Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 ódýrt alla daga Gríms plokkfiskur, 400 g 399kr.pk. Um helgina var haldið upp á að nýlokið er gagn- gerri endurbyggingu á Piper Cub-flugvélinni TF-KAK, en stór hluti atvinnuflugmanna Íslend- inga lærði að fljúga á henni. Hún var fyrsta Pip- er Cub-vélin sem flutt var til landsins og var Jón N. Pálsson heitinn, fyrrverandi yfirskoðunar- maður Flugfélags Íslands, aðalhvatamaður þess að kaupa hana til landsins í apríl 1946. Á hátíðinni var flugvélinni gefið nafnið Ottó Tynes, en hann var helsta driffjöðrin við endur- byggingarstarfið og kaupin á flugvélinni. Fleiri myndir má sjá á www.verslo.is/baldur Haldið upp á að nýlokið er gagngerri endurbyggingu á Piper Cub-flugvélinni TF-KAK Ljósmynd/Baldur Sveinsson Fyrsta Piper Cub-vélin sem flutt var til landsins Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sala áfengis dróst saman um 5,1% á milli áranna 2009 og 2010. Í lítrum talið nemur samdrátturinn um milljón lítrum. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins seldust 18.942 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum í fyrra. Met- árið 2008 var heildarsala áfengis 20.381 þúsund lítrar. Mestur samdráttur er í sölu sterkra drykkja. Til dæmis dróst sala á ókrydduðu brennivíni og vodka saman um tæplega 20% í fyrra. Í einstökum flokkum var mesta aukningin á milli ára í sölu á öðrum bjórtegundum en lagerbjór eða 66%. Sala á jólabjór sló t.d. öll met fyrir síðustu jól. Sala á lager- bjór er uppistaðan í sölu ÁTVR og nam hún tæplega 15 milljónum lítra í fyrra. Vínbúðirnar seldu áfengi í fyrra fyrir 21.363 milljónir króna með virðisaukaskatti. Er þetta litlu hærri upphæð en árið 2009, þegar áfengi var selt fyrir 21.133 milljónir króna. Virðisaukaskattur hækkaði 1. janúar 2010 í 25,5% úr 24,5%. Áfengisgjöld hækkuðu um 10% 1. janúar 2010 á öllum flokkum áfeng- is, þ.e. léttvíni, sterku áfengi og bjór. Samdráttur í sölu áfengis  18,9 milljónir lítra af áfengi seldust 2010  Vínbúðir seldu áfengi fyrir 21,3 milljarða Sala áfengis árið 2010 Áfengissala Heildarsala Breyting Léttvín Breyting Sterkt áfengi Breyting Bjór Breyting í þús.lítra áfengis í % og styrkt í % >22% alk. í % í % <=22% alk 2007 19.555 3.436 892 15.227 2008 20.381 4,2% 3.393 -1,3% 1.099 23,2% 15.889 4,3% 2009 19.957 -2,1% 3.287 -3,1% 919 -16,4% 15.751 -0,9% 2010 18.942 -5,1% 3.371 2,6% 603 -34,4% 14.968 -5,0% Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti á morgun í kærumál- um vegna kosninganna til stjórn- lagaþings. Kærendum og fulltrúum landskjörstjórnar og innanríkis- ráðuneytis gefst ásamt kjörnum fulltrúum á stjórnlagaþingi kostur á að draga fram í stuttu máli þau atriði sem þeir telja að ekki hafi verið skýrð í skriflegum greinar- gerðum. Í gær runnu út frestir aðila til að gera skriflega grein fyrir sjónar- miðum sínum vegna greinargerða annarra aðila málsins. Þrír hæstaréttardómarar sögðu sig frá því að úrskurða í kærumál- unum, þau Ingibjörg Benedikts- dóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Markús Sigurbjörnsson. Því liggur fyrir að sex dómarar munu úrskurða. Það eru Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson, Gunn- laugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Fjallað um þrjár kærur Landskjörstjórn gaf út kjörbréf til 25 fulltrúa á stjórnlagaþing eftir kosningarnar sem fram fóru 27. nóvember. Þrjár kærur bárust til Hæstaréttar áður en kærufrestur rann út 17. desember, frá tveimur almennum kjósendum og einum frambjóðanda. Meðal kæruefna er að kosningaleynd hafi ekki verið tryggð, frambjóðendum hafi ekki gefist kostur á að skipa fulltrúa við talningu og að ekki hafi verið rétt staðið að úthlutun sæta á þinginu. Munnlegi málflutningurinn fer fram í dómsal Hæstaréttar og hefst klukkan 14 á morgun. Hann er opinn. Munnlegur málflutningur í kærumálum stjórnlagaþings  Þrír dómarar Hæstaréttar sögðu sig frá málinu Morgunblaðið/Ernir Kosning Kjörstaður undirbúinn fyrir stjórnlagaþingskosningar. Ríkissaksóknari hefur hafið rann- sókn á ásökunum Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hrl. um að lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum hafi beitt blekkingum með því að upplýsa ekki að amfetamín sem tveir menn voru sakaðir um að smygla til land- ins væri af gerð sem ekki var á bannlista yfir ólögleg fíkniefni. Vil- hjálmur sagði í aðsendri grein í Fréttatímanum 17. desember að embætti lögreglustjórans hefði fengið vitneskju um efnisinnihaldið 7. janúar en hvorki greint sakborn- ingum né Héraðsdómi Reykjaness frá niðurstöðunni. Þannig hefði embættið stuðlað að því að menn- irnir voru ekki leystir úr gæslu- varðhaldi, eins og eðlilegt hefði verið heldur sátu áfram inni, ann- ars vegar til 12. janúar og hins veg- ar til 19. febrúar. Efnið sem mennirnir voru sak- aðir um að flytja inn er svokallað 4- amfetamín sem er náskylt amfeta- míni. Efnið, um 3,7 kíló, fannst í ferðatösku annars þeirra við kom- una til landsins og við yfirheyrslur játaði hann að hafa farið utan til að flytja um kíló af lyktarlausu kóka- íni til landsins. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari sagði að embættið væri byrjað að afla gagna. Málið væri graf- alvarlegt, reyndust ásakanir Vil- hjálms réttar. Rannsakar ásakanir gegn lögreglunni á Suðurnesjum Sala á vindlingum dróst veru- lega saman hjá ÁTVR í fyrra eða um 11,5%. Alls seldust 1.337.976 karton af vindlingum í fyrra saman- borið við 1.511.475 karton árið 2009. Er þetta í samræmi við kann- anir, sem hafa sýnt að dregið hefur úr reykingum undanfarin ár. Á sama tíma hefur sala á nef- tóbaki aukist um 7,3%. Salan fór úr 23,8 tonnum árið 2009 í 25,5 tonn í fyrra. ÁTVR seldi tóbak fyrir 10,4 milljarða árið 2010, samanborið við 10,2 milljarða árið 2009. Í byrjun árs 2010 hækkaði tób- aksgjald um 10% og virðis- aukaskattur hækkaði um eitt prósentustig. Minni sala á sígarettum NEFTÓBAKIÐ VINNUR Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.