Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
✝ Bjarki ÞorvaldurBaldursson fædd-
ist á Sólborgarhóli í
Glæsibæjarhreppi 5.
júní 1936. Hann lést á
Gjörgæsludeild
Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri 9. des-
ember 2010. For-
eldrar hans voru
Sigríður Ásgeirs-
dóttir, f. 3. júlí 1908,
d. 16. júlí 1983, og
Baldur Stefánsson, f.
24. ágúst 1914, d. 24.
febrúar 1973.
8. ágúst 1959 kvæntist Bjarki
Sigríði Benediktsdóttur frá Ytra-
Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit. Hún
er dóttir hjónanna Vilhelmínu S.
Kristinsdóttur, f. 7. janúar 1918, d.
21. janúar 1938, og Benedikts
Bergssonar, f. 18. október 1913, d.
19. desember 1943. Þau slitu sam-
vistum 1988. Börn þeirra eru: 1)
Pétur, f. 1979, sambýliskona Harpa
Thoroddsen, f. 1979. Synir þeirra
eru Hilmir, f. 2006, og Emil, f.
2009, c) Vilhelm Berg, f. 1985,
sambýliskona Elín Ásta Bjarna-
dóttir, f. 1991. Sonur þeirra er
Hafsteinn Bjarni, f. 2008. d) Stefán,
f. 1993. 3) Heiðrún Edda, f. 1960.
Sonur hennar Bjarki Þorvaldur, f.
1984, sambýliskona Kolbjörg Lilja
Benediktsdóttir, f.1988. 4) Bjarki
Þór, f. 1964, sambýliskona Ingi-
björg Ingibergsdóttir, f. 1968. Syn-
ir þeirra eru: a) Aron Ingi, f. 1988,
b) Davíð Freyr, f. 1988, c) Arnar
Geir, f. 1995, d) Alex, f. 2001.
Bjarki lærði rafvirkjun og vann
lengst af við þá iðn. Bjarki flutti
frá Akureyri til Reykjavíkur árið
1978 og bjó þar til ársins 2003, en
þá flutti hann aftur til Akureyrar í
kjölfar veikinda.
Útför Bjarka Þorvaldar fór fram
í kyrrþey frá Höfðakapellu 20. des-
ember 2010.
Anna Guðrún, f.
1956, fyrrverandi
eiginmaður Jóhann
F. Stefánsson, f. 9.
maí 1952. Synir
þeirra eru: a) Baldur
Hólm, f. 1973, sam-
býliskona Oddný
Zophoníasdóttir, f.
1974. Börn þeirra eru
Breki Hólm, f. 2005,
og Bríet Hólm, f.
2006. b) Stefán
Freyr, f. 1975, kvænt-
ur Indíönu Ásu
Hreinsdóttur, f. 1977.
Dætur þeirra eru Marsibil og Ísa-
bel, f. 2008. 2) Sigríður Hrönn, f.
1957, kvænt Hafsteini Péturssyni,
f. 1953. Synir þeirra eru: a) Bene-
dikt Kaster, f. 1974, kvæntur Höllu
Guðmundsdóttur, f.1981, sonur
þeirra er Viktor Berg, f. 2005,
dóttir Benedikts frá fyrra sam-
bandi er Alma Dögg, f. 1995. b)
Elsku pabbi. Ég vil þakka þér með
þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hafðu þakkir fyrir allt elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Sigríður (Sísa).
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Heiðrún.
Elsku afi.
Á miðvikudegi frétti ég að þú værir
mikið veikur og ættir líklega ekki
mikið eftir. Eftir stutta baráttu var
ljóst að ólíklegt væri að þú hefðir það
af sem varð og raunin á fimmtudags-
morgni.
Nú þegar ég horfi aftur og minnist
þess sem við gerðum saman og þú
fyrir mig er margs að minnast.
Fyrstu minningarnar eru að öllum
líkindum allar þær stundir sem ég
átti með þér og ömmu í sumarbú-
staðnum. Þið fóruð oft í bústaðinn og
oft var dröslast með mig og fleiri
barnabörn með. Í sumarbústaðnum
var margt gert til dægrastyttingar,
helst man ég eftir því að hafa grillað
banana, gróðursett tré og þegar þú
sýndir mér hvernig maður ætti að
raka sig. Þú kunnir það jú betur en
flestir enda alltaf snyrtilega rakaður.
