Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 35
AF TÓNLIST María Ólafsdóttir maria@mbl.is Nei sko, Depeche Mode erkomin með nýtt lag, hugs-aði ég með mér einn morg- uninn er ég stóð við viðtækið og hlustaði á lagið Wonderful Life. Einmitt þá vissi ég ekkert hvað lag- ið hét hvað þá heldur hljómsveitin sem flutti það. Mér datt bara ekki í hug að þetta sérstaka elektró 80s hljóð gæti borist frá öðrum stað en Basildon í Essex þar sem Depeche Mode var sett á laggirnar árið 1980.    En í raun barst hljóðið fráManchester, í rétt rúmlega 218 km fjarlægð. Þar eru búsettir tveir ungir menn, þeir Theo Hutchcraft og Adam Anderson, sem mynda dúettinn Hurts. Theo sér um sönginn og Adam er hljóð- gervill hljómsveitarinnar en tónlist sveitarinnar er lýst sem bresku hljóðgervlapoppi. Þeir urðu í fjórða sæti á lista BBC yfir þær hljóm- sveitir sem taldar voru bjartasta vonin árið 2010. Frumraun þeirra, Happiness, kom síðan á markað nú í byrjun september. Þar syngur söngkonan Kylie Minogue með þeim í dúett í laginu Devotion og nú síðar á árinu munu þeir Manchester bræður hita upp fyrir Scissor Sis- ters á tónleikaferðalagi um Bret- land. Svo þetta gengur greinilega alveg ágætlega hjá þeim.    Annars ætla ég ekki að kafadjúpt í tónlistarlegan bak- grunn Hurts eða segja ykkur upp og ofan af þeim hljómsveitum sem þeir eru undir áhrifum frá. Ég er einfaldlega ekki nógu mikið tónlist- arnörd til þess. Þó er skemmtilegt að segja frá því að tónlistarspekúl- antar segja áhrifa gæta í tónlist Hurts meðal annars frá Orchestral Manoeuvres In the Dark (OMD) og Human League. En þær hljóm- sveitir eru jú báðar frá svipuðum slóðum og Hurts, OMD frá Liver- pool og Human League frá Shef- field. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem Norður-England hef- ur löngum verið talið upphafs- staður tölvupopps þar í landi.    En annars ætlaði ég ekkert aðtala um þetta. Heldur miklu frekar hvað þessi tónlist er skemmtileg og hvernig 80s ball- aðan gælir ljúft við eyrað. Oft hefur mér fundist tónlist frá þessu tíma- bili nokkuð vanmetin. Það er eins og allt sé asnalegt frá áttunda ára- tugnum og vissulega voru herða- púðarnir ekki það flottasta sem maður hefur séð. En tónlistin var ekki öll svo galin samanber Human League, Kate Bush og auðvitað Wham og Duran Duran. En slíkur smekkur er auðvitað persónubund- inn eins og margt annað. Að síðustu er það ekki bara tónlistin hjá Hurts sem laðar mann að þeim. Það er líka eitthvað dálítið heillandi við þessa ekta english lads sem fær mann til að kikna lítillega í hnjánum. Einhver kitlandi blanda þar sem fágun og snyrtimennska er áberandi út á við. En á augnabliki gætu þeir félagar breyst í slæmu strákana og verið komnir í slag inni á næsta skuggalega pöbb. Ein bjartasta breska vonin » Annars ætla égekki að kafa djúpt í tónlistarlegan bakgrunn Hurts. Ég er einfaldega ekki nógu mikið tónlist- arnörd til þess. Hurts Ætli það leynist villingur á bak við fágað útlit piltanna? Þess má geta að Hurts kemur fram á Airwaves-hátíðinni sem hefst í næstu viku. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 NÝTT Í BÍÓ! GORDON GEKKO ER MÆTTUR AFTUR Í STÓRMYND OLIVER STONE! "Hörkugóð. Douglas er alveg jafn flottur og áður fyrr." T.V. - Kvikmyndir.is Magnaður tryllir í þrívídd! SÍMI 564 0000 12 L L 16 L L L SÍMI 462 3500 L 16 L L EATPRAYLOVE kl.5.30-8-10.25 PIRANHA3D kl. 10.25 WALLSTREET2 kl. 8 AULINNÉG 3D kl. 5.30 SÍMI 530 1919 12 16 L L 12 BRIM kl.6-8 -10 R kl.6-8 EATPRAYLOVE kl.6-9 SUMARLANDIÐ kl. 6-8-10 THEOTHERGUYS kl.10 BRIM kl.4-6-8-10 EATPRAYLOVE kl.5-8-10.45 EATPRAYLOVELÚXUS kl.8-10.45 PIRANHA3D kl. 8-10.10 WALLSTREET2 kl. 8-10.45 SUMARLANDIÐ kl. 4-6 AULINNÉG 3D kl. 3.40-5.50 .com/smarabio Brim er köld og blaut en gerð af ást og hlýju" -H.V.A., FBL -J.V.J., DV -H.G., MBL ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2010 Sýnd kl. 10 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 STEVE CARELL Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 6 3D íslenskt tal FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “40 Year old Virgin” og “Anchorman” HHH T.V. - Kvikmyndir.is HHH S.V. - Mbl. -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Bandaríski leikarinn Bruce Willis segist vilja leika í fimmtu Die Hard- kvikmyndinni og hefja framleiðslu á henni á næsta ári. Willis segir handrit að myndinni tilbúið og að verið sé að snurfusa það. Die Hard hin fyrsta var frumsýnd árið 1988 en sú fjórða fyrir þremur árum. Nýjasta kvikmynd Willis, Red, verður frumsýnd vestra 15. okt. Reuters Willis Og spúsan Emma Hemming. Die Hard hin fimmta Oksana Grigo- rieva, fyrrum unnusta leik- arans og leik- stjórans Mels Gib- sons, segir í viðtali við tíma- ritið People að Gibson hafi slegið hana þó svo að hún héldi á dótt- ur þeirra, Luciu. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ segir Grigorieva m.a. Gibson hefur aðra sögu að segja. Talsmaður hans segir hann hafa verið að stöðva Grigorievu, hún hafi verið að hrista barnið. Grigorieva segir Gibson einnig hafa beint að henni byssu. Óttaðist um líf sitt Oksana Grigorieva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.