Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Boltabros Nokkrir íslenskir handboltakappar sem eru á leið til Svíþjóðar til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni gáfu eiginhandaráritanir í Kringlunni í gær. Gripu margar ungar snótir tæki- færið og létu taka myndir af sér með Alexander Petersson, nýkjörnum íþróttamanni ársins, en eftir því sem sögur herma telur íslenska kvenþjóðin hann vera mikið sjarmatröll. Ómar Þegar heimurinn stóð frammi fyrir mikilli fjár- málahættu árið 2008 komu leiðtogar saman til að end- urreisa bankakerfi heimsins. Árið eftir, þegar hrun varð í milliríkjaviðskiptum og at- vinnuleysi snarjókst, komu leiðtogar saman í fyrsta skipti á vettvangi G-20 til að koma í veg fyrir að mikill samdráttur yrði að mikilli heimskreppu. Nú þegar ríki heims sjá fram á að næsti áratugur einkennist af niðurskurði, litlum hagvexti, áframhaldandi langtímaatvinnuleysi og skertum lífskjörum, þurfa leiðtogar heims- ins að koma saman á fyrri helmingi komandi árs til að semja um efnahagslega áætlun til að tryggja hagsæld í heiminum og hún þarf að vera miklu áræðnari en Marshall-áætlunin á fimmta áratug aldarinnar sem leið. Söguleg umskipti Tíminn er að renna út fyrir Vesturlönd, vegna þess að Evrópubúar og Bandaríkja- menn hafa ekki enn gert sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að allar þrengingarnar sem einstök ríki hafa gengið í gegnum á síðustu árum – frá hruni Lehman Brothers til efna- hagsþrenginga Grikklands og hremminga sem urðu til þess að Írland rambaði á barmi gjaldþrots – eru einkenni um djúpstæðari vanda: heimurinn er að ganga í gegnum víð- tæk, óafturkallanleg og fordæmislaus um- skipti á efnahagslegum mætti. Við vitum auðvitað öll um efnahagsuppgang Asíu og að útflutningur Kína er meiri en Bandaríkjanna, auk þess sem Kínverjar munu bráðlega framleiða og fjárfesta meira en Bandaríkjamenn. En við höfum ekki enn gert okkur fulla grein fyrir þessum sögulegu um- skiptum. Efnahagsleg drottnun Vesturlanda – þar sem 10% íbúa heimsins framleiða meiri- hluta útflutningsins og fjárfestinganna – heyrir nú sögunni til og kemur aldrei aftur. Eftir tvær aldir, sem einkenndust af efna- hagslegri einokun Evrópu og Bandaríkjanna, eru önnur ríki farin að framleiða meira, eiga meiri viðskipti og fjárfesta meira en Vest- urlönd. Otto von Bismarck lýsti eitt sinn dæmigerðum upskiptum sögunnar. Þau verða ekki „með jöfnum hraða járnbrautalestar“, sagði hann. Þegar þau komast á skrið verða umskiptin með óstöðvandi og „ómótstæðilegum krafti“. Ef Vesturlandabúar átta sig ekki á því að málið snýst í raun um það að bregðast við efnahagslegum uppgangi Asíuríkja með því að end- urnýja eigin efnahagsmátt þá vofir yfir þeim tímabil stöðugrar hnign- unar, sem er rofin af og til með skammvinnum bata – þar til næsta fjármálakreppa skellur á. Á öllu þessu tímabili yrðu milljónir manna án at- vinnu. Neytendabylting í Asíu Hvers vegna er ég þá, þrátt fyrir þennan nýja veruleika, fullviss um að 21. öldin geti orðið þannig að Bandaríkin, með því að end- urskapa ameríska drauminn fyrir nýja kyn- slóð, laði áfram að sér öflugustu fyrirtækin og að í Evrópu geti þrifist fyrirtæki sem hafa þörf fyrir mikið vinnuafl? Ástæðan er sú að sem betur fer fyrir okkur öll verður rúmur milljarður nýrra framleið- enda í Asíu að nýjum millistéttarneytendum – fyrst í tugum milljóna og síðan í hundruðum milljóna. Þróun neytendabyltingarinnar í Asíu opnar leið fyrir Bandaríkin að nýjum mikilleika. Fjárnotkun neytenda í Kína er núna aðeins 3% af efnahagsstarfseminni í heiminum en í Evrópu og Bandaríkjunum er hlutfallið 36%. Þessar tvær tölur sýna vel ójafnvægið í efna- hag heimsins. Fyrir árið 2020, eða þar um bil, færa Asíu- ríki og önnur nývaxtarlönd tvöfaldan neyt- endamátt Bandaríkjanna inn í hagkerfi heimsins. Nú þegar hafa fyrirtæki á borð við GE, Intel, Proctor & Gamble og Dow Jones skýrt frá því að vöxtur þeirra muni að mestu leyti verða í Asíu. Nú þegar eiga mörg kóresk, indversk og fjölþjóðleg asísk fyrirtæki meiri- hluta erlendu hlutabréfaeignarinnar (meðal annars í Bandaríkjunum). Þessi nýi vaxtar- sproti í hagkerfi