Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 34

Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 34
34 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Nú get ég ekki orða bundist vegna óundirritaðra blaða- viðtala um jólagjöf Skinneyjar- Þinganess til starfs- manna. Ég vinn fyrir það góða fyrirtæki Skinney-Þinganes, sem er undir stjórn margra góðra manna, og ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri verðmætasköpun sem þetta góða fyr- irtæki skilar til þjóðarbúsins, með góðum skipsáhöfnum og skipstjórn- armönnum ásamt frábæru land- verkafólki sem vinn- ur úr þeim afla sem berst á land með skipum fyrirtækisins hvort sem er að nóttu sem degi og gerir sem mest verðmæti úr aflanum þjóðinni til hagsbóta á þessum erfiðu tímum Jólagjafir ætla ég ekki að ræða hér en fagna því samt, á mínum tæplega 30 ára sjómannsferli, að eignast loks góðan sjópoka. Við ykkur auðnu- leysingjana, sem felið ykkur með nafnleynd bak við tölvuskjái, hafið aldrei migið í saltan sjó né unnið ærlegt handtak og þorið ekki að koma fram undir nafni, hef ég bara eitt að segja: Ragur er sá er við rassinn glímir. Ég óska stjórn- endum Skinneyjar- Þinganess, skips- félögum, land- verkafólki og jafn- framt öllum Hornfirðingum gleði- legra jóla, árs og frið- ar. Megi nýja árið færa okkur öllum meiri hagsæld og velfarnað með samstilltu átaki. Að þora ekki að koma fram undir nafni Eftir Svafar Gestsson » Jólagjafir ætla ég ekki að ræða hér en fagna því samt, á mínum tæp- lega 30 ára sjó- mannsferli, að eignast loks góðan sjópoka. Svafar Gestsson. Höfundur er vélstjóri á Jónu Eðvalds sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess. Fátt hefur orðið til að gleðja þjóðina síð- an útrásarvíkingarnir rústuðu þjóðfélagi okkar af græðgi og einbeittum brotavilja. Það eru helst tvö mál. Þjóðaratkvæð- greiðsla um Icesave og að skilanenfnd Glitnis stefndi einu genginu fyrir dóm í New York. Þátttaka í þjóðar- atkvæðagreiðslunni segir að niðurstaðan hafi verið fagnaðar- efni þjóðarinnar allrar. Flestir eru minnugir þess, hvernig Baugsfeðgar og fylgilið í skjóli auðs, fjölmiðlaveldis og „góðra“ lögmanna sluppu við makleg málagjöld. Það var oft ömurlegt að hlusta á í sjónvarpinu, hvernig héraðsdómari talaði niður til og niðurlægði saksóknara ríkisins. Niðurstaða dómsins kom engum á óvart. Það var eins og hún væri löngu ákveðin enda höfuðpaurinn þekktur fyrir að bjóða 300 millur sínum málum til framdráttar. Nú vita allir hversu siðlausir þessir herramenn eru og hvern mann þeir hafa að geyma, líkt og gerð- ist með Kio Briggs, sem sýknaður var af e-töflusmyglinu. Þrátt fyrir að engum öðrum en þeim sjálfum og lögmönnum þeirra detti í hug að þræta fyrir að þeir hafi auk bankanna skafið fjölda fyrirtækja að innan og komið góssinu úr landi var þjóðin orðin úrkula vonar um að þeir yrðu dæmdir, hvað þá lokaðir inni, þó svo þeir yrðu leiddir fyrir dómara. Trúin á dómskerfi okkar var ekki meiri en það eftir að sá einn hlaut dóm er upplýsti um viðskipti og lifnað Bónusfeðga og vildarvina í USA. Þá kom skila- nefndin og stefndi genginu í New York. Því fagnaði þjóðin, sem í skila- nefndinni sá ljósið í myrkrinu. Nú hefur það gerst, að dómari í New York hefur vísað mál- inu til Íslands og Fréttablaðið birt grein um, hversu miklum fjármunum skilanefndin hafi sóað í málatilbúnaðinn. Lögmenn, sem sumir í áraraðir hafa gert út á gengið, tóku strax undir. Beindu því til skilanefndarinnar til umhugsunar, að hún hefði ekki haft góða ráðgjafa og hvað hefði mátt gera fyrir kostnaðinn. Hvort tveggja gamalkunnar klisjur frá Baugsmálinu, þegar þessir sömu lögmenn og Fréttablaðið í síbylju tíunduðu málskostnað ríkisins og níddu þá niður, sem sóttu málið. Í sambandi við kostnaðinn ættu þeir að reikna áfram. Fyrir 100 milljarða er hægt að gera 100 x meira en fyrir einn. Eitt hundrað miljarðar (= 100.000.000.000 kr.) er aðeins einn tíundi af gjaldþroti Baugs, Haga, Gaums eða hvað þetta nú heitir. Foringinn hefur nú sett upp geislabauginn og ætlar að sækja „rétt