Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Draupnisgata 7, iðnaður 01-0202 (225-3448) Akureyri, þingl. eig. Björn Stefánsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Hafnarstræti 23B, íb. 01-0201 (222-5904) Akureyri, þingl. eig. Þórir Ágúst Sigurðsson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Langamýri 3, einb. 01-0101 (214-8591) Akureyri, þingl. eig. Hjördís D. Bech Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Mánahlíð 4, íb. 01-0201 (214-8988) Akureyri, þingl. eig. ElvarThoraren- sen og Hrafnhildur Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Sjávargata, lóð 152121, Eik geymsla 01-0101 (215-6384) Hrísey, Akur- eyri, þingl. eig. Guðlaugur Jóhannesson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Súluvegur 149595, steypustöð 01-0101 (215-1074) Akureyri, þingl. eig. þb. Fasteignafélagið Ártún ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Súluvegur 149596, verksmiðjuhús 01-0101 (215-1084) Akureyri, þingl. eig. þb. Fasteignafélagið Ártún ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaup- staður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Vaðlabyggð 1, einb. 01-0101, bílsk. 01-0102, (228-9416) Svalbarðs- strandarhreppi, þingl. eig. Icefox á Íslandi ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Vaðlabyggð B 204843, lóð - annað land, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Icefox á Íslandi ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Þingvallastræti 149789, lóð - iðnaðar- og athafnalóð, Akureyri, þingl. eig. þb. Fasteignafélagið Ártún ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaup- staður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Þingvallastræti 29, eignarhl. íb. 01-0101, bílsk.02-0101 (215-1875) Akur- eyri, þingl. eig. Guðmundur Karl Óskarsson, gerðarbeiðandi Lýsing hf., föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Öngulsstaðir 3, lóð 194460. einb. 01-0101 (216-0055) Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Brynja Birgisdóttir, gerðarbeiðendur Eyjafjarðarsveit og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. janúar 2011. Halla Einarsdóttir, ftr. Félagslíf  HAMAR 6011011119 I  FJÖLNIR 6011011119 I  EDDA 6011011119 III I.O.O.F. Rb. 1 1591118  HLÍN 6011011119 VI Smáauglýsingar 569 1100 Antík Antikklukkur og viðgerðir Sérhæfð viðgerðarþjónusta á gömlum klukkum og úrum. Guðmundur Hermannsson úrsmíða- meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 - 691 8327. Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Sumarhús Sigurhus.is Kíktu á sigurhus.is og skoðaðu falleg sumarhús til sölu. Einnig er þar forvitnilegt myndband sem er þess virði að skoða. Upplýsingar í símum 899 9627 og 899 9667, e-mail: siguragust@simnet.is. Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og rannsóknarvinnu alls- konar. Hafið samband í síma 893 7733. Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Þjónusta Tek að mér ýmis smærri verk Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Dúnúlpa- Tilboð Dúnúlpa, 20% afsláttur þessa viku. St. S-XXL. Litir; svart, grátt. Sími 588 8050, Facebook - vertu vinur. Tilboð - Tilboð Þessi og margir aðrir fást í stökum skálastærðum D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH á kr. 4.990. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Veiðihúsið í Kjós Í Veiðihúsinu við Laxá í Kjós er stór og vandaður veislu- salur sem tekur allt að 100 manns í sæti og með gistingu fyrir allt að 40 manns. Pöntunarsímar: 618 0083 & 437 0083 eða jon@grimsa.is www.hreggnasi.is Minimizer kominn aftur !! Teg. HELENA - mjög haldgóður og gott snið í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 7.990,-. Teg. ASIA - fæst í E,F,FF,G skálum á kr. 8.770. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Bílaþjónusta Byssur SJÓFUGLASKOT ISLANDIA 34 gr, 36 gr og 42 gr sjófuglaskotin komin. Topp gæði - botn verð. Send- um um allt land. Sportvörugerðin, sími 660-8383. www.sportveidi.is Raðauglýsingar - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Stóri Gunni er núna farinn á vit ævintýr- anna, þar sem allt er fallegt og gott, þó ekki sé hægt að segja annað en að þar sem hann bjó er einnig allt fallegt og gott og nóg af æv- intýrum að finna í sveitinni. Gunni er maður sem hefur alltaf verið í mínu lífi, hann hefur alla tíð búið í sveitinni og þar hef ég verið tíður gestur frá því að ég fæddist. Ég á aðeins góðar minningar um Gunnar, ég mun alltaf muna hve góður hann var við mig, systkini mín, frænk- ur og frændur. Mun muna hvað hann var þolinmóður gagnvart okkur krökkunum, hvað hann nennti að taka okkur með í öll þau verkefni sem fyrir lágu. Fara út í fjárhús, allt sem því kom við fengum við annað hvort að hjálpa til við eða fylgjast með. