða Mogganum og fleira í þeim dúr. Aðspurður hvernig tilfinning það sé að koma að þessum verkum aftur, komnir með allt aðra lífssýn og hvort þeir ættu ekki frekar að syngja um blómin og börnin komnir á þennan aldur segist hann ekki vita hvað fólk 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010  Poppspekúlantinn Dr. Gunni hendir fram vangaveltum um versta popptexta Íslandssögunar á Fésinu og tiltekur viðlag smíð- arinnar „Götustelpan“ (sjá fyr- irsögn). Enskur texti við hið ódauð- lega „Fjólublátt ljós við barinn“ er þá tiltekinn. Ætli hann toppi hinn stórkostlega íslenska texta? „Gefið mér sjéns mig langar í glens?“ „Sveitt og þreytt/Enda komst hún í feitt“ Fólk  Það á ekki af alnetinu að ganga, margt er skrítið í nethausnum og nú hefur einhver snillingurinn tek- ið sig til og búið til litla glósubók yf- ir íslenskt ástarhjal. Finna má út- smognar pikköpplínur eins og „Þú ökuferð mig brjálaður“, „Ég er bylta í ást með þú“ og „Ég eins og þú“. Fésbókarsamfélagið er að missa sig yfir þessu í þessum skrif- uðum orðum en heildarlista má nálgast á www.advicediva.com Ég er bylta í ást með þú, ég eins og þú  Stórsöngvarinn, látúnsbarkinn og eilífðarsjarmörinn Geir Ólafs- son hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.geirolafsson.is. Finna má myndir, fréttir auk þess sem hægt er að bóka Geir á skemmtanir af hinu og þessu tag- inu. Ekki amalegt! Geir Ólafsson opnar glæsilega heimasíðu Það er ekki úr vegi að rýna aðeins í þetta umtala verk af þessu tilefni. Nokkrar af þeim plötum sem títtnefndar eru sem mestu þrekvirki íslenskrar rokksögu eiga það nefnilega sammerkt að það er eins og enginn hafi heyrt þær. Framan af ferli var tónlist S.H. draums nokkuð bundin á klafa áhrifavalda en á Goð er eins og allt gangi upp og í gegn rennur einhver einkennandi, alíslenskur tónn, þó að grunnstefið sé melódískt, ástríðufullt nýbylgjurokk, ekki ósvipað því sem ástundað var á sama tíma erlendis. En hvað gerir plötuna ná- kvæmlega að meistaraverki? Fyrir það fyrsta er sveitin geysiþétt og veit greinilega upp á hár hverju hún vill ná fram. Hljóðfærakunnátta er þá komin á það stig að menn gátu leyft sér að tosa lögin í nýjar og sumpart óvæntar áttir og hikuðu ekki við að nýta sér brass, munn- hörpur og kántríhljóma þegar þeim sýndist svo. Og allar þessar til- raunir falla eins og flís við rass. Melódíunæmi leiðtogans, dr. Gunna, er mikið og í íslensku textunum má finna kaldranalega, háðulega sam- félagsrýni en einnig einskært og sprenghlægilegt flipp. Lög eins og „Mónakó“, „Glæpur gegn ríkinu“, „Ostrur“ og „Öxnadalsheiði“ hleypa enn upp sömu gæsahúðinni og þau gerðu fyrir réttum tuttugu árum. Í sumum lögum er rokkað af miklum móð og skelfing og hryllingur ein- kennir lög eins og „Helmút á mótorhjóli“. Á meðan hefði lag eins og „Öxnadalsheiði“ flogið inn í útvarpsspilun, hefði það komið út í dag, og í „Ostrur“ nær sveitin harmrænu, ægifallegu flugi. Og þrátt fyrir alla þessa fjölbreytni er platan afar heilsteypt, í raun er ekki snöggan blett að finna. arnart@mbl.is  Rafræn forsala á Goð+ fer fram á vef verslunarinnar Havarí (www.havari.is). Þar verður einnig að finna alls kyns aukaefni og efni sem komst ekki fyrir á endurútgáfunni. Hljómplatan Goð var endurhljómjöfnuð af Aroni Arnarsyni ásamt öðru efni hljómsveitarinnar. Kimi Records stendur að útgáfu Goð+ með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni. Hin goðsagnakennda Goð MEISTARAVERK S.H. DRAUMS SETT UNDIR MÆLIKER LOK I barnapeysa Létt og þægileg barnapeysa sem teygist á fjóra vegu og andar vel. Þumlagöt á ermum og flatir saumar til að koma í veg fyrir ertingu. Verð: 8.200 kr. (Stærðir: 92-164) Verð: 4.800 kr. (Stærðir: 1- 2) MAGNI barnahúfa Hlý og mjúk flíshúfa fóðruð með gerviskinni. Skýlir vel kinnum og enni. Band undir höku svo húfan haldist á sínum stað. Verð úlpa: 11.800 kr. (Stærðir: 92- 164) Verð buxur: 7.500 kr. (Stærðir: 92- 164) RÁN flísfóðruð barnaúlpa Hlý vindþétt og vatnsfráhrindandi úlpa sem er flísfóðruð. Skjólgóð hetta og endurskin að framan og aftan. 100%nælon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.