Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 36

Morgunblaðið - 07.10.2010, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þrjár ungar listakonur taka hönd- um saman í verkinu The Schneider sisters, eða Schneider-systur, á sviðslistahátíðinni Keðju Reykjavík á laugardaginn og sækja hug- myndir sínar í strangar siðareglur sjötta áratugarins. Þetta eru norski dansarinn Silje Nordheim, dans- arinn Tinna Grétarsdóttir og tón- listarkonan Sólrún Sumarliðadóttir. Innsetningin samanstendur af myndbandsverki, hljóðverki og hreyfingum og segir í tilkynningu að þær séu skapaðar í samskiptum við áhorfendur og sýningarrýmið. Blaðamaður sló á þráðinn til Tinnu í gær en þá var hún stödd í Gróttu að taka upp myndband fyrir verkið með kollega sínum Silje Nordheim. „Við vinnum með vídeó, hreyfingar og tónlist og setjum saman í lifandi innsetningu,“ segir Tinna um verkið. Hvað út- gangspunkt verksins varðar, siðareglur sjötta áratugar síð- ustu aldar, segir Tinna að þær stöll- urnar hafi alltaf haft áhuga á þeim áratug, klæðaburðinum t.d. og siðum þess tíma. „Svo fór- um við að skoða gömul siðareglnavídeó, maður finnur náttúrlega allt á YouTube. Fórum að skoða hvernig þú áttir að borða, sitja, heilsa foreldrum þínum eða vinum foreldra þinna. Þetta eru stórkostlega miklar reglur og gerðu lífið svo miklu flóknara oft. Þú verður að borða alla ávexti með hníf og gaffli, t.d.,“ segir Tinna. Þeim hafi þótt gaman að spá í þetta og hvernig þær ættu að hreyfa sig út frá þessum reglum. Iðnar systur Tinna nam dans í Osló og þar lágu leiðir þeirra Nordheim saman en Sólrún er æskuvinkona Tinnu og liðsmaður hljómsveitarinnar Amiinu. Þær unnu fyrst saman í fyrra undir heitinu Shcneider- systur, brugðu sér þá í hlutverk systranna sem eru skáldaðar per- sónur. „Í þetta skiptið, á Keðju, erum við að vinna með samfélagið versus þessar systur, þær eru bún- ar að loka sig svolítið af, og hvern- ig þær lifa í sínum eigin heimi,“ segir Tinna. Systurnar hafi hlotið gott uppeldi og séu hlýðnar. „Við erum að vinna með þeirra minn- ingar og þeirra sögu í þetta skipt- ið.“ Schneider-systur sýna innsetn- ingu sína frá kl. 15.30 til 18 á laug- ardaginn. Siðareglur sjötta áratugarins  Schneider-systur verða með innsetningu á sviðslistahátíðinni Keðju Reykjavík  Tveir dansarar og tónlistarmaður á háalofti Fríkirkjuvegar 11 Huggulegt Schneider-systurnar Sólrún, Tinna og Silje klæða sig upp í anda sjötta áratugarins og fylgja siðum og reglum þess tíma á laugardaginn. Keðja Reykjavík er umfangsmikil alþjóðleg sviðslistahátíð sem Ís- lenski dansflokkurinn, Listaháskóli Íslands, Sjálfstæðu leikhúsin og Reykjavík Dance Festival standa að um næstu helgi, 8.-10. október. Boðið verður upp á 14 sviðslistasýningar um alla borg og auk þess fyrirlestra. Yfir 250 erlendir gestir munu sækja hátíðina og eru þar m.a. stjórnendur hátíða, danshúsa og leikhúsa. Stjórnandi Keðju Reykjavík er Ása Richardsdóttir. 14 sýningar um helgina SVIÐSLISTAHÁTÍÐIN KEÐJA REYKJAVÍK Ása Rich- ardsdóttir www.kedja.id.is Verðlaunamyndir Stuttmyndadaga 2010 verða sýndar í Bíó Paradís um helgina, fjórar alls en auk þeirra ný stuttmynd. Verð- launamyndirnar eru Áttu vatn? sem hreppti fyrsta sæti, eftir Har- ald Sigurjónsson; Sykurmoli eftir Söru Gunnarsdóttur sem varð í öðru sæti; Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson, 3. sæti og svo stutt- myndin Ofurkrúttið sem hlaut áhorfendaverðlaunin, eftir Jónatan Arnar Örlygsson og Grím Jón Björnsson. Nýja myndin fyrrnefnda ber tit- ilinn CREW og er eftir Harald Sig- urjónsson, þann sama og gerði Áttu vatn? CREW fjallar um kvikmynda- gerð, kreppuna, Íslendingasög- urnar, skápahomma og Gísla Örn Garðarsson, eins og segir í pósti frá Haraldi. Með aðalhlutverk í myndinni