Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Með sorg í hjarta, sit ég og minnist frænku minnar og Odd- fellowsystur. Andlát hennar kom á óvart þrátt fyrir að hún hafi tekist á við erfið veikindi í nokkur ár. Afi hennar Guðmundur og amma mín Guðrún voru systkini, en við kynnt- umst ekki fyrr en í Oddfellow fyrir mörgum árum. Okkur fannst við allt- af vera miklar frænkur þrátt fyrir að vera ansi ólíkar í útliti; Þórey há, dökk og glæsileg, en ég í ljósari kant- inum. Við gerðum stundum grín að því að Oddfellow-konur sæju ekki strax að værum skyldar. Hún leið- beindi mér í mörgu og síðastliðinn vetur vorum við saman í kertasjóði í Oddfellow. Ég sat með henni einn dag í kjallaranum í Oddfellow fyrr í vetur og fylgdist með henni mála snilldar- lega á kerti á meðan hún leiðbeindi mér. Það var dýrmætt fyrir mig að hafa hana sem kennara enda var hún snillingur að mála á jólakerti, enda mikil listakona á ferð. Nú hefur Þórey frænka mín kvatt og eftir standa góðar minningar. Þær mun ég geyma í hjarta mínu. Hlýjar samúðarkveðjur sendi ég eiginmanni, börnum og foreldrum. Skín við sólu Skagafjörður, skrauti bú- inn, fagurgjörður. Bragi ljóðalagavörður, ljá mér orku, snilld og skjól! Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir ginna villa, dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað máttug sól. Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjalla? Lágt til stranda? Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tindastól! (Matthías Jochumsson.) Ólöf G. Björnsdóttir Árið er 1977. – Tveir félagar koma samtímis inn í skemmtinefnd í Odd- fellowstúku og nefndin fær svo kon- urnar sínar til liðs við sig. Í framhald- inu fylgir svo skemmtilegur tími við skipulagningu, undirbúning Þórey Þorkelsdóttir ✝ Þórey Þorkels-dóttir fæddist á Sauðárkróki 1. desem- ber 1947. Hún lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut 31. des- ember síðastliðinn. Þórey var jarð- sungin frá Digra- neskirkju 7. janúar 2011. skemmtiatriða og bakstur, sem fé- lagsstafi fylgir gjarn- an. Þetta var upphafið að langri og náinni vin- áttu milli fjölskyldna okkar sem staðið hefur óslitið í yfir 30 ár. Þór- ey og Ögmundur urðu einfaldlega hluti af okkar fjölskyldu, okk- ar lífi. Alltaf var hægt að reka inn nefið án fyr- irvara og jafnan glatt á hjalla og mik- ill samgangur milli heimila. Það var drifið í að útbúa jólasælgæti eða skrautmála kerti. Við karlarnir dýfð- um sælgætinu í súkkulaðihjúp eða pússuðum kertin og dáðumst að list- fengi og myndarskap eiginkvenna okkar. Já, hún Þórey var glæsileg kona í allri framgöngu, nákvæm og listfeng og sótti það vafalaust til for- eldra sinna. Og hún naut alls staðar mikils trausts. Var vel látin og góður kennari, ákveðin en ráðagóð og alltaf tilbúin að leggja góðu máli lið. Þetta voru mannkostir sem gerðu það að verkum að hún var víða valin til for- ystu, m.a. innan Oddfellowreglunnar. Í gegnum hugann þjóta nú mörg minningabrot. Bráðskemmtilegar ut- anlandsferðir okkar saman til Hali- fax, Rotenburg og víðar. Allar nota- legu heimsóknirnar upp í Tobbukot, þann sælureit. Verkefnin sem við glímdum við saman á okkar heimilum og krakkanna við parketlögn eða flísalögn. Bláberjatínslan og svo mætti lengi telja. – Það var nefnilega svo oft sem við Ögmundur og Þórey