Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Elsku Einar mág- ur minn, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við erum búnir að vera samferða í meira en hálfa öld, frá því að ég var 10 ára og þú komst inn á heimili foreldra minna í Köldu- kinn 3 í Hafnarfirði til að búa með systur minni henni Sólveigu (Dollý). Þú hafðir strax áhrif á líf mitt og uppvöxt á mínum yngri árum. Þú útvegaðir mér dvöl í sveit frá 10 ára aldri hjá móðurfólki þínu í Stafholtstungum í Borgarfirði og þar undi ég hag mínum vel til 15 ára aldurs. Þessi fimm ára dvöl mín í Melkoti bjó mig vel undir lífið. Þið Dollý bjugguð uppi á lofti í Köldukinn 3 í sambúð með for- eldrum mínum og mér í mörg ár og þar óluð þið upp elstu börnin ykkar. Þú stundaðir sjómennsku á þessum árum, en hvalveiðin heill- aði þig alltaf mest. Þegar ég var um tvítugt og far- inn að heiman voru þið Dollý búin að fá lóð ofar í Köldukinninni og ákveðin í að fara að byggja ykkur hús. Þið þurftuð að byggja hús með kjallara en ætluðuð að láta ykkur nægja efri hæðina. Þá datt þér í hug að ég kæmi inn í þetta með ykkur og kjallarinn yrði minn hluti í húsinu. Þó ég væri skítblankur og ætti ekki einu sinni skóflu var ég þó að læra smíðar og með góðra vina hjálp tókst mér að koma kjallaranum upp og þið tókuð síðan við að byggja ykkar hæð ofan á. Síðar þegar ég hélt utan til frekara náms gat ég selt kjallarann og greitt fyrir námið mitt í Svíþjóð. Það má því segja að þú hafir átt stóran þátt í því að ég fékk tæki- færi til að mennta mig og fyrir það verð ég ævinlega mjög þakk- látur. Einar minn, þú varst ekkert að taka hlutina of alvarlega, varst jafningi allra og náðir góðu sam- bandi við alla sem þú kynntist, glettinn, einlægur og gerðir létt grín að sjálfum þér. Þegar börn okkar systkinanna komu saman voru gjarnan sagðar grínsögur af þér sem þú hlóst mest að sjálfur. Mig langar að segja eina hér. Hún segir af því þegar þú fórst í af- mæli til tvíburanna hennar Heiðu systir og hittir þá úti á götu fyrir utan húsið og kysstir þá til ham- ingju með daginn, allt í lagi með það, en þetta voru bara ekki réttir tvíburar, þessir áttu heima í næsta húsi! Það var mikið hlegið að þessu og þú ekki síst. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra í okkar fjölskyldu þegar ég segi, þú varst yndislegur maður Einar minn og við eigum eftir að Einar Gunnarsson ✝ Einar Gunnarssonfæddist á Ísafirði 22. mars 1929. Hann lést á heimili sínu 19. desember 2010. Útför Einars fór fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 28. desember 2010. sakna þín mjög. Þegar þú komst í heimsókn til okkar hjóna fyrir um tveim vikum hress og kát- ur heilsaðir þú mér með kossi og með þessum orðum: Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig Mummi minn. Mig langar að segja að lokum við þig, Einar minn, að mér hefur líka alltaf þótt mjög vænt um þig. Minningin um þig verður alltaf í hjarta mínu og bið ég góðan Guð að taka vel á móti þér. Elsku systir og fjölskylda, and- lát elskulegs eiginmanns og föður bar skjótt og óvænt að, en hann sjálfur hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi, ekkert vesen eins og hann sagði oft sjálfur. Hann kvaddi þennan heim á sama hátt og hann lifði í honum, hæglátlega og hljótt. