Morgunblaðið - 16.11.2010, Side 18

Morgunblaðið - 16.11.2010, Side 18
Veður reyk í Speglinum Umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur í Spegli RÚV þann 9. nóvember sl. var full af alhæf- ingum og rangfærslum varðandi meinta hags- muni lífeyrissjóðanna í landinu þegar hún sagði frá umdeildum viðskiptum íslenskra banka og nafngreindra eignarhaldsfélaga. Lýsingin á samskiptum um- ræddra banka og fyrirtækja er ekki falleg, ef rétt reynist. Ég hef enga skoðun á þeim og þekki málavexti ekki. Það sem ég er ósáttur við í umfjöll- un Sigrúnar er að hún reynir í gegn- um allan pistilinn að gera íslenska lífeyrissjóði tortryggilega vegna þessara viðskipta sem voru þeim með öllu óviðkomandi. Auk þess dregur hún rangar ályktanir og væn- ir lífeyrissjóðina um að hafa ekki að- hafst varðandi rannsóknir eða hags- munagæslu vegna þeirra atburða sem urðu hér á landi árið 2008. Ólíðandi vinnu- brögð Ljóst er að Sigrún Davíðsdóttir hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvað lífeyrissjóð- irnir hafa aðhafst á þessu sviði og hún leyf- ir sér að fullyrða út í loftið og gerast dómari og refsinorn í frétta- þætti útvarpsins á grundvelli fullyrðinga sem eru rangar. Vinnu- brögð af þessu tagi eru ólíðandi og því verður ekki tekið þegjandi að svona sé unnið hjá Ríkisútvarpinu sem okkur öllum er gert að greiða fyrir rekstur á. Ein af röngum ályktunum Sigrún- ar Davíðsdóttur birtist svona orðrétt í lok umfjöllunar hennar: „Lífeyrissjóðirnir hafa komið sér saman um framtakssjóð til fjárfest- inga. En af hverju hafa þeir ekki kom- ið sér saman um öflugt rannsóknar- teymi til að gaumgæfa fjárfestingar sjóðanna, spyrja gagnrýninna spurn- inga í stað þess að taka nauðasamn- ingum og hugsanlega til að endur- heimta fé í málssóknum gegn þeim sem ollu þeim ómældu tapi?“ Rannsókn í gangi Ef Sigrún hefði haft fyrir því að afla upplýsinga og staðreynda um málið sem hún var með í vinnslu, hefði hún komist að eftirfarandi: 1. Landssamtök lífeyrissjóða létu taka saman skýrslu um þann lærdóm sem lífeyrissjóðirnir geta dregið af hruninu og aðdraganda þess. Sú skýrsla var kynnt og gerð opinber vorið 2010. 2. Lífeyrissjóðirnir fólu sáttasemj- ara ríkisins að velja 3 hæfa, óháða og sérhæfða aðila til að framkvæma rannsókn á fjárfestingarstefnu líf- eyrissjóðanna undanfarin ár og sam- skiptum við fjármálastofnanir í að- draganda hrunsins. Þessi rannsóknarnefnd er starfandi undir formennsku Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Hún skilar vonandi niðurstöðu snemma á nýju ári. Tilkynnt var um skipan þessarar nefndar fyrir mörg- um mánuðum og hefur tilvist hennar ekki farið leynt. 3. Nokkrir af þeim lífeyrissjóðum sem voru með gjaldeyrisvarnar- samninga við stóru bankana hafa í samstarfi við Landssamtök lífeyris- sjóða ráðið hóp reyndra lögmanna til að meta réttarstöðu lífeyrissjóðanna vegna meintrar markaðsmisnotk- unar. Lífeyrissjóðirnir gerðu slíka samninga á fullkomlega faglegum grundvelli til að draga úr áhættu og til að læsa inni fengna ávöxtun. Hjá lífeyrissjóðunum voru menn í góðri trú og gátu með engu móti séð fyrir að áhrifaaðilar tækju stöðu gegn ís- lensku krónunni, eins og haldið hefur verið fram, sem leiddi til gengis- fellingar. Lífeyrissjóðirnir munu að sjálfsögðu gæta hagsmuna sinna og sækja að þeim sem kunna að hafa brotið gegn sjóðunum. Eins og sjá má af framangreindu þarf Sigrún Davíðsdóttir, eða aðrir sem fjalla um málefni lífeyrissjóð- anna á misyfirvegaðan hátt, ekki að hafa áhyggjur af því að menn séu ekki að „koma sér saman um“ nauð- synlegar rannsóknir eða lögfræði- lega hagsmunagæslu þar sem við á. Þetta hefur