Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 ✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist í Garðshorni í Flatey á Skjálfanda 27. sept- ember 1928. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gísla- dóttir, f. á Brekku í Hvalvatnsfirði 29. mars 1902, d. 12. des- ember 1997, og Gunn- ar Guðnason, f. í Nýjabæ í Flatey 24. ágúst 1899, d. 13. nóvember 1940. Systkini Sigurðar; Jóhann Sig- urður, f. 16. janúar 1919, d. 22. jan- Dætur Sigurðar og Jónu eru þrjár. 1) Helga, f. 21. júní 1957, maki Ás- geir Sverrisson, þeirra börn eru: Sæþór, Íris Björk og Fannar Freyr. 2) Kristín, f. 19. nóvember 1959, maki Magnús Gunnar Þorsteinsson, þeirra dætur eru: Sæunn, Sædís, Katrín Helena og Díana Dögg. 3) Lilja, f. 9. maí 1965, maki Guð- mundur Viðar Adolfsson. Sigurður ólst upp í Flatey á Skjálfanda og bjó þar til 1952 er hann hóf nám í Sjómannaskólanum og fluttist að námi loknu til Vest- mannaeyja þar sem hann bjó til æviloka. Hans ævistarf tengdist sjómennsku og var hann útgerð- armaður og skipstjóri til ársins 1975 þegar hann hóf störf hjá Fisk- mati ríkisins. Sigurður verður jarðsunginn frá frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 7. október 2010, og hefst at- höfnin kl. 14. úar 1919, Eysteinn, f. 15. október 1921, d. 30. apríl 1995, Þor- gerður, f. 8. júlí 1923, Jóhann Kristinn, f. 28. apríl 1925, d. 3. mars 2006, Þráinn, f. 18. ágúst 1926, d. 30. janúar 1942, Guðrún, f. 29. mars 1930, Lára, f. 17. júní 1934, d. 3. mars 1994, Kristmann, f. 26. október 1936, og Ás- laug, f. 26. desember 1938. Sigurður kvæntist 21. janúar 1956 Jónu Kristjönu Guðmunds- dóttur frá Túnsbergi í Vest- mannaeyjum, f. 31. mars 1931. Elsku pabbi, komið er að kveðju- stund og minningarnar eru margar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til þín. Þú varst atorkusamur maður sem fannst þér ávallt eitthvað til dundurs og gast þá horfið tímunum saman í bílskúrinn þar sem þú varst eitthvað að bralla. Þú hafðir líka unun af lestri góðra bóka og alltaf var bók innan seilingar og ávallt voru bækur í jólapökkunum þínum. Þú varst víðlesinn og fróður um þín hjartans mál. Hvatning þín ýtti undir lestraráhuga okkar systra. Þú hafðir einnig mjög gam- an af að spila og fórst á spilakvöld frá því að við munum eftir okkur og oftar en ekki komu spilaverðlaun kvöldsins í þinn hlut. Þú varst góð- ur dansari og vanalega fyrstur á gólfið í gömlu dönsunum. Það er okkur systrunum ógleymanleg minning þegar þú sem ungur mað- ur varst að klæða þig í sparifötin og fara á „gamalmennaskemmtan- ir“, eins og skemmtanir eldri borg- ara voru kallaðar þá, til að dansa við gömlu konurnar. Í eðli þínu varstu útivistarmaður og náttúrubarn. Á trillunni Frigg sóttir þú sjóinn í frístundum og mörgum blíðviðrisdögum eyddir þú á Frigginni á miðunum í kring- um Heimaey. Stundum þótti okkur sem heima sátum sótt ansi langt út á miðin og að lognið færi býsna hratt yfir. En það að sækja stíft var þér í blóð borið og því fékk ekkert breytt. Þú seigst í björg eftir eggj- um á vorin og fórst og veiddir lunda í Brandinum með veiðifélög- um þínum. Í Brandinum gast þú dvalið dögum saman, sam- bandslaus við umheiminn og það sama átti við þegar þú heimsóttir æskuslóðirnar í Flatey á Skjálf- anda. Í þessum eyjum naustu þín í síbreytilegri náttúrunni. Þú stund- aðir líka göngur og sund þér til heilsubótar og gekkst