Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 11
Kynning Siggi Hall, Lauren Gordon og Baldvin Jónsson með kynningu í Washington. Talar við 400 manns á dag Undanfarin ár hefur Siggi oft séð um kynningu vestra á íslenskum mat og Íslandi, verið með sýnikennslu fyr- ir viðskiptavini verslana og í sjónvarpi auk þess að sjá um matseld á ákveðnum viðburðum og fjalla um hana í fjölmiðlum. „Ég kveiki bara á mér og tala svo út í eitt samfara elda- mennskunni. Ætli ég tali ekki við um 400 manns á hverjum degi í þessari lotu,“ segir hann. „Í hvert skipti sem ég gef bita af íslensku lambakjöti eða skeið af skyri gef ég um leið bita af Íslandi. Við vitum öll að ekki er til betra kjöt en íslenska lambakjötið og þegar fólk kemst á bragðið er næsta skref að fara til Íslands. Ekkert kjöt er unnið eins og íslenskt lambakjöt og ræktunin vekur ekki síður athygli á þessum kynningum.“ Siggi segir að kynningarnar hafi gengið mjög vel sem fyrr og það sé alltaf jafn gaman að gleðja fólk. „Fólkið hlustar af svo mikilli ein- lægni og aðdáunin á afurðunum leynir sér ekki,“ segir hann. Port- land kemur sérstaklega upp í hug- ann hjá matreiðslumanninum, sem hitti þar meðal annars marga af ís- lenskum ættum. „Svo virðist sem öllum líði svo vel þar og það er eins og örlítil hippamennska svífi yfir vötnum – ég sá til dæmis bara einn mann í jakkafötum í Portland.“ Food & Fun kveikjan Daglega er eitthvað um að vera hjá James Beard-stofnuninni (www.jamesbeard.org). Þar eru haldin námskeið um matarlist og ár- lega er þar mikil hátíð, „Óskarsverð- launahátíðin í matreiðslugeiranum“ eins og hún hefur verið nefnd, þar sem matreiðslumenn, höfundar mat- reiðslubóka, blaðamenn, hönnuðir veitingastaða og fleiri eru verðlaun- aðir fyrir störf sín. Siggi segir að einn stjórn- armaður hafi kynnst hátíðinni Food & Fun og sú reynsla hafi leitt til þess að sér hafi verið boðið að sjá um matinn í lok október. „Ég er mjög hreykinn af þessu boði og þetta verður spennandi.“ Við kjötborðið Siggi Hall og Baldvin Jónsson við kjötborðið í einni verslun Whole Foods Market í Washington. Þar fæst íslenskt lambakjöt. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Kjötbollur eru alltaf vinsælar hjá börnunum. Þessi suðurítalska upp- skrift að kjötbollum með pasta fellur hins vegar ekki síður að smekk full- orðinna og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er hægt að nota margar teg- undir af pasta með kjötbollunum en sjálfur nota ég yfirleitt annaðhvort penne eða spaghetti. Í kjötbollurnar sjálfar þurfum við í skammt fyrir fjóra: 500 g svínahakk 500 g pasta, t.d. Penne 3-4 hvítlauksrif Steinseljubúnt, helst flatlaufa stein- selju 2 egg 2 sneiðar af brauði, venjulegt nið- ursneitt brauð hentar vel. 1 laukur 1 dl hvítvín 1 dós af heilum tómötum Parmesan-ostur Ólívuolía Salt og pipar Saxið hvítlaukinn og steinseljuna fínt. Skerið skorpuna af brauðsneið- unum og saxið það niður í eins litla bita og þið getið. Blandið saman við hakkið. Rífið niður um það bil hálft stykki af Parmesan-osti og blandið saman við. Bætið eggjunum við og blandið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Mótið kjötbollurnar þannig að þær verði vel þéttar og á stærð við golf- kúlu. Það er þægilegt að nota ísskeið við þetta. Passið ykkur á að bollurnar verði ekki of stórar. Þá eru meiri líkur á að þær molni í sundur við steikingu. Veltið bollunum upp úr hveiti. Hitið ólívuolíu á pönnu. Saxið lauk- in og mýkið í olíunni á pönnunni. Bætið kjötbollunum við og steikið um stund þar til þær eru orðnar stökkar að utan. Takið bollurnar af pönnunni og geymið. Hellið hvítvíninu út á heita pönn- una og notið sleif til að losa skófirnar sem eru fastar við pönnuna. Þetta er það sem gefur sósunni bragð. Bætið nú tómötunum saman við ásamt saf- anum úr dósinni og maukið á pönn- unni. Setjið kjötbollurnar aftur út í og látið malla á vægum hita undir loki í um hálftíma eða þar til sósan er farin að þykkna. Hitið pastað skv. leiðbeiningum og setjið í stóra skál. Blandið kjötboll- unum og sósunni saman við. Berið fram með fersku salati og nýrifnum Parmesan-osti. