Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. (Erla skáldkona) Upp í huga minn koma þessar ljóð- línur þegar ég minnist elskulegrar mágkonu minnar, Dórótheu Antons- dóttur, sem kvaddi þennan heim á nýársnótt. Hún var svo sannarlega hress í huga. Ég kynntist Dollu, en það var hún alltaf kölluð, þegar hún og Þorsteinn bróðir minn fóru að draga sig saman og úr varð farsælt hjónaband. Dolla var fögur Víkurmær og okk- ar auður að fá hana í fjölskylduna. Hún og Þorsteinn voru glæsilegt par. Samgangur á milli okkar fjöl- skyldna var mikill og góður og aldrei bar skugga á. Dolla var myndarleg húsmóðir og bar heimilið þess vitni. Hún saumaði mikið á sig og börnin. Stundum vor- um við saman við saumaskap og voru það góðar stundir. Einnig ferðuð- umst við fjölskyldurnar mikið saman og var það ógleymanlegur tími. Ég var heppin að hafa fengið að ganga með Dollu lífsins veg en hún var einstök kona, æðrulaus og alltaf létt í lund. Elsku Dolla, þú varst ljós í lífi okk- ar. Nú eru þau hjónin sameinuð á ný, en Þorsteinn lést árið 2004. Dolla greindist með MS-sjúkdóm- inn fyrir um aldarfjórðungi. Frá árinu 2002 dvaldist hún á Sjálfs- bjargarheimilinu í Hátúni 12. Þar hlaut hún einstaka umönnun og eru öllu starfsfólki færðar hjartans þakkir fyrir störf þess sem unnin eru af hugsjón og kærleika. Ég sendi móður Dollu og systk- inum samúðarkveðjur. Elsku börnin hennar, Anton, Helgu, Þorbjörgu og fjölskyldur þeirra, bið ég Guð að styrkja í sorg- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Helga frænka. Nú á kveðjustund rifjast upp góð minningabrot úr æsku. Hún Dolla, mamma bestu vinkonu minnar, vinkona mömmu minnar, hún Dolla á móti sem margir vissu ekki hvort væri Olla eða Dolla eða hvor var hvað. Þessi fallega kona sem rækti heimili sitt svo vel, var alltaf vöknuð eldsnemma og búin að hafa sig til þegar litlar stelpur opnuðu annað augað. Fannst líka óskaplega gott að njóta góðra sólardaga í sólbaði, hlustandi á útvarpssöguna á Rás eitt. En það voru ekki bara sólardagar í Norðurgarðinum, eitt sinn var svo mikill bylur að ekki sást yfir í okkar hús. Þá vildi Dolla ekki að ég færi heim í slíku óveðri og fékk ég því að smakka á fýlnum sem soðinn hafði verið um morguninn og er mér enn í fersku minni lyktin sem kom úr þvottahúsinu. Þetta er mín fyrsta og eina reynsla af þessum þjóðarrétti Mýrdælinga sem Dolla kunni svo sannarlega að meta en ungri stelpu fannst nú heldur ókræsilegt spikið sem hún borðaði þó af bestu lyst. Dóróthea Antonsdóttir ✝ Dóróthea Antons-dóttir var fædd í Vík í Mýrdal 30. októ- ber 1950. Hún lést á Sjálfsbjargarheimil- inu Hátúni 12, 1. jan- úar 2011. Útför Dórótheu var gerð frá Stórólfs- hvolskirkju 7. janúar 2011. Það er eins og gerst hefði í gær, en árin hafa liðið á ógnar- hraða. Með ótrúlegum dugnaði náði Dolla að fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi og barnabörnunum fjölga einu af öðru þrátt fyrir erfitt hlutskipti og veikindi sem með tím- anum drógu úr henni allan mátt. Elsku Helga, Anton og Þorbjörg, minning ykkar um yndislega foreldra er dýr- mætar perlur, fjársjóður sem ekki er alltaf sjálfgefinn. Mig langar að þakka Dollu og Steina samfylgdina og góða um- hyggju fyrir heimaalningnum í Norðurgarðinum. Guðrún Guðjónsdóttir. Árið 2011 var nýgengið í garð þeg- ar hún Dóróthea