þegar verið gert og auð- velt hefði verið að fá það staðfest ef vandað hefði verið til verka við gerð umrædds pistils í Speglinum. Ástæða væri til að víkja að fleiri atriðum í pistli Sigrúnar en ég læt það vera að sinni. Sumt af því eru augljósar dylgjur og órökstuddir sleggjudómar og annað illskiljanlegt. Ég hvet Sigrúnu Davíðsdóttur hins vegar til að hafa samband við fram- kvæmdastjóra Landssamtaka lífeyr- issjóða eða einstakra lífeyrissjóða áður en hún leggur aftur út á þá braut að fjalla um málefni íslenskra lífeyrissjóða. Með því gæti hún losað sig við villur og rangfærslur sem eru reyndum fjölmiðlamanni ekki til sóma en í umræddum Spegilsþætti sýndi Sigrún Davíðsdóttir yfirgrips- mikla vanþekkingu á umfjöllunar- efninu. Eftir Helga Magnússon » Ljóst er að Sigrún Davíðsdóttir hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvað lífeyris- sjóðirnir hafa aðhafst á þessu sviði … Helgi Magnússon Höfundur er formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Það er merkilegt hvað við mann- fólkið erum ófullkomin, og auð- plötuð. Það er greinilegt að við er- um ekki komin langt á þroska- brautinni. Við föllum fyrir alls konar vitleysu, og látum hina margvíslegustu hluti taka af okkur völdin. Fólk fellur fyrir brennivíni, vímu- efnum af ýmsum toga og jafnvel látum við óvandaða stjórnmálamenn teyma okkur á asnaeyrunum. Það er dagljóst að þeir stjórnmálaflokkar sem sitja á alþingi eru ekki að vinna að hags- munum fólksins. Við erum svo óþroskuð að við látum foringja þessara flokka leiða okkur út í kviksyndið, og jafnvel lofum við þá í hástert, þó við séum að sökkva. Þetta er auðvitað heilaþvottur, og merkilegt hvað þessum lítt geð- þekku stjórnmálamönnum verður ágengt. Ég á til dæmis góðan vin sem er ákveðinn að fylgja Samspillingunni þar til hann gefur upp öndina, jafnvel þó núverandi stjórn hafi gert hann að ölmusumanni. Þetta eru hlekkir sálarinnar sem stjórn- málamönnum er einkar lagið að leggja á fólk. Ég er ekkert öðru- vísi en þú, ég var líka plataður. Það er nefnilega þannig að þegar maður skoðar hlutina, þá eru stjórnmálin bara Morfískeppni. Sá sem er öflugasti ræðumaðurinn vinnur, þó ekkert sé að marka það sem hann segir. Ef við skoðum það sem næst okkur er í tíma þá er mjög athyglisvert að skoða um- mæli Steingríms Joð, fyrir búsá- haldabyltinguna, og fyrir síðustu kosningar. Ég fékk alveg merki- lega niðurstöðu. Hann hefur ekki staðið við eitt einasta af stóru mál- unum sem hann lofaði. Ekki eitt einasta. Afnema kvótann, ekki sækja um aðild að ESB. Ekki að borga Icesave, bæta kjör eldri- borgara og aldraðra, reisa skjald- borg um heimilin, og svo mætti lengi telja. Niðurstaðan er að hann hefur ekki staðið við eitt einasta af þess- um málum, heldur þvert á móti. Steingrímur Joð hefur hinsvegar unnið nokkrar Morfískeppnir, hef- ur sett upp glottið og sagt „Sjáðu hvernig ég tók hann.“ Skyldu kjós- Við vorum plötuð Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Bréf til blaðsins Lítil frétt birtist fyrir nokkru um minnkun ut- anvegaksturs vegna átaks Umhverf- isstofnunar og vísað til verkefnis á þeirra vegum. Þar sagði: „Helstu ástæður þessa eru taldar vera mikil og góð umfjöll- un Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins um utanvegaakstur snemmsumars, góð upplýsingagjöf Landsbjargar til ferðamanna, sérstakt átak Vatnajökulsþjóðgarðs til að sporna við akstri utan vega, átak Umhverfisstofn- unar sem fól meðal annars í sér auglýs- ingar í útvarpi og blöðum og síðast en ekki síst tíu ný skilti við hálendisleiðir sem Vegagerðin setti upp í samstarfi við félög og fyrirtæki.