Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
einfaldlega betri kostur
ÚTSALA
N HEFST
27. DES.
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
23. des. fimmtudagur 10-23, 24. des. föstudagur 9-12
laugardagur - sunnudagur LOKAÐ
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
10
FELLIKOLLUR. VERÐ 995,-/stk NÚ 690,-/stk
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Shakespeare-verk eru ekki þekkt
fyrir að vera söluvænleg í leikhúsinu
en algengast er að verk hans séu
sýnd í á annan tug skipta. Það vekur
því nokkra athygli að uppselt er á
fyrstu 14 sýningar Borgarleikhúss-
ins á Ofviðrinu áður en að frumsýn-
ingu er komið en hún er hinn 29.
desember. Að sögn Magnúsar Geirs
hafa áskriftarkortin að sjálfsögðu
sitt að segja í þessu, „en þetta er
samt óvenjumikið og ég myndi halda
að þetta væri met hvað varðar sýn-
ingu á Shakespeare-verki. Kannski
er það leikstjórinn, Hilmir Snær, eða
Ingvar Sigurðsson sem draga svona
að!“ segir Magnús Geir.
Uppselt á Ofviðri
Shakespeares
Búist er við hvassviðri sunnanlands
í dag og jafnvel stormi við strönd-
ina með snjókomu eða éljum. Á vef
Veðurstofunnar er þó gert ráð fyrir
að lægi heldur síðdegis. Norðan-
lands verði vindur mun hægari. Á
laugardag er spáð austanátt með
slyddu eða rigningu sunnanlands
síðdegis en þurru fyrir norðan.
Um kvöldið er búist við hvass-
viðri á öllu landinu með talsverðri
rigningu sunnanlands en snjókomu
norðantil. Á sunnudag á að gera
rigningu eða slyddu um allt land.
Búist við votviðri
um jólahelgina
BAKSVIÐS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Samkvæmt nýsamþykktum fjárlög-
um fyrir árið 2011 er nokkuð dregið
úr skerðingum á fjárlögum til heil-
brigðisstofnana.
Þrátt fyrir það er ljóst að víða
verða uppsagnir, en þær eru ekki
komnar til framkvæmda.
Skerðing á fjárframlögum til Heil-
brigðisstofnunar Sauðárkróks hefur
lækkað úr 30% í um 10%, að sögn
Hafsteins Sæmundssonar, forstjóra
stofnunarinnar.
„Ég hef alltaf reiknað með að upp-
sagnirnar jafngildi einu stöðugildi
fyrir hvert prósent sem niðurskurð-
urinn nemur. Þannig að það má
reikna með að við þurfum að segja
upp tíu manns. En það gerist ekki
allt í einu og mun dreifast nokkuð
jafnt yfir árið,“ segir Hafsteinn.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hverjum verður sagt upp eða hvaða
störfum þeir gegna. „Það kemur í
ljós á næstu vikum,“ segir Hafsteinn.
Hann segir framkvæmdastjórn spít-
alans sitja við þessa dagana og fara
yfir hvaða leiðir séu færar.
„Við þurfum að halda okkur innan
ramma fjárlaganna. Það kostar eðli-
lega uppsagnir og samdrátt í þjón-
ustu,“ segir Einar Rafn Haraldsson,
forstjóri Heilbrigðisstofnunar Aust-
urlands. „Líklega fara 5-10 störf út í
starfsmannaveltu. Líklega verða
uppsagnirnar álíka margar,“ segir
Einar.
Úr 470 í 100 milljónir
Að sögn Einars er Heilbrigðis-
stofnuninni gert að skera niður um
100 milljónir. Fyrstu tillögur fjár-
lagafrumvarpsins hljóðuðu upp á 470
milljónir. „Fyrri krafan var gjörsam-
lega ógerleg. En þetta verður ekkert
létt. Við höfum þurft að skera niður
þrjú ár í röð.“
Heilbrigðisstofnunin mun skila
rekstraráætlun ársins 2011 til heil-
brigðisráðuneytisins í byrjun janúar.
Snorri Björnsson, yfirlæknir á
heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja, segir að enn sem komið
er hafi engum verið sagt upp. „Það lá
ekki fyrir fyrr en í síðustu viku hver
endanlegur niðurskurður yrði og nú
er verið að vinna að því hvernig við
munum bregðast við,“ segir Snorri.
Niðurskurður á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja verður nokkuð minni en
boðað var í upphafi. Snorri segir að
verið sé að fara yfir hvað tillögurnar
þýði í raun og ákvarðanir verði síðan
teknar á grundvelli þess. „Við munum
reyna að vernda starfsfólkið í lengstu
lög. Staðan í atvinnulífinu hér á Suð-
urnesjum er slík að við megum ekki
við miklum uppsögnum,“ segir
Snorri.