Antonsdóttir eða Dolla, eins og við kölluðum hana allt- af, kvaddi þetta jarðlíf. Kynni okkar hófust í Skógaskóla þar sem við vorum í heimavistar- skóla ásamt Þorsteini Árnasyni, sem síðan varð eiginmaður hennar. Árið 1973 hófum við byggingu húsanna okkar við Norðurgarð á Hvolsvelli og þar með urðum við ná- grannar og ævilöng vinátta varð, sem aldrei bar skugga á. Hart var lagt að sér við að eignast húsnæði, ala upp börnin og skemmta sér en samvinna og samgangur var mikill milli heimilanna. Það ber að þakka. Dolla var mikil húsmóðir og saumaskapur var hennar áhugamál og naut hún sín við saumavélina að sauma föt á börnin og sig, enda hafði hún alla tíð mikinn áhuga á tísku. En líf Dollu var ekki dans á rósum. Eftir að hún flytur á Hvolsvöll grein- ist hún með MS-sjúkdóminn, sem var ekki mikið þekktur þá. Upp frá því fer hún að hafa skerta hreyfigetu. Árin líða og sjúkdómurinn tekur völdin, hún hættir að geta unnið utan heimilis, en Steini og Þorbjörg hjálp- ast að við að aðstoða hana heima. Árið 1997 ákveða þau að flytja til Reykjavíkur þar sem meiri þjónustu var að fá fyrir hana. Einstakt var hve Steini var natinn við hana og bar hennar velferð fyrir brjósti, en síðan veikist hann og fellur frá árið 2004. Var það henni mikill missir þó hann hafi verið búinn að undirbúa hennar framtíð eins vel og hann gat. Var Dolla þá orðin vistmaður í Há- túni 12 þar sem börnin ásamt Helgu mágkonu hennar og starfsfólki hugs- uðu vel um hana enda sagði hún oft: „Það eru allir svo góðir við mig.“ Þau ár sem Dolla dvaldi í Hátún- inu fór ég til hennar á miðvikudögum en það voru okkar dagar. Þá gerðum við eitthvað saman, fórum í göngutúr um nágrennið ef gott var veður, hlustuðum á Álftagerðisbræður eða spjölluðum um liðna tíma. Síðustu tvö ár hafa verið henni erf- ið. Hrakaði heilsu hennar mjög og átti hún erfitt með tjáskipti. Aldrei komum við til hennar öðruvísi en hún fagnaði manni og segði allt gott. Hún kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu eða fötlun. Viljum við þakka henni samfylgd- ina, hún hefur kennt okkur margt. Aðstandendum öllum vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Ólafía og Guðjón. Það er einstakt lán fyrir mig að hafa náð að þekkja Soffíu í 12 ár, þrátt fyrir að hún hafi verið orðin 85 ára þegar ég kynntist henni fyrst. Nærvera Soffíu var notaleg og hún gaf frá sér hlýju og væntumþykju. Hún var æðrulaus og lét fátt slá sig út af laginu. Það var eitthvað við fas hennar, viðhorf og hvernig hún lifði lífinu sínu sem gerði það að verkum að það var auðvelt að bera virðingu fyrir henni. Alveg fram á síðasta dag fylgdist hún vel með fjölskyldu sinni og vissi hvað hver og einn hafði fyrir stafni hverju sinni. Hún gat alltaf sagt manni hver hafði komið í heimsókn og hvað var að frétta af fjölskyldunni. Að koma heim til Soffíu var eins og ferðalag aftur í tímann, hver og einn hlutur hafði sína sögu að segja. Heim- ili Soffíu hafði ekki mikið breyst frá því hún flutti inn ásamt Júlíusi eig- inmanni sínum árið 1957. Veggfóðrið, húsgögnin, stofugardínurnar, eldhús- innréttingin og meira að segja sumt af flíkunum sem Soffía klæddist gerði Soffía Guðmundsdóttir ✝ Soffía Guðmunds-dóttir fæddist á Landamóti á Hánefs- staðaeyrum í Seyðis- firði 3. júlí 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 