Þegar þú bjóst í Reykásnum var
ég einu sinni í pössun hjá þér í
nokkra daga og ég man vel eftir þeim
tíma. Við vöknuðum alltaf saman á
morgnana og drifum okkur í sund.
Þegar við vorum búnir í sundi fór ég
með þér í vinnuna á Skjóli þar sem þú
vannst í mörg ár. Ég dröslaðist með
þér í vinnunni og man að ég hafði sér-
staklega gaman af lampanum sem
var á vinnuborðinu þínu, með stækk-
unarglerinu. Þegar mér var farið að
leiðast var ekki djúpt á lausninni því
þá var grafin upp litabók sem ég lék
mér með tímunum saman. Kaffitíma-
rnir á Skjólinu voru svo í miklu uppá-
haldi hjá mér, enda nóg af bakkelsi
með kaffinu og það leiddist mér ekki.
Á fermingardaginn minn varst þú
hjá okkur mömmu og varst að hjálpa
mér að hafa mig til fyrir stóra dag-
inn. Það var gott að hafa þig á staðn-
um fyrir margar sakir, meðal annars
kunni enginn bindishnút á heimilinu,
þú reddaðir því vitanlega með bros á
vör og kenndir mér um leið að binda
bindishnút sem ég nota enn þann dag
í dag.
Þetta eru bara nokkrar minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa til þeirra stunda sem ég átti
með þér. Minning þín lifir með mér.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Elsku afi, hvíldu í friði og hafðu
þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig.
Þinn nafni,
Bjarki Þorvaldur.
Bjarki Þorvaldur Baldursson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, systurdóttur, mágkonu og vinkonu,
INGIBJARGAR R. GUÐMUNDSDÓTTUR
formanns Landssambands
ísl. verzlunarmanna.
Sérstakar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun
færum við starfsfólki og læknum deildar 11G á
Landspítalanum við Hringbraut.
Bjarni Jónsson, Jenný N. Sigurðardóttir,
Andrés Jón Esrason,
Jón Eiríksson,
Timothy David Creighton, Ruth Barnett Creighton,
Irina S. Ogurtsova.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR ÁGÚSTSSON
frá Vík,
Tjarnarási 9a,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi
miðvikudaginn 22. desember.
Elín Guðrún Sigurðardóttir,
Magdalena Sigurðardóttir, Alfreð S. Jóhannsson,
Þór Sigurðsson, Hallfríður Guðrún Einarsdóttir,
Oddný Sigurðardóttir, Eiríkur Jónsson,
Dagný Sigurðardóttir, Þorvaldur Jónsson,
Þorgerður Sigurðardóttir, Kristján Már Unnarsson,
Sigríður Sigurðardóttir, Ingjaldur Arnþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS HAFÞÓRS GUÐJÓNSSONAR,
Brúnavegi 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas
heimahjúkrun, Securitas og deild 11 E
Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða
umönnun.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Björg Ólafsdóttir, Magnús Magnússon,
Daníel Ólafsson,
Guðjón Hafþór Ólafsson, Þuríður Edda Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartanlega þökkum við samúð og vinarhug sem
okkur var sýndur við andlát og jarðarför móður
okkar, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Skógarbæ,
áður á Langholtsvegi 8,
Reykjavík.
Læknum og hjúkrunarfólki á 32C á Landspítala og
starfsmönnum og vistfólki Skógarbæjar færum við
hugheilar þakkir.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gott komandi ár.
Jón Valur Jensson,
Karitas Jensdóttir,
Kolbrún Jensdóttir,
Katrín Jónsdóttir,
Þorlákur Jónsson,
Ísak Jónsson,
Sóley Kristín Jónsdóttir,
Axel Viðar Egilsson,
Pétur Már Egilsson
Chinyere Elínborg Uzo.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR A. FÆRSETH,
Sautjándajúnítorgi 7,
áður Smáraflöt 40,
Garðabæ,
andaðist á líknardeild Landakots sunnudaginn 28.
nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar krabba-
meinssjúkra og líknardeildar Landakots. Þökkum
auðsýnda samúð.
Börn og aðstandendur hins látna.
