Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 48
AF TÓNLEIKUM María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í fimbulkulda höldum við bróðirminn, tónlistaráhugamaðurmikill, á Norðurpólinn síðast- liðið þriðjudagskvöld. Þar eru að vísu hvorki hreindýr, jólasveinn né álfar samankomnir heldur fjórar hljómsveitir sem ætla að gefa áheyrendum sínum alvöru harðan pakka þessi jólin. Samanber nafn tónleikanna.    Það er Samúel Jón Sam-úelsson Big Band sem slær fyrsta hljóm kvöldsins með Helvítis Fokking Funki. Sammi leiðir hljómsveitina með stóra hristu í hendi og minnir nokkuð á töfra- lækni í litríkum klæðum. Það byrj- ar strax að hitna í húsinu við hress- andi tónana og klappað er óspart fyrir sólóleikurum. Ég tel 19 hljómsveitarmeðlimi á sviðinu og stemningin í hópnum er góð. Á köflum virðist sem algjör glund- roði ríki á sviðinu en svo er í raun ekki og tónlistin rennur fagmann- lega fram og myndar eina magn- aða heild.    Næst á svið er hin vinalegahljómsveit Moses Hightower. Stemningin verður rólegri undir tónum þeirra en hitinn helst enn í húsinu við prýðisgóðan flutning. Hljómsveitin flytur lög af plötu sinni Búum til börn og er fagnað vel af áhorfendum. Söngvararnir tveir hafa ólíkar raddir sem fá að njóta sín vel í lögunum og textarnir hjá þeim félögum eru skemmti- legir. Fínasta skemmtun og þá er kominn hálfleikur.    Það er Ómar Guðjónsson gít-arleikari sem hefur seinni hálfleik með hljómsveit sinni og leika þeir lög af nýrri plötu sinni Von í Óvon. Það er aðdáunarvert að fylgjast með Ómari spila á gít- arinn og samspil þeirra félaga er kröftugt. Það er síðan Jónas Sig- urðsson og Ritvélar framtíðarinnar sem ljúka tónleikunum þegar klukkan er langt gengin í mið- nætti, en tónleikarnir standa í nærri fjóra tíma. Jónas er bæði skemmtilegur sögumaður og söngvari og ekki hægt að enda kvöldið á mikið hressari og von- góðum tónum. Þessi pakki vakti sannarlega gleði hjá okkur syst- kinunum. „Besta uppröðun af hljómsveitum sem ég hef séð,“ seg- ir tónlistarspekúlantinn mér við hlið og læt ég þau orð hans slá lokahljóminn í þessa umfjöllun. Funheitur Norðurpóll » Sammi leiðirhljómsveitina með stóra hristu í hendi og minnir nokkuð á töfra- lækni í litríkum klæð- um. Morgunblaðið/Ernir Stuð Kröftugar hljómsveitir hituðu vel upp Norðurpólinn. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER H - B K R SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK EXORCISM THELAST "ÉG VAR HÆSTÁNÆGÐUR MEÐ MYNDINA OG TEL HANA EINA AF BETRI HROLLVEKJUM ÁRSINS."  FBL. H.V.A HHHH SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR 26. DESEMBER (2. Í JÓLUM) „BREATHTAKING“ - THE PEOPLE HHHHH MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA „LANGFLOTTASTA BÍÓUPPLIFUNIN Á ÖLLU ÁRINU. ÞAÐ ER LOFORÐ!“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS „JEFF BRIDGES IS SENSATIONAL“ - BOXOFFICE MAGAZINE „HIGH-STYLE ADVENTURE“ - ROLLING STONE „PREPARE TO HAVE YOUR MIND BLOWN“ - J.H, FOX-TV „3D MOVIE EVENT OF THE YEAR“ - TOTAL FILM „COOLEST FILM OF THE YEAR“ - S.N, CBS TV „VISUALLY ARRESTING“ - TIME EIN MAGNAÐASTA ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA SAMbio.is TRON: LEGACY - 3D kl. 3:20 - 5:50 - 8 - 10:40 - 11 10 HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 - 11 10 TRON: LEGACY kl. 2 - 5:20 - 8 - 10:40 VIP DUE DATE kl. 5:30 - 8 10 MEGAMIND - 3D ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - enskt tal:8:30 L ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 1:30 L THE LAST EXORCISM kl. 10:40 16 KONUNGSRÍKI UGLANNA ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 7 LIFE AS WE KNOW IT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:40 L FURRY VENGEANCE kl. 1:30 L / ÁLFABAKKA TRON: LEGACY kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 - 8 - 10:40 10 NARNIA 3D kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 - 8 L MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 L HARRY POTTER kl. 8 10 MEGAMIND 3D enskt tal kl. 10:30 L ÆVINTÝRI SAMMA 3D kl. 12:15 ísl. tal L LITTLE FOCKERS kl. 2:45 - 5:20 - 8 - 10:10 - 11 12 / EGILSHÖLL „ÓGNVÆNLEGA SKEMMTILEG.“  SARA MARIA VIZCARRONDO  BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH Leikkonan Tilda Swinton mun koma að listrænni stjórnun kvik- myndahátíðarinnar í Edinborg. Fréttir bárust í vikunni af því að framlög til hennar yrðu skert veru- lega. Edinborgarhátíðin er elsta kvikmyndahátíð heims, að því er fram kemur í dagblaðinu Guardian. Vegna niðurskurðarins verða ekki veitt verðlaun á hátíðinni og leitað leiða til að auka aðsókn, m.a. að lækka miðaverð og fá gestastjórn- endur og þar kemur Swinton til sögunnar. Reuters Gestastjórnandi Tilda Swinton. Swinton stýrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.