fara Stefán Hallur Stef- ánsson, Ólafur S.K. Þorvaldz, Valdimar Örn Flygenring, Elína Hallgrímsdóttir og Birgitta Birg- isdóttir. Haraldur er nemandi við Kvik- myndaskóla Íslands og vinnur nú að útskriftarmynd sinni. Haraldur hefur töluverða reynslu af gerð sjónvarpsþátta og auglýsingagerð þar sem hann vann við það í 12 ár. Þá ákvað hann að einbeita sér að kvikmyndagerð og handritaskrif- um og hóf nám í handritadeild Kvikmyndaskóla Íslands. Stuttmyndirnar fyrrnefndu verða sýndar 9. og 10. október, þ.e. á laugardag og sunnudag, kl. 15.30. Verðlaunastutt- myndir í Bíó Paradís Í stuttmynd Leikarinn Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk í stutt- myndinni CREW. Hér sést hann leika Jeffrey Skilling í Enron. Ein söngkvenna kvennasveitar- innar Sugababes, Amelle Berrabah, segist ekki hafa vitað að það tæki margar klukkustundir fyrir líkam- ann að losna við áfengi úr blóðinu og því mætti ekki aka bifreið í dá- góðan tíma eftir áfengisdrykkju. Berrabah var stöðvuð af lögreglu, ölvuð undir stýri, fyrir tveimur vik- um. Hún segist ekki hafa vitað bet- ur en hún mætti keyra. „Ég vissi ekki að það væri mögulegt sex klukkustundum síðar,“ sagði hún, átti þar við að áfengi mældist í blóði sex klukkustundum eftir drykkju og bætti við að þetta ætti að kynna fólki betur. Drykkja Berrabah er nú margs vís- ari um áfengi og akstur. Sykurskvísan og áfengið Tony Gilroy, handritshöfundur kvikmyndanna um minnislausa njósnarann Jason Bourne, mun leikstýra fjórðu kvikmyndinni um hann, Bourne Legacy. Paul Greengrass leikstýrði seinustu tveimur kvikmyndunum og þótti gagnrýnendum almennt honum takast vel til. Greengrass ætlar sér ekki að leikstýra fleiri myndum um Bourne eftir að hafa lent upp á kant við framleiðendur. Matt Damon hefur leikið njósnarann til þessa. Harður Damon sem Jason Bourne. Gilroy leikstýrir Bourne Legacy HHHH 1/ 2/HHHHH DV.IS HHHHH/ HHHHH S.V-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA 7 SÝND Í ÁLFABAKKA STEVE CARELL MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH T.V. – KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.H. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR HHH - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH - K.I. – PRESSAN.IS Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart Ein besta rómantíska grínmynd ársins! HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI „FRÁBÆR“ - Chris Tilly ign.com „GEÐVEIK“ - joblo.com Frá höfundi CONAN the BARBARIAN HHH EMPIRE – „EF ÞÚ VILT HAFA MYNDIRNAR ÞÍNAR DÖKKAR OG BLÓÐUGAR, ÞÁ ER SOLOMON KANE FYRIR ÞIG.“ – DAVID HUGHES HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “4 Year old Virgin” og “Anchorman” FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! BESTA SKEMMTUNIN THEGHOSTWRITER kl.8 12 REMEMBERME kl. 8 L / KEFLAVÍK EAT PRAY LOVE kl.8-10:30 L THE OTHER GUYS kl. 8 12 RESIDENT EVIL 4 kl. 10:20 16 / SELFOSSI THEROLLINGSTONES kl.10:10 TÓNLEIKAR L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L DINNERFORSCHMUCKS kl.8-10:10 L STEP UP 3 kl. 6 7 GOINGTHEDISTANCE kl.8 L / AKUREYRI DINNER FOR SCHMUCKS kl.5:50-8-10:30 7 REMEMBER ME kl.10:30 L DINNER FOR SCHMUCKS kl.8 VIP AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L SOLOMON KANE kl.8:10-10:30 16 THE GHOST WRITER kl.8 -10:10 12 SOLOMON KANE kl.5:50 VIP HUNDAROGKETTIR2-3D kl.63D m.ísl.tali L GOINGTHEDISTANCE kl.8-10:10 L LETTERS TO JULIET kl.5:50 L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D -83D L / ÁLFABAKKA THEROLLINGSTONES kl.10:10 TÓNLEIKAR L SOLOMON KANE kl.5:50-8-10:10 16 GOINGTHEDISTANCE kl.5:50-8 L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L STEP UP 3 - 3D kl.83D 7 INCEPTION kl. 10:10 12 / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.