Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 11
Mikið vona ég nú að sem allra flestir séu komnir í
jólaskapið. Ætli það sé því ekki við hæfi að hripa litla
hugleiðingu niður á blað í tilefni hátíðanna. Reyndar
held ég að allir séu orðnir frekar þreyttir á hjalinu um
hvað okkur beri að vera þakklát fyrir það sem við höf-
um um jólin. Hvernig þessi hátíð er orðin eitt stórt
neyslufyllirí og hvernig þjóðinni hefur tekist að
gleyma rauða þræðinum í þessu öllu saman, sjálfum
kristsburðinum o.s.frv. Slíkar lesningar geta orðið
þreytandi.
Hins vegar finn ég mig knúinn til að setja nokkur
orð á blað um þær fréttir sem mér blöskraði við að
lesa í vikunni. Einhverjir ofdekraðir og vanþakklátir
stafsmenn fyrirtækis gerðu úr því fjölmiðlafár að jóla-
gjöf þeirra frá fyrirtækinu hefði ekki verið nógu veg-
leg þetta árið. Þeir fengu sem sagt sjópoka að gjöf.
Slíkir pokar eru framleiddir með sjómenn í huga en
gagnast okkur landkröbbunum í útilegum og öðrum
ferðalögum. Þess má einnig geta að sjópokar kosta að
jafnaði tugi þúsunda króna.
En þetta þótti alveg fyrir neðan allar hellur og því
var vaðið í alla fjölmiðla og fyrirtækið gagnrýnt harð-
lega fyrir að gera ekki nógu vel við starfsmenn sína.
Ein efnishyggju-dekurrófan lét m.a.s. hafa eftir sér:
„Þetta er bara mjög niðurlægjandi jólagjöf og
starfsfólki finnst það niðurlægt.“ Ég vil bara fá
að taka mér það bessaleyfi að svara fyrir hönd
þjóðarinnar: „Þú, kæri starfsmaður, hefur
niðurlægt fyrirtækið þitt og ekki nóg með
það heldur líka sjálfa
jólahátíðina. Vin-
samlegast farðu
bara burt.“
Svo vil ég fá
að varpa fram
spurningunni:
Hvurslags fjöl-
miðlar birta slíkar
„fréttir“ gagnrýn-
islaust og án þess
að leita annarra
viðbragða?
Þá er eflaust rétt
að velta því fyrir
sér til hvers fyr-
irtæki gefa
starfsmönnum
sínum jólagjafir. Í
formlegum skilningi
teljast þær ekki til
hlunninda. Það undir-
ritar enginn starfssamning þar sem kveðið er á um
„launakjör, veglegar jólagjafir og önnur hlunnindi“.
Forsvarsmenn fyrirtækja taka þá ákvörðun að gefa
starfsmönnum jólagjafir af því að fyrirtækið saman-
stendur af fólki sem deilir menningar- og trúarlegum
gildum. Kannski er ég bara einfaldur en ég hef alltaf
skilið þetta svona. Með jólagjöfum er fyrirtækið ein-
faldlega að óska starfsmönnum sínum gleðilegra jóla
og gefa það til kynna að fyrir sér er starfsmaðurinn
það mikilvægur að ef fyrirtækið væri eiginleg persóna
myndi það gefa starfsmanninum jólagjöf.
Til að undirstrika þessa húrrandi efnishyggju og
vanþakklæti starfsmanna er auðveldlega hægt að taka
lítið dæmi. Það hafa allir fengið geisladisk sem þeir
eiga nú þegar eða ljóta vettlinga
frá einhverjum ættingja sínum í
jólagjöf. Engu að síður dytti
engum til hugar að kalla
gjafirnar „niðurlægjandi“ í
næsta fjölskylduboði. Eða
hvað þætti fjölskyldu
manns um það? Ætti
viðkomandi skilið að fá
jólagjafir framvegis? Og
mikið ótrúlega hlyti við-
komandi ættingja að líða
illa. Það er einfaldlega þann-
ig með gjafir að það ristir
djúpt ef þeim er mætt með
vanþakklæti.
Svo, til að hámarka
jólaklisjuna, vona ég bara
að þessir freku og ofdekr-
uðu starfsmenn sjái að sér
þegar hin helga hátíð geng-
ur í garð. Hugsi e.t.v. til
þeirra fjölmörgu fjölskyldna
sem af sárri nauðsyn biðu fyrir
utan Fjölskylduhjálp til að geta haft
eitthvað á borðum í kvöld.
Ég óska samstarfsmönnum mínum og
öllum öðrum góðra og gleðilegra jóla.
jonasmargeir@mbl.is
»Einhverjir ofdekraðir og vanþakklátirstafsmenn fyrirtækis gerðu úr því fjöl-
miðlafár að jólagjöf þeirra frá fyrirtækinu
hafi ekki verið nógu vegleg þetta árið.
Jólaheimur Jónasar Margeirssig í drasl“
Morgunblaðið/Ernir
Siðprúð Gillz og Tobba Marinós voru jólaleg á Austurvelli í gær.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki,
félagsmönnum, viðskiptavinum
svo og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla.
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Skagfirðinga