sinn“. Segir málskostnaðinn skipta hundruðum millióna og ætlar í skaðabótamál. Aðdáun- arvert, hversu mikinn kjark og lánstraust maður með svona mál- stað hefur, sem þar fyrir utan er svo til eignalaus, að eigin sögn. Líklegast hefur hann fengið lán hjá þeim hinum sömu erlendu fjárfestum á Tortola eða í Lúx- emborg, sem lögðu Fréttablaðinu til fé og bjóða með þeim feðgum í ættarveldið, sem Arion banki gætir nú fyrir þá. Verði afgangur, þegar lánardrottnarnir hafa feng- ið sitt, skyldi hann þá vera búinn að ráðstafa fénu til líknarmála? Líkt og pabbinn, sem eftir Baugs- skandalann ætlaði í mál við ríkið og lofaði að láta skaðabæturnar ganga til Mæðrastyrksnefndar. Hreint ótrúlegt er, hversu mik- ill hroki og siðleysi getur komið fram hjá manni, sem öðrum frem- ur hefur á samviskunni að tug- þúsundir landa hans hafa misst ævisparnað sinn og fyrirtæki orð- ið gjaldþrota. Þúsundir manna hafa hrakist úr landi í atvinnuleit fyrir utan þann fjölda, sem er í röðinni hjá Fjölskylduhjálpinni. Á sama tíma og stjórnvöld hafa neyðst til að skera niður í heil- brigðisþjónustu svo um munar berast þær fréttir frá landlækni, að ein afleiðing hrunsins sé að geðheilsu þjóðarinnar hafi hrakað og eigi eftir að versna á næstu ár- um. Svo segist hann ætla að sækja rétt sinn! Enn ótrúlegra er að nokkur heiðvirður lögmaður skuli leggja sig niður við að verja þessa land- ráðamenn. Hafi þeir ekki vitað fyrir, hvers konar menn þetta eru, þá ættu þeir að vita það núna, en dansinn í kringum gull- grísinn með geislabauginn lætur ekki að sér hæða. Að mínu mati er fé og vinnu til að endurheimta ránsfenginn vel varið óháð ár- angrinum. Það má ekkert til spara að réttlætið nái að fram ganga. Í því sambandi ættu stjórnvöld að leggja til hliðar mál, sem sl. tvö ár hafa þvælst fyrir og tekið mestan tíma. Einbeita sér að því að finna þýfið og lækka með því skatta í stað þess að finna upp nýja og nýja skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Til þeirra lögmanna, sem í framtíðinni koma að þessu máli, hvort heldur er í vörn eða sókn beini ég til umhugsunar, að það gildir eins með illan orðstír og góðan orðstír. Illur orðstír deyr aldregi, þó deyi fé og deyi frænd- ur. Siðleysi og hroki til umhugsunar á aðventunni Eftir Sigurð Oddsson » Trúin á dómskerfi okkar var ekki meiri en það eftir að sá einn hlaut dóm er upplýsti um viðskipti og lifnað Bónusfeðga og vildar- vina í USA. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Kær vinur og mágur er látinn. Það er skrítið til þess að hugsa að Þórhallur, þessi hressi heilbrigði og lífsglaði maður, sé kvaddur svona fljótt burt frá ástvin- um sínum. Þórhallur var einstaklega góður og vel gerður maður, hógvær, hljóðlátur, nákvæmur og áhugasamur. Hann var glettinn og hlýr og hafði gaman af því að ræða líðandi stund. Þegar Hafdís stóra systir okkar kynnti Þórhall í fjölskyldunni breytt- ist ýmislegt. Við litlu stelpurnar vor- um strax hrifnar af honum. Þórhallur var sérstakur persónuleiki, einstak- lega fróður og áhugasamur um bók- staflega alla hluti enda lærðum við systur að meta hann alltaf betur og betur. Þegar Hafdís og Þórhallur eignuð- ust frumburð sinn hann Guðberg sem varð auðvitað gullmolinn okkar systra fengum við það hlutverk að vera aðal- pössunarpíurnar og það þótti okkur ekki leiðinlegt. Sautján árum síðar eignuðust þau annan gullmola, hana Huldu, sem varð augasteinn þeirra. Þórhallur starfaði alla ævi sem flugmaður, lengst af starfaði hann hjá flugskóla Helga Jónssonar sem flug- kennari, í sjúkraflugi og Grænlands- flugi. Hann er einn okkar reyndasti flugmaður, sérstaklega við íslenskar aðstæður og hefur flogið flestum flug- vélum sem komið hafa við í íslenskri flugsögu síðustu 40 ár. Þórhallur var alla tíð afar farsæll í starfi, en síðustu árin starfaði hann sem flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ljósmyndun var honum ríkt áhugamál, hann tók meðal annars myndir fyrir tímarit eins og Iceland Review. Honum var einstaklega auð- velt að fanga augnablikið og kom þessi hægláti