Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Skákþing Reykjavíkur hófst í skák- höll Taflfélags Reykjavíkur sl. sunnudag. Þetta er í 80. sinn sem mótið er haldið. Alls taka 69 kepp- endur þátt og er það meira en verið hefur síðustu ár. Meðal keppenda eru skákmeistari Reykjavíkur tvö síðustu ár og nokkrir alþjóðlegir meistarar, fide-meistarar og einn stórmeistari kvenna. Meðal þátt- takenda eru einnig margir af efni- legustu krökkum úr barna- og ung- lingastarfi skákfélaganna í Reykjavík. Yngsti keppandinn er aðeins 7 ára gamall. Önnur umferð mótsins verður tefld annað kvöld. Skákir efstu manna eru sendar út beint í hverri umferð og hægt að fylgjast með þeim á heimasíðunni www.taflfelag.is. Eva Einarsdóttir lék fyrsta leikinn. Skákmót í Reykjavík Jafnréttisstofa í samstarfi við Stígamót og fleiri stofnanir og sam- tök hefur gefið út bækling um mik- ilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi. Bæklingurinn ber nafnið Réttur þinn og er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússnesku og arabísku. Í honum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi íslenskt sam- félag og réttarkerfi. Upplýsingar um jafnrétti kynjanna, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað forsjármál, um- gengnismál, fjármál, ofbeldi í nán- um samböndum og hótanir. Þar má einnig finna vísanir í frekari upp- lýsingar um aðstoð, svo sem síma- númer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka. Bæklingur fyrir erlendar konur Á fimmtudag nk. kl. 15-17:30 verð- ur haldin kynning á Háskólatorgi á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi. Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustu- skrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á ölum sviðum menntamála, rann- sókna, vísinda, nýsköpunar, menn- ingar og atvinnulífs. Einnig verða kynntar nokkrar norrænar áætl- anir. Nánari upplýsingar er að finna á www.evropusamvinna.is. Evrópskir styrkir Hanna Björk Ragnarsdóttir viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Sparifélagsins, en félagið hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi umsóknar um viðskiptabankaleyfi. Að fengnu leyfi fyrir rekstri við- skiptabanka mun starf fram- kvæmdastjóra Sparifélagsins breytast í starf bankastjóra. Stefnt er að því að bankinn hefji starfsemi á síðari hluta ársins. Nýi bankinn mun starfa undir heitinu Sparibankinn og byggjast á hugmyndafræðinni um stýringu út- gjalda og uppbyggingu sparnaðar og eigna. Hanna Björk er 47 ára viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið prófi í verð- bréfamiðlun og diplómaprófi í mannauðsstjórnun frá EHÍ. Ráðin framkvæmda- stjóri Sparifélagsins Hanna Björk Ragn- arsdóttir STUTTSTU T Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Verð áður: Verð nú: 8.900 kr. 4.450 kr. Útsala Gerið góð kaup á útsölunni Bolerojakki 50% afsláttur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsala str. 38-56 Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Fjölskylduhjálp Íslands er fyrir fólkið í landinu, og rækir skyldur sínar eins og reglur samtakanna segja til um. Bókhald samtakanna hefur frá stofnun verið opið öllum. Þeir sem þunga og kaunum eru hlaðnir eru velkomnir til okkar. Við störfum meðan fólkið hefur þörf fyrir okkur BRIDS SKÓLINN Námskeið fyrir byrjendur hefst 24. janúar. Námskeið í framhaldsflokki hefst 26. janúar. • Byrjendaflokkur: 8 mánudagskvöld frá 20-23. • Framhaldsflokkur: 8 miðvikudagskvöld frá 20-23. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Hægt að mæta stakur/stök. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá nánar á Netinu undir bridge.is/fræðsla. Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALAN Í FULLUM GANGI ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR DÚNÚLPUR - ULLARKÁPUR - VATTJAKKAR skoðið sýnish . á laxdal.is Þorleifur Gunnlaugsson, varaborg- arfulltrúi VG, segir að meirihluta- flokkarnir í borgarstjórn geri upp á milli fólks sem fái fjárhagsaðstoð og þeir sem taldir séu búa með öðrum eða hjá foreldrum fái enga hækkun. Í umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 sagði Þorleifur m.a. að engin svör hefðu fengist við því hvers vegna auka ætti á hlutfallslega skerðingu hjóna og sambúðarfólks. Miðað við að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar færi í 149.000 kr. á mánuði ættu hjón og sambúðarfólk að fá 238.400 kr., en fengju aðeins 223.500 kr. Hins vegar væru bætur atvinnulausra hjóna 299.000 kr. Grunnfjárhæð þeirra sem búa með öðrum eða bera ekki kostnað vegna húsnæðis yrði óbreytt eða 125.540 kr. út 2011 og grunnfjárhæð fyrir einstakling í for- eldrahúsum yrði áfram 74.500 kr. Í þessum tveimur hópum væru um 280 manns. Þorleifur gagnrýnir líka að vel- ferðarráðherra skuli fyrst í janúar beina tilmælum til sveitarstjórna um að þau hækki fjárhagsaðstoð sína en ekki þegar vinna við fjárhagsáætlun fari fram. „Það finnst mér vera ámælisvert,“ segir hann og bætir við að fátækramörk samkvæmt Hag- stofunni hafi verið 160.800 kr. í ráð- stöfunartekjur á einstakling 2009. steinthor@mbl.is Sumir fá enga hækkun í Reykjavík Í frásögn af listsýningunni Ferskir vindar í Garði í laugardagsblaðinu var rangt nafn í upphafi málsgreinar sem brenglaði frásögnina. Upphaf málsgreinarinnar átti að vera svona: „Uday Singh frá Indlandi fékk sér göngutúr í rokinu og kuldanum ber að ofan, af því að hann varð að prófa það. Honum varð ekki meint af en er reynslunni ríkari.“ LEIÐRÉTT Rangt nafn Andri Karl andri@mbl.is Stjórnunarleg yfirbygging Raunvís- indastofnunar er óþarflega mikil og vegna óljósrar ábyrgðar og verka- skiptingar og skorts á verklags- reglum og eftirliti er ekki hægt að fullyrða að skipulag, stjórnun og rekstur stofnunarinnar stuðli að því að verkefnum hennar sé sinnt með hagkvæmum og árangursríkum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur stofnunarinnar sem birt var í gær. Raunvísindastofnun hefur verið rekin með halla undanfarin ár og í árslok 2009 nam uppsafnaður halli 48,6 milljónum króna. Rektor Há- skóla Íslands ber endanlega ábyrgð á rekstri og starfsemi stofnunarinn- ar en hingað til hefur skólinn lítið sem ekkert skipt sér af fjármálum, verklagi eða öðru í starfsemi stofn- unarinnar. Í ábendingakafla skýrslunnar seg- ir að Raunvísindastofnun verði, í samvinnu við Háskóla Íslands, að koma á skýru verklagi, m.a. með skriflegum verklagsreglum fyrir meginferla starfseminnar, s.s. inn- kaup, innra eftirlit, gerð rekstrar- áætlana og samþykktarferli reikn- inga. Í svari Raunvísindastofnunar seg- ir m.a. að stefnt sé að því að skjal- festa frekar alla meginferla stofnun- arinnar, svo sem við innkaup, innra eftirlit, gerð rekstraráætlana og samþykktarferli reikninga. Þá verði áfram unnið að því að lækka upp- safnaðan halla. Einnig bárust svör frá mennta- og menningamálaráðuneytinu og segir í því að ráðherra hafi á síðasta ári skipað starfshóp um tengsl Háskóla Íslands og Raunvísindastofnunar háskólans. Starfshópurinn hefur það hlutverk að skoða fyrirkomulag fjár- veitinga HÍ og Raunvísindastofnun- ar og gera tillögur um hvernig þeim verði best fyrir komið. Þetta atriði mun því sérstaklega verða skoðað í vinnu starfshópsins sem mun skila tillögum til ráðherra. Stefnt að frekari skjal- festingu meginferla Morgunblaðið/Árni Sæberg HÍ Raunvísindastofnun telst sjálfstæð stofnun í fjárlögum þrátt fyrir að vera innan vébanda HÍ. Hún hefur verið rekin með halla undanfarin ár. Ríkisendurskoðun tók út Raunvís- indastofnun Raunvísindastofnun » Raunvísindastofnun er vett- vangur rannsókna í raunvís- indum innan Háskóla Íslands. » Samkvæmt fjárlögum ársins 2011 eru fjárheimildir til rekst- urs hennar 944,4 m.kr., þar af nemur framlag úr ríkissjóði 348,9 m.kr. en áætlað er að sértekjur nemi 595,5 m.kr. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með sérstakt eftirlit und- anfarna daga með ótryggðum og óskoðuðum ökutækjum. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ættinu voru skráningarnúmer fjar- lægð af um fjörutíu ökutækjum um helgina og í nokkrum tilvikum var bæði um að ræða ótryggðar og óskoð- aðar bifreiðar. Í tilkynningu frá lög- reglunni segir að trassaskapur sumra bifreiðaeigenda í þessum efnum sé með ólíkindum. Lögreglan mun halda eftirliti sínu áfram á næstunni og hvetur eigendur bifreiða og umráðamenn þeirra til að passa upp á að hafa hlutina í góðu lagi, svo ekki þurfi að koma til aðgerða. Skráningarnúmer fjar- lægð af fjörutíu bifreiðum ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.