Morgunblaðið - 07.10.2010, Side 8

Morgunblaðið - 07.10.2010, Side 8
Foreldrarmeð tvö börn, annað yngra en 7 ára, hitt eldra en 7 ára Árstekjur 12.000.000 kr. Barnabætur í fyrra: Barnabætur skv. fjárlagafrumvarpi: Foreldrarmeð tvö börn, annað yngra en 7 ára, hitt eldra en 7 ára Árstekjur 9.600.000 kr. Barnabætur í fyrra: Barnabætur skv. fjárlagafrumvarpi: Foreldrar með eitt barn yngra en 7 ára Árstekjur 9.600.000 kr. Barnabætur í fyrra: Barnabætur skv. fjárlagafrumvarpi: Foreldrar með tvö börn yngri en 7 ára Árstekjur 9.600.000 kr. Barnabætur í fyrra: Barnabætur skv. fjárlagafrumvarpi: 156.036 kr. 156.036 kr. 93.522 kr. 33.522 kr. 94.800 kr. 94.800 kr. 61.191 kr. 0 kr. H ei m ild :A SÍ FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 er m.a. lagt til að barnabætur til fólks verði skertar. Fjárhæð barnabóta verður ekki hækkuð til að mæta hækk- un verðlags heldur lækkuð þannig að tekjuskerð- ingin verður enn meiri. Til þessa hafa bætur lækkað um tvö prósent af þeirri upphæð árslauna sem fer yfir viðmiðunar- mörk. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að þetta hækki upp í þrjú prósent en með því er ætlað að spara níu hundruð milljónir króna. Þá er nú gert ráð fyrir því að með öllum börn- um, yngri en sjö ára, fái foreldrar greiðslu upp á 61.191 kr. á ári óháð tekjum. Í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir því að skerða þetta í hlutfalli við tekjur. Alþýðusamband Íslands hefur útbúið sérstakt reiknilíkan til að reikna út breytingu á bóta- greiðslum til fjölskyldna með tilliti til fjölda barna, aldurs þeirra og heildartekna heimilis. Hér til hliðar eru nokkur dæmi úr reiknilíkani ASÍ með mismunandi breytum. Sumir missa allan bótarétt Samkvæmt ASÍ eru meðaltekjur íslenskra heimila 9.600.000 kr. á ári. Ef tvö börn, sem yngri eru en sjö ára, eru á heimili með slíkum tekjum fengu foreldrar greiddar 156.036 kr. í barnabætur á þessu ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 haldast þær bætur óbreyttar. Ef foreldrar, sem hafa sömu tekjur á ári, eiga aðeins eitt barn fengu þeir greiddar 93.522 kr. á þessu ári í barnabætur en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu sem nú er til meðferðar í þinginu fá þeir einungis 33.522 kr. greiddar á næsta ári. Þannig skerðast bætur þeirra um sextíu þúsund krónur eða u.þ.b. tvo þriðju hluta. Foreldrar með sömu tekjur sem eiga tvö börn, þar sem annað er yngra en sjö ára en hitt eldra fengu 94.800 kr. í ár og fá sömu upphæð á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu Foreldrar sem eiga tvö börn, þar sem annað er yngra en sjö ára en hitt eldra, en hafa 12.000.000 í samanlagðar árstekjur fengu 61.191 kr. í fyrra en samkvæmt frumvarpinu fá þau ekkert greitt á næsta ári. Ástæða þess er að nú er þessi fasta upp- hæð, sem fékkst greidd fyrir hvert barn, tekju- tengd. Skerðing barnabóta hefur mismikil áhrif á fjölskyldur  Skerðing á bótum til foreldra með ungt barn og meðaltekjur nemur 64% 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Steingrímur J. Sigfússon fjár-málaráðherra fjallaði í umræð- um um stefnuræðu forsætisráðherra um skuldavanda fyrirtækjanna. Þar sagði hann réttilega að lausn þessa vanda væri afar mikilvæg.    En hann vék líkaað því hvernig ætti að leysa skulda- vandann og þá sér- staklega hvort það skyldi gert með eig- endum eða með því að láta fyrirtækin í hendur annarra.    Í því sambandi sagði hann að bank-ar hefðu „sumpart ómaklega“ verið gagnrýndir fyrir það hvernig þeir hefðu staðið að þessum málum. Þetta er umhugsunarverð athuga- semd hjá fjármálaráðherra. Hvað á hann nákvæmlega við? Hvaða að- gerðir bankanna hafa verið gagn- rýndar ómaklega?    Hefur gagnrýnin á aðstoð Arionbanka við fyrrverandi eig- endur Haga til að mynda verið „ómakleg“?    Hvað um aðstoð Landsbankansvið sömu aðila vegna 365? Er Steingrímur að vísa til þeirrar gagn- rýni? Var hún ómakleg?    Ein vísbending um að Stein-grímur eigi við Landsbankann er að þessi ríkisbanki hefur nú fylgt fordæmi ráðuneyta ríkisstjórnar- innar við mannaráðningar. Hann til- kynnti á mánudag að hann hefði ráð- ið reynslulítinn fyrrverandi ráðgjafa Steingríms sem framkvæmdastjóra yfir endurskipulagningu eigna.    Getur verið að það, að VG er fariðað endurskipuleggja eignir bankanna milliliðalaust, hafi orðið til þess að Steingrímur vill slá á alla gagnrýni á framgöngu bankanna? Steingrímur J. Sigfússon Ómakleg gagnrýni á bankana? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.10., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 5 frostrigning Akureyri 9 skýjað Egilsstaðir 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 16 skúrir Dublin 13 skúrir Glasgow 12 skúrir London 17 léttskýjað París 17 alskýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 12 alskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 18 skúrir Winnipeg 12 skýjað Montreal 11 skúrir New York 17 heiðskírt Chicago 18 heiðskírt Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:55 18:38 ÍSAFJÖRÐUR 8:03 18:39 SIGLUFJÖRÐUR 7:46 18:21 DJÚPIVOGUR 7:25 18:06

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.