Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 ✝ Hafrún KristínIngvarsdóttir fæddist á Stokkseyri 14. febrúar 1937. Hún lést á Landspítalanum 2. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Ingvar Sigurðs- son, f. 22.10. 1912, d. 15.8. 1961, og Jóna Kristín Eiríksdóttir, f. 2.3. 1918, d. 14.4. 2007. Hálfsystkini Hafrúnar eru Guðrún, f. 22.8. 1939, Hafdís, f. 7.5. 1944, og Peter, f. 3.12. 1946. Hafrún ólst upp á Stokks- eyri hjá afa sínum og ömmu, Sigurði og Hólmfríði. Hún flutti á unglings- árum til Reykjavíkur til föður síns og stjúpmóður, Ingibjargar. Hafrún giftist Karli Sigurjónssyni 1956. Þau eignuðust 5 börn, Finn- boga Odd, Sigfríði Ingibjörgu, Jó- hönnu Maríu, Magneu og Sigurð Hólmar. Þau skildu. Hún hóf sambúð með Gesti Bjarnasyni 1963 og bjuggu þau saman í 16 ár. Þau eignuðust 2 börn, Valgerði Lísu og Hlyn Þór. Fyrir nær 30 árum kynntist hún Elliða Magnússyni og voru þau traustir og góðir vinir alla tíð síð- an. Hafrún á 20 barna- börn og 16 barna- barnabörn. Hafrún vann ýmis störf, m.a. við afgreiðslu og umönnun. Lengst af vann hún í Múlakaffi, á hjúkr- unardeild í Hátúni og síðast á Mæðraheimilinu. Útför Hafrúnar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 11. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ljóminn í augunum lífsgleði sveipar. Litfegurð þeirra er mannana skraut. Brosið er dýrmætur demantur lífsins. Djásnið sem mannkyn við fæðingu hlaut. Gefðu mér brosið já, gleðina sjálfa. Gjöfina einu sem kostar ei neitt. Gefðu mér djásnið hið dýrmæta eina, demantinn þann sem fær hamingju veitt. (Jóhann Guðni Reynisson.) Þú varst sólargeislinn minn, sálu- félagi og besti vinur. Elliði. Nú er hún mamma mín búin að kveðja þennan heim. Þó að ég hafi ekki alist upp hjá henni höfðum við alltaf samband, umgengumst og vor- um mjög góðar vinkonur. Mamma var sniðug kona; hress, spaugsöm og stundum stríðin. Hún gat látið mig veltast um af hlátri þar til ég gat næstum ekki hlegið meira. Svo var líka gott að tala við hana um alvarleg málefni og leita til hennar á erfiðum stundum. Hún sýndi mér umhyggju og hlýju sem ég geymi í hjarta mér. Mig vantar orð til að þakka þér, í þögninni geymi ég bestu ljóðin, gullinu betra gafstu mér, göfuga ást í tryggða sjóðinn og það sem huganum helgast er, hjartanu verður dýrasti gróðinn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ingibjörg. Elsku hjartans mamma mín, til- veran mín verður tómleg án þín. Hugurinn reikar og kallar fram bros. Þú hafðir svo hlýjan faðm. Þú hafðir alltaf tíma. Þú varst svo ráðagóð. Þú stappaðir í mig stálinu þegar ég þurfti á því að halda. Þú bentir mér á það jákvæða þeg- ar ég hafði klúðrað málum. Þér tókst að kalla fram bros hjá mér þegar ég hafði týnt því. Þú minntir mig á gömlu góðu gild- in þegar ég hafði gleymt þeim. Ég er heppin að hafa átt mömmu eins og þig. Ég þakka þér allt og yndislega samfylgd. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Lísa. Móðir mín lést, nú finnst mér allt tómlegt og líf mitt fátækara án hennar. Því ást hennar og stuðning átti ég alltaf vísan. Ég kveð hana með ljóði Davíðs Stefánssonar: Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson) Hlynur Þór Gestsson. Kveðja til tengdamóður Frá því ég kynntist Hafrúnu fyrst tók hún mér opnum örmum og urð- um við miklir vinir. Hún var með hlýjan faðm og stórt hjarta. Það var gott að leita til hennar ef maður þurfti á að halda og hafði hún ávallt góð ráð að miðla úr reynslu- bankanum sínum. Frá