Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Sudoku Frumstig 3 3 1 2 8 5 6 2 3 6 2 9 3 5 1 8 5 3 1 2 4 9 6 8 8 9 5 6 7 6 8 2 2 4 6 5 4 5 9 7 2 6 9 7 8 2 5 3 9 2 7 4 5 3 2 5 6 8 5 4 7 4 6 4 3 2 2 9 3 7 5 3 7 6 4 1 9 9 6 8 4 1 5 3 2 7 2 3 4 8 9 7 1 6 5 7 1 5 3 2 6 4 8 9 1 2 9 6 7 8 5 4 3 3 8 6 5 4 9 2 7 1 5 4 7 1 3 2 6 9 8 4 9 3 2 8 1 7 5 6 8 5 1 7 6 4 9 3 2 6 7 2 9 5 3 8 1 4 5 8 4 6 1 7 9 2 3 6 2 3 4 9 8 1 7 5 1 9 7 5 2 3 4 8 6 7 4 1 2 3 9 6 5 8 8 5 6 7 4 1 2 3 9 2 3 9 8 6 5 7 4 1 3 6 2 9 8 4 5 1 7 4 1 5 3 7 6 8 9 2 9 7 8 1 5 2 3 6 4 3 1 8 6 9 2 4 5 7 9 6 5 4 1 7 8 3 2 2 4 7 3 8 5 6 9 1 1 5 2 9 6 4 3 7 8 7 8 9 2 3 1 5 4 6 6 3 4 7 5 8 1 2 9 8 7 1 5 4 9 2 6 3 5 2 3 8 7 6 9 1 4 4 9 6 1 2 3 7 8 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 11. janúar, 11. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Mannskepnan og atferli hennarer merkilegt fyrirbæri. Þetta verður Víkverja ljósara með hverjum deginum sem líður. Innkaup á jóla- gjöfum og innkaup almennt urðu Víkverja tilefni til vangaveltna af þessu tagi. Ekki er fyrr búið að kaupa inn reiðinnar býsn af jólagjöf- um og veislumat, og greiðslukortin ennþá funheit, þegar landsmenn flykkjast á ný á útsölur strax eftir áramótin og telja sig vera að gera reyfarakaup. Víkverji er mannlegur eins og aðr- ir og brá sér einnig á útsölur. Leiðin lá í Kringluna um helgina og þar hljóp fólk á milli verslana líkt og Þor- láksmessa væri, allir að missa af síð- ustu lestinni; síðasta tilboðinu. Eins og enginn væri morgundagurinn. x x x Víkverji flaut með straumnum ogfyrr en varði var hann búinn að kaupa skó, tvennar peysur og buxur. Það hefði vel mátt halda áfram en hálfgerður brjóstverkur fór að gera vart við sig þegar kortaveskið í inn- anverðum jakkavasanum tók að hitna verulega. Spaugstofan tók ágætlega á þessu um helgina þegar fjölskyldu- faðirinn kom heim hlaðinn innkaupa- pokum. Hafði sýnt þá snjöllu ráðdeild eins og Kastró forðum að fresta jól- unum á heimilinu – fram yfir útsölur. Víkverji er alvarlega að spá í að gera slíkt hið sama um næstu jól. Vonandi fá ekki allir hinir sömu snilldar- hugmyndina, þá er hætt við að bragð- ið falli um sjálft sig og engar versl- anir verði í rekstri í byrjun janúar. Svona er lífið margslungið og erfitt. x x x Og innkaupabrjálæðið er nú eitt,matargræðgin er annað merki- legt fyrirbæri. Landsmenn hafa rétt náð að melta jólasteikina og -ölið þeg- ar næsta átveisla tekur við á þorr- anum. Víkverji veit um a.m.k. eina samkomu um helgina þar sem þorra- matur var á boðstólum, viku eftir ára- mótasteikina, og farið er að auglýsa þorrablótin grimmt. Vonandi stenst Víkverji freistinguna og heldur sig við heilsufæðið, þó ekki væri nema fram að bóndadegi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 samningar, 8 fata- efni, 9 hugrekki, 10 litla tunnu, 11 tignarbragur, 13 fugl, 15 niðja, 18 örlagagyðja, 21 kvendýr, 22 mannsnafns, 23 tortímdi, 24 illmennið. Lóðrétt | 2 aukagjöf, 3 tákn, 4 sammála, 5 borðar allt, 6 bjartur, 7 varma, 12 fyrirburður, 14 auðug, 15 flói, 16 sól, 17 vinna, 18 strítt hár, 19 furðu, 20 rök. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fýlda, 4 frísk, 7 rjóls, 8 notar, 9 agg, 11 ilin, 13 hani, 14 æðina, 15 sver, 17 mjór, 20 kal, 22 ásinn, 23 eirum, 24 molar, 25 tuska. Lóðrétt: 1 ferli, 2 ljómi, 3 ansa, 4 fang, 5 ístra, 6 kerfi, 10 geiga, 12 nær, 13 ham, 15 skálm, 16 erill, 18 jarls, 19 romsa, 20 knýr, 21 lekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. O-O O-O 7. a4 c6 8. He1 a5 9. h3 exd4 10. Dxd4 Rc5 11. Bf4 Re6 12. Bxe6 Bxe6 13. Had1 Re8 14. De3 Db8 15. Rd4 Da7 16. Dg3 Dc5 17. Rd5 Bd8 18. Re3 Bf6 19. c3 Hd8 20. Rdf5 Bxf5 21. Rxf5 Dc4 Staðan kom upp í fyrstu deild Ís- landsmóts skákfélaga en fyrri hluti mótsins fór fram í Rimaskóla sl. októ- ber. Tékkneski stórmeistarinn David Navara (2722) hafði hvítt gegn rúss- neska kollega sínum Mikhail Ivanov (2438). 22. e5! dxe5 23. Hxd8 Bxd8 svartur hefði einnig tapað eftir 23… exf4 24. Hexe8. 24. Bxe5 f6 25. Bd6 og svartur gafst upp enda liðstap óumflýj- anlegt. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Krókaleið. N-Allir. Norður ♠ÁK10 ♥86542 ♦3 ♣K1085 Vestur Austur ♠DG9872 ♠9543 ♥D9 ♥G107 ♦K10 ♦Á6542 ♣632 ♣3 Suður ♠-- ♥ÁK2 ♦DG987 ♣ÁD974 Suður spilar 6♣. Eftir pass í norður og austur opnar suður á Standard-tígli. Norður svarar með 1♥, suður segir 2♣ og norður hækkar áskorandi í 3♣. Hvernig á suð- ur nú að þreifa sig áfram? Slemma er ekki útilokuð, en hitt er líka til í dæm- inu að best sé að spila 4♥. Spilið kom upp í parasveitakeppni í Manhattan í síðasta mánuði. Í N-S á einu borðinu sátu frú Alison Wilson og herra Aron Silverstein. Frúin var í suður og fann frumlegt framhald við 3♣ – sagði 3♠ og síðan 4♥ við 3G makkers. Herrann túlkaði þessa krókaleið réttilega sem slemmu- áskorun og stökk í 6♣. Útspilið var ♠D. Wilson drap og henti ♥2 heima. Tók ♣Á-D, svo ♥Á-K, fór inn í borð á ♣K og trompaði hjartað frítt. Gaf slag á tígul og lagði upp. 11. janúar 1897 Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Fyrsta sýningin var þó ekki fyrr en í lok ársins. 11. janúar 1918 Bjarndýr gengu á land í fyrsta sinn þennan frostavetur. Það var í Núpasveit, austan Öxar- fjarðar. Næstu daga gengu ís- birnir á land á Melrakkasléttu, í Skagafirði, á Skagaströnd, á Langanesi og í Mjóafirði. 11. janúar 1944 Togarinn Max Pemberton frá Reykjavík fórst undan Snæ- fellsnesi með allri áhöfn, 29 manns. 11. janúar 1990 Fjörutíu skip fengu 28.400 lestir af loðnu djúpt úti fyrir Austfjörðum. Þetta var mesta veiði á einum sólarhring. Eldra met var tíu ára gamalt. 11. janúar 1993 Dýpsta lægð sem sögur fara af á Norður-Atlantshafi, 910-920 millibör, fór norður með Aust- urlandi. Röskun varð á sam- göngum en litlar skemmdir urðu. Þó brotnuðu 50 rúður í hóteli í Öræfum. 11. janúar 2007 Menntamálaráðherra og rekt- or Háskóla Íslands undirrit- uðu fimm ára samning um kennslu og rannsóknir. Fjár- veitingar ríkisins til rann- sókna áttu að þrefaldast á samningstímanum. „Tímamót í íslenskri skólasögu,“ sagði á forsíðu Fréttablaðsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Kristjana Friðbjörnsdóttir, kennari og rithöf- undur, ætlar að mæta í vinnuna á afmælisdaginn en síðan ætlar hún að fara eitthvað fínt út að borða og kannski í bíó með manninum sínum og vinum. „Ég er að hugsa um að fara á The Tourist. Ég er aðallega að fara að sjá Johnny Depp. Mér er alveg sama hver er með honum í myndinni,“ segir hún hlæjandi. Depp er hæfileikaríkur leikari en það skiptir Kristjönu