þá hröðum og ákveðnum skrefum um alla eyju og stakkst þér svo til sunds á eftir, syntir rösklega en lést heitu pott- ana öðrum eftir. Þú hafðir ánægju af ferðalögum og þið mamma eruð búin að ferðast mikið bæði innanlands og utan. Þið könnuðuð Kanada og Kúbu, hélduð í austurveg til Rússlands, Póllands, Búlgaríu og Júgóslavíu. Þið heim- sóttuð líka Túnis, Gíbraltar, Mar- okkó, Holland, England, Skotland auk Norðurlandanna og hvílduð ykkur svo á Spáni og Kanaríeyjum. Við hlökkuðum mikið til þegar þið komuð heim úr hverri ferð, ekki síst til að sjá hvað upp úr töskunum kæmi því alltaf komuð þið færandi hendi með spennandi hluti frá framandi löndum. Ógleymanleg eru öll ferðalögin sem við fórum á VW bjöllunni þeg- ar við vorum litlar. Við systurnar þrjár í aftursætinu, tjaldið, svefn- pokarnir og farangur fyrir 3-4 vikna ferðalag á toppgrindinni. Veðrið var oftast látið ráða för en heimahagarnir toguðu stíft í þig og alltaf fórstu með okkur til Húsa- víkur í heimsókn til ömmu og systkina þinna þar sem ræturnar lágu. Við þökkum þér, pabbi, fyrir allt sem þú varst okkur. Þínar dætur, Kristín og Lilja. Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund, svo fyrirséð en samt svo óviðbúin og end- anleg. Þú vissir að hverju dró og brást við því á þinn hátt, það voru ekki mörg orð um það höfð enda varstu ekki fyrir að bera þín einkamál á torg. Þín bernskuspor lágu í Flatey á Skjálfanda þar sem þú fæddist og ólst upp í stórum systkinahóp. Þú varst sjötta barn foreldra þinna Kristínar og Gunnars í Garðshorni. Þegar afi dó stóð amma aðeins 38 ára uppi ein með börnin sín níu þar af sex undir ferm- ingu. Lífsbaráttan var hörð hjá þess- ari kynslóð og var ekki spurt að aldri þegar börnin fóru að draga björg í bú. 12 ára gamall fórstu því að róa til fiskjar með eldri bróður þínum og hjálpa til við að sjá fjölskyldunni far- borða. Þú þurftir því að fullorðnast og taka ábyrgð á fjölskyldu þinni mjög ungur. Þar var eflaust lagður grunn- ur að þínum karaktereinkennum og að þeim órjúfanlega streng sem tengdi ykkur systkinin og ömmu. Það var ekki alltaf auðvelt að átta sig á húmornum og talsmátanum ykkar á milli. Sem afkomandi hins farsæla há- karlaskipstjóra Sigurðar Hrólfssonar hafðir þú í genunum næmni fyrir afla- brögðum og duttlungum íslenskrar veðráttu. Það lá því beinast við að þú gerðir sjómennsku að þínu ævistarfi. Leið þín lá suður í Sjómannaskólann og að námi loknu til Eyja þar sem þú kynntist mömmu og þið hófuð bú- skap. Þar varst þú farsæll skipstjóri og úrgerðarmaður til margra ára. Í minningunni varst þú alltaf að fara eða koma. Á þessum árum voru siglingar til Hull og Grímsby hluti af lífi sjómanna. Því var heimkomunnar alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Næðirðu heim fyrir jól og hvaða góð- gæti og gersemar skyldirðu hafa með þér? Að ekki sé minnst á tískuföt á dæturnar sem þú komst með, tísku- karlinn sjálfur. Og aldrei gleymdir þú systkinabörnunum fyrir norðan, þau fengu líka pakka. Þú varst í eðli þínu mikill eyjakarl og því ekki að undra að úteyjalíf Vest- mannaeyja heillaði þig. Margar þínar bestu stundir voru örugglega með fé- lögum í Brandinum á góðri stundu og ótaldar eru þær þjóðhátíðir sem þú eyddir þar í góðum félagsskap lunda- veiðikalla. Sem afkomandi lítt menntaðs al- þýðufólks sem háði óblíða baráttu fyrir lífi sínu og afkomu lagðirðu allt- af