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Ítalskar kjötbollur Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is. Fjarðarkaup Gildir 7. - 9. október verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ......... 998 1.398 998 kr. kg Svínahnakki úrb úr kjötborði....... 998 1.498 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði.............. 1.498 2.198 1.498 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ....... 2.498 2.998 2.498 kr. kg FK Bayonneskinka ..................... 1.098 1.373 1.098 kr. kg Hamborgarar m/brauði, 4x80 g .. 496 596 496 kr. pk. Hleðsla íþr.drykkur..................... 148 178 148 kr. stk. Bláberja ostakaka, 600 g........... 798 998 798 kr. pk. Fjörostur kílópakkning................ 1.047 1.309 1.047 kr. kg MS grjónagrautur nýtt ................ 198 254 198 kr. stk. Hagkaup Gildir 7. - 10. október verð nú áður mælie. verð Íslandslamb skógarberjalæri ....... 1.429 2.199 1.429 kr. kg Íslandslamb kótilettur ................. 1.586 2.298 1.586 kr. kg SS púrtvíns lambafile ................. 3.334 4.168 3.334 kr. kg Holta kjúklinganuggets ............... 1.039 1.599 1.039 kr. kg Holta kjúklingalundir ferskar ........ 1.946 2.595 1.946 kr. kg Myllu baguette - gróft ................. 199 359 199 kr. stk. Myllu snúðar m/glassúr .............. 99 214 99 kr. stk. Myllu fimmkornabrauð ................ 199 551 199 kr. stk. Samsölu beyglur - frosnar, 3 teg. . 199 239 199 kr. pk. La baguette - frosið snittubrauð ... 389 449 389 kr. pk. Kostur Gildir 7. - 10. október verð nú áður mælie. verð Goði grísarifjabitar...................... 749 1.498 749 kr. kg Goði dönsk grísaofnsteik............. 1.461 2247 1.461 kr. kg Goði pítubuff.............................. 699 998 699 kr. pk. Auðsholt gulrætur, 500 g ............ 359 359 359 kr. pk. Prins Polo XXL kassi .................... 1.659 1.998 1.659 kr. pk. Aro ofnfranskar .......................... 489 579 489 kr. pk. Krónan Gildir 7. - 10. október verð nú áður mælie. verð Grísasíður pörusteik.................... 559 798 559 kr. kg Grísabógur hringskorinn .............. 499 598 499 kr. kg Kjúklingur m. lime og rósmarín .... 765 869 765 kr. kg Krónu kjúklingaleggir í álbakka .... 765 917 765 kr. kg Goða vínarpylsur, 10 stk. ............ 399 629 399 kr. pk. Bautabúrs ungnautahakk............ 989 989 989 kr. kg Holta vængir, Buffaló/BBQ.......... 498 698 498 kr. pk. Krónu skinka.............................. 149 198 149 kr. pk. Þykkvab. tilboðs franskar ............ 239 269 239 kr. pk. Nóatún Gildir 7. - 10. október verð nú áður mælie. verð Korngrís grísahnakki, úrb............. 998 1698 998 kr. kg Korngrís grísahryggur með puru ... 798 998 798 kr. kg Lambaprime .............................. 1998 2998 1998 kr. kg Gourmet saltfiskshnakkastykki .... 1598 1998 1598 kr. kg Fiskibollur.................................. 969 1149 969 kr. kg Ísfugl kalkúnabringa ................... 2599 2989 2599 kr. kg Jöklabrauð................................. 249 399 249 kr. stk. Blómkál íslenskt pakkað ............. 299 449 299 kr. kg Rúnstykki osta ........................... 99 159 99 kr. stk. Kexsm. kanilsnúðar, 250 g.......... 229 287 229 kr. pk. Þín Verslun Gildir 7. - 10. október verð nú áður mælie. verð Korngrísagúllas úr kjötborði ......... 1198 1698 1198 kr. kg Korngrísahnakki úrb. úr kjötb....... 998 1798 998 kr. kg Korngrísakótilettur úr kjötborði..... 998 1698 998 kr. kg Ísfugls kjúklingur, heill ................ 749 1072 749 kr. kg Myllu hvítlauksbrauð, fín/gróf...... 349 435 175 kr. kg Villisveppaostur, 150 g ............... 225 254 1500 kr. kg KEA vanilluskyr, 200 g ................ 129 144 645 kr. kg Philadelphia rjómaostur, 200 g ... 415 499 2075 kr. kg Breton Original kex, 225 g........... 299 385 1329 kr. kg Palmol.Olive handsápa, 300 ml... 379 498 1264 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Þorkell Óvæntir litir. Falleg augu. NÝTT NÝTT Glæsilegur kaupauki* *Ef þú kaupir 2 Shiseido vörur, þar af eitt krem. Kynnum nýja og glæsilega haustliti í Hygeu Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. - Augnskuggar 7 litir - Eyeliner 2 litir - Maskari 2 litir og maskaragrunnur - Hyljari 4 litatónar - Farðaundirlag - Varalitir 5 litir Sími: 533 4533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.