greinilega ekki öllu máli. „Hæfileikarnir skemma ekki fyrir,“ segir hún þó. Kristjana kennir í Hamraskóla í Grafarvogi en fyrir utan hverfið er hún betur þekkt sem höf- undur barnabóka. Nýjasta bók hennar, Flateyjarbréfin, kom út fyrir jólin. Margar söguhetjur eiga sér fyrirmyndir í nemendahópnum og hún hefur einnig nýtt sér nöfn nemenda í bækurnar. Hugmyndin að Flateyjarbréfunum kemur einmitt frá heimildarmynd sem einn nem- andi hennar, Örvar Óli Björgvinsson, gerði um lífið í Flatey. Kristjana segir að afmælið beri þess merki, að venju, að stutt er lið- ið frá jólum. „Það nennir enginn að koma, það eru allir blankir. Þetta snýst meira um að halda upp á þetta sjálfur og gera eitthvað fyrir sjálfan sig,“ segir afmælisbarnið. runarp@mbl.is Kristjana Friðbjörnsdóttir er 35 ára í dag Hæfileikarnir trufla ekki Flóðogfjara 11. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.41 3,3 10.03 1,3 16.03 3,0 22.16 1,2 11.04 16.08 Ísafjörður 5.52 2,0 12.17 0,8 18.04 1,7 11.39 15.43 Siglufjörður 1.24 0,5 7.40 1,2 14.07 0,4 20.49 1,1 11.24 15.24 Djúpivogur 0.44 1,8 7.09 0,7 13.00 1,5 19.04 0,6 10.41 15.30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Mundu að þú getur aldrei gert svo að öllum líki. Segðu fólki frá og þú munt skilja að frásögn þín og framlag skipta máli. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú verður að skipuleggja starf þitt bet- ur ef þú átt að koma einhverju í verk. Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þótt andleg uppljómun sé heila málið, er allt eins víst að maður nái henni ekki án þess að þurfa að kljást við umhverf- ið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það fara fáir í fötin þín þessa dag- ana. Rök þín eru góð og gild og aðrir eiga erfitt með að andmæla þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur mikla þörf á að breyta á heim- ilinu. Settu skrifblokk og blýant í vasann og festu hugmyndirnar sem skjóta upp í koll- inum á blað. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Hunsaðu ekki ráðleggingar hinna eldri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er nóg að gerast í kollinum á þér og þú ert ánægð/ur með undirtektirnar sem þú færð. Reyndu að ganga frá skuldum og reikningum og málefnum sem tengjast sameiginlegum eignum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Áform um að nýta takmarkað magn peninga til að betrumbæta fasteignir eða heimilið eru skynsamleg. Njóttu þess sem lífið hefur að bjóða. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú lendir í miklu tilfinningaróti í dag. Sinntu sjálfum þér og láttu það ganga fyrir öðru fyrst um sinn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér er óhætt að tjá þig ef þú held- ur þig innan ákveðinna marka. Haltu áfram að fylgja hugmyndum þínum eftir, sama hvort þær heppnast að þínu mati eða ekki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þorðu að segja sannleikann og það mun opna þér nokkrar dyr. Stækkaðu tengslanetið svo þú getir þroskað sjálfan þig og fært út kvíarnar í leiðinni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Sumum kann að þykja erfitt að tala við foreldra sína í dag. Taktu vel í nýjar hug- myndir þótt fjarrænar hljómi. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.