Engum enn sagt upp á spítölunum
Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana fara nú yfir hvernig hægt verði að mæta fjárlögunum Reynt að
verja störf, en ljóst þykir að til uppsagna muni koma Fjárhagsáætlunum verður skilað í upphafi árs
Morgunblaðið/ÞÖK
Heilbrigðisstofnanir Þurfa að mæta sparnaðarkröfum fjárlaganna 2011
Þorláksmessusund Garpa, sundmanna yfir 25 ára hjá
sunddeild Breiðabliks, fór fram í gær í Kópavogslaug.
Að þessu sinni var 20 ára afmæli Þorláksmessusunds-
ins fagnað og af því tilefni var þátttökumetið slegið en
alls syntu 44 sundmenn 1.500 metra í gærmorgun.
Nokkrar aðrar sunddeildir hafa tekið upp þessa hefð
og syntu væntanlega Garpar víða um land 1.500 metra í
gær.
Morgunblaðið/Ernir
Garpar í Þorláksmessusundi
Olíufélögin Olís og Skeljungur
hækkuðu verð á eldsneyti hjá sér í
gær. Hækkuðu bæði félögin bensín-
verð um tvær krónur á lítra og verð á
dísilolíu um þrjár krónur á lítrann.
Verð á eldsneyti á heimsmarkaði
hefur hækkað verulega að undan-
förnu. Verð á tunnu af hráolíu fór yf-
ir 94 dollara í fyrradag og bensínið
hækkaði á þriðjudag um 15 dollara.
Þykir þetta óvenjulegt þar sem elds-
neytisverð er yfirleitt lægst í desem-
bermánuði.
Kuldakast í Evrópu ástæðan
„Það er óvenjuhátt verð í desem-
ber miðað við það sem venja er,“
sagði Magnús Ásgeirsson, innkaupa-
stjóri N1, í samtali við mbl.is um
hækkanirnar á heimsmarkaðsverð-
inu. Meginástæðuna segir hann
áreiðanlega vera kuldakastið í Evr-
ópu. Venjan sé sú ef litið sé yfir árið
að eldsneytisverð á heimsmarkaði sé
yfirleitt lægst í desember. Það
hækki svo yfirleitt á ný í janúar.
Fram kom í viðtalinu við Magnús að
óvissa væri um hvort verðhækkan-
irnar haldi áfram í janúar. „Það er
engan veginn gefið að svo verði.
Veðrið hefur áhrif á það. Með fimb-
ulkulda víða í Evrópu eykst olíunotk-
unin og eftirspurnin verður mjög
mikil, sem hefur áhrif á verðið.“
Tvö olíufélaganna hækka
eldsneytisverð hjá sér
Kuldakast í
Evrópu hækkar
heimsmarkaðsverð
Þróun bensínverðs 7. - 23. desember
7. desember 23. desember (kl. 18.00)
210
209
208
207
206
205
204
203
202
201
200
Olís Skeljungur N1 Atlantsolía
208,2
207,7
205,7
205,5
209
208
203,7
203,5
Það leit út fyrir
að allir flug-
farþegar sem
áttu bókað flug
til Íslands fyrir
jól kæmust til
landsins þegar
leitað var upp-
lýsinga hjá
flugfélögum í
gærkvöldi.
Miklar tafir hafa verið á flugi í Evr-
ópu undanfarið vegna veðurs.
„Þetta hefur gengið þokkalega.
Það er allt að færast í eðlilegt horf
aftur vonandi,“ segir Kristín Þor-
steinsdóttir, upplýsingafulltrúi Ice-
land Express. Hún segir tafir hafa
orðið á flugi frá Lúxemborg í fyrra-
dag vegna þoku þar en þeir farþeg-
ar hafi komist til landsins í gær.
Hjá Icelandair er sömu sögu að
segja, einhverjar tafir urðu á Evr-
ópuflugi en þær voru minniháttar.
„Þetta gengur heilt yfir ágætlega.
Miðað við það sem hefur gengið á
undanfarna daga þá er þetta allt
saman nálægt því að vera á áætlun
og allir ættu að komast til síns
heima,“ sagði Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í
gærkvöldi. Síðasta flugið fyrir jól
komi seinnipartinn í dag frá Lund-
únum. kjartan@mbl.is
Farþegar með
íslensku félögunum
ættu að komast heim
Heathrow Mikil rösk-
un hefur verið á flugi.