mikla áherslu á að við dæturnar menntuðum okkur. Ekki gerðir þú það með hávaða eða látum, það var ekki þinn stíll við uppeldið, heldur með hárfínum arhugasemdum sem hittu yfirleitt beint í mark. Við deildum áhuga á kveðskap, næmni fyrir fegurð landsins okkar og trú á lífi eftir þessa jarðvist. Við ræddum það ekki mikið … en þessi strengur tengdi okkur saman og vor- um við oft á tíðum með svipaðar bók- menntir á náttborðinu. Elsku pabbi, takk fyrir einstaka þolinmæði og umhyggju sem þú sýndir börnunum mínum. Hjá ykkur ömmu og afa í Eyjum áttu þau at- hvarf þar sem tíminn skipti ekki máli og lífið var fullt af endalausum æv- intýrum. Þar til síðar í sæluríkinu. Þín dóttir Helga. Elsku afi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég átti margar skemmtilegar stundir með þér. Það var alltaf gam- an að fara með þér í bíltúr á hvíta Coltinum og sérstaklega þegar ég fékk að sitja frammí. Þá komum við stundum við í „Sile“ og ég rólaði í aparólunni, stoppuðum til að gefa hestunum og kindunum brauð, skoð- uðum kvína hans Keikos og margt fleira. Þolinmæði þín, afi minn, var ótrú- leg þegar þú sast með mér fyrir framan sjónvarpið og horfðir aftur og aftur á Emil „strákskratta“ í Kattholti, Grease og fleiri myndir. Við horfðum líka saman á enska bolt- ann og skemmtilegast var þegar Liv- erpool, liðið okkar, var að keppa. Og afi þú varst alltaf svo ánægður með hvað ég var dugleg að synda og ég ætla að halda áfram að synda 30 ferðir á hverjum degi þótt þú sért ekki lengur hérna til að spyrja hvað ég hafi synt margar. Elsku afi minn, þú fylgdist með og gladdist yfir framförum mínum. Þú sýndir mér einstaka umhyggju og hlýju. Þú kenndir mér svo margt, leiðbeindir mér, hvattir mig og studdir á þroskabraut minni. Ég á þér svo ótal margt að þakka. Þín Katrín Helena. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og það er svo erfitt að kveðja þig. Ég er sorgmædd og sakna þín en ég á margar góðar minningar um þig. Þú nenntir alltaf að spila við mig. Ég kenndi þér að spila tunnu og kan kan og þú kenndir mér marías, rússa og manna. Ég svindlaði stund- um og þér var oftast bara alveg sama en þú varst sjaldan sáttur við að tapa. Ég borðaði í hádegishléinu mínu hjá ykkur ömmu og þú sem alltaf fórst í sund í hádeginu breyttir sundtímanum þínum til þess að hitta Döggina, eins og þú kallaðir mig oft og taka eitt spil ef tími var til. Í góðu veðri fór ég í fjallgöngur með þér, afi minn, og þú labbaðir svo hratt upp brekkurnar að ég varð að hlaupa til að dragast ekki aftur úr. Þá laumaði ég hendinni minni í lóf- ann þinn og þá fórst þú aðeins hæg- ar. Það mátti halda að þú værir 20 ára en ekki 80. Það var alltaf svo gaman að baka með þér flatkökur í bílskúrnum á Boðaslóðinni. Þú sást um að baka kökurnar með gasinu og ég var bara rétt byrjuð í skóla þegar þú leyfðir mér að „gasa“ eina og eina köku. En ég átti ekkert að vera að nefna það við ömmu og mömmu. Laufabrauðsgerðin á aðventunni er fastur liður í undirbúningi jólanna. Nú situr þú ekki framar í horninu þínu, afi minn, með gleraug- un á nefinu og vasahníf í hendinni og skerð út laufabrauð. En ég ætla að skera út essið þitt í kökuna mína. Aðrar minningar um þig, afi minn, ætla ég að geyma í hjarta mínu og rifja upp þegar söknuðurinn verður sár. Bless, elsku afi minn, og þakka þér fyrir allt sem við gerðum saman. Þín Díana Dögg. Sumrin