Mig langar að skrifa
nokkur orð sem að ein-
hverju leyti gætu lýst
honum karli föður mínum og lífs-
hlaupi hans, en síðustu daga hefur
eðlilega margt farið í gegnum hug-
ann.
Sem gutti man ég pabba minn sem
flutningabílstjórann sem gat verið að
heiman dögum saman. Því í þá daga
var ekki óalgengt að heil vika færi í
hverja ferð. Þetta gat verið sérlega
hvimleitt á veturna þegar leiðinni á
milli Akureyrar og Reykjavíkur var
aðeins haldið opinni tvisvar í viku, ef
veður leyfði. Því man ég vel dimm
kvöld í norðanstórhríð, Laxárvirkjun
e.t.v. dottin út og pabbi ekki enn kom-
inn. Þá gat síminn hringt og hann
sagst vera veðurtepptur í Forna-
hvammi eða á Blönduósi. Þetta var á
sjötta og sjöunda áratugnum eða fyr-
Hermann Stefánsson
✝ Hermann Stef-ánsson fæddist í
Ásgarði á Svalbarðs-
strönd 30. október
1926. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 29. nóvember
síðastliðinn.
Útför Hermanns
fór fram frá Akur-
eyrarkirkju 10. des-
ember 2010.
ir daga vökvastýrisins
og þegar varla varð hjá
því komist að fá a.m.k.
eina punkteringu í
hverri ferð. Þannig
man ég fyrstu ferðina
mína með honum, þeg-
ar brýr voru jafn breið-
ar bílunum og ekið var
í gegnum hlaðið á
nokkrum bæjum í
Langadalnum. Fyrstu
suðurferð pabba
mundi hann hins vegar
fyrir þá sök að hafa
fest bílinn í aurpytti
sem var á veginum.
Fyrir utan veðrið og færðina á vet-
urna gat aðeins hans helsta áhugamál
raskað áætluninni. En það var söng-
urinn og að komast á söngæfingu hjá
Karlakór Akureyrar og hitta fé-
lagana. Stundum stóð svo tæpt að
hann rétt náði að skipta um föt áður
en hann var þotinn á æfingu. Við
krakkarnir vorum ekki alltaf dús við
þetta framferði eftir að hafa e.t.v.
beðið hans í marga daga. Því gleymist
ekki að um það leyti er hann var fer-
tugur gaf hann okkur eins konar vil-
yrði fyrir því að vera í mesta lagi tvö
til þrjú ár til viðbótar í kórnum og
hætta svo. En þegar kórinn var lagð-
ur niður nokkrum áratugum seinna,
söðlaði hann um og fór yfir í Rúnakór
frímúrara og söng með þeim á meðan
heilsan leyfði. Söngæfingarnar gáfu
pabba líka annað og miklu meira en
bara sönginn, því þar hitti hann einn-
ig vinina og alla kunningjana sem
hann eignaðist í gegnum þetta stóra
áhugamál sitt.
Það væri ekki sanngjarnt að segja
að pabbi hafi átt erfitt með að kynn-
ast fólki. Nær væri að segja að fólk
hafi ekki komist hjá því er hann var
nálægur. Það stafaði af almennum
áhuga hans á fólki og öllum högum
þess. Því var oftar en ekki viðkvæðið
að segja manni frá einhverjum sem
hann hafði nýlega rekið garnirnar úr,
og hvort ég myndi nú ekki eftir hon-
um.
Þegar þessi áhugi hans á „hverra
manna ertu“ blandaðist síðan því
hversu sérstakur hann gat verið í til-
svörum gátu komið upp einkennileg-
ar aðstæður – hjá óvönum. Það staf-
aði af góðlátri glettni sem hann átti til
að blanda ríkri þörf á að setja hluti í
annað ljós en viðkomandi gat búist
við. Fólk átti þá til að stara tómum
augum og vita ekki hvort um grín eða
alvöru var að ræða. Það skal tekið
fram að betri helmingurinn hafði ekki
mikinn skilning á þessu uppátæki
hans. Sérstaklega ekki ef hún var
með honum innan um prúðbúið
fólk … þá þurfti hún stundum að
minna hann á að vera nú ekki með
neina bölvaða vitleysu eins og hún
kallaði það. Ég kveð minn kæra föður
með miklum söknuði.
Atli.