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf mikið til að fara Gunnar Ellertsson ✝ Gunnar Ellerts-son fæddist 24. janúar 1965 á Blöndu- ósi. Hann lést á heim- ili sínu, Bjarnastöðum í Vatnsdal, að kvöldi Þorláksmessu 23. des- ember 2010. Gunnar var jarð- sunginn frá Þingeyra- kirkju 8. janúar 2011. að reka kálfana niður á engi og þegar við vor- um að fara að reka hestana upp á Sauða- dal. Í heyskapnum kenndi hann mér á traktor og fékk ég hin ýmsu verkefni, annað hvort að rifja eða girða, þó aðallega að rifja. Ég mun líka alltaf muna það hvað það var gam- an að fara niður að flóði og draga inn netin og þegar hann fór með okkur að veiða á brúnni við Hnausatjörn. Stóri Gunni gat alltaf tekið okkur krakkana með, með í allt, ef ekki öll í einu þá fór hann bara fleiri ferðir. Ég á eftir að sakna hans mikið og á ég örugglega aldrei eftir að venjast því að koma í sveitina og hann ekki þar. Ég bað oft okkar góða Guð um lækn- ingu fyrir hann en hann kaus að fá hann til sín og hefur örugglega verð- ugt verkefni handa honum þarna efra. Ég bið að Guð blessi fjölskyldu mína og hjálpi okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég þakka fyrir að hafa þekkt Gunnar og óska þess að ég geti verið jafn góður maður og hann var. Efesusbréfið 6:18: „Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyr- ir öllum heilögum.“ Gunnar Örn Sigurbjörnsson Orðstír fagur aldrei deyr, óhætt má því skrifa á söguspjöldum síðar meir, saga þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Í dag er borinn til grafar mikill og merkur maður, allavega í okkar aug- um, ég fékk að vísu ekki langan tíma með Gunnari enda stutt síðan ég flutti í Vatnsdalinn en ég hef heyrt þeim mun meira af verkum hans og vinnu- brögðum. Gunnar á Bjarnastöðum var maður sem gott var að hafa sér við hlið jafnt í smalamennsku og öðru. Það var gott að leita til hans og það sem hann gerði var ávallt samvisku- samlega og vel af hendi leyst. Því var hægt að treysta. Það var kannski þess vegna sem hann var kallaður héðan svona snemma, Himnaföðurinn vant- aði góðan mann og það strax. Og það var Gunnar, góður maður, duglegur, jákvæður, hógvær, ósérhlífinn, sam- viskusamur og umfram allt vinur vina sinna. Það voru mörg haustin sem þeir Árni fóru saman í göngurnar og mörg skiptin sem þeir unnu saman við rún- ing og önnur störf og bar aldrei skugga á vináttu þeirra og vinskap, enda með afbrigðum gott að vinna með Gunnari. Móðir Árna, Indíana Sigfúsdóttir í Sunnuhlíð, orðaði það svona: Allt er verkið ósvikið, unnið tökum hröðum. Gott er blanda geði við Gunnar á Bjarnastöðum. Þegar fréttir bárust af veikindum Gunnars á sumri líðandi fannst okkur að hann hlyti að hrista þetta af sér fljótlega, þetta gæti bara ekki verið al- varlegt. En fréttirnar urðu dekkri og óljósari þannig að það var óskaplega gott að hitta Gunnar sjálfan í réttunum í haust, sæmilega hressan og kátan eða bara nokkuð líkan sjálfum sér. Síðan hefur hallað undan fæti og þrátt fyrir óskir um að fá að lifa jólahátíðina í faðmi fjöl- skyldunnar fannst þeim sem öllu ræð- ur að jól í himnaríki gætu ekki gengið lengur án Gunnars á Bjarnastöðum og því fór sem fór. Hann er nú „laus úr veikinda viðjum“ og er örugglega þeg- ar byrjaður að taka til hendinni þarna uppi. Við hin sitjum eftir með autt pláss og minningu um góðan dreng sem helgaði líf sitt því að yrkja landið, hugsa um aðra frekar en sjálfan sig og bæta mannlífið í kringum sig. Foreldrum hans, systkinum og öðr- um ættingum og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur og lýsa í svartnætt- inu. Það birtir vonandi um síðir. Minning Gunnars á Bjarnastöðum lifir í huga okkar Sigrún Marta og Árni í Sunnuhlíð. Í dag er til moldar borinn einn af betri sonum Húnaþings eftir alltof stutta ævi. Gunnar Ellertsson var góður drengur og þarfur okkar litla sam- félagi því hann gaf af sér hvar sem hann kom að verki. Hans ævistarf var bóndastarfið sem átti svo vel við hann. Ásamt því að reka stórt bú með fjölskyldu sinni á Bjarnastöð- um vann hann að rúningi á fé bænda marga mánuði á ári og fannst okkur hér í Ási alltaf tilhlökkunarefni vor og haust þegar hann kom í þau verk. Hann hafði áhuga og skoðanir á flestu sem fylgir þessari tilveru en sérstaklega var mannlífið á hans heimaslóðum í Vatnsdal og Þingi honum kærkomið umræðuefni, bæði um menn og málleysingja, og þá ætið á léttu nótunum, en ævin- lega og aldrei talaði hann illa um neinn. Leiðir okkar í göngum á heiðum uppi lágu lengi saman en þar eins og við annað var hann traustur og dug- legur og oftast sendur í erfiðustu göngurnar, enda vel ríðandi. Í nátt- stað virtist hann skemmta sér allra manna best, kátur og brosmildur. Það er mikil eftirsjá af þessum góða dreng en minning hans mun lifa og koma í hugann þegar góðs manns er getið, glaðlegan og víg- reifan með þrjá hvíta til reiðar. Við vottum fjölskyldu Gunnars og öllum aðstandendum innilega sam- úð. Jón og Inga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.