Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Sudoku Frumstig 7 8 3 9 6 4 1 4 6 8 7 9 5 4 3 5 7 8 1 4 3 9 7 3 6 8 5 9 3 7 7 4 9 3 1 5 2 3 5 9 4 1 5 7 1 3 2 4 9 6 4 3 2 5 4 1 2 4 1 3 7 3 4 8 6 5 9 9 8 7 6 4 9 2 7 5 9 6 7 4 5 8 2 3 1 3 8 2 1 7 9 5 6 4 5 1 4 3 6 2 7 8 9 1 3 8 7 9 6 4 5 2 2 9 6 5 3 4 8 1 7 4 7 5 8 2 1 6 9 3 6 5 3 9 4 7 1 2 8 8 4 9 2 1 5 3 7 6 7 2 1 6 8 3 9 4 5 5 6 3 1 4 7 9 8 2 8 4 2 9 6 5 1 3 7 9 7 1 2 8 3 4 6 5 4 2 8 3 5 1 6 7 9 6 1 9 4 7 2 8 5 3 7 3 5 8 9 6 2 4 1 1 5 7 6 2 4 3 9 8 3 8 4 7 1 9 5 2 6 2 9 6 5 3 8 7 1 4 1 2 8 9 7 3 6 5 4 5 6 3 8 1 4 2 9 7 9 4 7 6 2 5 8 1 3 2 5 4 3 8 7 1 6 9 7 3 9 1 5 6 4 8 2 6 8 1 2 4 9 3 7 5 3 1 2 5 9 8 7 4 6 4 9 6 7 3 1 5 2 8 8 7 5 4 6 2 9 3 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 7. október, 280. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Kostið kapps um að kom- ast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Nú er körfuboltavertíðin að hefj-ast fyrir alvöru. Konurnar byrjuðu í gærkvöldi og þar er Kefla- vík spáð sigri. Keflavíkurliðið virðist koma sterkt til leiks þetta tímabil og var með mikla yfirburði þegar það lék til úrslita gegn KR, meisturum síðasta tímabils, í Lengjubikarnum í Laugardalshöllinni fyrir rúmri viku. KR varð hins vegar meistari meist- aranna nú um helgina með því að leggja bikarmeistara Hauka í Stykk- ishólmi. x x x Karladeildin byrjar með þremurleikjum í kvöld. KR-ingum er spáð meistaratitli hjá körlunum, en það er spurning hvað er að marka þá spá. Snæfell er bæði bikar- og Ís- landsmeistari og byrjar nú vel þrátt fyrir að hafa orðið fyrir mikilli blóð- töku. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, veit hvað hann er að gera, það sýndi hann þegar liðið varð Ís- landsmeistari eftir að hafa lent í sjötta sæti í deildinni. Snæfell vann KR í Lengjubikarnum fyrir rúmri viku, sneri þeim leik við á lokamín- útunum með því að skipta úr maður á mann vörn í svæðisvörn, sem KR átti ekkert svar við. Um helgina varð Snæfell síðan meistari meistaranna þegar liðið lagði Grindavík. Í þeim leik sigraði Snæfell aftur á enda- sprettinum. x x x Pálmi Freyr Sigurgeirsson er fyr-irliði Snæfellinga og hefur farið á kostum. Pálmi er ekki með falleg- asta skotið í deildinni, en hann er gríðarlega hittinn og erfitt að stöðva hann þegar hann kemst á skrið. Í leiknum á móti KR skoraði hann 33 stig í öllum regnbogans litum og KR-ingar áttu ekkert svar við leik síns gamla félaga. x x x Undanfarin ár hefur verið upp-gangur í íslenska körfubolt- anum jafnt hjá konum og körlum og mikil skemmtun að fara á völlinn. Leikirnir eru hraðir og ekki síður lögð áhersla á vörn en sókn. Og nú byrjar körfuboltaveislan að nýju. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fress, 4 skaut, 7 jurt, 8 innflytjandi, 9 tíu, 11 þvættingur, 13 skjóla, 14 svardagi, 15 görn, 17 held, 20 snák, 22 á jakka, 23 sam- þykkir, 24 fiskur, 25 drykkjurútar. Lóðrétt | 1 lyftir, 2 tigin, 3 slæmt, 4 pyngju, 5 ganga, 6 byggja, 10 grefur, 12 ber, 13 skjót, 15 krafts, 16 beiska, 18 áfanginn, 19 lifir, 20 grenja, 21 þröngur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gunnfánar, 8 ofboð, 9 angur, 10 ugg, 11 arður, 13 auð- um, 15 balls,18 satan, 21 tóm, 22 tunnu, 23 ískra, 24 handsamar. Lóðrétt: 2 umboð, 3 niður, 4 álaga, 5 augað, 6 lofa, 7 gröm, 12 ull, 14 una, 15 bæta, 16 lunga, 17 stuld, 18 smíða, 19 takka, 20 nóar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. g3 c5 4. d5 Da5+ 5. Rd2 d6 6. Rgf3 Rf6 7. Bg2 b5 8. 