Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.10.2010, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Eftirlíking af spænsku skipi frá sautjándu öld, Galleon Andalucia, kom til hafnar í Manila í gær og Filippseyingur býður hér skipið velkomið. Skipið er galíona, þ.e. stórt rásiglt skip sem Spán- verjar notuðu frá 15. til 18. aldar, með þremur eða fjórum þilförum og hárri, vígbúinni lyftingu. Andalucia er 51 metra löng og getur borið allt að 5.000 manns. Skipið fór frá Sevilla á Spáni í mars og sigldi austur Miðjarðarhafið og Indlandshaf. Andalucia boðin velkomin í Manila Reuters „Við höfum séð nóg af 15 ára rússneskum stelpum,“ sagði tísku- kóngurinn Karl Lagerfeld og and- varpaði eftir sýningu hans fyrir tískuhúsið Chanel í fyrradag. Hann er ekki einn um þessa skoðun því nokkrir aðrir tískuhönnuðir hafa látið grindhoraðar fyrirsætur á táningsaldri víkja fyrir eldri fyrr- verandi fyrirsætum, konum í góð- um holdum eða óþekktum konum sem hafa ekki tekið þátt í tískusýn- ingum áður. „Það er komið nóg af þessum börnum, tískan er ekki bara fyrir táninga,“ hefur fréttastofan AFP eftir Lagerfeld sem fékk fyrrver- andi fyrirsætur til að sýna föt Chanel, þeirra á meðal fatahönnuð- inn Ines de la Fressange, en hún var fyrirsæta á níunda áratugnum. Tími þroskuðu konunnar kominn Breski hönnuðurinn Giles Deacon tollir líka í tískunni og blandaði saman þekktum fyrir- sætum og óþekktum konum á öllum aldri á sýningu Ungaro á mánudag- inn var. Svipaða sögu er að segja um fatahönnuði tískuhússins Balen- ciaga. Einn þeirra, Nicolas Ghes- quiere, réð konur sem hafa enga reynslu af tískusýningum, auk barnshafandi ofurfyrirsætu, Miröndu Kerr. Annar, Jean Paul Gaultier, leitaði til kvenna í góðum holdum og sá þriðji, John Galliano, fékk til liðs við sig gamlar fyrir- sætur á sýningu í París í vikunni. Grindhoraðar fyrirsætur víkja fyrir þroskuðum konum Reuters Ekki bara fyrir táninga Tískufrömuðurinn Karl Lagerfeld með einni af fyrirsætum sínum, franska fatahönnuðinum Ines de la Fressange (til hægri).  Gamlar fyrirsætur og konur í góðum holdum komnar í tísku „Gætt hefur tilhneigingar til þess að klóna konur og afmá persónu- leika þeirra,“ sagði Chesquiere. Hann bætti við að tími þroskuðu og sjálfsöruggu konunnar væri kom- inn. „Ég legg áherslu á sérstæðan persónuleika þeirra. Ég vil sýna ólíkar konur.“ bogi@mbl.is Hópur málvísindamanna hefur uppgötvað áður óþekkt tungumál, sem nefnist koro, á af- skekktu svæði á Norðaustur-Indlandi. Málvísindamennirnir segja að mikil hætta sé á því að tungumálið deyi út þar sem aðeins um 800 til 1.200 manns tali það. Mjög fáir þeirra eru undir tvítugsaldri þar sem unga fólkið vill frekar nota tungumál sem fleiri tala, til að mynda hindí eða ensku. Málvísindamennirnir segja að tungumálið hafi ekki verið uppgötvað fyrr vegna þess að fólkið sem talar það sé að öðru leyti alveg eins menningarlega og þeir sem tala aka, algeng- asta tungumálið á svæðinu. „Segja má að þau hafi verið ósýnileg menningarlega; þau klæðast eins fötum, borða sama mat og búa í eins hús- um, en nota bara önnur orð yfir allt,“ sagði einn málvísindamannanna, K. David Harrison. Óþekkt tungu- mál uppgötvað  Óttast að málið deyi út Fótboltakempan Diego Maradona hefur skrifað þingi Noregs bréf og hvatt það til að beita sér fyrir því að mannréttindahreyfingin Ömmur Plaza de Mayo fái friðarverðlaun Nóbels í ár. Maradona segir að Ömm- ur Plaza de Mayo verðskuldi verðlaunin vegna starfsemi hreyfingarinnar í þágu fórnarlamba ofsókna herforingjastjórnarinnar í Argentínu á hendur stjórnarandstöðunni á árunum 1976-1983. Hreyfingin hafi fundið 102 börn, sem tekin voru frá foreldrum sínum, og leiti enn að 400 börnum sem hurfu á þessum tíma. Talið er að um 15.000- 30.000 manns hafi beðið bana í ofsóknum herforingjastjórn- arinnar. Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir á föstu- daginn kemur hver hljóti friðarverðlaunin í ár. Ömmur Plaza de Mayo fái friðarverðlaunin Diego Maradona Hátt settur klerkur í Íran og rabbíni í Ísrael eru á meðal nokkurra gesta sem páfi hefur boðið á kirkjuþing sem hefst á sunnudag. Er þetta í fyrsta skipti sem fulltrúar gyðinga og múslíma sitja sama kirkjuþingið. 200 km KRISTNI MINNIHLUTINN Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Benedikt páfi hefur boðað biskupa kaþólsku kirkjunnar á tíu daga kirkjuþing í Páfagarði til að ræða örlög kristna minnihlutans í Mið-Austurlöndum sem hefur víða átt undir högg að sækja vegna mismununar og togstreitu milli trúflokka Heimildir: L’Oeuvre d’Orient, Catholic Hierarchy, CIAWorld Fact Book, skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um trúfrelsi í heiminum, Reuters Teikning: Fabian Chan* Áætlað hlutfall af heildaríbúafjöldanum Fjöldi kristinna í Mið-Austurlöndum Miðjarðarhaf Persaflói KÝPUR SÝRLAND 850.000 (4,5%) LÍBANON 1,5millj. (35%) ÍRAK 850.000 (3%) TYRKLAND 85.000 (0,2%)* SÁDI-ARABÍA EGYPTALAND 8 milljónir (10%) ÍRAN 135.000 (0,3%) JÓRDANÍA 150.000 (2,4%) ÍSRAEL 150.000 (2%) Svæði Palestínumanna 50.000 (0,8%) KÚVEIT Múslíma boðið á kirkjuþing Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.