31. des- ember 2010. Útför Soffíu fór fram frá Seyðis- fjarðarkirkju 8. jan- úar 2011. það að verkum að sú upplifun varð enn sterkari. Soffía hafði gaman af því að segja sögur af sínum yngri árum og alltaf var gam- an að hlusta á hana rifja upp góðar minn- ingar. Stundum þegar gengið var inn til Soffíu og hún varð ekki vör við það heyrðist hún syngja hástöfum með tónlist í útvarpinu. Hún hafði gaman af lífinu og hló mikið. Soffía var sjálfstæð, vildi búa og hugsa um sig sjálf eins lengi og hún gat. Hún bakaði afar bragðgóða skúffuköku með rommbragði fyrir gesti fram á 95 ára aldur. En eftir að sjónin versnaði jókst rommbragð af kökunni, því Soffía sá ekki hvað hún setti mikið magn. En kakan var ekki síðri fyrir vikið. Soffía gaf mikið af sér og var góð fyrirmynd. Sá eiginleiki að vera lífsglaður og æðrulaus í nánast heila öld er alveg einstakur hæfileiki og gæfa. Þetta sambland, heimilið, sögurnar, hlýleg nærveran og síðast en ekki síst lífsgleðin gerði það að verkum að mér fannst ég alltaf fara frá Soffíu bjartsýnni á lífið. Það er lán að fá að kynnast konu eins og Soffíu. Með því að koma til dyranna eins og hún var klædd kenndi hún visku og lífsleikni sem margir gætu tekið sér til fyrirmynd- ar. Regína Ólafsdóttir Fyrir nokkrum dögum birti Seðla- bankinn skýrslu undir heitinu »Pen- ingastefnan eftir höft«. Við fyrstu sýn virðist þetta vera vönduð skýrsla, eink- um fyrir þær sakir, að Seðlabankinn íhugar loks að taka upp »fastgengi undir stjórn myntráðs«. Fyrirkomulag myntráðs gengur jafnframt undir nafninu »reglu- bundin peningastefna«. Seðlabankinn virðist ekki vita, að þessa peningastefnu, »fastgengi undir stjórn myntráðs«, er ekki hægt að framkvæma undir stjórn seðlabanka. Leggja verður niður Seðlabankann og taka upp Myntr- áð. Sparnaður af þessu verður um- talsverður. Torgreind peningastefna hef- ur valdið skaða Þegar fjallað er um pen- ingastefnur er mikilvægt að skilja þá viðurkenndu forsendu, að ómögulegt er að ná fram eftirfar- andi þremur markmiðum sam- tímis: 1. Halda gengi stöðugu. 2. Leyfa óheft flæði fjármagns. 3. Reka torgreinda pen- ingastefnu (sjálfstæða pen- ingastefnu). Sú torgreinda peningastefna sem hér hefur verið við lýði frá 1920, leyfir því ekki að haldið sé samtímis föstu gengi og jafnframt óheftu flæði fjármagns. Afleiðingar þess að streða gegn þessari stað- reynd birtast meðal annars í 99,95% verðrýrnun íslensku krón- unnar gagnvart þeirra dönsku. EES-aðildin, ef haldið verður til streitu, krefst að flæði fjármagns verði óheft (liður 2). Ef hindra á verðbólgu af völdum gengislækk- ana, þá verður að viðhalda fast- gengi (liður 1). Öllum ætti því að vera ljóst, að torgreind pen- ingastefna mun ekki ganga betur framvegis en hingað til. Þessi staðreynd ætti að vera Seðlabankanum augljós. Svo er þó ekki, því að umfjöllun bankans um »fastgengi undir stjórn myntráðs« er grunnhyggin og hlutdræg. Það hól sem bankinn fékk fyrir að fjalla um myntráð, er því það eina vingjarnlega sem hægt er að segja um skýrsluna. Stórgölluð skýrsla Seðlabankans Það kemur greinilega fram í skýrslu Seðlabankans, að allar vangaveltur snúast eingöngu um réttlætingu á þeirri slæmu stefnu að ganga í Evrópuríkið og taka upp evru. Aðeins til málamynda er fjallað um aðra kosti. Í skýrslunni kemur fram það