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Guðmundur S. Guðmundsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum fyrrverandi tengdaföður míns og þess besta og traustasta vinar sem ég hef átt. Við Einar kynntumst fyrir um 14 árum þegar ég og Málfríður hófum samband. Fljótlega varð með okkur mjög góður kunnings- skapur og áttum við sama áhuga- mál, sjóinn og það sem sneri að sjávarútvegi. Þegar ég reri frá Reykjavík, þá spurði Einar alltaf um aflabrögð, veðráttuna og ann- að sem sneri að sjómennskunni sem mér þótti alltaf vænt um. Við ferðuðumst mikið með Einari og Sólveigu og minnisstæðust er ferðin til Barcelona þar sem við sátum á besta stað í stúkunni og sáum sigurleik, og ferð okkar í Hvalfjörðinn sl. sumar þar sem við Einar og krakkarnir mínir skoðuðum hvalstöðina og hann sagði mér í smáatriðum hvernig þetta allt fór fram þegar hann stundaði hvalveiðarnar. Einnig þau ævintýri sem hann lenti í í tengslum við veiðarnar. Einnig eru mér ofarlega í huga allar ferð- irnar í sumarbústaði víða um land og á Vestfirðina, tókum við þá reglulega bryggjurúntinn og var nánast undantekningarlaust farið fyrst á bryggjuna í því bæjar- félagi sem við komum í, og oftar en ekki tekið röltið og spurt um aflabrögð og fleira. Ég hafði ekki síður gaman af því en Einar og við höfðum stuðning frá hvor öðr- um til að taka þessa frábæru bryggjurúnta, þó svo að krakk- arnir og konurnar hafi stundum mótmælt. Núna síðustu árin (allt of sjald- an þó) fórum við Einar og með krakkana mína bryggjurúntinn hér í Reykjavík, fyrst niður Laugaveginn þar sem hann sagði mér alltaf sögur af gamalli tíð þegar hann bjó í miðbænum og þeim ævintýrum sem hann lenti í þar og síðan var haldið niður á Granda þar sem hvalbátarnir eru og þar komu fleiri sögur tengdar sjómennsku og hvalveiðunum sem hann stundaði, við tókum okkur þann tíma sem þurfti til og oftar en ekki var spjallað við þá sem þarna voru að landa eða að vinna um borð í fiskibátum eða á bryggjunni, rúntinn enduðum við svo yfirleitt á pulsu, kók og ís. Einar kenndi mér margt sem snéri að veðurfari til sjós og lands og ekki síst ýmis örnefni á Vest- fjörðunum sem hann vissi meira um en mörg landakort gátu sagt manni. Ég kveð þig, kæri vinur, og sakna þess að geta ekki átt með þér fleiri bryggjurúnta og spjall um landið og miðin. Megi Guð vaka yfir þér. Þór Sigurðsson. Það eru blendnar tilfinningar að kveðja hann Einar bróður, annarsvegar sár söknuður og hinsvegar gleði yfir að hann fékk að fara eins og hann óskaði, snögglega og á undan henni Dollý sinni. Mér fannst svo undur vænt um hann bróður minn, reyndar held ég að öllum sem kynntust honum hafi þótt vænt um hann. Hann var þessi ljúfi góði og glaði maður sem sagði aldrei ljót orð um nokkurn mann, og ef hallað var á einhvern tók hann upp hanskann fyrir viðkomandi. Einar var sautján ára og farinn suður þegar ég fæddist, og þó svo að við Einar ælumst ekki upp saman áttum við gott og hlýtt samband. Mikið fannst okkur Sævari vænt um þegar Einar og Dolly tóku helgarrúnt í Keflavík og höfðu gjarna Svenna eða eitt- hvert annað barnabarn með. Við vorum búin að ráðgera ferð til Kanarí í febrúar með þeim en Einari var ætlað annað og stærra ferðalag. Hann var hamingjusam- ur maður hann bróðir minn, átti sína góðu konu og elskuleg börn og barnabörn og allt sitt fólk elsk- aði hann skilyrðislaust. Ég hef þá trú að betri arfleifð sé ekki hægt að skilja eftir sig. Þegar ég lít til baka og læt hugann reika kemur æði oft upp í hugann, Einar að segja skemmtilegar sögur af sam- ferðafólki í gegnum tíðina og hlát- urinn og gleðin sem fylgdi með. Við kveðjum elskulegan bróður og mág með þakklæti og virðingu. Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir (Lóa systir) og Jón Sævar Sigurðsson. Það var okkur mikil harmafrétt er andlát góðs vinar okkar Einars Gunnarssonar barst okkur til eyrna. Einar hafði starfað hjá okkur við fellingu á netum í yfir 30 ár, ásamt starfi sínu í Straums- vík. Sá dugnaður og sú samvisku- semi sem hann sýndi í starfi sínu varð öðrum til eftirbreytni. Vinnuálagið á Einar var oft mikið á vertíðum en aldrei kvart- aði hann og alltaf skilaði hann af sér óaðfinnanlegri vinnu. Oft kom upp sú staða að hann þyrfti að bjarga okkur um net þegar hann hafði nýlokið vakt í Straumsvík og næsta var skammt undan. Alltaf gátum við treyst því að netin yrðu tilbúin á réttum tíma. Einar reyndist okkur góður vin- ur og félagi og gladdi okkur oft með nærveru sinni, þrátt fyrir að hann væri hættur að vinna. Við munum sakna þeirra stunda sem við áttum í spjalli við hann um daginn og veginn, auk þess sem hann miðlaði af reynslu sinni, bæði sögum og fróðleiksmolum. Það er við hæfi að kveðja góðan dreng með eftirfarandi ljóði eftir Jón Trausta: Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. Við biðjum Guð að blessa góðan dreng og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. F.h. Starfsfólks Útvíkur hf., Þorsteinn Svavarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, fósturfaðir og afi, JÓN BRAGI BJARNASON prófessor, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Ágústa Guðmundsdóttir, Bjarni Bragi Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Kári Árnason, Sigríður Dröfn Jónsdóttir, Andrés Þór Gunnlaugsson, Bjarni Bragi Jónsson, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigurður Axel Benediktsson, Guðmundur Jens Bjarnason, Vigdís Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Anna Theodóra Pálmadóttir, Guy Aroch, Guðmundur Pálmason, Sigrún Gísladóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og studdu okkur og styrktu við andlát ástkærs unnusta míns, sonar, bróður, barnabarns og tengdasonar, BRYNJARS ÞÓRS INGASONAR, Fjarðarstræti 2, Ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Rannveig Jónsdóttir, Ingi Þ. Guðmundsson, Almar Þór Ingason, Fannar Þór Ingason, Birta Kristín Ingadóttir, Óttar Gunnarsson, Pálína Þórarinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Jón Sigurpálsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug, ást og umhyggju við andlát og útför elsku móður minnar og tengdamóður, RANNVEIGAR ÞORBERGSDÓTTUR, áður Fögruvöllum, Garðabæ, Háahvammi 7, Hafnarfirði. Margrét Gunnarsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall sonar okkar og bróður, RUNÓLFS VIÐARS STURLUSONAR. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Lóa Ingólfsdóttir, Sturla Bjarnarson, Sunna, Sandra, Sólrún Björk og Kjartan Már. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR skipstjóra, Laugarvegi 15, Siglufirði. Ásdís Gunnlaugsdóttir, Kristín Sigurjónsdóttir, Þórður M. Sigurðsson, Jóhann Sigurjónsson, Shirley Sigurjónsson, Herdís Sigurjónsdóttir, Erlendur Örn Fjeldsted, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður, mágs og afa, HARÐAR INGVALDSSONAR, Naustabryggju 2, Reykjavík. Sigrún Hallsdóttir, Tinna Harðardóttir, Brynjar Þór Bjarnason, Jens Harðarson, Aleksandra Pantic, Ingvaldur Rögnvaldsson, Helga Hafdís Gústafsdóttir, Þóra Ingvaldsdóttir, Pétur Kristjánsson, Haukur Ingvaldsson, Henny Kartika, Barði Ingvaldsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Eyrún Ingvaldsdóttir, Sigurður Scheving Gunnarsson, Emma Sif Brynjarsdóttir, Arnar Freyr Brynjarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.