gerðum eitthvað skemmtilegt saman. Í minningunni var einfaldlega alltaf sumar og sól. En nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir allar ánægjustundirnar. Það var gott að eiga vináttu þína og þín er sárt saknað. – Takk fyrir okk- ur. Kæra fjölskylda, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Örlygur og Helga. Minningarnar streyma upp í hug- ann við andlát Þóreyjar, vinkonu minnar. Við sáumst fyrst í Kennara- skólanum þá sextán ára gamlar og vakti það í fyrstu eftirtekt mína hve útprjónuðu peysurnar hennar voru flott hannaðar og hárið á henni þykkt og fallegt. Kynnin urðu nánari og fljótlega var stofnaður saumaklúbbur sem enn heldur saman. Meðan við bjuggum báðar í Árbænum var oft skroppið á milli húsa. Það var saum- að, mátað og fötin framleidd á krakk- ana, okkur og jafnvel á karlana. Veisl- ur voru haldnar, mikið spilað og gantast með lífið og tilveruna. Við ferðuðumst mikið saman bæði hér heima og erlendis, fyrsta sólarlanda- ferðin var sameiginleg, svo Parísar- ferð með saumaklúbbnum, þar sem kuldanum var hafnað og tjullinu tjald- að. Sumarbústaðaferðirnar voru æði margar upp í Tobbukot og austur í Hrepp. Eina vikuna ferðuðumst við um Skagafjörðinn, bernskustöðvar Þóreyjar. Væru menn okkar ekki með í för vorum við Þórey herbergisfélag- ar. Síðustu ferðina fórum við saman til Drammen ásamt Bergþórusystr- um. Það var gott að deila stundum með Þóreyju og eiga vináttu hennar og við vorum báðar svo glaðar yfir hversu góðir vinir synir okkar eru. Þórey var sterkur persónuleiki og mjög sjálf- söguð. Þyrfti að gera hlutina þá fannst henni að best væri að ganga í verkið. Hún var listhneigð sem glöggt sést á fallegu heimili þeirra Ögmund- ar og margir halda upp á „Oddfel- low“-kertin fallegu sem hún handmál- aði ár eftir ár. Undanfarin ár unnu þau hjón við að breyta og stækka sumarbústaðinn til að búa betur í hag- inn fyrir fjölskylduna og ekkert var dregið úr þrátt fyrir erfið veikindi. Það var mikil reisn yfir Þóreyju og hún var ávallt smekklega klædd. Mest var þó reisnin í veikindum henn- ar. Hún var í senn náttúrubarn og heimskona. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Ég er þakklát fyrir samfylgd Þór- eyjar. Það er mikill harmur foreldra hennar sem nú sjá á eftir seinna barni sínu yfir móðuna miklu. Við sendum þeim og allri fjölskyldunni dýpstu samúðarkveðjur og biðum algóðan Guð að styrkja þau. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Gerður og fjölskylda. Kveðja frá saumaklúbbnum Í dag kveðjum við, með sárum söknuði og mikilli eftirsjá, elskulega vinkonu okkar, Þóreyju Þorkelsdótt- ur. Við höfum átt langa og gleðiríka samleið allt frá árinu 1963 þegar við hófum allar nám við Kennaraskóla Ís- lands með bjartsýni og gleði að leið- arljósi. Eftir fjögur ánægjuleg ár út- skrifuðumst við með kennarapróf upp á vasann og lögðum þar með út á lífs- ins braut með margar góðar minning- ar í farteskinu. Á þessu tímabili stofnuðum við saumaklúbb sem starfar með miklum blóma enn þann dag í dag. Við höfum hist í hverjum mánuði yfir vetrartím- ann öll þessi ár og ferðast saman bæði innanlands og utan. Alltaf var Þórey sannur gleðigjafi með sinn bjarta hlátur og fallega bros. Hún var for- dómalaus, vönduð og jákvæð og naut ávallt trausts samferðafólks síns við þau margvíslegu