“ Hvernig er árang- urinn samkvæmt þessari frétt mældur? Það var ekki farið að skrá upplýsingar um utanvegaakstur hjá Umhverf- isstofnun fyrr en á árinu 2009 og síðan segir í sömu frétt og hér að ofan: „Upplýsingar um tíðni ut- anvegaaksturs í sumar (2010 innsk. greinarhöfundar) hafa ekki borist frá lögreglu.“ Það virðist því ekki vera til neinn sam- anburður á utanvegaakstri á milli tveggja síðustu ára og engin stað- fest skráning til frá fyrri árum svo vitað sé. Staðreyndin er samt sú að samkvæmt umsögn margra að- ila innan klúbbsins hefur mikið dregið úr utanvegaakstri og þar skiptir forvarnarstarf Ferða- klúbbsins 4x4 örugglega miklu máli. Árlega stendur Litladeild Ferðaklúbbsins 4x4 fyrir fjölda ferða með nýliða inn á hálendið og hefur samhliða haldið námskeið um hvernig aka eigi á ábyrgan hátt um hálendi Íslands. Þátttak- endur í þessum ferðum og nám- skeiðum skipta orðið þúsundum og með þessu framtaki er stöðugt og markvisst verið að vinna að áróðri gegn utanvegaakstri og stuðla að ábyrgri ferðamennsku um hálendi Íslands. Þetta er líklega eitt stærsta og umfangsmesta verkefni hér á landi gegn utanvegaakstri og er framkvæmt án fjárhagslegs stuðnings frá hinu opinbera um- hverfi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 hefur síðan í áratugi staðið fyrir því að setja niður stikur meðfram mörgum hálendisvegum til að koma í veg fyrir ut- anvegaakstur. Það hefur sýnt sig að þar sem stikur hafa verið sett- ar niður meðfram fjallvegum er yfirleitt miklu minna um ut- anvegaakstur og ferðafólk virðir mörkin sem verið er að setja með stikunum. Þetta átak var samkvæmt frétt- inni hér að framan ekki í sam- starfi við Ferðaklúbbinn 4x4 sem eru líklega stærstu samtök lands- ins um hálendisferðir á Íslandi og spanna 80-90% þeirra sem fara á bílum inn á hálendi Íslands. Það væri líklega miklu árangursríkara fyrir stjórnvöld að starfa með al- menningi í landinu og hafa samráð um framkvæmd og framgang í málaflokkum sem snúa að um- gengni og aðgengi við íslenska náttúru. Það eru stöðugt að koma upp vandamál þar sem stjórnvöld eru að vinna að náttúrutengdum verk- efnum án samráðs við hinn al- menna Íslending. Nýjasta dæmið eru drögin um starfsemi Vatna- jökulsþjóðgarðs sem liggja á borði umhverfisráðherra, þar sem er- lendar formúlur um víðerni, öfga- sinnaðir náttúruverndaraðilar og örhópur atvinnugöngufólks virðast skipta meira máli en hinn almenni Íslendingur. Annað dæmi sem eft- ir er að takast á við eru Þjórs- árverin þar sem búið er að setja fram akstursbann á snjó og er í þeim drögum sem verið er að vinna. Þeir aðilar sem hafa verið að mótmæla drögum að Vatnajök- ulsþjóðgarði samanstanda af stærstu samtökum landsins í úti- vist, ferðaþjónustu og ferða- mennsku. Þessir aðilar bjóða sig fram til að vinna með stjórnvöld- um að náttúruverndarmálum hér á landi og vilja efla samstarf stjórn- valda og almennings. Framundan er öflug barátta fyrir skynsamlegri náttúruvernd og almennum rétti Íslendinga til að ferðast á ábyrgan hátt um há- lendi Íslands. Stjórnvöld þurfa að skapa samstarfsgrundvöll og hætta að vinna þessi mál á bak við tjöldin undir þrýstingi öfgahópa og vinna þau í góðu samstarfi við almenning í landinu. Eftir Guðmund G. Kristinsson » Árlega stendur Ferðaklúbburinn 4x4 fyrir ferðum með nýliða inn á hálendið og heldur námskeið um hvernig aka eigi á ábyrgan hátt um há- lendi Íslands. Guðmundur G. Kristinsson Höfundur er sölu- og markaðsstjóri, er í Ferðaklúbbnum 4x4 og í nefnd Samtaka útivistarfélaga um Vatna- jökulsþjóðgarð. Minni utanvegaakstur á hálendinu – árangur af forvarnarstarfi Ferðaklúbbsins 4x4 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.