0-0 0-0 9. Dc2 Ba6 10. Hd1 Rbd7 11. e4 Rg4 12. Bf1 Rge5 13. Rxe5 Rxe5 14. cxb5 Bxb5 15. f4 Bxf1 16. Hxf1 Rd7 17. Rc4 Db5 18. Hb1 Bd4+ 19. Kg2 f5 20. b3 Hae8 21. Hf3 Db7 22. Bb2 Bxb2 23. Hxb2 Hf7 24. exf5 Hxf5 25. Re3 Hff8 26. De4 e6 27. Hd2 Rf6 28. Dc4 e5 29. fxe5 Hxe5 30. Hdf2 Dg7 31. Da6 De7 Staðan kom upp í opna flokki Ól- ympíuskákmótsins sem er nýlokið í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rúss- landi. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2.415) hafði hvítt gegn sænska stórmeistaranum Slavko Ci- cak (2.568). 32. Rg4! og svartur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Nauðsynleg forsenda. Norður ♠10643 ♥Á3 ♦ÁD54 ♣K93 Vestur Austur ♠D72 ♠ÁG985 ♥10 ♥D875 ♦1072 ♦G98 ♣ÁD10875 ♣G Suður ♠K ♥KG9642 ♦K32 ♣642 Suður spilar 4♥. Samkvæmt samkomulagi opnar suð- ur á „traustum“ veikum tveimur í hjarta og norður skutlar honum rak- leiðis í fjögur. Út kemur ♠2 (þriðja hæsta), austur drepur og skiptir yfir í einspilið í laufi. Vestur tekur á ♣Á, spilar ♣D og austur trompar kóng blinds. Og spilar spaða. Vörnin hefur tekið bókina og við sagnhafa blasir óviss framtíð. Hann þarf að finna ♥D og gera eitthvað við þriðja laufið. Til að byrja með spilar hann hjarta á ás og aftur hjarta til baka. Á hann að svína eða toppa? Með hliðsjón af spilinu í heild er rök- rétt að svína gosanum. Tígullinn verð- ur að falla 3-3 til að hægt sé að sjá fyrir þriðja laufinu heima. Og eigi vestur á þrílit í tígli getur hann ekki átt meira en eitt hjarta – ef við treystum út- spilinu, sem er sjálfsagt að gera. 7. október 1828 Konungur úrskurðaði að kirkjuhurðum skyldi „þannig hagað að þeim verði lokið upp að innan og gangi út“. 7. október 1959 Bjarghringur úr danska skip- inu Hans Hedtoft fannst rek- inn í Grindavík. Skipið fórst við Grænland 31. janúar sama ár og allir sem með því voru, 95 manns. Annar hringur fannst við Kötlutanga tveimur vikum síðar og var þetta það eina sem fannst úr skipinu svo öruggt sé. 7. október 1989 Sýning var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni þess að 150 ár voru síðan upp- finning Daguerre, föður ljós- myndunarinnar, var kynnt í París. Á sýningunni var meðal annars mynd frá 1850 af Rannveigu Hallgrímsdóttur, systur Jónasar skálds. 7. október 1992 Flóðljós voru tekin í notkun á Laugardalsvelli í Reykjavík, á landsleik Íslands og Grikk- lands í knattspyrnu (Grikkir sigruðu með einu marki gegn engu). Ljósin eru á fjórum möstrum, 42 metra háum, og ber hvert þeirra 38 ljóskast- ara. 7. október 2008 Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Landsbankans og Glitnis, á grundvelli neyð- arlaga sem samþykkt voru daginn áður, og skilanefndir voru skipaðar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég ætla að taka það rólega núna, ég hélt svo veg- lega upp á áttatíu ára afmælið. En það verður stór veisla þegar ég verð níutíu ára,“ segir Guttormur Þormar sem fagnar 85 ára afmæli sínu í dag. Guttormur ólst upp í Laufási við Eyjafjörð, elst- ur þriggja bræðra og mestan hluta starfsaldurs síns starfaði hann sem verkfræðingur hjá Reykja- víkurborg. Hann lét af störfum árið 1986, en settist þá síður en svo í helgan stein. „Síðan ég hætti að vinna hef ég haft það eins og mér sýnist. Ég sinni fé- lagsmálum og ýmsum áhugamálum.