verkefni sem henni var trúað fyrir. Þórey var glæsileg kona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Heimili hennar var einstaklega fallegt og bar handlagni hennar og listhneigð fagurt vitni. Hún var hugrökk og glöð, jafn- vel síðustu mánuðina þegar hún barð- ist við erfiðan sjúkdóm. Hugrekki hennar fyllti okkur vinkonurnar von um að henni tækist að sigra þennan vágest. En nú er skarð fyrir skildi. Hlát- urinn er þagnaður, allt er orðið hljótt og eftir sitjum við hnípnar en þakk- látar fyrir að hafa átt hana að vinkonu í þessi ár. Vinahópur Þóreyjar var stór og hún lagði sig fram við að sinna öllum sínum góðu vinum. En þrátt fyrir alla vinina var fjölskyldan ávallt í fyrir- rúmi. Missir þeirra er mestur og þau hefðu svo sannarlega átt skilið að njóta samvista við hana lengur og það þráði hún líka ákaft. Fjölskyldunni allri sendum við inni- legar samúðarkveðjur og vonum að góðar minningar veiti styrk á þessum erfiðu tímamótum. Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (Guðmundur Böðvarsson) Áslaug, Guðrún, Ingibjörg, Jóhanna, Minnie og Oddný. Hún Þórey er horfin á vit Guðs og englanna. Ég er þess full viss að Siggi bróðir hennar tekur hana í faðm sér og sýnir henni himna-heima. Er Þór- ey og Önni fluttu með Sigga og Hobbu börn sín í Árbæinn, var mér falið það hlutverk að passa gemlingana. Fór ég út með Hobbu litlu í kerru alla morgna, og að sjálfsögðu fór ég með litlu prinsessuna beint niður á rakara- stofu til pabba í Hraunbænum, þar sem við vorum í góðu yfirlæti, fram að hádegi. Þá var haldið heim í Grund- arásinn þar sem Önni tók á móti okk- ur með skyri með hrærðu hráu eggi. Það tók mig tíma að tileinka mér þetta „hrá-fæði“ Þóreyjar og Önna en þegar Doddi minn fæddist fékk hann alloft skyr með hráu eggi og varð ekki meint af frekar en börnum Þóreyjar og Önna. Sumarbústaðarferðirnar í Tobbu- kot gleymast seint, þar sem ég varð olíuofninum að bráð og þurfti að sofa í heila öld eins og minnið lýsir því, með höndina ofan í skúringarfötu með köldu vatni, og örin á handlegg mín- um geyma minninguna. Eins litli kof- inn bakvið Tobbukotið, er „afi Keli“ leyfði mér að baka drullukökur með lífrænt ræktuðum skreytingum ofan á syngjandi hástöfum „ég heiti Keli káti karl og kraftajötunn er“. Eins þegar Hobba litla datt fram af pallinum við Tobbukot og handleggsbraut sig þeg- ar ég var að passa hana úti. Það varð meira að segja svo frægt að koma fram í útvarpsviðtali sem tekið var síðar um sumarið við mig, er barna- tími útvarpsins talaði við mig í fjör- unni hjá Bjössa afa mínum, og spurði af hverju ég væri að selja rauðmaga. Nú af því að Hobba braut á sér hand- legginn og ég var í fríi frá barnapíu- starfinu, og tók því við sölumennsku fyrir hann afa minn. Á þessum tíma var lífið alls ekkert flókið. Það var bara svona. Allt í kringum Þórey var svo ofsalega flott í augum krakka sem var að ná tánings- aldrinum. Hún átti flottasta húsið, flottustu fötin, svo ekki sé talað um allt postulínið sem hún málaði og svo leit hún út eins og Whitney Houston. Dökk yfirlitum með dökkt liðað hár, há og grönn, svo tignarleg. Það eru bara nokkrir dagar síðan ég sá myndir úr brúðkaupinu hennar Hobbu yngri, þar sem myndir af Þór- ey voru á forsíðu, í rauðu dressi frá toppi til táar, og ég hugsaði með mér: vá. Hún Þórey bara eldist ekkert, bara alltaf sama Whitney, þó vitandi um veikindi hennar. En skjótt skiljast ský og Þórey, með sínum léttleika, skaust upp á eitt þeirra og tók sér far með einum skýjahnoðranum til samfundar við farið fólk, og ég veit, að hún mun ekki bara knúsa Sigurð bróður sinn, er upp er komið heldur mun pabbi minn taka á móti henni með útréttan arminn og horfa á hana undrandi og segja: Þú hér. Minningin lifir. Fjölskyldu Þóreyjar votta ég mína dýpstu samúð, en falleg mynd af fal- legri konu situr í huga okkar allra sem léttir þrautirnar er minningarnar og treginn knýja dyra. Berglind Þórðardóttir. Þegar gamla árið var við það að kveðja og það nýja að heilsa barst starfsfólki Selásskóla sú fregn að kær samstarfsmaður og félagi, Þórey Þor- kelsdóttir, hefði látist aðfaranótt gamlársdags. Þrátt fyrir að allir hafi ✝ Ragnar Krist-jánsson fæddist í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði 29. jan- úar 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. janúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Stefánsson, f. 1889, d. 1961, og Þórunn Mar- grét Þórðardóttir, f. 1900, d. 1991. Bræður Ragnars: Jón Valdi- mar, f. 30. janúar 1919, d. 11. febrúar 2005, og Björg- ólfur Kristþór, f. 13. febrúar 1940. Hinn 12. september 1959 kvænt- ist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni Arndísi Eyjólfsdóttur, f. 16. apríl 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Magnússon, f. 1896, d. 1994, og Ingibjörg Hákonardótt- ir, f. 1894, d. 1970. Börn þeirra 1) Hjálmari Ragnarssyni sjúkraþjálf- ara, f. 20. júlí 1959. Synir þeirra: a) Róbert Andri, verkfræðingur, f. 1986, unnusta hans Ásdís Árnadótt- ir, háskólanemi, f. 1988. b) Hjalti Þór, nemi, f. 1992. Ragnar ólst upp hjá foreldrum sínum í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði við öll almenn störf til lands og sjávar. Ragnar hóf skólagöngu sína í barnaskólanum á Stöðvarfirði, síð- an tók við Alþýðuskólinn á Eiðum 1940-1942, Menntaskólinn á Ak- ureyri 1945, kennarapróf frá Kenn- araskólanum 1947, og lauk hand- íðakennaraprófi árið 1952. Hann starfaði sem kennari við barna- og unglingaskólann á Eskifirði 1947- 1950, og Austurbæjarskóla frá 1950-1987, einnig var hann stunda- kennari við Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Hann tók virkan þátt í íþróttalífi á Austurlandi á náms- árum sínum og vann til margra verðlauna í ýmsum íþróttagreinum. Útför Ragnars fer fram frá Nes- kirkju í dag, 11. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verð- ur í Kópavogskirkjugarði. Kristín Margrét hjúkrunarfræðingur, f. 17. febrúar 1962, gift Birgi Gunnsteins- syni húsasmíðameist- ara, f. 26. ágúst 1961. Börn þeirra: a) Ólafur Ragnar versl- unarstjóri, f. 1979, sambýliskona Sigrún Auður Sigurðardóttir sölumaður, f. 1980, synir þeirra: Alexand- er Þór, f . 2000, og Máni Freyr, f. 2005. b) Pétur Magnús, há- skólanemi, f. 1987, unnusta hans er Anna Sigríður Þórðardóttir, há- skólanemi, f. 1988. c) Arndís Sig- urbjörg, nemi, f. 1994. 