álit, að gjaldeyrissjóður myntráðs yrði að vera 488 ma.kr. Samkvæmt Seðlabankanum sjálfum voru pen- ingar (ávísanir á Seðlabankann) um 33 milljarðar króna, í lok októ- ber 2010. Því ættu 40-50 milljarðar króna að fullnægja gjaldeyrisþörf myntráðs. Ekki kemur til álita, að myntráð liggi með gjaldeyri sem nemur jafnvirði innistæðna í viðskipta- bönkunum. Þörf fyrir gjaldeyri geta viðskiptabankarnir sjálfir leyst, til dæmis með gjaldeyr- issamningum við erlenda banka. Auðvitað eiga innistæður í bönk- unum að vera í vinnu hjá við- skiptavinum þeirra, en ekki í geymslum Seðlabank- ans á kostnað ríkisins. Enn einn misskiln- ingur er, að Seðla- bankinn virðist ekki skilja að myntráð er ekki »lánveitandi til þrautavara«. Það er einn af stóru kostum myntráðs, að fjár- munir almennings eru ekki lagðir undir í því fjárhættuspili. Hvern- ig væri staða landsins, ef meira hefði verið af lánsfé í Seðlabankanum, þegar bankarnir féllu? Því hefði öllu ver- ið sóað til einskis, samanber stöðu Írlands. Ég hef fært rök fyrir því, að heppilegast sé að hafa bæði evru og bandaríkjadal til baktryggingar krónu, sem gefin væri út af mynt- ráði. Hentugast er að nota banda- ríkjadal og evru sem stoðmyntir til helminga (50%+50%). Slíkt kerfi myndi leysa okkur undan alþjóð- legum breytingum á gengi gjald- miðla, sem eru fyrst og fremst fólgnar í innbyrðis breytingum á gengi þessara tveggja mynta. Barnalegar villur einkenna skýrsluna Bankinn verður ber að alls kon- ar barnalegum meinlegum villum, eins og þeirri að rugla saman seðlabanka og myntráði, sem harla fátt eiga sameiginlegt. Þá er full- yrt, að »myntráðið virkaði þannig að í hvert skipti sem Seðlabankinn gæfi út íslenskar krónur, þyrfti hann að kaupa jafngildi þeirra í evrum«. Þessu er auðvitað ekki svona farið, því að sá aðili sem þarfnast gjaldmiðils myntráðsins verður þvert á móti að kaupa hann af myntráðinu. Þá segir í skýrslunni að »söfnun og viðhald mikils gjaldeyrisforða yrði kostnaðarsamt«. Þetta er rangt, því að gjaldeyrissjóður myntráðsins er settur í vinnu með kaupum á erlendum ríkisskulda- bréfum og skilar því sem nefnt er myntgróði. Megnið af hagnaði myntráðsins rennur til ríkissjóðs, því að enginn fengur er söfnun hagnaðar hjá myntráðinu. Í skýrslunni er þeirri gömlu tuggu haldið til haga, að »Argent- ína hafi notast við myntráð á ár- unum 1991-2002«. Þetta er rangt, því að einungis eitt atriði af mörg- um sem einkenna myntráð, var til staðar hjá argentíska seðlabank- anum. Ýtarlega umfjöllun um þetta er til dæmis auðvelt að finna eftir hagfræðinginn Steve H. Hanke. Tilgangur Seðlabankans með skýrslugerðinni er að þjóna ráða- gerðum ríkisstjórnarinnar, að koma landinu undir yfirráð Evr- ópuríkisins. Liður í þeirra viðleitni, er að færa falsrök fyrir því að evr- an ein sé til þess fallin að verða stoðmynt krónunnar og helst vilja höfundar hennar innlimun Íslands og evru sem gjaldmiðil landsins. Sjálfstæði Seðlabankans er gam- anleikur með harmsögulegum grunntóni. Íhugar Seðlabank- inn upptöku „fast- gengis undir stjórn myntráðs?“ Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » Sú torgreinda pen- ingastefna sem hér hefur verið við lýði frá 1920, leyfir ekki að hald- ið sé samtímis föstu gengi og óheftu flæði fjármagns. Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.