“ segir Gutt- ormur kátur í bragði. Afkomendur Guttorms eru fjölmargir, hann á þrjú börn, sex barna- börn og sex barnabarnabörn. Hann minnist þess ekki að mikið veður hafi verið gert vegna afmæl- is hans í æsku, slíkt hafi ekki tíðkast. „En mamma bakaði alltaf pönnukökur á afmælisdaginn minn.“ Guttormur tók forskot á sæluna og fékk gjöf frá sambýliskonu sinni fyrir nokkru síðan. „En ég segi ekki hvað það var,“ segir afmælisbarnið. annalilja@mbl.is Guttormur Þormar er 85 ára í dag Rólegheit í tilefni dagsins Hlutavelta Anna Karen Dav- íðsdóttir, Fjóla Katrín Davíðs- dóttir og Hrefna Huld Sverris- dóttir héldu tom- bólu á Akureyri. Þær söfnuðu 2.500 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Flóðogfjara 7. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.37 4,2 11.49 0,1 17.52 4,3 7.55 18.38 Ísafjörður 1.34 0,0 7.38 2,3 13.53 0,0 19.48 2,4 8.03 18.39 Siglufjörður 3.42 0,1 10.00 1,4 15.58 0,1 22.18 1,4 7.46 18.21 Djúpivogur 2.43 2,4 8.57 0,3 15.07 2,3 21.11 0,4 7.25 18.06 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Sá sem hlustar á hugrenningar þínar er sannur vinur. Rómantísk sambönd ein- kennast af ákafa og eru jafnvel dálítið yfirdrif- in. Aðrir munu njóta góðs af gleði þinni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gerðu eitthvað öðruvísi í dag. Ef maður verður vitni að óréttlæti ber manni þá skylda til þess að taka afstöðu? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Dagurinn í dag er tilvalinn til þess að horfast í augu við eitthvað sem þú telur að verði óskemmtilegt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Skoðanaágreiningur kemur upp í vinahópi. Umræðuefnið er alvarlegt og eitt er víst, þú vilt koma vel fyrir. Mundu að græddur er geymdur eyrir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Eyddu tímanum með fólki sem hefur já- kvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. Hver dagur ýtir undir keppn- isskapið í þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Horfðu í spegilinn til að átta þig á því hvað er það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér þig. Leyfðu öðrum að njóta sín, það er aldrei að vita hvenær snjöll hugmynd fæðist. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Leggðu þig fram um að skipuleggja þig betur. Oft hefur það verið mjög auðvelt, en nú þarf að leggja sig fram. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð góðar hugmyndir í dag um það hvernig þú getur nýtt orku annarra til að gera gagn. Þú verður hugsanlega fyrir ónæði í kvöld. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft ekki að halda áfram að þiggja smámuni fyrir framlag þitt. Það er hægt að finna óteljandi hluti til þess að rífast um en til hvers? Elskaðu friðinn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það getur verið erfitt að skera úr um deilumál annarra. Hvernig væri að bjóða elskunni út að borða? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú gætir fundið til einmanaleika og einangrunar í dag. Fegurð sambands felst í því að það verður aldrei aftur eins og það er einmitt núna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Bjartsýni ýtir undir jákvæða hugsun hjá þér í garð úrills fjölskyldumeðlims. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.