2) Drengur, f. 27. september 1965, d. 30. sept- ember 1965. Dóttir Ragnars og Þórdísar Eggertsdóttur, f. 1931, d. 1991, er Oddbjörg leikskólakenn- ari, f. 3. október 1959, gift Kristjáni „Þetta gerðist svo snöggt. Pabbi dáinn. Maður er alltaf svo óundirbú- inn, þótt aldurinn væri farinn að segja til sín og pabbi orðinn þreyttur. Minningarnar renna í gegnum hug- ann. Efst í huga mér er óendanlegt þakklæti. Þakklát fyrir að hafa átt svo yndislegan föður. Hann var hóg- vær og dagfarsprúður maður, ein- staklega kurteis og þolinmóður. Hann lifði fyrir fjölskylduna sína, alltaf tilbúinn til að hjálpa og aðstoða. Hann var handlaginn og vandvirkur, smíðar, fluguhnýtingar og myndirn- ar sem hann málaði, allt listaverk. Hann hafði gaman af að segja sögur frá liðnum tíma. Honum fannst þessi nýja tækni, eins og tölvur og gsm- símar ekki vera aðalatriðið, það voru gömlu gildin sem skiptu máli. En að eiga góðan bíl var mikið atriði, enda smitaði hann drengina mína tvo af þeirri afstöðu. Með þessum fátæk- legu orðum kveð ég pabba minn. Minning þín lifir í hjarta mér, haf þökk fyrir allt.“ Nú skil ég það fullvel hver auðlegð mín er, er öðlast ég gjafirnar þínar. Með fátækum orðum, sem finn ég hjá mér, ég færi þér þakkirnar mínar. Þú vaktir það besta, sem blundaði í mér, svo bjartir mér lífsgeislar skína. Með ástríku hjarta svo auðnaðist þér að umbera brestina mína. Það veitist margt örðugt, sem við er að fást, í veröld með óþreyju ríka. Þar fyndum við meira af friðsæld og ást ef fleiri þú ættir þér líka. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Þín Kristín Margrét. Þegar ég gekk í Austurbæjarskól- ann var faðir minn kennari við skól- ann. Leiðir okkar lágu ekki alltaf saman þar sem við bjuggum ekki undir sama þaki. Það fannst mér dá- lítið skrítið sem barn, en lífið er stundum undarlegt a.m.k. í augum barnsins. Við pabbi héldum alltaf góðu sam- bandi hvort við annað, fylgdumst ým- ist hvort með öðru úr nálægð eða fjarlægð. Að leiðarlokum viljum við fjölskyldan í Skógarhjallanum þakka góðar stundir, hlýhug í okkar garð, virðingu, kurteisi, jafnaðargeð, til- litssemi og kímnigáfu. Við minnust pabba með hlýhug og einstaklega fágaðar framkomu sem einkenndi öll samskipti við föðurinn, tengdaföður- inn og afann sem Ragnar Kristjáns- son var í lífi fjölskyldu okkar. Oddbjörg Ragnarsdóttir og fjölskylda. Ég var ekki nema fimm ára gamall, orðinn hálflæs, reiknandi og skrif- andi. Það var auðvitað hann afi minn, kennarinn, Ragnar Kristjánsson, sem kom mér þar á sporið. Man ég vel þegar að hann sat með mér og kenndi mér að lesa bók um Ásu og Óla, enda hafði hann ómælda þolin- mæði. Ég fékk þann heiður að kynn- ast afa mínum mjög vel og urðum við miklir vinir. Afi gat alltaf gefið sér tíma til að vera með mér og gerðum við margt okkur til dundurs. Afi var mikill áhugamaður um stangveiði og fluguhnýtingar, má kannski segja að hann hafi verið einn af frumkvöðlum í fluguveiði á Íslandi. Áttum við margar góðar stundir við Elliðavatn, þar sem honum þótti svo gaman að veiða. Hann hnýtti sjálfur flugur og þóttu þær listasmíð enda voru flugurnar hans eftirsóttar í veiðiverslunum í Reykjavík. Hann var ákaflega kurteis og rólyndur maður, sagði aldrei neitt óhugsað og gaf sér mikinn tíma í vangaveltur um hina ýmsu hluti. Það er mér minnisstætt þegar átti að kaupa nýjan bíl. SAAB-inn var kominn til ára sinna og langaði hann að yngja upp. Við fórum alltaf eftir skóla hjá mér og líka um helgar til að skoða bíla í Brimborg þar sem ég Ragnar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.