maður alltaf á óvart á sinn hógværa hátt, hvað hann var mikill snillingur. ✝ Þórhallur Magn-ússon fæddist að Pulu í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, 11. september 1941. Hann lést 12. desem- ber 2010. Útför Þórhalls fór fram frá Vídahlíns- kirkju í Garðabæ 21. desember 2010. Fyrir nokkrum árum byggðu þau hjónin sér einstaklega fallegan sumarbústað við Norð- urá í Borgarfirði. Þar naut Þórhallur sín bæði við smíðar og ræktun, sem var mikið áhuga- mál hjá honum alla tíð og endurspeglaðist þar vandvirkni hans og natni. Þórhallur var góður og tryggur fjölskyldu- maður og naut þess að vera með fjölskyldunni öllum stundum gleðin var því mikil þegar fjölskyldan stækkaði og við bættust þrjú ný börn á þessu ári. En sorgin var ekki langt undan því aðeins átta daga gömul lést Álfrún Emma, langafabarn Þórhalls. Árin hafa liðið hratt og hefur stór- fjölskyldan okkar átt góðar stundir saman. Nú er komið að kveðjustund í bili og erum við þakklátar fyrir árin sem við áttu með Þórhalli. Elsku Hafdís, Guðberg, Sigrún, Hulda, Jói og börnin ykkar, megi góð- ur guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma og við biðjum góðan Guð að taka vel á móti Þórhalli. Stefanía og Sigríður Guðbergsdætur. Elsku afi. Ég er ákaflega stolt af því að vera barnabarnið þitt. Þú varst einstakur maður, fórst þínar leiðir og lést engan segja þér fyrir verkum á fyndinn og á þinn einstaka hátt. Þú munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu. Þú kenndir mér svo ótal margt, eins og nöfnin á fjöllunum í sveitinni, helstu örnefni og staðhætti. Þegar ég var lítil hjálpaðir þú mér að byggja fuglahús uppi í sveit eftir mínu eigin höfði. Húsið var hengt upp við mikla gleði fuglanna og þó að í dag sjái ég að það er kannski ekki heimsins fegursta fuglahús þá fær það enn að hanga uppi mér til sællar minningar. Þér þótti gaman að fljúga sem var þitt yndi, enda flugmaður. Ég minnist þess sérstaklega þegar þú bauðst mér með þér til Grænlands. Þar skoðuðum við mannlífið og þú virtist vita allt um landið og fólkið. Þetta var einstök ferð sem ég mun ekki gleyma heldur geyma í minningu minni um þig. Þórhallur Magnússon 13. október var kær vinkona, Ragnhildur Bragadóttir, borin til grafar. Ég fór í öld- ungadeild VMA 1994 á haustönn 1995. Á vorönn kynntist ég Ragn- hildi. Af óviðráðanlegum orsökum settist hún við hlið mér í tíma og við lentum í að skila saman verkefni. Þetta leist mér ekki á, að lenda með einhverjum sem ég þekkti ekki neitt. Jæja, ég læt mig hafa það. Síðan unnum við okkar verkefni og gekk vel. Eftir þetta urðum við óað- skiljanlegar í öllu sem viðkom nám- inu. Sátum saman á kvöldin, lærð- um og ræddum um allt milli himins og jarðar. Ragnhildur var mjög dul og tók ekki hverjum sem var en einhverra hluta vegna náðum við vel saman. Árið 1990 útskrifuðumst við sem Ragnhildur Bragadóttir ✝ RagnhildurBragadóttir fæddist á Akureyri 1. febrúar 1944. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. október 2010. Ragnhildur var jarðsungin frá Nes- kirkju 13. október 2010. stúdentar frá VMA og stuttu seinna flutti hún til Reykjavíkur. Ég fór til hennar í hvert skipti sem ég fór til Reykjavíkur. Margs var að minnast og margt að spjalla þegar við hittumst. Raghildur hafði átt við veikindi að stríða eftir að hún flutti suð- ur, en það varð ekki til að skyggja á vin- áttu okkar. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að geta hitt hana á Borg- arspítalanum stuttu áður en yfir lauk og verð ævarandi þakklát Helgu fyrir að láta mig vita hversu veik hún var. Elsku Ragnhildur, ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert og seinna eigum við eftir að hlæja sam- an og rifja upp gömul kynni. Hitt- umst seinna hressar og kátar. Vertu sæl vinkona og líði þér sem best þar til ég sé þig næst. Mottóið þitt, „Aldrei fór ég suður“, þetta skiljum bara við tvær. Elsku Helga, Baldur og fjölskyld- ur, innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Sigurhanna Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.