heimsins skapar nýtt tæki- færi fyrir Bandaríkin til að nýta frumkvöðla- og framtaksmátt sinn til að skapa ný, faglærð störf fyrir bandaríska launþega. Neytendabyltingin í Asíu – og aukið efna- hagslegt jafnvægi í heiminum – getur gert okkur kleift að komast út úr efnahagskrepp- unni sem við stríðum við núna. En Vesturlönd munu aðeins njóta góðs af þessari byltingu ef þau taka réttar langtímaákvarðanir í mik- ilvægustu efnahagslegu úrlausnarefnunum – hvernig taka eigi á fjárlagahalla, fjármála- stofnunum og viðskiptastríðum og stuðla að auknu samstarfi ríkja heims. Fjárfest verði í menntun Í fyrsta lagi þarf að minnka fjárlagahallann þannig að svigrúm sé til að auka fjárfestingar í vísindum, tækni, frumkvöðlastarfi og mennt- un. Fjárfestingar hins opinbera og einkafyr- irtækja eru nauðsynlegar til að tryggja að Vesturlönd verði í fararbroddi í vísindum og menntun. Í öðru lagi verður ekki hægt að hagnýta nýja markaði ef Vesturlönd taka upp vernd- arstefnu. Bann við því að erlend fyrirtæki yf- irtaki innlend, viðskiptahindranir og langvinn gjaldmiðlastríð myndu skaða Bandaríkin meira en nokkurt annað land í heiminum. Á öldinni sem leið var bandaríski markaðurinn svo stór og áhrifamikill að Bandaríkjamenn þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur af reglum um milliríkjaviðskipti. En nú þegar Asía stefnir í að verða stærsti neytendamarkaður sögunnar hafa bandarísk útflutningsfyrirtæki – sem gætu hagnast mest á þróuninni – meiri þörf fyrir viðskiptafrelsi en nokkru sinni fyrr. Bandaríkjamenn þurfa að berjast fyrir nýjum alþjóðlegum samningi um frjáls viðskipti. Stefna, sem hefur slíkar opinberar fjárfest- ingar og frjáls viðskipti að leiðarljósi, er nauð- synleg en dugir þó ekki til að tryggja varan- lega hagsæld. Öll tækifæri næsta áratugar í heiminum gætu orðið að engu ef ríki heims draga sig inn í skelina. Bandaríkin verði í fararbroddi Á annarri öld þegar heimurinn stóð frammi fyrir mjög alvarlegum úrlausnarefnum varaði Winston Churchill heimsbyggðina við því að bregðast við þeim með hiki, stefnuleysi og máttleysi. Ég tel að heimsbyggðin lúti núna forystu leiðtoga sem geti verið jafnmikilhæfir og Churchill. Ef þeir vinna saman þarf stefnu- leysi ekki að vera niðurstaðan. Bandaríkjamenn þurfa nú að vera í farar- broddi og hvetja heimsbyggðina til að semja um nýja Marshall-áætlun með það að leiðar- ljósi að auka hagvöxt í heiminum. Bandaríkja- menn ættu að vinna með nýjum formanni G-20, Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, til að stuðla að auknum lánveitingum einkarek- inna banka með því að skapa alþjóðlega vissu um þær reglur sem ætlast er til að bankar lúti. Ennfremur er þörf á alþjóðlegri áætlun um að margra ára aðgerðum til að minnka fjár- lagahalla fylgi aukin fjárnotkun neytenda í Austurlöndum og fjárfestingar í menntun og frumkvöðlastarfi á Vesturlöndum. Slík áætlun þarf að hvetja Kína og önnur Asíulönd til að gera það sem er þeim sjálfum og öllum heim- inum fyrir bestu: draga úr fátækt og stækka millistéttina. Og Vesturlönd þurfa að hraða kerfisumbótum til að styrkja samkeppn- isstöðu sína og tryggja að aðhaldið í ríkisfjár- málum hindri ekki hagvöxt. Með sameiginlegu átaki geta ríki G-20 ekki aðeins stuðlað að lítilsháttar breytingum held- ur að 5% hagvexti ekki síðar en árið 2014. Í stað þess að heimsbyggðin lendi í sjálfheldu vegna deilna um gjaldmiðla og viðskipti og leiti ímyndaðs skjóls í verndarstefnu getum við stuðlað að því að þriggja billjóna hag- vöxtur verði að 25-30 milljónum nýrra starfa, auk þess sem 40 milljónir manna geti brotist úr fátækt. Eftir Gordon Brown »Nú þegar ríki heims sjá fram á að næsti áratugur einkennist af niðurskurði, litlum hagvexti, áframhaldandi langtímaatvinnuleysi og skert- um lífskjörum, þurfa leiðtogar heimsins að koma saman á fyrri helmingi komandi árs til að semja um efnahagslega áætlun til að tryggja hagsæld í heiminum ... og hún þarf að vera miklu áræðnari en Mars- hall-áætlunin á fimmta áratug aldarinnar sem leið. Gordon Brown Efnahagsleg endurreisn Vesturlanda Gordon Brown er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.