okkar fyrstu kynnum umvafði hún mig hlýju, ást og umhyggju. Vil ég þakka fyrir það og ég kveð Hafrúnu með söknuði. (Bjössi) Dauðinn er ekki til aðeins flutningur á annað tilverustig til að læra meira þroskast (Gunnlaug Björk Þorláks) Sálirnar eru samferða í lífinu síðan fara þær sín hvora leið en hittast alltaf aftur því lífið er hringekja Sálir eru saman í lífinu dauðanum og engu. (Gunnlaug Björk Þorláks) Björn Auðunn Magnússon. Nú er ég í sporum sem ég hefði ekki getað ímyndað mér hvað eru erfið, að kveðja þig, elsku amma mín. Takk fyrir allar okkar yndis- legu stundir saman, þær eru mér ómetanlegar. Hrikalega finnst mér erfitt að þurfa að kveðja þig, amma mín, en þó er það huggun að nú veit ég að þér líður betur. Vertu sæl, elsku amma mín. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Vertu sæl, elsku amma mín, Baldvin Atli. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.),# Sársaukinn í hjarta mínu er gríð- arlegur og söknuðurinn svo sár að hann nístir inn að beini en þrátt fyrir það er ég svo þakklát fyrir að hafa þekkt þig og átt þig að, elsku besta amma mín. Minning þín lifir um ókomna tíð hjá okkur sem eftir stöndum, megi Guð blessa þig og vernda á nýjum slóðum. Linda Rós. Þegar nýja árið gekk í garð og landsmenn voru að fagna sátum við Sævar við kertaljós og hugsuðum um öll áramótin sem við áttum með Hafrúnu og Elliða á Kanarí og Te- nerife, þá var fagnað og þá var hleg- ið og þá var gaman. En nú var hljóðnaður hlátur og hugur hjá Haf- rúnu á Landspítalanum. Það kom því ekki á óvart þegar skilaboðin komu að kvöldi annars janúar að Hafrún væri dáin. Það er erfitt að koma orðum að því hvernig mér líður, annars vegar sorg og söknuður og hins vegar léttir yfir að þjáningum hennar er lokið. Við kynntumst í Múlakaffi, ég var búin að vinna þar í nokkur ár þegar Haf- rún byrjaði og fljótlega urðum við vinkonur, og sá vinskapur hefur haldist og þést með árunum. Á Múlakaffisárunum var oft stormasamt lífið hjá okkur báðum, þá var gott að eiga góða vinkonu sem var stundum systirin eða mamman sem mig vantaði, en það sem uppúr stóð, það var alltaf gaman, hláturinn og gleðin sem fylgdi Hafrúnu var eitthvað sem aldrei gleymist. Eftir að við Sævar fluttum til Keflavíkur fórum við varla svo til Reykjavíkur að við kæmum ekki við í Suðurhólunum, eftir útréttingar og verslunarvesen var gott að enda bæjarferðina með kaffi og góðgjörð- um og hlátri og kannski að plana næstu ferð í sólina. Síðasta ferðin saman var í júní síðastliðnum til Benidorm og þó Hafrún væri orðin sárveik þá naut hún sín eins og allt- af, við gátum verið þeim svolítið inn- an handar við að skreppa í búðir, því Hafrún þurfti að kaupa eitthvað handa öllum. Gjafmildari og betri konu höfum við ekki kynnst. Hún sá fegurð og gleði lífsins í öllu hinu smáa eins og, litlu blómi, fallegu sól- arlagi, litlu ljóði eða geisla frá mannssálinni. Við kveðjum kæra vinkonu með söknuði og trega en fyrst og fremst þakklæti og þessum orðum: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir, Jón Sævar Sigurðsson. Svo glettin, hlý og alltaf jafn gest- risin. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín. Hvort sem ég droppaði við eftir búðarferð eða erf- iðleika hversdagsins, þú varst alltaf svo glaðlynd og jákvæð og komst öll- um í gott skap. Þú lifðir í núinu og varst ekki að hafa miklar áhyggjur af morgundeginum. Nærveran og rólegheitin létu manni strax líða vel og það var svo góður andi í kringum þig. Það fór enginn svangur heim frá þér því ætíð var bakkelsi á borðum. Stundum kom ég til þín í Múla- kaffi eða á Mæðraheimilið þar sem þú varst að vinna og ætíð tókstu mér vel. Þú hafðir yndi af ferðalögum, því sól og sumarveður átti vel við þig, hér innanlands og í seinni tíð á Kan- arí. Þú prjónaðir svo fallegar peysur fyrir mig og strákana mína og undir það síðasta, þá langaði þig að hjálpa mér með lopapeysuna mína sem var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Þú varst alltaf svo góð við strákana mína og sérstaklega hann Ella í vet- ur, hvattir hann í náminu og talaðir svo vel um lögin sem hann var að semja. Ég vonaði alltaf að þessi veikindi myndu ekki leggja þig að velli svo skjótt. Og þegar ég kvaddi þig milli jóla og nýárs og sagði: „Við sjáumst seinna, Hafrún mín“ þá varð það síð- asta kveðjan. Þú fórst svo snöggt, þú varst svo sem aldrei neitt að tvínóna við hlutina, gekkst ætíð rösklega til allra verka. Þegar tal um dauðann bar á góma, varstu vön að segja, við deyjum ekki, við förum bara á annan og betri stað og hittumst á ný. Guð geymi þig, elsku Hafrún. Guðrún. Elsku Hafrún okkar. Nú ertu búin að slökkva ljósið og lögð af stað í nýtt ferðalag. Nú veistu hvernig það er þarna hinum megin og kanski lætur þú mig vita líka, þú spáðir mikið í það hvernig þetta væri eftir að maður hefði kvatt hér. Þið Elliði höfðuð svo gaman af því að ferðast og voruð búin að vera í mán- uð í sólinni fyrir jólin, þar naustu þín mjög og ekki skemmdi það að versl- unarmiðstöð var við hliðina á hót- elinu því þú þurtir að skoða mikið og versla líka. Þú hafðir unun af því að gefa öðrum, og líka að vera með fal- lega hluti í kringum þig. Við erum búin að eiga margar góðar stundir saman, þú alltaf hress og kát, aldrei heyrði maður þig kvarta. Þegar þú byrjaðir að veikj- ast var alltaf sama svarið hjá þér, mér líður vel. Þú hafðir meiri áhyggjur af okkur hinum. Þú hafðir gaman af lífinu og stríðnin var ekki langt undan. Hlátur þinn og útgeisl- un er það sem við munum. Þú þurftir líka að fá að fylgjast með hvernig barnabörnunum hans Elliða gengi og ef þú gætir ráðlagt eitthvað gerð- ir þú það. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar, alltaf fór maður glaður frá þér. Elliði minn, nú er Hafrún laus við kvalir og þú munt geyma hana í þínu hjarta Fjölskyldu hennar allri votta ég mína dýpstu samúð, guð styrki ykk- ur í sorginni. Kveðja Ása, Júlíus og fjölskylda. Hafrún Kristín Ingvarsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HANNA GUÐNÝ HANNESDÓTTIR, Kolbeinsá, Hrútafirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 6. janúar. Jarðsungið verður frá Prestbakkakirkju, Hrútafirði, laugardaginn 15. janúar kl. 11.00. Hilmar Guðmundsson, Sigurrós Jónsdóttir, Agnar Guðmundsson, Sólveig Guðbjartsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Pálmi Sæmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Sigfús Guðmundsson, Ingibjörg Karlsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Sveinskoti, er látin. Elín Jóhannsdóttir, Snorri Jóhannsson, Sturla Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Sigrún Jóhannsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FINNUR B. MALMQUIST vélstjóri, lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 17. janúar kl. 14.00. Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Malmquist, Þorgerður Malmquist, Ragnar M. Sverrisson, Björn Malmquist, Kristín Briem og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.