sem ég eyddi í Eyjum sem smápeyi eru mér ógleymanleg. Bíl- túrar, fjöruferðir, sprangan, trillu- ferðir og síðast en ekki síst öll þau óteljandi kvöld sem ég og Siggi afi fórum á pysjuveiðar, þar sem þol- inmæði afa virtist engan endi hafa. Keyrandi þvers og kruss á Coltinum um miðjar nætur með það að mark- miði að fullnýta kvóta kvöldsins og gott betur en það. Hann kippti sér ekki upp við það að borgarbarnið ætti það til að gleyma að loka kass- anum með afla kvöldsins og afrakst- urinn daginn eftir væri útskitinn bíll fullur af áttavilltum lundapysjum. Hann brosti bara og hló. Afi var mjög vanafastur maður, vakna-morgunmatur-ganga-sund- hádegismatur-leggja sig. Ég er ekki frá því að eftir öll þessi sumur sem ég eyddi með honum hafi ég apað þetta upp eftir honum ómeðvitað. Það var einmitt einn af þessum vön- um hans sem kom upp um hann, þ.e.a.s. daginn sem ég komst að því að afi væri sköllóttur. Éf hef senni- lega ekki verið meira en svona 5-6 ára og við félagarnir vorum saman í sundi. Eitthvað fipaðist ég á sundinu og greip því í það sem næst mér var, og það var auðvitað kollann hans afa sem ég hélt á þeim tíma að væri hans alvöru hár. En nei, það næsta sem ég man er að ég hélt á hárinu hans afa í hendinni og við mér blasti skínandi skallinn. Í skelfingu minni sleppti ég kollunnni, sem afi var ekki lengi að fiska upp úr vatninu og skella á topp- inn á sér. Hann gat svo lítið annað gert en að brosa og hlæja að undr- unarsvipnum á barnabarninu sem hélt að það hefði slitið hárið af afa. Ég kveð þig nú, afi minn, með söknuð í hjarta og minnist allra góðu stundanna sem við áttum saman og minninganna sem við sköpuðum. Sæþór. Elsku afi. Það verður skrýtið að koma til Eyja og hitta þig ekki þar, en ég er þakklát fyrir stundirnar sem við átt- um saman. Alltaf var tekið jafnvel á móti manni, þið amma stjönuðuð svoleiðis við okkur. Þú varst heldur ekki í vandræðunum með að finna eitthvað að gera fyrir okkur systk- inin. Venjulega mætti maður í ágúst- mánuði til að ná lundapysjutíman- um. Þá rúntuðum við klukkutímum saman í niðamyrkri til að bjarga þessum greyjum, kvöld eftir kvöld. Svo suðaði maður í þér um að fá að taka bara pysjurnar með sér heim í Mosfellsbæinn og skildi ekkert af hverju þyrfti endilega að sleppa þeim aftur! Ég man alltaf hvað það var mikið fjör að fá að fara með þér út í bílskúr og baka flatkökurnar sem amma hafði hnoðað, sama hversu vel maður brenndi þær þá leyfðir þú manni allt- af að reyna sjálfum, þolinmæðin var slík. Ekki kvartaðirðu heldur þegar maður vildi bjóða upp á afrakstur dagsins, sótsvartar flatkökur með hangikjöti og smjöri, þú bara þagðir með bros á vör. Ótal margar fleiri minningar skjótast í kollinn. Fjöldamörgu sundferðirnar, sem voru daglegur viðburður hjá þér, gönguferðirnar, sprangan, Brandur og Gaujugarður. Ein nýjasta minning mín af þér er þegar þú komst og gistir hjá mér og Jakob á Akureyri. Það mátti nú ekki hafa mikið fyrir þér og vantaði þig aldrei neitt, þannig varstu bara. Sama hvað maður reyndi að bjóða þér, það eina sem þig vantaði var út- varp í hæstu stillingu. Veraldlegir hlutir virtust aldrei skipta þig neinu máli, vildir frekar gefa heldur en þiggja og varst ótrúlega nægjusam- ur. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég varðveiti þig í minningum mínum, takk fyrir góðu árin. Guð geymi þig. Íris Björk. Sigurður Gunnarsson Það er mér bæði ljúft og skylt að minn- ast móðursystur minn- ar Ragnheiðar Guðbjartsdóttur, Heiðu, sem lést á sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 7. ágúst í hárri elli. Kynni okkar hófust í september 1937 þegar ég, þá fjögurra mánaða gömul, var ausin vatni og skírð í brúðkaupi Heiðu og fyrri manns hennar Hjálms Hjálmssonar. Þau gáfu mér mórauða gimbur í skírnargjöf og allt frá þeim degi tóku þau mér eins og ég væri eitt af börnunum þeirra og Hjálmur kall- aði mig konusysturdóttur sína og ég hann svo seinna móðursysturmann- inn minn. Ég veit ekki hvernig hægt á að vera að koma fyrir í lítilli minn- ingargrein nægilegu þakklæti vegna allrar þeirrar elsku og hlýju sem ég varð aðnjótandi hjá þessum hjónum öll þeirra æviár. Þau bjuggu í Hvammi, nýbýli frá Hjarðarfelli þar sem amma mín og afi bjuggu mynd- arbúi og öll ár bernskunnar og fram á unglingsár dvaldi ég hjá þeim sum- arlangt og fram á haust, og alltaf jafnvelkomin. Börnin urðu fjögur, Gunnar elstur, þá Hulda, svo Hjálmur Geir og loks Ásgerður yngst. Við Gunnar vorum miklir vinir, alltaf saman þegar færi gafst, rákum og sóttum kýrnar, gáf- um kálfunum, fórum í leyniferðir með hundana og spunnum upp óteljandi sögur sem við sögðum hvort öðru. Á haustin vorum við svo send í berjamó með allan krakkaskarann á bæjun- um. Þetta voru hamingjutímar. Oft var brauðstritið erfitt, unnið langt Ragnheiður Guðbjartsdóttir ✝ Ragnheiður Guð-bjartsdóttir fædd- ist á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 15. febrúar 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. ágúst 2010. Útför Ragnheiðar fór fram frá Akra- neskirkju 13. ágúst 2010. fram á bjartar sumar- nætur við slátt og hey- skap, enda allt slegið með orfi og ljá. Maður var ekki sjálfur hár í loftinu en húsbændur sögðu að maður gerði mikið gagn við að rifja flekki, raka dreif og svo taka á móti þurru og ilmandi heyi í hlöð- unni. Litlir fætur voru oft þreyttir þegar þeir gengu heim eftir svona daga en þar beið þá Heiða frænka með mjólk, kleinur og vínarbrauð handa öllu sínu lúna vinnufólki, skapgóð og brosmild með hlý og hvetjandi orð á vörum og er mér minnisstætt hve oft hún söng við vinnuna. Þau voru ham- ingjusöm hjón, Heiða og Hjálmur. En sorgin átti eftir að berja að dyr- um. Í nóvember, haustið 1957, dó amma á Hjarðarfelli þá 73 ára að aldri. Litlu síðar veiktist Hjálmur í Hvammi. Hann var með æxli í heila og dó um vorið, 1958, eftir aðgerð í Kaupmannahöfn. Hann var þá um fertugt. Enn eitt dauðsfallið varð svo í ágúst er Gunnar Hjálmsson, bernskuvinur minn, lést af slysför- um, einungis 17 ára að aldri. Næstu ár voru Heiðu minni og börnunum erfið. Hún brá búi, seldi Hvamm og flutti á Akranes þar sem hún gat sent börnin sín í skóla og sjálf fengið vinnu. Þar skapaði hún sér nýja til- veru og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast miklum sómamanni, Hall- dóri Jörgenssyni. Hann hafði líkt og hún misst góðan maka frá börnum og heimili. Þau gengu í hjónaband og voru samstiga í að styðja börn og barnabörn auk þess sem Akranes- kirkja var þeirra sameiginlegi vett- vangur. Heiða hafði í mörg horn að líta alla sína ævi en hún stóð keik, bognaði en brotnaði aldrei. Hún varðveitti sína léttu lund, hlýju og glaðværð og kvaddi sátt við lífið og tilveruna. Helga Sigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.